„Við munum alltaf standa upp aftur“ Jakob Bjarnar skrifar 26. september 2021 16:25 Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, á kjörstað. Hann leynir því ekki að niðurstaða kosninganna eru honum mikil vonbrigði. vísir/sigurjón Sigmundur Davíð Gunnlaugsson formaður Miðflokksins segir niðurstöðu kosninganna óvæntustu kosningaúrslit sem hann hefur upplifað. Sigmundur Davíð sagði í öllum viðtölum í nótt að hann vildi bíða og sjá hver niðurstaðan yrði, því alltaf hafi það verið svo að þeir flokkar sem hann hefur stýrt hafi sótt verulega í sig veðrið þegar á talningu hefur liðið. Nú liggur fyrir að Miðflokkurinn tapaði miklu fylgi og fjórum þingmönnum. „Ég sofnaði með tölvuna í fanginu í morgun en þegar ég vaknaði sá ég að óvæntustu kosningaúrslit sem ég hef upplifað innan lands eða utan hafa ekki breyst,“ segir Sigmundur Davíð í pistli sem hann var að birta á Facebook-síðu sinni. Sluppu ekki ósárir frá kosningunum Hann segir að kjósendur geti ekki haft rangt fyrir sér en úrslitin komi á óvart því hann hafi aldrei upplifað eins mikinn mun á stemmingu fyrir kosningar og svo niðurstöðum. „En stundum fæst ekkert við aðstæðurnar ráðið,"“ segir Sigmundur Davíð. „Stjórnmál eru ekki bara vinnan mín heldur líka áhugamál. Undanfarna mánuði hef ég fylgst með þróuninni í öðrum löndum og síðustu vikur hef ég óttast að það gæti farið eins hjá okkur og hollenska Lýðræðisflokknum sem var stofnaður sama ár og Miðflokkurinn og hefur svipaðar áherslur. Hann var sigurvegari sveitarstjórnakosninganna og fékk flesta fulltrúa kjörna rétt fyrir upphaf Covid og var með hátt í 20% stuðning í könnunum fram að því að faraldurinn hófst. Eftir það sáu þeir vart til sólar og enduðu með 5% fylgi. Í gær taldi ég víst að við slyppum við þau örlög en svo var ekki,“ segir Sigmundur Davíð nú. Niðurstaðan Sigmundi mikil vonbrigði Hann segir að niðurstaðan séu sér mikil vonbrigði vegna hinnar miklu vinnu sem vinir hans í flokksstarfinu inntu af hendi. „Ég varð líka fyrir vonbrigðum með að tveir traustir prinsippmenn úr Sjálfstæðisflokknum sem hefðu haft góð og mikilvæg áhrif á Alþingi komust ekki inn.“ Sigmundur lýkur máli sínu með því að vitna í Roy Bennett, stjórnmálamann frá Zimbabwe (1957-2018): „En í stjórnmálum eins og lífinu er þetta ekki spurning um hversu oft þú ert sleginn niður heldur hversu oft þú getur staðið upp aftur,“ segir Sigmundur og klikkir út með loforði eða hótun, fer eftir því af hvaða hóli er horft: „Og við munum alltaf standa upp aftur.“ Alþingiskosningar 2021 Alþingi Miðflokkurinn Tengdar fréttir Kynningin frekar en Klaustur sem kostaði Miðflokkinn Miðflokkurinn þarf að kanna hvort eitthvað hafi farið úrskeiðis í kynningarmálum sínum fyrir Alþingiskosningarnar, að mati Karls Gauta Hjaltasonar, eins þriggja fulltrúa hans sem náðu sæti á þingi. Hann telur ekki að Klaustursmálið hafi skemmt fyrir flokknum. 26. september 2021 14:40 Úrslit á landsvísu: Þessi sitja á þingi næsta kjörtímabil Sitjandi ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks, Framsóknarflokks og Vinstri grænna hélt velli og bætti við sig þingmönnum í Alþingiskosningunum sem fór fram í gær. Framsókn bætti við sig fimm þingmönnum. Endanleg úrslit lágu fyrir rétt rúmlega klukkan níu í morgun. 