Geir Jón skriplar á skötu Jarl Sigurgeirsson skrifar 23. september 2021 18:31 Kýs Sigurð Inga, framsóknarmann vegna verka Sjálfstæðismanna. Geir Jón Þórisson, vinur minn, skrifaði grein í Morgunblaðið í gær þar sem hann tilkynnti þjóðinni þá ákvörðun sína að hann ætlaði að kjósa Framsóknarflokkinn. Það kom mér sem slíkt ekki á óvart enda ekki langt síðan hann tilkynnti alþjóð að hann væri hættur í Sjálfstæðisflokknum. Skýringin þá var sú að hans kristilega uppeldi væri ekki í samræmi við stefnu flokksins í orkupakkanum. Það kom mér hins vegar á óvart að ástæðan, sem hann gefur fyrir stuðningi við Framsóknarflokkinn, sé að Sigurður Ingi hafi staðið sig svo vel í að fjölga ferðum með Herjólfi, tryggja sömu fargjöld óháð hvert væri siglt og fleira. Þar skriplar Geir Jón á skötu. Ekki dettur mér í hug að hafa neina skoðun á því í hvaða flokki Geir Jón er, hvað flokk hann styður eða hvers vegna. Það væri nú samt sjálfsagt ekki til mikils mælst þó að Geir Jón leyfi þeim sem tryggðu Eyjamönnum þær miklu samgöngubætur, sem við nú þekkjum, að njóta sannmælis. Hið sanna er að það var í ráðherratíð Jóns Gunnarssonar, þingmanns Sjálfstæðisflokksins og í bæjarstjóratíð Elliða Vignissonar, bæjarstjóra Sjálfstæðisflokksins, sem árangur náðist. Þekkt er einnig aðkoma Bjarna Benediktssonar, fjármálaráðherra, að þeim verkum. Fréttatilkynning um hinar stórkostlegu samgöngubætur var birt 27. október 2017. Kosningar fóru fram degi síðar og Sigurður Ingi varð ráðherra 30. nóvember það ár. Þannig er sannleikurinn í þessu. Í fyrrgreindri viljayfirlýsingu, sem sjálfstæðismennirnir Jón Gunnarsson og Elliði Vignisson undirrituðu, voru talin upp helstu markmið samningsins og forsendur hans. Meðal þess sem þar kemur fram er að: Skipið verði nýtt til siglinga milli Vestmannaeyja og Landeyjahafnar lengur hvern sólarhring en nú er og gangi allt að 8 ferðir á dag í reglulegri áætlun þegar aðstæður krefjast. Núverandi Herjólfur verði til reiðu sem varaskip fyrir ferjusiglingar í landinu eftir að ný ferja hefur siglingar. Sama gjaldskrá gildi á báðum siglingaleiðum. Núverandi fjárveiting til reksturs Herjólfs verði lögð til grundvallar nýs samnings. Þannig verði möguleg hagræðing, vegna rekstrar nýrrar Vestmannaeyjaferju, nýtt til að bæta samgöngur á milli lands og Eyja. Fram fari þarfagreining á þjónustuþörf skipsins. Þarfagreiningin taki mið af þörfum samfélagsins en ekki eingöngu hámarksnýtingu. Rekstur ferjusiglinga milli lands og Eyja sé almannaþjónusta og ekki hagnaðardrifin. Rekstrarhagræðis verði gætt til hins ítrasta. Telji aðilar líklegt að útboð á almennum markaði leiði til aukins hagræðis samhliða þjónustuaukningu, verði Vestmannaeyjabæ það heimilt. (Þeir sem vilja sannreyna þetta geta kíkt hér á fréttatilkynningu sem birtist deginum fyrir kosningar: Viljayfirlýsing undirrituð um rekstur ferju (eyjar.net)) Víst er að samgöngubætur þær sem nefndar hafa verið eru vissulega mikið framfaraskref. Fyrir þá sem horfa vilja til áframhaldandi uppbyggingar í samgöngum er ef til vill bara best að kjósa þann flokk sem raunverulega skilaði árangri. Sá flokkur heitir Sjálfstæðisflokkurinn og með því að setja X við D tryggjum við áframhaldandi uppbyggingu en ekki fækkun ferða og engar flugsamgöngur Höfundur er frambjóðandi Sjálfstæðisflokksins í Suðurkjördæmi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Kosningar 2021 Alþingiskosningar 2021 Suðurkjördæmi Sjálfstæðisflokkurinn Vestmannaeyjar Herjólfur Mest lesið Opið hús fyrir útvalda Björn Brynjúlfur Björnsson Skoðun Af hverju hræðist fólk kynjafræði? Eydís Ásbjörnsdóttir Skoðun Norska leiðin hefur gefist vel – í Póllandi Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Auðbeldi SFS Örn Bárður Jónsson Skoðun Af hverju er Framsóknarfólk hamingjusamast? Árelía Eydís Guðmundsdóttir Skoðun „Er stjúpmamma þín vond eins og í Öskubusku?