Bíður milli vonar og ótta: „Ég skil ekkert í þessum tölum“ Óttar Kolbeinsson Proppé skrifar 26. september 2021 06:46 Sigmar Guðmundsson, sem situr í öðru sæti Viðreisnar í Suðvesturkjördæmi, er einn þeirra jöfnunarmanna sem eru afar tæpir inn á þing. Hann hefur verið inni í jöfnunarsæti í síðustu tveimur tölum sem birtar voru úr kjördæminu en hvort hann komist inn sem kjördæmakjörinn þingmaður mun ráðast þegar lokatölur úr Suðvesturkjördæmi verða birtar, líklega á næsta klukkutímanum. Nú munar 584 atkvæðum á Sigmari og Guðmundi Inga Kristinssyni, hjá Flokki fólksins, sem er síðasti kjördæmakjörni þingmaðurinn í Kraganum miðað við síðustu tölur. Ef Sigmar fer ekki inn sem kjördæmakjörinn þingmaður gæti tekið við enn lengri bið eftir að lokatölur liggi fyrir í öllum kjördæmum því þær gætu haft áhrif á jöfnunarsætin annars staðar. „Það veit auðvitað enginn hvernig þetta fer. Það er bara fullt af fólki sem er í sömu stöðu og ég núna og bíður eftir því að sjá hvað kemur út úr þessu systemi,“ segir Sigmar í samtali við fréttastofu. Hann kvaðst liggja í hálfgerðu móki fyrir framan sjónvarpið að reyna að halda sér vakandi. Sat eins og asni eftir fyrstu tölur „Þegar fyrstu tölurnar bárust þá sat ég náttúrulega bara eins og asni með Kristrúnu Frostadóttur í beinni útsendingu. Það voru hræðilegar tölur og þá var ég sannfærður um að þetta væri búið spil,“ segir Sigmar. Viðreisn var með 7,7 prósent talinna atkvæða í fyrstu tölum úr kjördæminu og þá ekkert útlit fyrir að Sigmar næði inn. Mikið flökt hefur verið á tölunum í Kraganum í alla nótt en Viðreisn er með 12,1 prósenta fylgi þar samkvæmt fjórðu og nýjustu tölunum. „Þannig ég átta mig engan veginn á því hvort að við eigum eftir að fara upp eða niður í lokatölunum,“ segir Sigmar. „Ég skil ekkert í þessum tölum. Af hverju þær hafa breyst svona svakalega í talningunni í Suðvesturkjördæmi.“ Hann segir kosningarnar hafa komið sér á óvart og að ríkisstjórnin hafi sigrað með afgerandi hætti. „Maður óskar ríkisstjórninni auðvitað til hamingju með það.“ Alþingiskosningar 2021 Suðvesturkjördæmi Viðreisn Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Innlent Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Innlent Vargöldin á Haítí versnar hratt Erlent Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Innlent Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Innlent Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Innlent Réttindalausir stútar á ferðinni Innlent Ók á ljósastaur við Grensásveg Innlent Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Innlent Fleiri fréttir Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Bein útsending: Hvar eru umhverfis- og loftslagsmálin í kosningabaráttunni? Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu „Dapurlegt“ útspil kennara og opnun Bláa lónsins Sigmundur fjarverandi allar atkvæðagreiðslur Styrkja möstrin með möl eftir góða vinnu í nótt Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Hlutverk flokksforingja stórlega ofmetið í kosningabaráttunni Braut rúðu í lögreglubíl Stöðugt gos og engir skjálftar „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Sjá meira
Nú munar 584 atkvæðum á Sigmari og Guðmundi Inga Kristinssyni, hjá Flokki fólksins, sem er síðasti kjördæmakjörni þingmaðurinn í Kraganum miðað við síðustu tölur. Ef Sigmar fer ekki inn sem kjördæmakjörinn þingmaður gæti tekið við enn lengri bið eftir að lokatölur liggi fyrir í öllum kjördæmum því þær gætu haft áhrif á jöfnunarsætin annars staðar. „Það veit auðvitað enginn hvernig þetta fer. Það er bara fullt af fólki sem er í sömu stöðu og ég núna og bíður eftir því að sjá hvað kemur út úr þessu systemi,“ segir Sigmar í samtali við fréttastofu. Hann kvaðst liggja í hálfgerðu móki fyrir framan sjónvarpið að reyna að halda sér vakandi. Sat eins og asni eftir fyrstu tölur „Þegar fyrstu tölurnar bárust þá sat ég náttúrulega bara eins og asni með Kristrúnu Frostadóttur í beinni útsendingu. Það voru hræðilegar tölur og þá var ég sannfærður um að þetta væri búið spil,“ segir Sigmar. Viðreisn var með 7,7 prósent talinna atkvæða í fyrstu tölum úr kjördæminu og þá ekkert útlit fyrir að Sigmar næði inn. Mikið flökt hefur verið á tölunum í Kraganum í alla nótt en Viðreisn er með 12,1 prósenta fylgi þar samkvæmt fjórðu og nýjustu tölunum. „Þannig ég átta mig engan veginn á því hvort að við eigum eftir að fara upp eða niður í lokatölunum,“ segir Sigmar. „Ég skil ekkert í þessum tölum. Af hverju þær hafa breyst svona svakalega í talningunni í Suðvesturkjördæmi.“ Hann segir kosningarnar hafa komið sér á óvart og að ríkisstjórnin hafi sigrað með afgerandi hætti. „Maður óskar ríkisstjórninni auðvitað til hamingju með það.“
Alþingiskosningar 2021 Suðvesturkjördæmi Viðreisn Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Innlent Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Innlent Vargöldin á Haítí versnar hratt Erlent Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Innlent Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Innlent Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Innlent Réttindalausir stútar á ferðinni Innlent Ók á ljósastaur við Grensásveg Innlent Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Innlent Fleiri fréttir Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Bein útsending: Hvar eru umhverfis- og loftslagsmálin í kosningabaráttunni? Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu „Dapurlegt“ útspil kennara og opnun Bláa lónsins Sigmundur fjarverandi allar atkvæðagreiðslur Styrkja möstrin með möl eftir góða vinnu í nótt Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Hlutverk flokksforingja stórlega ofmetið í kosningabaráttunni Braut rúðu í lögreglubíl Stöðugt gos og engir skjálftar „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Sjá meira