26. september 2021 09:26 Mest lesið Rannsaka hvort maðurinn hafi haft samræði við ungan drenginn Innlent Lofuðu Trump í Norður-Kóreustíl Erlent Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Innlent Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Innlent Íslendingur grunaður um morð í Svíþjóð Erlent Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Innlent Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Innlent Rússneskum herþotum flogið inn í lofthelgi Eistlands Erlent Lýsa yfir fullum stuðningi við stjórnendur Sólheima Innlent Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Erlent Fleiri fréttir Leiðinlegt að óprúttnir aðilar skemmi fyrir heyrnarlausum Gervigreindarvélmenni mætt til starfa til að flokka rusl Segir lítið til í orðum ráðherra Gengur laus grunaður um barnaníð og meintar rangfærslur ráðherra Alvarlega slasaður eftir vélsleðaslys á Langjökli Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Breytingar á framhaldsskólastigi: „Við erum að reyna átta okkur á þessu“ Rannsaka hvort maðurinn hafi haft samræði við ungan drenginn Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Lýsa yfir fullum stuðningi við stjórnendur Sólheima Vill að „guð“ taki á þeim sem vilja ekki fækka sveitarstjórnarmönnum Býður Sólveigu á fundinn og kannast ekkert við Virðingu Töldu ekki skilyrði fyrir varðhaldi yfir grunuðum barnaníðingi Kjarasamningur í höfn og atkvæðagreiðslu um verkfall aflýst Fara yfir gögnin en úttekt Viðskiptaráðs sé „skoðun hagsmunaaðila“ Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Hvetja ráðherra til að mæta ekki á fund veitingamanna Bátar sviptir haffærisskírteini og Kourani sækir um náðun Lögreglan leitar manns Á annað hundrað báta óhaffærir vegna ófullnægjandi skoðunar Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Efnisneysla á Íslandi dregst saman en nemur yfir sextán tonnum á mann Um tvö hundruð á ári á gjörgæslu vegna lífshættulegrar sýkingar „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Fór inn á heimili, klæddi sig úr fötunum og sofnaði í stól 3,9 stiga skjálfti í Bárðarbungu Raunvirði íbúða lækkar á ný Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Sjá meira
Sigmundur Davíð sagði í öllum viðtölum í nótt að hann vildi bíða og sjá hver niðurstaðan yrði, því alltaf hafi það verið svo að þeir flokkar sem hann hefur stýrt hafi sótt verulega í sig veðrið þegar á talningu hefur liðið. Nú liggur fyrir að Miðflokkurinn tapaði miklu fylgi og fjórum þingmönnum. „Ég sofnaði með tölvuna í fanginu í morgun en þegar ég vaknaði sá ég að óvæntustu kosningaúrslit sem ég hef upplifað innan lands eða utan hafa ekki breyst,“ segir Sigmundur Davíð í pistli sem hann var að birta á Facebook-síðu sinni. Sluppu ekki ósárir frá kosningunum Hann segir að kjósendur geti ekki haft rangt fyrir sér en úrslitin komi á óvart því hann hafi aldrei upplifað eins mikinn mun á stemmingu fyrir kosningar og svo niðurstöðum. „En stundum fæst ekkert við aðstæðurnar ráðið,"“ segir Sigmundur Davíð. „Stjórnmál eru ekki bara vinnan mín heldur líka áhugamál. Undanfarna mánuði hef ég fylgst með þróuninni í öðrum löndum og síðustu vikur hef ég óttast að það gæti farið eins hjá okkur og hollenska Lýðræðisflokknum sem var stofnaður sama ár og Miðflokkurinn og hefur svipaðar áherslur. Hann var sigurvegari sveitarstjórnakosninganna og fékk flesta fulltrúa kjörna rétt fyrir upphaf Covid og var með hátt í 20% stuðning í könnunum fram að því að faraldurinn hófst. Eftir það sáu þeir vart til sólar og enduðu með 5% fylgi. Í gær taldi ég víst að við slyppum við þau örlög en svo var ekki,“ segir Sigmundur Davíð nú. Niðurstaðan Sigmundi mikil vonbrigði Hann segir að niðurstaðan séu sér mikil vonbrigði vegna hinnar miklu vinnu sem vinir hans í flokksstarfinu inntu af hendi. „Ég varð líka fyrir vonbrigðum með að tveir traustir prinsippmenn úr Sjálfstæðisflokknum sem hefðu haft góð og mikilvæg áhrif á Alþingi komust ekki inn.“ Sigmundur lýkur máli sínu með því að vitna í Roy Bennett, stjórnmálamann frá Zimbabwe (1957-2018): „En í stjórnmálum eins og lífinu er þetta ekki spurning um hversu oft þú ert sleginn niður heldur hversu oft þú getur staðið upp aftur,“ segir Sigmundur og klikkir út með loforði eða hótun, fer eftir því af hvaða hóli er horft: „Og við munum alltaf standa upp aftur.“
