Ný Maskínukönnun: Hvorki ríkisstjórnin né Reykjavíkurmódelið ná meirihluta Heimir Már Pétursson skrifar 23. september 2021 19:00 Ef úrslit kosninganna á laugardag verða eins og í könnun Maskínu fyrir fréttastofuna væri Sjálfstæðisflokkurinn að fá sögulega útreið með 20,6 prósent atkvæða. Flokkur forsætisráðherrans, Katrínar Jakobsdóttur, væri líka að tapa verulegu fylgi frá síðustu kosningum með 11,5 prósent. Könnun Maskínu var gerð 15.-22. september og tóku tæplega sex þúsund afstöðu. Framsókn bætir við sig en Miðflokkur tapar fylgi Framsóknarflokkurinn bætir hins vegar við sig fylgi frá síðustu kosningum með 13,4 prósent og Samfylkingin fengi nánast sama fylgi og síðast með 11,7 prósent. Píratar bæta við sig með 11,3 prósent, Viðreisn bætir verulega við sig frá 2017 og mælist nú með 11,4 prósent, Miðflokkurinn tapar aftur á móti verulegu fylgi og fengi 7,1 prósent, Flokkur fólksins er rúmu prósentustigi frá síðustu kosningum með 5,6 prósent og Sósíalistaflokkurinn kemur nýr inn á þing með 6,6 prósent atkvæða samkvæmt könnun Maskínu. Viðreisn bætir við sig þremur þingmönnum Samkvæmt þessu tapar Sjálfstæðisflokkurinn einum þingmanni og fengi fimmtán kjörna, Vinstri græn missa fjóra þingmenn og fá sjö, Framsóknarflokkurinn bætir við sig einum þingmanni og fengi níu. Samfylkingin héldi sjö þingmönnum en Píratar bæta við sig einum þingmanni og fengju sjö. Viðreisn bætir við sig þremur þingmönnum og fengi sjö, Miðflokkurinn tapar þremur og fengi fjóra þingmenn. Flokkur fólksins fengi þrjá þingmenn eins og síðast og Sósíalistaflokkurinn kæmi nýr inn á þing með fjóra þingmenn. Brynjar næði ekki inn á þing En hvar eru flokkarnir að missa þingsæti og vinna þau? Sjálfstæðisflokkurinn tapar einum þingmanni í Reykjavík norður þar sem Brynjar Níelsson næði ekki endurkjöri. Þar tapa Vinstri græn tveimur þingmönnum og Katrín Jakobsdóttir formaður flokksins næði ein kjöri. Ásmundur Einar Daðason félagsmálaráðherra kæmist nýr inn fyrir Framsóknarflokkinn eins Jóhann Páll Jóhannsson annar maður Samfylkingarinnar og annar maður Viðreisnar sem uppbótarþingmaður. Gunnar Smári Egilsson formaður Sósíalistaflokksins kæmist einnig inn sem uppbótarmaður. Samfylking bætir við sig tveimur í Reykjavík suður Í Reykjavík suður bætir Samfylkingin við sig þingmanni frásíðustu kosningum og fengi tvo kjörna, nýliðann Kristrúnu Frostadóttur og Rósu Björk Brynjólfsdóttur sem flutti sig til flokksins frá Vinstri grænum. Píratar tapa hins vegar sínum öðrum manni og Miðflokkurinn sínu eina þingsæti þar. Katrín Baldursdóttir kæmi ný á þing fyrir Sósíalistaflokkinn. Í Suðvesturkjördæmi yrðu ekki miklar breytingar. Þar myndi Guðmundur Ingi Kristinsson, Flokki fólksins, þó tapa þingsæti sínu sem færi sem uppbótarsæti til Gísla Rafns Ólafssonar, Pírata. Í Suðurkjördæmi yrðu þau tíðindi að Vinstri græn og Píratar misstu sína einu þingmenn en Viðreisn næði í fyrsta sinn inn þingmanni þar með Guðbrand Einarsson og Guðmundur Auðunsson næði inn sem uppbótarþingmaður fyrir Sósíalistaflokkinn. Þrír flokkar fá sitt fyrsta sæti í Norðaustur Í Norðvesturkjördæmi