“ Hafdís Bára Ólafsdóttir Skoðun Skjárinn og börnin Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun Lausnin liggur fyrir – Landspítali þarf að stíga skrefið Sandra B. Franks Skoðun Hópnauðganir/svartheimar! Davíð Bergmann Skoðun Hlustum á okkar landsliðskonur - sýnum Ísrael rauða spjaldið Hrönn G. Guðmundsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun 120km hraði á Keflavíkurveginum og netsölur með áfengi Jón Páll Haraldsson skrifar Skoðun Lausnin liggur fyrir – Landspítali þarf að stíga skrefið Sandra B. Franks skrifar Skoðun Auðbeldi SFS Örn Bárður Jónsson skrifar Skoðun Skjárinn og börnin Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun „Er stjúpmamma þín vond eins og í Öskubusku?“ Hafdís Bára Ólafsdóttir skrifar Skoðun Af hverju er Framsóknarfólk hamingjusamast? Árelía Eydís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Norska leiðin hefur gefist vel – í Póllandi Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Opið hús fyrir útvalda Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Af hverju hræðist fólk kynjafræði? Eydís Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Hlustum á okkar landsliðskonur - sýnum Ísrael rauða spjaldið Hrönn G. Guðmundsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir skrifar Skoðun Hópnauðganir/svartheimar! Davíð Bergmann skrifar Skoðun Valdið og samvinnuhugsjónin Kjartan Helgi Ólafsson skrifar Skoðun NPA breytti lífinu mínu Sveinbjörn Eggertsson skrifar Skoðun Hefur þú tilkynnt um ofbeldi gegn barni? Alfa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Gildi kærleika og mannúðar Toshiki Toma skrifar Skoðun Hvernig tryggjum við samkeppnishæfni þjóðar? Jón Skafti Gestsson skrifar Skoðun Í minningu Frans páfa - sem tók sér nafn verndardýrlings dýra og náttúru Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Flottu kjötauglýsingarnar í blöðunum... Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Grafarvogsgremjan Þorlákur Axel Jónsson skrifar Skoðun Er ég að svindla? – Um sambýli manns og gervigreindar í sköpun og þekkingu Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Fjármögnuðu stríðsvél Rússlands Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hugleiðingar á páskum Ámundi Loftsson skrifar Skoðun Gremjan í Grafarvogi Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson skrifar Skoðun Móttaka skemmtiferðaskipa - hlustað á íbúa Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Námsfærni nemenda í íslenskum skólum: Eigum við að lækka rána? Sigríður Ólafsdóttir skrifar Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley skrifar Skoðun Þegar mannshjörtun mætast Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Kristján á Sprengisandi lendir í ágjöf Björn Ólafsson skrifar Sjá meira
Kýs Sigurð Inga, framsóknarmann vegna verka Sjálfstæðismanna. Geir Jón Þórisson, vinur minn, skrifaði grein í Morgunblaðið í gær þar sem hann tilkynnti þjóðinni þá ákvörðun sína að hann ætlaði að kjósa Framsóknarflokkinn. Það kom mér sem slíkt ekki á óvart enda ekki langt síðan hann tilkynnti alþjóð að hann væri hættur í Sjálfstæðisflokknum. Skýringin þá var sú að hans kristilega uppeldi væri ekki í samræmi við stefnu flokksins í orkupakkanum. Það kom mér hins vegar á óvart að ástæðan, sem hann gefur fyrir stuðningi við Framsóknarflokkinn, sé