Lokaumferð deildarinnar: Íslandsmeistarar krýndir, mögulegt Evrópusæti í boði og hvaða lið fellur? Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 25. september 2021 08:00 Víkingur og Breiðablik geta orðið Íslandsmeistarar í dag. Vísir/Hulda Margrét Sjaldan eða aldrei hefur verið eins mikil spenna fyrir lokaumferð efstu deildar karla í fótbolta og er í dag. Klukkan 16.00 í dag verður ljóst hvaða lið er Íslandsmeistari í knattspyrnu karla árið 2021 sem og hvaða lið mun fylgja Fylki niður í Lengjudeildina. Bæði Víkingur og Breiðablik geta orðið Íslandsmeistari. Víkingar urðu síðast meistarar árið 1991, fyrir sléttum 30 árum síðan. Breiðablik hefur beðið í töluvert styttri tíma en samt sem áður er meira en áratugur síðan félagið varð Íslandsmeistari. Það gerðist síðast haustið 2010. Hér að neðan má sjá stöðuna í deildinni en aðeins munar einu stigi á toppliðunum tveimur fyrir lokaumferðina sem hefst klukkan 14.00 í dag. Staðan í deildinni 1. Víkingur - 45 stig, +15 í markatölu 2. Breiðablik - 44 stig, +31 í markatölu 3. KA - 39 stig, +16 í markatölu 4. KR - 38 stig, +14 í markatölu 5. Valur - 36 stig, +5 í markatölu 6. FH - 32 stig, +13 í markatölu 7. Stjarnan - 22 stig, -10 í markatölu 8. Leiknir Reykjavík - 22 stig, -14 í markatölu 9. Keflavík - 21 stig, -14 í markatölu 10. HK - 20 stig, -15 í markatölu 11. ÍA - 18 stig, -16 í markatölu 12. Fylkir - 16 stig, -27 í markatölu Það er hins vegar nóg annað sem getur gerst í dag. Í ljós kemur hvaða lið nær hinu eftirsótta 3. sæti Pepsi Max-deildarinnar. Sætið var reyndar eftirsóttara hér á árum áður þar sem það þýddi þátttöku í Evrópukeppni árið eftir. Það er ekki öruggt að þessu sinni en fari svo að Víkingur vinni Mjólkurbikarinn þá mun 3. sætið gefa þátttöku í Evrópu á næstu leiktíð. Svo á eftir að koma í ljós hvaða lið fellur með Fylki niður í Lengjudeildina. Enn eru þrjú lið sem geta fallið, það eru HK, ÍA og Keflavík. Tvö síðastnefndu liðin mætast í dag í leik þar sem sæti í deild þeirra bestu að ári er undir. Leikir dagsins Víkingur – Leiknir Reykjavík Breiðablik – HK KA – FH Stjarnan – KR Keflavík – ÍA Fylkir – Valur Á heimavelli hamingjunnar í Fossvogi mætast Víkingur og Leiknir Reykjavík. Gestirnir hafa tryggt sæti sitt í deildinni og hafa ekki sýnt mikið síðan það var ljóst. Staðan er hins vegar þannig að ef heimamenn vinna er Íslandsmeistaratitillinn þeirra. Það er hins vegar vert að taka fram að Víkingar hafa ekki enn unnið Leikni í efstu deild karla í knattspyrnu. Sigur gulltryggir Íslandsmeistaratitilinn en jafntefli gæti einnig dugað fari svo að Breiðablik vinni ekki sinn leik. Ef Breiðablik tapar gegn HK þá skiptir engu máli hvernig leikur Víkings og Leiknis fer. Þó Leiknir hafi í raun ekki að miklu að keppa þá hafa liðin háð nokkrar hatrammar rimmur í 1. deildinni hér á árum áður og þá eru einnig nokkrir Blikar í liði Leiknis. Þeir vilja eflaust hjálpa uppeldisfélagi sínu að landa þeim stóra. Ef HK tekst að forðast tap er ljóst að liðið heldur sæti sínu í deildinni. Þar sem Keflavík og ÍA mætast dugir HK stig á morgun til að halda sæti sínu. Keflavík dugir einnig stig til að tryggja sæti sitt en tap gæti þýtt fall ef HK nær í stig á Kópavogsvelli. Það er hins vegar ljóst að ÍA verður að næla í öll þrjú