Sjómenn – hvernig breytum við þessu? Guðmundur Helgi Þórarinsson, Bergur Þorkelsson og Einar Hannes Harðarson skrifa 23. september 2021 09:45 Að undanförnu höfum við formenn þriggja stéttarfélaga sjómanna spurt ýmissa spurninga. Það er starf okkar sem kjörnir fulltrúar sjómanna að sinna þessari vinnu. Við höfum reynt að vekja athygli á að uppi er grunur um að ekki sé rétt gert upp við sjómenn, hvort það sé eðlilegt að virðiskeðjan sé öll á einni hendi eins og okkur grunar og það sé hægt að stjórna hvar hagnaðurinn er tekinn út. Það hlýtur að vera réttlátt krafa að rétt verð fyrir fiskinn í sjónum skili sér alla leið til Íslands. Við höfum einnig spurt þeirrar spurningar hvort það sé eðlilegt að sjómenn hafi lakari lífeyrisréttindi en annað launafólk í landinu. Útgerðin skilar að meðaltali 20 milljarða króna hagnaði á ári, en er samt ekki tilbúin að láta sjómenn njóta sömu lífeyrisréttinda og annað launafólk. Við höfum spurt af þessu á fundum með þingflokkum, í blaðagreinum, auglýsingum og við samningaborðið. Það er ljóst að útgerðin ætlar ekki að svara þessum spurningum, þau ætla að þæfa málið, hafa sjómenn samningslausa og stjórna sameiginlegri auðlind þjóðarinnar fyrir lítið endurgjald í óþökk meirihluta þjóðarinnar. Engin áhugi á málefnum sjómanna Þegar við hófum þessa vegferð þá vissum við að það var við ramman reip að draga. Sjávarútvegsráðherra Sjálfstæðisflokksins hafði ekki áhuga málefnum sjómanna, hann hafði áhuga á einhverju allt öðru í sínu starfi. Flestir þingflokkar tóku vel á móti okkur, sögðu að þau gerðu sér grein fyrir svindlinu og svínaríinu en höfðu mismiklar hugmyndir um hvernig megi breyta þessu. VM – félag vélstjóra og málmtæknimanna, Sjómannafélag íslands og Sjómanna- og vélstjórafélag Grindavíkur hafa þrjú meginmarkmið við samningaborðið. Að sama hlutfall sé greitt fyrir sjómenn og annað launafólk í lífeyrissjóð, að kauptrygging sjómanna hækki eins og laun í landi hafa hækkað, en í dag er það þannig að þegar illa fiskast þá eru laun sjómanna lægri en lægstu taxtar á almennum vinnumarkaði eru. Síðast en ekki síst, og raunar það allra mikilvægasta, að útgerðin greiði sjómönnum rétt verð fyrir fiskinn. Ekkert traust Ljóst er að auka þarf eftirlit og gagnsæi með útgerðarmönnum, á meðan það er ekki gert skapast ekki traust á milli þjóðarinnar, sjómanna og útgerðarmanna. Leyfa þarf stéttarfélögum sjómanna að koma að borðinu við það eftirlit. Okkar vinna felst í því að gæta hagsmuna sjómanna og því mikilvægt að við séum við borðið. Stéttarfélög sjómanna hafa í mörg ár bent á ógagnsæi í verðlagningu á sjávarafurðum. Á það hefur útgerðin ekki viljað hlusta og hefur vilji til að að breyta þessu verið við frostmark. Þess vegna erum við á þeim stað sem við erum á í dag. Ákveðnir stjórnmálaflokkar hafa haft langan tíma til þess að breyta þessu, ákveðnir flokkar hafa setið á skýrslum þar sem kemur fram að grunur sé um milliverðlagningu á fiskafurðum frá landinu, ákveðnir stjórnmálaflokkar hafa gefið útgerðinni afslátt af tryggingagjaldi án þess að setja það skilyrði á móti að hækka mótframlag í lífeyrissjóð fyrir sjómenn, skilyrði sem öll önnur fyrirtæki á landinu þurftu að gangast undir. Ákveðnir stjórnmálaflokkar hafa engan áhuga á breytingum! Því spyrjum við kæru sjómenn – er þetta eðlilegt og hvernig getum við breytt þessu? Guðmundur Helgi Þórarinsson, formaður VM – félags vélstjóra og málmtæknimanna Bergur Þorkelsson, formaður SÍ Einar Hannes Harðarson, formaður SVG Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sjávarútvegur Mest lesið Þetta þarftu að vita: 12 atriði Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun Óvandaður og einhliða fréttaflutningur RÚV af stríðinu á Gaza Birgir Finnsson Skoðun Falið heimsveldi Al Thani-fjölskyldunnar Finnur Th. Eiríksson Skoðun Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare Skoðun Hið landlæga fúsk Helga Sigrún Harðardóttir Skoðun Ég frétti af konu Gunnhildur Sveinsdóttir Skoðun Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir Skoðun Rangfærslur ESB-sinna leiðréttar Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Eineltið endaði með örkumlun Davíð Bergmann Skoðun Akademísk kurteisi á tímum þjóðarmorðs Finnur Ulf Dellsén Skoðun Skoðun Skoðun Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Falið heimsveldi Al Thani-fjölskyldunnar Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare skrifar Skoðun Hið landlæga fúsk Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Þetta þarftu að vita: 12 atriði Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Ég frétti af konu Gunnhildur Sveinsdóttir skrifar Skoðun Rangfærslur ESB-sinna leiðréttar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Eineltið endaði með örkumlun Davíð Bergmann skrifar Skoðun Akademísk kurteisi á tímum þjóðarmorðs Finnur Ulf Dellsén skrifar Skoðun Við megum ekki tapa leiknum utan vallar Eysteinn Pétur Lárusson skrifar Skoðun Börnin heyra bara sprengjugnýinn Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Gagnslausa fólkið Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar Skoðun Allt mun fara vel Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Normið á ekki síðasta orðið Katrín Íris Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ég er eins og ég er, hvernig á ég að vera eitthvað annað? Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Við lifum á tíma fasisma Una Margrét Jónsdóttir skrifar Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hinir miklu lýðræðissinnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Kolefnishlutleysi eftir 15 ár? Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir skrifar Skoðun Gleði eða ógleði? Haraldur Hrafn Guðmundsson skrifar Skoðun Tískuorð eða sjálfsögð réttindi? Vigdís Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Ráðherrann og illkvittnu einkaaðilarnir Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Áttatíu ár frá Hírósíma og Nagasakí Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Er einhver hissa á fúskinu? Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Réttmætar áhyggjur eða ósanngjarnar alhæfingar? Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun „Þótt náttúran sé lamin með lurk!“ Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Ekkert ævintýri fyrir mongólsku hestana María Lilja Tryggvadóttir skrifar Skoðun Nám í skugga óöryggis Sigurður Árni Reynisson skrifar Sjá meira
Að undanförnu höfum við formenn þriggja stéttarfélaga sjómanna spurt ýmissa spurninga. Það er starf okkar sem kjörnir fulltrúar sjómanna að sinna þessari vinnu. Við höfum reynt að vekja athygli á að uppi er grunur um að ekki sé rétt gert upp við sjómenn, hvort það sé eðlilegt að virðiskeðjan sé öll á einni hendi eins og okkur grunar og það sé hægt að stjórna hvar hagnaðurinn er tekinn út. Það hlýtur að vera réttlátt krafa að rétt verð fyrir fiskinn í sjónum skili sér alla leið til Íslands. Við höfum einnig spurt þeirrar spurningar hvort það sé eðlilegt að sjómenn hafi lakari lífeyrisréttindi en annað launafólk í landinu. Útgerðin skilar að meðaltali 20 milljarða króna hagnaði á ári, en er samt ekki tilbúin að láta sjómenn njóta sömu lífeyrisréttinda og annað launafólk. Við höfum spurt af þessu á fundum með þingflokkum, í blaðagreinum, auglýsingum og við samningaborðið. Það er ljóst að útgerðin ætlar ekki að svara þessum spurningum, þau ætla að þæfa málið, hafa sjómenn samningslausa og stjórna sameiginlegri auðlind þjóðarinnar fyrir lítið endurgjald í óþökk meirihluta þjóðarinnar. Engin áhugi á málefnum sjómanna Þegar við hófum þessa vegferð þá vissum við að það var við ramman reip að draga. Sjávarútvegsráðherra Sjálfstæðisflokksins hafði ekki áhuga málefnum sjómanna, hann hafði áhuga á einhverju allt öðru í sínu starfi. Flestir þingflokkar tóku vel á móti okkur, sögðu að þau gerðu sér grein fyrir svindlinu og svínaríinu en höfðu mismiklar hugmyndir um hvernig megi breyta þessu. VM – félag vélstjóra og málmtæknimanna, Sjómannafélag íslands og Sjómanna- og vélstjórafélag Grindavíkur hafa þrjú meginmarkmið við samningaborðið. Að sama hlutfall sé greitt fyrir sjómenn og annað launafólk í lífeyrissjóð, að kauptrygging sjómanna hækki eins og laun í landi hafa hækkað, en í dag er það þannig að þegar illa fiskast þá eru laun sjómanna lægri en lægstu taxtar á almennum vinnumarkaði eru. Síðast en ekki síst, og raunar það allra mikilvægasta, að útgerðin greiði sjómönnum rétt verð fyrir fiskinn. Ekkert traust Ljóst er að auka þarf eftirlit og gagnsæi með útgerðarmönnum, á meðan það er ekki gert skapast ekki traust á milli þjóðarinnar, sjómanna og útgerðarmanna. Leyfa þarf stéttarfélögum sjómanna að koma að borðinu við það eftirlit. Okkar vinna felst í því að gæta hagsmuna sjómanna og því mikilvægt að við séum við borðið. Stéttarfélög sjómanna hafa í mörg ár bent á ógagnsæi í verðlagningu á sjávarafurðum. Á það hefur útgerðin ekki viljað hlusta og hefur vilji til að að breyta þessu verið við frostmark. Þess vegna erum við á þeim stað sem við erum á í dag. Ákveðnir stjórnmálaflokkar hafa haft langan tíma til þess að breyta þessu, ákveðnir flokkar hafa setið á skýrslum þar sem kemur fram að grunur sé um milliverðlagningu á fiskafurðum frá landinu, ákveðnir stjórnmálaflokkar hafa gefið útgerðinni afslátt af tryggingagjaldi án þess að setja það skilyrði á móti að hækka mótframlag í lífeyrissjóð fyrir sjómenn, skilyrði sem öll önnur fyrirtæki á landinu þurftu að gangast undir. Ákveðnir stjórnmálaflokkar hafa engan áhuga á breytingum! Því spyrjum við kæru sjómenn – er þetta eðlilegt og hvernig getum við breytt þessu? Guðmundur Helgi Þórarinsson, formaður VM – félags vélstjóra og málmtæknimanna Bergur Þorkelsson, formaður SÍ Einar Hannes Harðarson, formaður SVG
Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare Skoðun
Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir Skoðun
Skoðun Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir skrifar
Skoðun Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare skrifar
Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar
Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar
Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar
Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare Skoðun
Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir Skoðun