Alþingiskosningar 2021 Alþingi Miðflokkurinn Tengdar fréttir Kynningin frekar en Klaustur sem kostaði Miðflokkinn Miðflokkurinn þarf að kanna hvort eitthvað hafi farið úrskeiðis í kynningarmálum sínum fyrir Alþingiskosningarnar, að mati Karls Gauta Hjaltasonar, eins þriggja fulltrúa hans sem náðu sæti á þingi. Hann telur ekki að Klaustursmálið hafi skemmt fyrir flokknum. 26. september 2021 14:40 Úrslit á landsvísu: Þessi sitja á þingi næsta kjörtímabil Sitjandi ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks, Framsóknarflokks og Vinstri grænna hélt velli og bætti við sig þingmönnum í Alþingiskosningunum sem fór fram í gær. Framsókn bætti við sig fimm þingmönnum. Endanleg úrslit lágu fyrir rétt rúmlega klukkan níu í morgun. 26. september 2021 09:26 Mest lesið Rannsaka hvort maðurinn hafi haft samræði við ungan drenginn Innlent Lofuðu Trump í Norður-Kóreustíl Erlent Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Innlent Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Innlent Íslendingur grunaður um morð í Svíþjóð Erlent Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Innlent Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Innlent Rússneskum herþotum flogið inn í lofthelgi Eistlands Erlent Lýsa yfir fullum stuðningi við stjórnendur Sólheima Innlent Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Erlent Fleiri fréttir Leiðinlegt að óprúttnir aðilar skemmi fyrir heyrnarlausum Gervigreindarvélmenni mætt til starfa til að flokka rusl Segir lítið til í orðum ráðherra Gengur laus grunaður um barnaníð og meintar rangfærslur ráðherra Alvarlega slasaður eftir vélsleðaslys á Langjökli Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Breytingar á framhaldsskólastigi: „Við erum að reyna átta okkur á þessu“ Rannsaka hvort maðurinn hafi haft samræði við ungan drenginn Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Lýsa yfir fullum stuðningi við stjórnendur Sólheima Vill að „guð“ taki á þeim sem vilja ekki fækka sveitarstjórnarmönnum Býður Sólveigu á fundinn og kannast ekkert við Virðingu Töldu ekki skilyrði fyrir varðhaldi yfir grunuðum barnaníðingi Kjarasamningur í höfn og atkvæðagreiðslu um verkfall aflýst Fara yfir gögnin en úttekt Viðskiptaráðs sé „skoðun hagsmunaaðila“ Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Hvetja ráðherra til að mæta ekki á fund veitingamanna Bátar sviptir haffærisskírteini og Kourani sækir um náðun Lögreglan leitar manns Á annað hundrað báta óhaffærir vegna ófullnægjandi skoðunar Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Efnisneysla á Íslandi dregst saman en nemur yfir sextán tonnum á mann Um tvö hundruð á ári á gjörgæslu vegna lífshættulegrar sýkingar „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Fór inn á heimili, klæddi sig úr fötunum og sofnaði í stól 3,9 stiga skjálfti í Bárðarbungu Raunvirði íbúða lækkar á ný Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Sjá meira
Kynningin frekar en Klaustur sem kostaði Miðflokkinn Miðflokkurinn þarf að kanna hvort eitthvað hafi farið úrskeiðis í kynningarmálum sínum fyrir Alþingiskosningarnar, að mati Karls Gauta Hjaltasonar, eins þriggja fulltrúa hans sem náðu sæti á þingi. Hann telur ekki að Klaustursmálið hafi skemmt fyrir flokknum. 26. september 2021 14:40
Úrslit á landsvísu: Þessi sitja á þingi næsta kjörtímabil Sitjandi ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks, Framsóknarflokks og Vinstri grænna hélt velli og bætti við sig þingmönnum í Alþingiskosningunum sem fór fram í gær. Framsókn bætti við sig fimm þingmönnum. Endanleg úrslit lágu fyrir rétt rúmlega klukkan níu í morgun. 26. september 2021 09:26