Segir Kolbein verða að „gangast við því að hann sé gerandi“ og hjálpa öðrum Sindri Sverrisson skrifar 23. september 2021 08:00 Eftir afar langvinn meiðsli hefur Kolbeinn Sigþórsson náð sér aftur á strik í Svíþjóð á allra síðustu árum. Í sumar hefur hann leikið 17 deildarleiki fyrir Gautaborg og skorað fjögur mörk. mynd/ifkgoteborg.se Ef að Kolbeinn Sigþórsson á að spila aftur fyrir lið IFK Gautaborgar krefst það afar mikillar vinnu af hálfu bæði hans og félagsins, svo að fólki geti liðið vel með að hann njóti þeirra forrétinda. Sumum mun ekki líða vel með það. Þetta segir John Pettersson formaður Englanna, stuðningsmannaklúbbs knattspyrnufélagsins IFK Gautaborgar, í samtali við Aftonbladet í Svíþjóð. Forráðamenn félagsins hafa ákveðið að styðja við bakið á Kolbeini og hafa sett upp langtímaáætlun sem felur í sér ríka kröfu um að hann vinni í sjálfum sér með stuðningi félagsins. Pettersson segist vonast til að félagið hafi þar tekið afstöðu stuðningsmanna með inn í myndina en hópur þeirra krafðist þess að samningi við Kolbein yrði rift. Kolbeinn greiddi tveimur konum miskabætur eftir að hafa ráðist á þær á skemmtistað í miðbæ Reykjavíkur fyrir fjórum árum. Önnur konan steig fram eftir að Guðni Bergsson, þáverandi formaður KSÍ, greindi frá því að engin kynferðisbrotamál tengd leikmönnum karlalandsliðsins hefðu komið inn á borð sambandsins. Guðni sagði svo af sér, Kolbeinn var tekinn út úr landsliðshópnum og stjórn KSÍ steig sömuleiðis frá borði og boðaði til aukaþings. Í yfirlýsingu Gautaborgar segir að atburðirnir á Íslandi hafi verið útkljáðir í lagalegum skilningi fyrir fjórum árum. Vinni að því að færri menn hagi sér svona Pettersson ræddi við Aftonbladet um þá stöðu sem upp er komin og að hans mati er ekki sjálfgefið að Kolbeinn fái að spila aftur fyrir Gautaborg. „Aðalatriðið hérna er að Kolbeinn gangist við því að hann sé gerandi og að hann nýti það sem eftir er af sínum tíma sem opinber persóna til að vinna að því að færri menn muni í framtíðinni haga sér eins og hann viðurkennir að hafa gert. Það er aðalmálið. Það hvort Kolbeinn Sigþórsson verður áfram eða ekki í IFK Gautaborg er léttvægt í samanburði við það samfélagsvandamál sem kynbundið ofbeldi er,“ sagði Pettersson sem benti á að að hann væri að lýsa sinni skoðun, en ekki opinberri afstöðu stuðningsmanna Gautaborgar. „Félagið ber ákveðnar skyldur sem vinnuveitandi Kolbeins en það er einnig með stærri skuldbindingu og hún er gagnvart meðlimum félagsins og stuðningsmönnum. Í þessu tilviki er ljóst að stórir hópar stuðningsmanna hafa sýnt í verki að þeir hafi ekki trú á leikmanninum, og það er eitthvað sem félagið verður að taka tillit til,“ sagði Pettersson. Í yfirlýsingu Gautaborgar á þriðjudag kom fram að Kolbeinn hefði glímt við meiðsli og myndi samhliða því að vinna í sínum málum fara í aðgerð og jafna sig af meiðslum. Hann mun því ekki spila með liðinu á næstunni og kemur væntanlega ekki til greina í íslenska landsliðshópinn sem valinn verður í næstu viku, fyrir leiki í undankeppni HM 8. og 11. október. Fótbolti Landsliðsmenn sakaðir um kynferðisofbeldi Sænski boltinn Tengdar fréttir Krafðist þess að ákvörðunin um Kolbein yrði dregin til baka Lögmaður Kolbeins Sigþórssonar krafðist þess að stjórn KSÍ afturkallaði þá ákvörðun sína að draga Kolbein út úr landsliðshópnum sem lék þrjá leiki í undankeppni HM í fótbolta í byrjun mánaðarins. Kolbeinn kemur ekki til greina í næsta landsliðshóp. 22. september 2021 11:31 Fundirnir sem leiddu til falls Guðna og stjórnar KSÍ Guðni Bergsson, fyrrverandi formaður KSÍ, lagði til að hann myndi víkja sæti tímabundið en stjórn sambandsins samþykkti ekki þá tillögu. Í kjölfarið ákvað Guðni að segja af sér. 22. september 2021 10:05 Þórhildur lýsir kvöldinu afdrifaríka á B5: „Ég hef aldrei verið jafn hrædd um líf mitt“ Þórhildur Gyða Arnarsdóttir, sem greindi frá ofbeldi og grófri kynferðislegri áreitni af hálfu Kolbeins Sigþórssonar, landsliðsmanns í knattspyrnu, segir að hún hafi óttast um líf sitt þegar Kolbeinn tók hana hálstaki á skemmtistaðnum B5. 