ber hæst að Valgarður Lyngdal Jónsson arftaki Guðjóns S. Brjánssonar þingmanns Samfylkingarinnar nær ekki kjöri og annar þingmaður Miðflokksins Sigurður Páll Jónsson fellur af þingi. Í þeirra stað næðu Píratinn Magnús Davíð Norðdahl kjöri og Eyjólfur Ármannsson, Flokki fólksins, sem uppbótarþingmaður. Í Norðausturkjördæmi tapa Vinstri græn öðru þingsæta sinna eins og Samfylkingin í þessu kjördæmi Loga Einarssonar, formanns flokksins. Þar ynnu þrír flokkar sitt fyrsta þingsæti. Eiríkur Björn Björnsson sem uppbótarmaður Viðreisnar. Einar Brynjólfsson Pírati og Haraldur Ingi Haraldsson frá Sósíalistaflokknum næðu kjöri. Reykjavíkurmódelið fengi aðeins 28 þingmenn Ríkisstjórnina vantar einn þingmann til að ná lágmarks þrjátíu og tveggja sæta meirihluta á Alþingi. Ef Viðreisn gengi til samstarfs við stjórnarflokkana myndi sú stjórn hafa ríflegan 38 þingmanna meirihluta í fjögurra flokka stjórn. Vegna útilokunar Samfylkingar og Pírata á samstarfi viðSjálfstæðisflokkinn væru ekki margir aðrir kosti í stöðunni. Reykjavíkurmódelið dygði ekki með einungis 28 þingmenn en ef Framsókn bættist við hefði slík fimm flokka stjórn 37 þingmenn og lágmarks meirihluta ef Sósíalistaflokkurinn gengi til liðs við Vinstri græn, Samfylkingu, Pírata og Viðreisn. Alþingiskosningar 2021 Alþingi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Skoðanakannanir Mest lesið Kjarasamningur kennara í höfn Innlent Engin röð á Læknavaktinni Innlent Einróma samþykki og borgarstjóri í skýjunum Innlent Samkomulag milli Úkraínu og Bandaríkjanna í höfn Erlent Segir lífeyrisgreiðslur skertar á fölskum forsendum Innlent Reykjavík ekki ljót borg Innlent Ókunnugir og fyrrverandi meðal þeirra sem gætu verið að fylgjast með Innlent Fyrsta skrefið en heljarinnar barátta fram undan Innlent Ætla sjálf að velja blaðamenn í Hvíta húsið Erlent „Ef ég segði Hitler skepnu væri ég þá að blammera alla þýsku þjóðina?“ Innlent Fleiri fréttir Fyrsta skrefið en heljarinnar barátta fram undan Einróma samþykki og borgarstjóri í skýjunum Kjarasamningur kennara í höfn Engin röð á Læknavaktinni Segir lífeyrisgreiðslur skertar á fölskum forsendum Reykjavík ekki ljót borg Hefur enga skoðun á máli Ragnars Þórs Ókunnugir og fyrrverandi meðal þeirra sem gætu verið að fylgjast með Segir upp eftir rúma tvo áratugi í starfi: „Það virðist enginn hlusta“ Bylgjan og FM957 liggja niðri Skjálftavirkni fer vaxandi Kjaftshögg, falin hætta og deila um íslenska atriðið Vilja styrkja viðgerðir á sögufrægum byggingum Kjarnorkukafbátur í Eyjafirði Konur á miðjum aldri þær sem helst áreita karlkyns lögregluþjóna Verði gott fyrir lögreglu að vita hvar mörkin liggja Atburðir helgarinnar kjaftshögg fyrir kennara Buguðu foreldrarnir mæti þegar þeir sjá birta til „Ef ég segði Hitler skepnu væri ég þá að blammera alla þýsku þjóðina?“ Taldi drenginn myndu deyja yrði hann ekki umskorinn Verður á launum hjá stéttarfélagi og Alþingi út júní Leita að línunni Sólveig með sama rétt en segist ekki myndu nýta hann Viðkvæðið enn að kennarar yngri barna eigi minna skilið Vill að Ríkisendurskoðun rannsaki styrkjamálið Diljá Mist boðar til fundar Neyðarsjóður Ragnars Þórs og kennarar kallaðir í Karphúsið Samningur felldur: „Vissum að þetta stæði tæpt“ Sýknuð af ákæru fyrir að láta umskera son sinn Milljónirnar fari í neyðarsjóð fjölskyldunnar Sjá meira
