Nikolaj Hansen og Agla María valin best í Pepsi Max deildunum Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 26. september 2021 11:15 Nikolaj Hansen fagnar einu af 16 mörkum sínum í sumar. Hann var valinn besti leikmaður Pepsi Max deildar karla í gær. Vísir/Bára Dröfn Leikmenn, þjálfarar og forráðamenn félaganna sem leika í Pepsi Max deildum karla og kvenna kusu bestu leikmenn deildanna tveggja. Verðlaunin voru afhent í Pepsi Max Stúkunni í gærkvöldi fyrir hönd KSÍ. Nikolaj Hansen, leikmaður Víkings, var valinn bestu karlameginn, en hjá konunum var það Blikakonan Agla María Albertsdóttir sem hreppti verðlaunin. Hansen var markahæsti maður deildarinnar með 16 mörk og átti stóran þátt í því að Víkingur landaði sínum fyrsta Íslandsmeistaratitli í 30 ár. Agla María var næst markahæsti leikmaður Pepsi Max deildar kvenna, en hún skoraði 12 mörk fyrir Breiðablik sem endaði í öðru sæti deildarinnar. Þá voru einnig veitt verðlaun fyrir efnilegustu leikmenn deildanna tveggja. Kristall Máni Ingason var valinn efnilegastur í karlaflokki, og Ólöf Sigríður Kristinsdóttir hlaut verðlaunin í kvennaflokki. Kristall Máni er fæddur árið 2002, en hann spilaði 21 leik með Víking og skoraði þrjú mörk þegar að liðið tryggði sér Íslandsmeistaratitilinn. Ólöf Sigríður er fædd árið 2003 og lék með Þrótti í sumar. Hún skoraði átta mörk í 15 leikjum og hjálpaði þannig liðinu að tryggja sér þriðja sæti deildarinnar. Að auki voru veitt verðlaun fyrir bestu dómara deildanna tveggja. Ívar Orri Kristjansson var valinn besti dómari Pepsi Max deildar karla og Arnar Ingi Ingvarsson var valinn besti dómari Pepsi Max deildar kvenna. Agla María Albertsdóttir var valin best í Pepsi Max deild kvenna.Vísir/Elín Björg Fjórir Blikar í liði ársins Sérfræðingar Pepsi Max Stúkunnar tóku sig einnig til og völdu lið ársins í Pepsi Max deild karla. Breiðablik á fjóra fulltrúa í liðinu, en nýkrýndir Íslandsmeistarar eiga þrjá. Steinþór Már Auðunsson, markvörður KA, stendur á milli stanganna og í fjögurra manna varnarlínu fyrir framan hann eru þeir Kári Árnason úr Víking og Damir Muminovic úr Breiðablik í hjarta varnarinnar. Höskuldur Gunnlaugsson úr Breiðablik og Kristinn Jónsson úr KR eru bakverðir liðsins. Kristinn Steindórsson, Breiðablik, Pablo Punyed, Víking, Viktor Karl Einarsson, Breiðablik, og Hallgrímur Mar Steingrímsson, KA, eru þeir fjórir sem stillt er upp á miðsvæðinu. Sævar Atli Magnússon er fulltrúi Leiknis í liðinu, en hann er í fremstu víglínu ásamt Nikolaj Hansen. Fótbolti Pepsi Max-deild karla Pepsi Max-deild kvenna Víkingur Reykjavík Breiðablik Mest lesið Zlatan sendi sænsku táningsstelpunni skilaboð eftir vítaklúðrið Fótbolti Dómarinn í úrslitaleik HM með kartöflu um hálsinn eftir að hann hitti Trump Fótbolti Hvar mun Mbeumo spila fyrir Man United? Enski boltinn Vill eyða draugasögunni um að Grindavík spili ekki í Grindavík í vetur Körfubolti Lars Lagerbäck: Það verður enginn hálshöggvinn fyrir þetta Fótbolti Slapp snemma úr sjö ára banni og samdi strax við Skagamenn Körfubolti Ofurstjarnan Caitlin Clark ekki með í Stjörnuleiknum Körfubolti Hrókeringar í markmannsmálum Man City Enski boltinn Kátína í Kenía og kvalir í Köben Sport Hvítskeggjaði kylfusveinninn stal senunni á Opna breska Golf Fleiri fréttir Cosic skaut Njarðvík á toppinn áður en hann fer til KR Afturelding