stigin sem í boði eru til að halda sæti sínu. Ef það gerist þá þurfa Keflvíkingar að horfa til Kópavogsvallar í þeirri von um að Blikar séu að vinna nágranna sína því annars fellur Keflavík á markatölu. Ljóst er að Keflavík, HK og ÍA verða ekki öll í Pepsi Max deild karla sumarið 2022. Hvaða lið fellur um deild?Vísir/Hulda Margrét/Bára Dröfn KA tekur á móti FH á meðan KR heimsækir Stjörnuna í Garðabænum. FH og Stjarnan hafa að litlu að keppa en KA og KR eru í baráttunni um þriðja sætið. Ef Víkingar landa sigri í Mjólkurbikarnum mun þriðja sætið veita þátttöku í Sambandsdeild UEFA á næstu leiktíð. Það er því til mikils að vinna fyrir bæði lið og KA er í frábærum málum þar sem KR tapaði gegn Víking í síðustu umferð. Að leggja FH þessa dagana er þó hægara sagt en gert eins og Blikar komust að á dögunum. Það verður því einnig áhugavert að fylgjast með leik þessarra liða þar sem tugir milljóna eru mögulega í húfi. KR og KA eiga bæði möguleika á að ná 3. sæti Pepsi Max deildar karla.Vísir/Hulda Margrét Fari svo að FH vinni með þremur mörkum eða meira dugir KR jafntefli til að ná 3. sætinu en liðið væri þá með betri markatölu en KA. Í Árbænum tekur svo Fylkir á móti Val, sá leikur skiptir engu máli. Stöð 2 Sport verður með veglega dagskrá í dag. Upphitun Pepsi Max stúkunnar hefst klukkan 13:00 og hægt verður að fylgjast með öllum leikjunum samtímis í þættinum. Þá verða allir leikirnir í lokaumferðinni sýndir beint og klukkan 20:00 er svo komið að uppgjörsþætti. Pepsi Max deild karla er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Pepsi Max deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði. Fótbolti Íslenski boltinn Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Breiðablik og HK án mikilvægra leikmanna í Kópavogsslagnum Breiðablik og HK verða án mikilvægra leikmanna í Kópavogsslagnum í lokaumferð Pepsi Max-deildar karla á morgun. 24. september 2021 17:01 Fimmta sinn í sögu tólf liða deildar sem titillinn vinnst í lokaumferðinni Úrslitin ráðast í Pepsi Max deild karla í lokaumferðinni á morgun en það er ekki á hverju ári sem Íslandsmeistaratitilinn vinnst ekki fyrr en í síðasta leik. 24. september 2021 15:31 „Væri ekkert leiðinlegur dagur ef ég yrði Íslandsmeistari og kæmist inn á þing“ Gísli Eyjólfsson verður í þeirri erfiðu stöðu að þurfa að fylgjast með samherjum sínum í Breiðabliki úr stúkunni í lokaumferð Pepsi Max-deildarinnar. Morgundagurinn verður viðburðarríkur fyrir Gísla en hann er einnig í framboði til Alþingis þótt hann sé ekki beint í baráttusæti. 24. september 2021 14:45 Bikarinn verður miðja vegu á milli Víkinnar og Smárans Íslandsmeistarabikarinn fer annað hvort á loft á Víkingsvelli eða Kópavogsvelli. Á meðan leikjunum í lokaumferðinni í Pepsi Max-deild karla verður bikarinn í vörslu starfsmanns KSÍ á miðlægum stað. 24. september 2021 14:00 Mest lesið „Það hjálpar ekki neitt“ Handbolti Rotta hljóp um á grasinu á Old Trafford í miðjum leik Enski boltinn „Haukur og Einar ekki komnir til að vera í stúkunni“ Handbolti Fowler með sína kenningu um þá samningslausu hjá Liverpool Enski boltinn Segir Ísland verða að vinna Slóveníu Handbolti Pavel stakk upp á áhugaverðum skiptum Körfubolti Rúmin á hótelinu valda bakvandamálum: „Nokkrir helvíti stífir“ Handbolti Elliði skipti út rauðu skónum eftir rauðu spjöldin Handbolti Orðinn þreyttur á lélegum liðum á HM: „Þetta er algjört bíó“ Handbolti Fjögur lið aðeins einum leik frá Super Bowl Sport Fleiri fréttir Jónatan Ingi tryggði Val sigur á Fram Víkingar fá mikinn liðsstyrk Valur semur við norskan miðvörð Víkingar með ólöglegan leikmann á móti KR Hin efnilega Arnfríður Auður í raðir Vals Kári segir Atla geta orðið „unplayable“ Atli á leið til Víkings Láki sækir leikmann sem hann þekkir vel Eyþór sóttur í Fylki: „Loksins einhver að koma að leika við þig“ Nýju þjálfararnir byrjuðu á 8-0 sigri á KR Fengu Gumma Ben til að lýsa og stjörnur til að spila í styrktarleik fyrir vin sinn Daninn og Svíinn á skotskónum í sigri Vals Stórsigur hjá KR-ingum Ungir strákar í HK halda styrktarleik fyrir veikan vin sinn Alex Þór aftur í Stjörnuna Yfirgefur æskufélagið og semur við Þrótt „Hann er mjög eftirminnilegur og mér þykir vænt um hann“ „Himinlifandi“ eftir að hafa landað fyrirliða Fylkis KA fær lykilmann úr Eyjum Íslandsmeistarinn Andri Rafn áfram í röðum Breiðabliks Brazell ráðinn til Vals Gísli Gottskálk eftirsóttur í Póllandi Berglind Björg í raðir Breiðabliks Fullt af leikjum fyrir páska og langt hlé hjá konunum „Ég trúi því að frábært geti alltaf orðið ennþá betra“ Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH Yfirlögfræðingur KSÍ verður framkvæmdastjóri Víkings Sjá meira
Bæði Víkingur og Breiðablik geta orðið Íslandsmeistari. Víkingar urðu síðast meistarar árið 1991, fyrir sléttum 30 árum síðan. Breiðablik hefur beðið í töluvert styttri tíma en samt sem áður er meira en áratugur síðan félagið varð Íslandsmeistari. Það gerðist síðast haustið 2010. Hér að neðan má sjá stöðuna í deildinni en aðeins munar einu stigi á toppliðunum tveimur fyrir lokaumferðina sem hefst klukkan 14.00 í dag. Staðan í deildinni 1. Víkingur - 45 stig, +15 í markatölu 2. Breiðablik - 44 stig, +31 í markatölu 3. KA - 39 stig, +16 í markatölu 4. KR - 38 stig, +14 í markatölu 5. Valur - 36 stig, +5 í markatölu 6. FH - 32 stig, +13 í markatölu 7. Stjarnan - 22 stig, -10 í markatölu 8. Leiknir Reykjavík - 22 stig, -14 í markatölu 9. Keflavík - 21 stig, -14 í markatölu 10. HK - 20 stig, -15 í markatölu 11. ÍA - 18 stig, -16 í markatölu 12. Fylkir - 16 stig, -27 í markatölu Það er hins vegar nóg annað sem getur gerst í dag. Í ljós kemur hvaða lið nær hinu eftirsótta 3. sæti Pepsi Max-deildarinnar. Sætið var reyndar eftirsóttara hér á árum áður þar sem það þýddi þátttöku í Evrópukeppni árið eftir. Það er ekki öruggt að þessu sinni en fari svo að Víkingur vinni Mjólkurbikarinn þá mun 3. sætið gefa þátttöku í Evrópu á næstu leiktíð. Svo á eftir að koma í ljós hvaða lið fellur með Fylki niður í Lengjudeildina. Enn eru þrjú lið sem geta fallið, það eru HK, ÍA og Keflavík. Tvö síðastnefndu liðin mætast í dag í leik þar sem sæti í deild þeirra bestu að ári er undir. Leikir dagsins Víkingur – Leiknir Reykjavík Breiðablik – HK KA – FH Stjarnan – KR Keflavík – ÍA Fylkir – Valur Á heimavelli hamingjunnar í Fossvogi mætast Víkingur og Leiknir Reykjavík. Gestirnir hafa tryggt sæti sitt í deildinni og hafa ekki sýnt mikið síðan það var ljóst. Staðan er hins vegar þannig að ef heimamenn vinna er Íslandsmeistaratitillinn