Með eitt skot í byssunni og ætlar að nýta það vel Sunna Sæmundsdóttir skrifar 26. september 2021 19:07 Tómas A. Tómasson, nýr þingmaður Flokks fólksins. vísir/Egill Fjöldi nýrra þingmanna tekur sæti á Alþingi í haust. Meðal þeirra er Tómas A. Tómasson, sem hefur verið kenndur við Búlluna, og kemur nýr inn á þing fyrir Flokk fólksins. Tómas verður elsti þingmaður Alþingis og segist stoltur af því. „Það er svolítill húmor í því að það er verið að segja fólki að hætta að vinna sjötugt hjá hinu opinbera. Svo er ég ráðinn núna 72 ára í fjögurra ára vinnu. Það þarf eitthvað að breyta þessu sysetemi,“ segir Tómas. Hann segir gamlan draum vera að rætast. „Ég er búinn að ganga um með þetta í maganum síðan 1978 og ég hef alltaf verið að bíða eftir rétta augnablikinu og núna er það komið. Ég er orðinn 72 ára og bara með eitt skot í byssunni og ætla að nota það vel. Miða vel.“ Hverju munt þú beita þér fyrir? „Ég er eldri borgari og einn úr hópi þeirra. Ég ætla að berjast eins og ljón í búri við að hjálpa eldri borgurum sem þurfa á því að halda og öðrum líka, eins og einstæðum foreldrum. Móðir mín var einstætt foreldri allt sitt líf og saup dauðann úr skel ef ég get orðað það svoleiðis. Þannig ég skil vel vanda einstæðra foreldra sem ég vil gjarnan aðstoða.“ Tómas segist ekki hafa stigið fæti inn fyrir dyr Alþingis og er spenntur fyrir því.vísir/Vilhelm Hverju í þingstörfunum ertu spenntastur fyrir? „Ég ákvað það þegar ég ákvað að fara á þing fyrir um fjörutíu árum síðan að ég myndi ekki stíga fæti inn fyrir Alþingishúsið fyrr en ég væri kosinn. Þannig ég hef ekki hugmynd um raunverulega annað en það sem ég sé í sjónvarpinu frá þingstörfum. En ég sé að menn eru alltaf huggulega klæddir og ég er alltaf í bol. Þannig ég þarf að kaupa mér jakka,“ segir Tómas léttur í bragði. „Mér skilst að það sé þingfólksskóli sem við nýju þingmennirnir þurfum að ganga í gegnum. Ég er bara mjög áhugasamur um þá reynslu.“ Flokkur fólksins Alþingiskosningar 2021 Mest lesið Ætlaði ekki að trúa því að sonurinn hefði sjálfur staðið upp úr bílnum Innlent Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Innlent Norðmenn uggandi vegna mögulegra viðbragða Trump Erlent Fjöldi látinn eftir að verksmiðja sprakk í loft upp Innlent Þarf að una áminningu í máli móður í forsjárdeilu Innlent Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Innlent Nóbelsnefndin hafi valið pólitík fram yfir frið Erlent Gengst við því að hafa grandað farþegaþotunni Erlent Kourani fluttur á Klepp Innlent Venesúelskur stjórnarandstæðingur hlaut friðarverðlaun Nóbels Erlent Fleiri fréttir Beygjuvasarnir stórhættulegir Kourani fluttur á Klepp Fékk sýn og vakti heimsathygli Vísað út af bókasafni fyrir að drekka inni á salerni Enginn njósni um barnaafmæli borgarinnar Þarf að una áminningu í máli móður í forsjárdeilu Fjöldi látinn eftir að verksmiðja sprakk í loft upp Múhameð fær blessun mannanafnanefndar Samfylkingin með mesta fylgi allra flokka Skipaður í embætti skólameistara Framhaldsskólans í Mosó Sigurbjörg skipuð forstjóri Ráðgjafar- og greiningarstöðvar „Sorglegt“ ef börnin lesa ekki Laxness og Íslendingasögur Fyrstu skref til friðar á Gasa tekin og Friðarverðlaunin fara til Venesúela Leggja til tæplega 44 þúsund tonna loðnukvóta Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Magga Stína í flugi á leið til Istanbúl Bein útsending: Árleg friðarráðstefna Höfða Bein útsending: Athafnaborgin Reykjavík kynnt frá ólíkum hliðum Ætlaði ekki að trúa því að sonurinn hefði sjálfur staðið upp úr bílnum Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Brotthvarf Laxness: „Ekkert sem kemur í staðinn fyrir að vera einn í sínum heimi með bók“ Þakklát Möggu Stínu og segir vopnahlé ljósið við enda ganganna Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun“ Söguleg stund Ekki sjálfsvörn að berja með steypuklumpi í höfuðið Laxnessleysið skandall eða stormur í vatnsglasi? Vegagerðin sannfærð um kosti brúar umfram göng Tólf eldislaxar fundust í sex ám Rannsaka hvort bílstjórinn hafi dottað Bein útsending: Dagur landbúnaðarins Sjá meira