Framsókn bætir við sig en Miðflokkur tapar fylgi Framsóknarflokkurinn bætir hins vegar við sig fylgi frá síðustu kosningum með 13,4 prósent og Samfylkingin fengi nánast sama fylgi og síðast með 11,7 prósent. Píratar bæta við sig með 11,3 prósent, Viðreisn bætir verulega við sig frá 2017 og mælist nú með 11,4 prósent, Miðflokkurinn tapar aftur á móti verulegu fylgi og fengi 7,1 prósent, Flokkur fólksins er rúmu prósentustigi frá síðustu kosningum með 5,6 prósent og Sósíalistaflokkurinn kemur nýr inn á þing með 6,6 prósent atkvæða samkvæmt könnun Maskínu. Viðreisn bætir við sig þremur þingmönnum Samkvæmt þessu tapar Sjálfstæðisflokkurinn einum þingmanni og fengi fimmtán kjörna, Vinstri græn missa fjóra þingmenn og fá sjö, Framsóknarflokkurinn bætir við sig einum þingmanni og fengi níu. Samfylkingin héldi sjö þingmönnum en Píratar bæta við sig einum þingmanni og fengju sjö. Viðreisn bætir við sig þremur þingmönnum og fengi sjö, Miðflokkurinn tapar þremur og fengi fjóra þingmenn. Flokkur fólksins fengi þrjá þingmenn eins og síðast og Sósíalistaflokkurinn kæmi nýr inn á þing með fjóra þingmenn. Brynjar næði ekki inn á þing En hvar eru flokkarnir að missa þingsæti og vinna þau? Sjálfstæðisflokkurinn tapar einum þingmanni í Reykjavík norður þar sem Brynjar Níelsson næði ekki endurkjöri. Þar tapa Vinstri græn tveimur þingmönnum og Katrín Jakobsdóttir formaður flokksins næði ein kjöri. Ásmundur Einar Daðason félagsmálaráðherra kæmist nýr inn fyrir Framsóknarflokkinn eins Jóhann Páll Jóhannsson annar maður Samfylkingarinnar og annar maður Viðreisnar sem uppbótarþingmaður. Gunnar Smári Egilsson formaður Sósíalistaflokksins kæmist einnig inn sem uppbótarmaður. Samfylking bætir við sig tveimur í Reykjavík suður Í Reykjavík suður bætir Samfylkingin við sig þingmanni frásíðustu kosningum og fengi tvo kjörna, nýliðann Kristrúnu Frostadóttur og Rósu Björk Brynjólfsdóttur sem flutti sig til flokksins frá Vinstri grænum. Píratar tapa hins vegar sínum öðrum manni og Miðflokkurinn sínu eina þingsæti þar. Katrín Baldursdóttir kæmi ný á þing fyrir Sósíalistaflokkinn. Í Suðvesturkjördæmi yrðu ekki miklar breytingar. Þar myndi Guðmundur Ingi Kristinsson, Flokki fólksins, þó tapa þingsæti sínu sem færi sem uppbótarsæti til Gísla Rafns Ólafssonar, Pírata. Í Suðurkjördæmi yrðu þau tíðindi að Vinstri græn og Píratar misstu sína einu þingmenn en Viðreisn næði í fyrsta sinn inn þingmanni þar með Guðbrand Einarsson og Guðmundur Auðunsson næði inn sem uppbótarþingmaður fyrir Sósíalistaflokkinn. Þrír flokkar fá sitt fyrsta sæti í Norðaustur Í Norðvesturkjördæmi ber hæst að Valgarður Lyngdal Jónsson arftaki Guðjóns S. Brjánssonar þingmanns Samfylkingarinnar nær ekki kjöri og annar þingmaður Miðflokksins Sigurður Páll Jónsson fellur af þingi. Í þeirra stað næðu Píratinn Magnús Davíð Norðdahl kjöri og