að styrkja sig fyrir seinni hlutann Víkingur afturkallar Daða Berg: Fær ekki að spila bikarúrslitaleikinn Birnir Snær genginn til liðs við KA „Bikarleikurinn sat aðeins í mönnum“ „Skemmtilegt og erfitt að spila á móti Fram“ Uppgjörið: Afturelding - Fram 1-1| Allt jafnt í Mosó Jón Páll aðstoðar Einar Leikur Grindavíkur færður vegna gossins Nýir erlendir leikmenn halda áfram að streyma í botnliðið Elvis snúinn aftur KR-ingar hafa enn ekki unnið útileik í sumar Sjáðu mörkin úr Bestu: Hetjudáðir fyrirliðans og alvöru innkoma Uppgjörið: ÍA - KR 1-0 | Skagamenn náðu fram hefndum Uppgjörið: ÍBV - Stjarnan | Nauðsynlegur sigur fyrir Eyjamenn Árni farinn frá Fylki „Mikið undir fyrir bæði lið“ FHL bætir tveimur bandarískum við hópinn Sjáðu hvernig FH rassskellti KA-menn í Krikanum í gær Systkinin leikjahæst: „Heiður að taka fram úr alvöru goðsögnum“ Uppgjör: FH - KA 5-0 | FH pakkaði KA saman Lengri heimferð bíður KR-inga og Egill kallar eftir Akraborginni „Við erum klárlega að fara í alvöru slagsmál“ Njarðvík slapp með stig frá Húsavík Uppgjörið: Vestri í úrslit í fyrsta skipti Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Lárus Orri byrjaður að bæta við sig „Við erum að gera eitthvað rétt“ Á góðum stað fyrir mikil átök Safna stuðningsfólki í fría rútu með fljótandi veigar Sjá meira
Nikolaj Hansen, leikmaður Víkings, var valinn bestu karlameginn, en hjá konunum var það Blikakonan Agla María Albertsdóttir sem hreppti verðlaunin. Hansen var markahæsti maður deildarinnar með 16 mörk og átti stóran þátt í því að Víkingur landaði sínum fyrsta Íslandsmeistaratitli í 30 ár. Agla María var næst markahæsti leikmaður Pepsi Max deildar kvenna, en hún skoraði 12 mörk fyrir Breiðablik sem endaði í öðru sæti deildarinnar. Þá voru einnig veitt verðlaun fyrir efnilegustu leikmenn deildanna tveggja. Kristall Máni Ingason var valinn efnilegastur í karlaflokki, og Ólöf Sigríður Kristinsdóttir hlaut verðlaunin í kvennaflokki. Kristall Máni er fæddur árið 2002, en hann spilaði 21 leik með Víking og skoraði þrjú mörk þegar að liðið tryggði sér Íslandsmeistaratitilinn. Ólöf Sigríður er fædd árið 2003 og lék með Þrótti í sumar. Hún skoraði átta mörk í 15 leikjum og hjálpaði þannig liðinu að tryggja sér þriðja sæti deildarinnar. Að auki voru veitt verðlaun fyrir bestu dómara deildanna tveggja. Ívar Orri Kristjansson var valinn besti dómari Pepsi Max deildar karla og Arnar Ingi Ingvarsson var valinn besti dómari Pepsi Max deildar kvenna. Agla María Albertsdóttir var valin best í Pepsi Max deild kvenna.Vísir/Elín Björg Fjórir Blikar í liði ársins Sérfræðingar Pepsi Max Stúkunnar tóku sig einnig til og völdu lið ársins í Pepsi Max deild karla. Breiðablik á fjóra fulltrúa í liðinu, en nýkrýndir Íslandsmeistarar eiga þrjá. Steinþór Már Auðunsson, markvörður KA, stendur á milli stanganna og í fjögurra manna varnarlínu fyrir framan hann eru þeir Kári Árnason úr Víking og Damir Muminovic úr Breiðablik í hjarta varnarinnar. Höskuldur Gunnlaugsson úr Breiðablik og Kristinn Jónsson úr KR eru bakverðir liðsins. Kristinn Steindórsson, Breiðablik, Pablo Punyed, Víking, Viktor Karl Einarsson, Breiðablik, og Hallgrímur Mar Steingrímsson, KA, eru þeir fjórir sem stillt er upp á miðsvæðinu. Sævar Atli Magnússon er fulltrúi Leiknis í liðinu, en hann er í fremstu víglínu ásamt Nikolaj Hansen.
