Þórhildur Gyða hefur kært Sigurð G. vegna umdeildrar Facebook-færslu Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 24. september 2021 17:18 Þórhildur Gyða Arnarsdóttir hefur kært Sigurð G. Guðjónsson hæstaréttarlögmann til lögreglu, Persónuverndar og Lögmannafélags Íslands vegna umdeildrar Facebook-færslu. Vísir Þórhildur Gyða Arnarsdóttir hefur kært hæstaréttarlögmanninn Sigurð G. Guðjónsson til lögreglu, Persónuverndar og Lögmannafélags Íslands fyrir að hafa birt myndir úr lögregluskýrslu hennar. Þetta staðfestir lögmaður Þórhildar í samtali við Vísi. Þórhildur Gyða greindi frá því í síðasta mánuði að landsliðsmaður í knattspyrnu hafi ráðist á hana og áreitt á skemmtistað haustið 2017. Þórhildur tilkynnti árásina til lögreglu en málið var látið niður falla hálfu ári síðar þegar hún komst að samkomulagi við knattspyrnumanninn. Sigurður G. Guðjónsson, hæstaréttarlögmaður, birti fyrir nokkru á Facebook-síðu sinni myndir úr lögregluskýrslu úr málinu. Þar má lesa persónugreinanlegar upplýsingar og framburð Þórhildar úr skýrslutöku hjá lögreglu. Þórhildur hefur nú kært þetta til lögreglu. RÚV greinir frá þessu en fram kemur í fréttinni að í kærunni segi lögmaður Þórhildar, Gunnar Ingi Jóhannsson, að Sigurður hafi með færslunni misfarið með persónuupplýsingar og rannsóknargögn og jafnframt brotið gegn friðhelgi einkalífs hennar. Þá hafi hann jafnframt gerst brotlegur gegn lögum um þagnarskylduákvæði. Sigurður sagði í samtali við Vísi 6. september síðastliðinn að hann hafi ekki birt færsluna sem lögmaðurinn Sigurður G. Guðjónsson. „Auk þess er ég ekki lögmaður neins aðila í þessu máli. Og hlýt að hafa mínar heimildir til að tjá mig persónulega eins og allir aðrir í samfélaginu,“ sagði Sigurður eftir að hann birti færsluna. Lögmaður Þórhildar Gyðu, segir í kærunni, að þetta sé kolrangt. Siguður hafi með þessu verið að reyna að koma sér undan trúnaðar- og þagnarskyldum og ábyrgð sem á honum hvíli samkvæmt lögum. Eins og áður segir hefur Sigurður einnig verið kærður til Persónuverndar. Í þeirri kæru er Sigurður sakaður um að hafa brotið reglur með vinnslu persónuupplýsinga og þar með gerst sekur um saknæma og ólögmæta háttsemi. Í kærunni til Lögmannafélagsins er þess krafist að Sigurði verði veitt áminning eða þá að hann verði beittur strangari viðurlögum. Landsliðsmenn sakaðir um kynferðisofbeldi Persónuvernd Lögreglumál KSÍ Samfélagsmiðlar Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Innlent „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Innlent Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík Innlent Kort af staðsetningu gossprungunnar Innlent Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Innlent Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Erlent Hraun rann yfir Grindavíkurveg Innlent Fleiri fréttir Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Káfaði á konu á salerni skemmtistaðar Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík „Ekki rólegur með hraunið ofan á“ Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Varar við sprengjum á svæðinu við gosstöðvarnar Glóðvolg könnun og hraun rennur enn á ný Gandri fær grænt ljós Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Loftslagsáætlun Íslands sögð ómarkviss og bjartsýn úr hófi fram Borgarísjaki en enginn björn Svartsengi keyrt á varaafli Hraun náð Njarðvíkuræð Verði að koma í ljós hvort fergjun Njarðvíkuræðar heldur Sjá meira
Þórhildur Gyða greindi frá því í síðasta mánuði að landsliðsmaður í knattspyrnu hafi ráðist á hana og áreitt á skemmtistað haustið 2017. Þórhildur tilkynnti árásina til lögreglu en málið var látið niður falla hálfu ári síðar þegar hún komst að samkomulagi við knattspyrnumanninn. Sigurður G. Guðjónsson, hæstaréttarlögmaður, birti fyrir nokkru á Facebook-síðu sinni myndir úr lögregluskýrslu úr málinu. Þar má lesa persónugreinanlegar upplýsingar og framburð Þórhildar úr skýrslutöku hjá lögreglu. Þórhildur hefur nú kært þetta til lögreglu. RÚV greinir frá þessu en fram kemur í fréttinni að í kærunni segi lögmaður Þórhildar, Gunnar Ingi Jóhannsson, að Sigurður hafi með færslunni misfarið með persónuupplýsingar og rannsóknargögn og jafnframt brotið gegn friðhelgi einkalífs hennar. Þá hafi hann jafnframt gerst brotlegur gegn lögum um þagnarskylduákvæði. Sigurður sagði í samtali við Vísi 6. september síðastliðinn að hann hafi ekki birt færsluna sem lögmaðurinn Sigurður G. Guðjónsson. „Auk þess er ég ekki lögmaður neins aðila í þessu máli. Og hlýt að hafa mínar heimildir til að tjá mig persónulega eins og allir aðrir í samfélaginu,“ sagði Sigurður eftir að hann birti færsluna. Lögmaður Þórhildar Gyðu, segir í kærunni, að þetta sé kolrangt. Siguður hafi með þessu verið að reyna að koma sér undan trúnaðar- og þagnarskyldum og ábyrgð sem á honum hvíli samkvæmt lögum. Eins og áður segir hefur Sigurður einnig verið kærður til Persónuverndar. Í þeirri kæru er Sigurður sakaður um að hafa brotið reglur með vinnslu persónuupplýsinga og þar með gerst sekur um saknæma og ólögmæta háttsemi. Í kærunni til Lögmannafélagsins er þess krafist að Sigurði verði veitt áminning eða þá að hann verði beittur strangari viðurlögum.
Landsliðsmenn sakaðir um kynferðisofbeldi Persónuvernd Lögreglumál KSÍ Samfélagsmiðlar Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Innlent „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Innlent Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík Innlent Kort af staðsetningu gossprungunnar Innlent Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Innlent Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Erlent Hraun rann yfir Grindavíkurveg Innlent Fleiri fréttir Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Káfaði á konu á salerni skemmtistaðar Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík „Ekki rólegur með hraunið ofan á“ Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Varar við sprengjum á svæðinu við gosstöðvarnar Glóðvolg könnun og hraun rennur enn á ný Gandri fær grænt ljós Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Loftslagsáætlun Íslands sögð ómarkviss og bjartsýn úr hófi fram Borgarísjaki en enginn björn Svartsengi keyrt á varaafli Hraun náð Njarðvíkuræð Verði að koma í ljós hvort fergjun Njarðvíkuræðar heldur Sjá meira