að Sigurður Ingi hafi staðið sig svo vel í að fjölga ferðum með Herjólfi, tryggja sömu fargjöld óháð hvert væri siglt og fleira. Þar skriplar Geir Jón á skötu. Ekki dettur mér í hug að hafa neina skoðun á því í hvaða flokki Geir Jón er, hvað flokk hann styður eða hvers vegna. Það væri nú samt sjálfsagt ekki til mikils mælst þó að Geir Jón leyfi þeim sem tryggðu Eyjamönnum þær miklu samgöngubætur, sem við nú þekkjum, að njóta sannmælis. Hið sanna er að það var í ráðherratíð Jóns Gunnarssonar, þingmanns Sjálfstæðisflokksins og í bæjarstjóratíð Elliða Vignissonar, bæjarstjóra Sjálfstæðisflokksins, sem árangur náðist. Þekkt er einnig aðkoma Bjarna Benediktssonar, fjármálaráðherra, að þeim verkum. Fréttatilkynning um hinar stórkostlegu samgöngubætur var birt 27. október 2017. Kosningar fóru fram degi síðar og Sigurður Ingi varð ráðherra 30. nóvember það ár. Þannig er sannleikurinn í þessu. Í fyrrgreindri viljayfirlýsingu, sem sjálfstæðismennirnir Jón Gunnarsson og Elliði Vignisson undirrituðu, voru talin upp helstu markmið samningsins og forsendur hans. Meðal þess sem þar kemur fram er að: Skipið verði nýtt til siglinga milli Vestmannaeyja og Landeyjahafnar lengur hvern sólarhring en nú er og gangi allt að 8 ferðir á dag í reglulegri áætlun þegar aðstæður krefjast. Núverandi Herjólfur verði til reiðu sem varaskip fyrir ferjusiglingar í landinu eftir að ný ferja hefur siglingar. Sama gjaldskrá gildi á báðum siglingaleiðum. Núverandi fjárveiting til reksturs Herjólfs verði lögð til grundvallar nýs samnings. Þannig verði möguleg hagræðing, vegna rekstrar nýrrar Vestmannaeyjaferju, nýtt til að bæta samgöngur á milli lands og Eyja. Fram fari þarfagreining á þjónustuþörf skipsins. Þarfagreiningin taki mið af þörfum samfélagsins en ekki eingöngu hámarksnýtingu. Rekstur ferjusiglinga milli lands og Eyja sé almannaþjónusta og ekki hagnaðardrifin. Rekstrarhagræðis verði gætt til hins ítrasta. Telji aðilar líklegt að útboð á almennum markaði leiði til aukins hagræðis samhliða þjónustuaukningu, verði Vestmannaeyjabæ það heimilt. (Þeir sem vilja sannreyna þetta geta kíkt hér á fréttatilkynningu sem birtist deginum fyrir kosningar: Viljayfirlýsing undirrituð um rekstur ferju (eyjar.net)) Víst er að samgöngubætur þær sem nefndar hafa verið eru vissulega mikið framfaraskref. Fyrir þá sem horfa vilja til áframhaldandi uppbyggingar í samgöngum er ef til vill bara best að kjósa þann flokk sem raunverulega skilaði árangri. Sá flokkur heitir Sjálfstæðisflokkurinn og með því að setja X við D tryggjum við áframhaldandi uppbyggingu en ekki fækkun ferða og engar flugsamgöngur Höfundur er frambjóðandi Sjálfstæðisflokksins í Suðurkjördæmi.
Hlustum á okkar landsliðskonur - sýnum Ísrael rauða spjaldið Hrönn G. Guðmundsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir Skoðun
Skoðun Hlustum á okkar landsliðskonur - sýnum Ísrael rauða spjaldið Hrönn G. Guðmundsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir skrifar
Skoðun Í minningu Frans páfa - sem tók sér nafn verndardýrlings dýra og náttúru Árni Stefán Árnason skrifar
Skoðun Er ég að svindla? – Um sambýli manns og gervigreindar í sköpun og þekkingu Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson skrifar
Skoðun Námsfærni nemenda í íslenskum skólum: Eigum við að lækka rána? Sigríður Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley skrifar
Skoðun Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar
Hlustum á okkar landsliðskonur - sýnum Ísrael rauða spjaldið Hrönn G. Guðmundsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir Skoðun