þeirra. Það er hins vegar vert að taka fram að Víkingar hafa ekki enn unnið Leikni í efstu deild karla í knattspyrnu. Sigur gulltryggir Íslandsmeistaratitilinn en jafntefli gæti einnig dugað fari svo að Breiðablik vinni ekki sinn leik. Ef Breiðablik tapar gegn HK þá skiptir engu máli hvernig leikur Víkings og Leiknis fer. Þó Leiknir hafi í raun ekki að miklu að keppa þá hafa liðin háð nokkrar hatrammar rimmur í 1. deildinni hér á árum áður og þá eru einnig nokkrir Blikar í liði Leiknis. Þeir vilja eflaust hjálpa uppeldisfélagi sínu að landa þeim stóra. Ef HK tekst að forðast tap er ljóst að liðið heldur sæti sínu í deildinni. Þar sem Keflavík og ÍA mætast dugir HK stig á morgun til að halda sæti sínu. Keflavík dugir einnig stig til að tryggja sæti sitt en tap gæti þýtt fall ef HK nær í stig á Kópavogsvelli. Það er hins vegar ljóst að ÍA verður að næla í öll þrjú stigin sem í boði eru til að halda sæti sínu. Ef það gerist þá þurfa Keflvíkingar að horfa til Kópavogsvallar í þeirri von um að Blikar séu að vinna nágranna sína því annars fellur Keflavík á markatölu. Ljóst er að Keflavík, HK og ÍA verða ekki öll í Pepsi Max deild karla sumarið 2022. Hvaða lið fellur um deild?Vísir/Hulda Margrét/Bára Dröfn KA tekur á móti FH á meðan KR heimsækir Stjörnuna í Garðabænum. FH og Stjarnan hafa að litlu að keppa en KA og KR eru í baráttunni um þriðja sætið. Ef Víkingar landa sigri í Mjólkurbikarnum mun þriðja sætið veita þátttöku í Sambandsdeild UEFA á næstu leiktíð. Það er því til mikils að vinna fyrir bæði lið og KA er í frábærum málum þar sem KR tapaði gegn Víking í síðustu umferð. Að leggja FH þessa dagana er þó hægara sagt en gert eins og Blikar komust að á dögunum. Það verður því einnig áhugavert að fylgjast með leik þessarra liða þar sem tugir milljóna eru mögulega í húfi. KR og KA eiga bæði möguleika á að ná 3. sæti Pepsi Max deildar karla.Vísir/Hulda Margrét Fari svo að FH vinni með þremur mörkum eða meira dugir KR jafntefli til að ná 3. sætinu en liðið væri þá með betri markatölu en KA. Í Árbænum tekur svo Fylkir á móti Val, sá leikur skiptir engu máli. Stöð 2 Sport verður með veglega dagskrá í dag. Upphitun Pepsi Max stúkunnar hefst klukkan 13:00 og hægt verður að fylgjast með öllum leikjunum samtímis í þættinum. Þá verða allir leikirnir í lokaumferðinni sýndir beint og klukkan 20:00 er svo komið að uppgjörsþætti. Pepsi Max deild karla er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Pepsi Max deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði.
Staðan í deildinni 1. Víkingur - 45 stig, +15 í markatölu 2. Breiðablik - 44 stig, +31 í markatölu 3. KA - 39 stig, +16 í markatölu 4. KR - 38 stig, +14 í markatölu 5. Valur - 36 stig, +5 í markatölu 6. FH - 32 stig, +13 í markatölu 7. Stjarnan - 22 stig, -10 í markatölu 8. Leiknir Reykjavík - 22 stig, -14 í markatölu 9. Keflavík - 21 stig, -14 í markatölu 10. HK - 20 stig, -15 í markatölu 11. ÍA - 18 stig, -16 í markatölu 12. Fylkir - 16 stig, -27 í markatölu
Leikir dagsins Víkingur – Leiknir Reykjavík Breiðablik – HK KA – FH Stjarnan – KR Keflavík – ÍA Fylkir – Valur
Pepsi Max deild karla er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Pepsi Max deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði.