„Það er svolítill húmor í því að það er verið að segja fólki að hætta að vinna sjötugt hjá hinu opinbera. Svo er ég ráðinn núna 72 ára í fjögurra ára vinnu. Það þarf eitthvað að breyta þessu sysetemi,“ segir Tómas. Hann segir gamlan draum vera að rætast. „Ég er búinn að ganga um með þetta í maganum síðan 1978 og ég hef alltaf verið að bíða eftir rétta augnablikinu og núna er það komið. Ég er orðinn 72 ára og bara með eitt skot í byssunni og ætla að nota það vel. Miða vel.“ Hverju munt þú beita þér fyrir? „Ég er eldri borgari og einn úr hópi þeirra. Ég ætla að berjast eins og ljón í búri við að hjálpa eldri borgurum sem þurfa á því að halda og öðrum líka, eins og einstæðum foreldrum. Móðir mín var einstætt foreldri allt sitt líf og saup dauðann úr skel ef ég get orðað það svoleiðis. Þannig ég skil vel vanda einstæðra foreldra sem ég vil gjarnan aðstoða.“ Tómas segist ekki hafa stigið fæti inn fyrir dyr Alþingis og er spenntur fyrir því.vísir/Vilhelm Hverju í þingstörfunum ertu spenntastur fyrir? „Ég ákvað það þegar ég ákvað að fara á þing fyrir um fjörutíu árum síðan að ég myndi ekki stíga fæti inn fyrir Alþingishúsið fyrr en ég væri kosinn. Þannig ég hef ekki hugmynd um raunverulega annað en það sem ég sé í sjónvarpinu frá þingstörfum. En ég sé að menn eru alltaf huggulega klæddir og ég er alltaf í bol. Þannig ég þarf að kaupa mér jakka,“ segir Tómas léttur í bragði. „Mér skilst að það sé þingfólksskóli sem við nýju þingmennirnir þurfum að ganga í gegnum. Ég er bara mjög áhugasamur um þá reynslu.“
Flokkur fólksins Alþingiskosningar 2021 Mest lesið Ætlaði ekki að trúa því að sonurinn hefði sjálfur staðið upp úr bílnum Innlent Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Innlent Norðmenn uggandi vegna mögulegra viðbragða Trump Erlent Fjöldi látinn eftir að verksmiðja sprakk í loft upp Innlent Þarf að una áminningu í máli móður í forsjárdeilu Innlent Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Innlent Nóbelsnefndin hafi valið pólitík fram yfir frið Erlent Gengst við því að hafa grandað farþegaþotunni Erlent Kourani fluttur á Klepp Innlent Venesúelskur stjórnarandstæðingur hlaut friðarverðlaun Nóbels Erlent Fleiri fréttir Beygjuvasarnir stórhættulegir Kourani fluttur á Klepp Fékk sýn og vakti heimsathygli Vísað út af bókasafni fyrir að drekka inni á salerni Enginn njósni um barnaafmæli borgarinnar Þarf að una áminningu í máli móður í forsjárdeilu Fjöldi látinn eftir að verksmiðja sprakk í loft upp Múhameð fær blessun mannanafnanefndar Samfylkingin með mesta fylgi allra flokka Skipaður í embætti skólameistara Framhaldsskólans í Mosó Sigurbjörg skipuð forstjóri Ráðgjafar- og greiningarstöðvar „Sorglegt“ ef börnin lesa ekki Laxness og Íslendingasögur Fyrstu skref til friðar á Gasa tekin og Friðarverðlaunin fara til Venesúela Leggja til tæplega 44 þúsund tonna loðnukvóta Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Magga Stína í flugi á leið til Istanbúl Bein útsending: Árleg friðarráðstefna Höfða Bein útsending: Athafnaborgin Reykjavík kynnt frá ólíkum hliðum Ætlaði ekki að trúa því að sonurinn hefði sjálfur staðið upp úr bílnum Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Brotthvarf Laxness: „Ekkert sem kemur í staðinn fyrir að vera einn í sínum heimi með bók“ Þakklát Möggu Stínu og segir vopnahlé ljósið við enda ganganna Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun“ Söguleg stund Ekki sjálfsvörn að berja með steypuklumpi í höfuðið Laxnessleysið skandall eða stormur í vatnsglasi? Vegagerðin sannfærð um kosti brúar umfram göng Tólf eldislaxar fundust í sex ám Rannsaka hvort bílstjórinn hafi dottað Bein útsending: Dagur landbúnaðarins Sjá meira