Fótbolti Pepsi Max-deild karla Pepsi Max-deild kvenna Víkingur Reykjavík Breiðablik Mest lesið Zlatan sendi sænsku táningsstelpunni skilaboð eftir vítaklúðrið Fótbolti Dómarinn í úrslitaleik HM með kartöflu um hálsinn eftir að hann hitti Trump Fótbolti Hvar mun Mbeumo spila fyrir Man United? Enski boltinn Vill eyða draugasögunni um að Grindavík spili ekki í Grindavík í vetur Körfubolti Lars Lagerbäck: Það verður enginn hálshöggvinn fyrir þetta Fótbolti Slapp snemma úr sjö ára banni og samdi strax við Skagamenn Körfubolti Ofurstjarnan Caitlin Clark ekki með í Stjörnuleiknum Körfubolti Hrókeringar í markmannsmálum Man City Enski boltinn Kátína í Kenía og kvalir í Köben Sport Hvítskeggjaði kylfusveinninn stal senunni á Opna breska Golf Fleiri fréttir Cosic skaut Njarðvík á toppinn áður en hann fer til KR Afturelding að styrkja sig fyrir seinni hlutann Víkingur afturkallar Daða Berg: Fær ekki að spila bikarúrslitaleikinn Birnir Snær genginn til liðs við KA „Bikarleikurinn sat aðeins í mönnum“ „Skemmtilegt og erfitt að spila á móti Fram“ Uppgjörið: Afturelding - Fram 1-1| Allt jafnt í Mosó Jón Páll aðstoðar Einar Leikur Grindavíkur færður vegna gossins Nýir erlendir leikmenn halda áfram að streyma í botnliðið Elvis snúinn aftur KR-ingar hafa enn ekki unnið útileik í sumar Sjáðu mörkin úr Bestu: Hetjudáðir fyrirliðans og alvöru innkoma Uppgjörið: ÍA - KR 1-0 | Skagamenn náðu fram hefndum Uppgjörið: ÍBV - Stjarnan | Nauðsynlegur sigur fyrir Eyjamenn Árni farinn frá Fylki „Mikið undir fyrir bæði lið“ FHL bætir tveimur bandarískum við hópinn Sjáðu hvernig FH rassskellti KA-menn í Krikanum í gær Systkinin leikjahæst: „Heiður að taka fram úr alvöru goðsögnum“ Uppgjör: FH - KA 5-0 | FH pakkaði KA saman Lengri heimferð bíður KR-inga og Egill kallar eftir Akraborginni „Við erum klárlega að fara í alvöru slagsmál“ Njarðvík slapp með stig frá Húsavík Uppgjörið: Vestri í úrslit í fyrsta skipti Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Lárus Orri byrjaður að bæta við sig „Við erum að gera eitthvað rétt“ Á góðum stað fyrir mikil átök Safna stuðningsfólki í fría rútu með fljótandi veigar Sjá meira