Eyjólfur Ármannsson, Flokki fólksins, sem uppbótarþingmaður. Í Norðausturkjördæmi tapa Vinstri græn öðru þingsæta sinna eins og Samfylkingin í þessu kjördæmi Loga Einarssonar, formanns flokksins. Þar ynnu þrír flokkar sitt fyrsta þingsæti. Eiríkur Björn Björnsson sem uppbótarmaður Viðreisnar. Einar Brynjólfsson Pírati og Haraldur Ingi Haraldsson frá Sósíalistaflokknum næðu kjöri. Reykjavíkurmódelið fengi aðeins 28 þingmenn Ríkisstjórnina vantar einn þingmann til að ná lágmarks þrjátíu og tveggja sæta meirihluta á Alþingi. Ef Viðreisn gengi til samstarfs við stjórnarflokkana myndi sú stjórn hafa ríflegan 38 þingmanna meirihluta í fjögurra flokka stjórn. Vegna útilokunar Samfylkingar og Pírata á samstarfi viðSjálfstæðisflokkinn væru ekki margir aðrir kosti í stöðunni. Reykjavíkurmódelið dygði ekki með einungis 28 þingmenn en ef Framsókn bættist við hefði slík fimm flokka stjórn 37 þingmenn og lágmarks meirihluta ef Sósíalistaflokkurinn gengi til liðs við Vinstri græn, Samfylkingu, Pírata og Viðreisn.
Alþingiskosningar 2021 Alþingi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Skoðanakannanir Mest lesið Kjarasamningur kennara í höfn Innlent Engin röð á Læknavaktinni Innlent Einróma samþykki og borgarstjóri í skýjunum Innlent Samkomulag milli Úkraínu og Bandaríkjanna í höfn Erlent Segir lífeyrisgreiðslur skertar á fölskum forsendum Innlent Reykjavík ekki ljót borg Innlent Ókunnugir og fyrrverandi meðal þeirra sem gætu verið að fylgjast með Innlent Fyrsta skrefið en heljarinnar barátta fram undan Innlent Ætla sjálf að velja blaðamenn í Hvíta húsið Erlent „Ef ég segði Hitler skepnu væri ég þá að blammera alla þýsku þjóðina?“ Innlent Fleiri fréttir Fyrsta skrefið en heljarinnar barátta fram undan Einróma samþykki og borgarstjóri í skýjunum Kjarasamningur kennara í höfn Engin röð á Læknavaktinni Segir lífeyrisgreiðslur skertar á fölskum forsendum Reykjavík ekki ljót borg Hefur enga skoðun á máli Ragnars Þórs Ókunnugir og fyrrverandi meðal þeirra sem gætu verið að fylgjast með Segir upp eftir rúma tvo áratugi í starfi: „Það virðist enginn hlusta“ Bylgjan og FM957 liggja niðri Skjálftavirkni fer vaxandi Kjaftshögg, falin hætta og deila um íslenska atriðið Vilja styrkja viðgerðir á sögufrægum byggingum Kjarnorkukafbátur í Eyjafirði Konur á miðjum aldri þær sem helst áreita karlkyns lögregluþjóna Verði gott fyrir lögreglu að vita hvar mörkin liggja Atburðir helgarinnar kjaftshögg fyrir kennara Buguðu foreldrarnir mæti þegar þeir sjá birta til „Ef ég segði Hitler skepnu væri ég þá að blammera alla þýsku þjóðina?“ Taldi drenginn myndu deyja yrði hann ekki umskorinn Verður á launum hjá stéttarfélagi og Alþingi út júní Leita að línunni Sólveig með sama rétt en segist ekki myndu nýta hann Viðkvæðið enn að kennarar yngri barna eigi minna skilið Vill að Ríkisendurskoðun rannsaki styrkjamálið Diljá Mist boðar til fundar Neyðarsjóður Ragnars Þórs og kennarar kallaðir í Karphúsið Samningur felldur: „Vissum að þetta stæði tæpt“ Sýknuð af ákæru fyrir að láta umskera son sinn Milljónirnar fari í neyðarsjóð fjölskyldunnar Sjá meira