Fótbolti Íslenski boltinn Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Breiðablik og HK án mikilvægra leikmanna í Kópavogsslagnum Breiðablik og HK verða án mikilvægra leikmanna í Kópavogsslagnum í lokaumferð Pepsi Max-deildar karla á morgun. 24. september 2021 17:01 Fimmta sinn í sögu tólf liða deildar sem titillinn vinnst í lokaumferðinni Úrslitin ráðast í Pepsi Max deild karla í lokaumferðinni á morgun en það er ekki á hverju ári sem Íslandsmeistaratitilinn vinnst ekki fyrr en í síðasta leik. 24. september 2021 15:31 „Væri ekkert leiðinlegur dagur ef ég yrði Íslandsmeistari og kæmist inn á þing“ Gísli Eyjólfsson verður í þeirri erfiðu stöðu að þurfa að fylgjast með samherjum sínum í Breiðabliki úr stúkunni í lokaumferð Pepsi Max-deildarinnar. Morgundagurinn verður viðburðarríkur fyrir Gísla en hann er einnig í framboði til Alþingis þótt hann sé ekki beint í baráttusæti. 24. september 2021 14:45 Bikarinn verður miðja vegu á milli Víkinnar og Smárans Íslandsmeistarabikarinn fer annað hvort á loft á Víkingsvelli eða Kópavogsvelli. Á meðan leikjunum í lokaumferðinni í Pepsi Max-deild karla verður bikarinn í vörslu starfsmanns KSÍ á miðlægum stað. 24. september 2021 14:00 Mest lesið „Það hjálpar ekki neitt“ Handbolti Rotta hljóp um á grasinu á Old Trafford í miðjum leik Enski boltinn „Haukur og Einar ekki komnir til að vera í stúkunni“ Handbolti Fowler með sína kenningu um þá samningslausu hjá Liverpool Enski boltinn Segir Ísland verða að vinna Slóveníu Handbolti Pavel stakk upp á áhugaverðum skiptum Körfubolti Rúmin á hótelinu valda bakvandamálum: „Nokkrir helvíti stífir“ Handbolti Elliði skipti út rauðu skónum eftir rauðu spjöldin Handbolti Orðinn þreyttur á lélegum liðum á HM: „Þetta er algjört bíó“ Handbolti Fjögur lið aðeins einum leik frá Super Bowl Sport Fleiri fréttir Jónatan Ingi tryggði Val sigur á Fram Víkingar fá mikinn liðsstyrk Valur semur við norskan miðvörð Víkingar með ólöglegan leikmann á móti KR Hin efnilega Arnfríður Auður í raðir Vals Kári segir Atla geta orðið „unplayable“ Atli á leið til Víkings Láki sækir leikmann sem hann þekkir vel Eyþór sóttur í Fylki: „Loksins einhver að koma að leika við þig“ Nýju þjálfararnir byrjuðu á 8-0 sigri á KR Fengu Gumma Ben til að lýsa og stjörnur til að spila í styrktarleik fyrir vin sinn Daninn og Svíinn á skotskónum í sigri Vals Stórsigur hjá KR-ingum Ungir strákar í HK halda styrktarleik fyrir veikan vin sinn Alex Þór aftur í Stjörnuna Yfirgefur æskufélagið og semur við Þrótt „Hann er mjög eftirminnilegur og mér þykir vænt um hann“ „Himinlifandi“ eftir að hafa landað fyrirliða Fylkis KA fær lykilmann úr Eyjum Íslandsmeistarinn Andri Rafn áfram í röðum Breiðabliks Brazell ráðinn til Vals Gísli Gottskálk eftirsóttur í Póllandi Berglind Björg í raðir Breiðabliks Fullt af leikjum fyrir páska og langt hlé hjá konunum „Ég trúi því að frábært geti alltaf orðið ennþá betra“ Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH Yfirlögfræðingur KSÍ verður framkvæmdastjóri Víkings Sjá meira
Breiðablik og HK án mikilvægra leikmanna í Kópavogsslagnum Breiðablik og HK verða án mikilvægra leikmanna í Kópavogsslagnum í lokaumferð Pepsi Max-deildar karla á morgun. 24. september 2021 17:01
Fimmta sinn í sögu tólf liða deildar sem titillinn vinnst í lokaumferðinni Úrslitin ráðast í Pepsi Max deild karla í lokaumferðinni á morgun en það er ekki á hverju ári sem Íslandsmeistaratitilinn vinnst ekki fyrr en í síðasta leik. 24. september 2021 15:31
„Væri ekkert leiðinlegur dagur ef ég yrði Íslandsmeistari og kæmist inn á þing“ Gísli Eyjólfsson verður í þeirri erfiðu stöðu að þurfa að fylgjast með samherjum sínum í Breiðabliki úr stúkunni í lokaumferð Pepsi Max-deildarinnar. Morgundagurinn verður viðburðarríkur fyrir Gísla en hann er einnig í framboði til Alþingis þótt hann sé ekki beint í baráttusæti. 24. september 2021 14:45
Bikarinn verður miðja vegu á milli Víkinnar og Smárans Íslandsmeistarabikarinn fer annað hvort á loft á Víkingsvelli eða Kópavogsvelli. Á meðan leikjunum í lokaumferðinni í Pepsi Max-deild karla verður bikarinn í vörslu starfsmanns KSÍ á miðlægum stað. 24. september 2021 14:00