16. september 2021 09:45 Mest lesið Segir Þóri hafa verndað sig: „Verður ótrúlega sorglegt“ Handbolti Guðjón Valur búinn að fá nóg af svikahröppum Handbolti Fékk myndir sem áttu að sýna Schumacher við „slæma heilsu“ Formúla 1 Aðstoðardómarinn grét eftir leik Fótbolti Sveindís með fernu í Meistaradeildinni Fótbolti Sýndi ljóta áverka eftir fallið Sport Lést aðeins 39 ára eftir langa glímu við átröskun Sport Körfuboltakonan gnæfir yfir aðra leikmenn Körfubolti Ef launin væru svo há hefði ég gert fimm ára samning Íslenski boltinn Arne Slot var reiður eftir leikinn: Allt annað en ánægður Enski boltinn Fleiri fréttir Furðulegt fagn sem enginn skilur Sjáðu fernuna hjá Sveindísi Jane í Meistaradeildinni Sveindís Jane: Ég mun aldrei gleyma þessu kvöldi Einn af leikvöngunum á HM 2034 verður í 350 metra hæð frá jörðu Barcelona vann dramatískan sigur í Þýskalandi Saka í aðalhltuverki hjá Arsenal Manchester City áfram í miklu basli eftir tap á Ítalíu Hákon skoraði sigurmark Lille í Meistaradeildinni Sveindís með fernu í Meistaradeildinni „Megum ekki gleyma að þetta er bara ungur strákur“ Benóný Breki orðinn leikmaður Stockport HM 2034 verður í Sádi Arabíu Sker niður jólagjöfina til starfsfólks United Svona var blaðamannafundur Víkings Eftir sjö mínútna fund var stefnan sett á báða titla Aðstoðardómarinn grét eftir leik Fjöldi umsókna borist og áhugaverð nöfn á borðinu „Erfitt að vinna með einhverjum betri en Heimi“ Annar Norðmaður gæti tekið við Íslandi Mörkin í Meistaradeild: Víti Liverpool, mistök markvarða og Real-tríóið Rio: Vonandi jafn vægðarlausir gagnvart leikmönnunum sem ekkert geta „Ég get ekki beðið að koma aftur til Íslands“ Barcelona í kapphlaupi við tímann Tryggði titilinn með marki beint úr aukaspyrnu Aston Villa henti RB Leipzig út úr Meistaradeildinni Þrenningin á skotskónum og Real slapp heim með öll stigin Arne Slot var reiður eftir leikinn: Allt annað en ánægður Áfram fullkomið hjá Liverpool í Meistaradeildinni Norðmenn mótmæla meingölluðum starfsháttum FIFA Guardiola: Man. City verður síðasta félagið sem ég stýri Sjá meira
Þetta segir John Pettersson formaður Englanna, stuðningsmannaklúbbs knattspyrnufélagsins IFK Gautaborgar, í samtali við Aftonbladet í Svíþjóð. Forráðamenn félagsins hafa ákveðið að styðja við bakið á Kolbeini og hafa sett upp langtímaáætlun sem felur í sér ríka kröfu um að hann vinni í sjálfum sér með stuðningi félagsins. Pettersson segist vonast til að félagið hafi þar tekið afstöðu stuðningsmanna með inn í myndina en hópur þeirra krafðist þess að samningi við Kolbein yrði rift. Kolbeinn greiddi tveimur konum miskabætur eftir að hafa ráðist á þær á skemmtistað í miðbæ Reykjavíkur fyrir fjórum árum. Önnur konan steig fram eftir að Guðni Bergsson, þáverandi formaður KSÍ, greindi frá því að engin kynferðisbrotamál tengd leikmönnum karlalandsliðsins hefðu komið inn á borð sambandsins. Guðni sagði svo af sér, Kolbeinn var tekinn út úr landsliðshópnum og stjórn KSÍ steig sömuleiðis frá borði og boðaði til aukaþings. Í yfirlýsingu Gautaborgar segir að atburðirnir á Íslandi hafi verið útkljáðir í lagalegum skilningi fyrir fjórum árum. Vinni að því að færri menn hagi sér svona Pettersson ræddi við Aftonbladet um þá stöðu sem upp er komin og að hans mati er ekki sjálfgefið að Kolbeinn fái að spila aftur fyrir Gautaborg. „Aðalatriðið hérna er að Kolbeinn gangist við því að hann sé gerandi og að hann nýti það sem eftir er af sínum tíma sem opinber persóna til að vinna að því að færri menn muni í framtíðinni haga sér eins og hann viðurkennir að hafa gert. Það er aðalmálið. Það hvort Kolbeinn Sigþórsson verður áfram eða ekki í IFK Gautaborg er léttvægt í samanburði við það samfélagsvandamál sem kynbundið ofbeldi er,“ sagði Pettersson sem benti á að að hann væri að lýsa sinni skoðun, en ekki opinberri afstöðu stuðningsmanna Gautaborgar. „Félagið ber ákveðnar skyldur sem vinnuveitandi Kolbeins en það er einnig með stærri skuldbindingu og hún er gagnvart meðlimum félagsins og stuðningsmönnum. Í þessu tilviki er ljóst að stórir hópar stuðningsmanna hafa sýnt í verki að þeir hafi ekki trú á leikmanninum, og það er eitthvað sem félagið verður að taka tillit til,“ sagði Pettersson. Í yfirlýsingu Gautaborgar á þriðjudag kom fram að Kolbeinn hefði glímt við meiðsli og myndi samhliða því að vinna í sínum málum fara í aðgerð og jafna sig af meiðslum. Hann mun því ekki spila með liðinu á næstunni og kemur væntanlega ekki til greina í íslenska landsliðshópinn sem valinn verður í næstu viku, fyrir leiki í undankeppni HM 8. og 11. október.
Fótbolti Landsliðsmenn sakaðir um kynferðisofbeldi Sænski boltinn Tengdar fréttir Krafðist þess að ákvörðunin um Kolbein yrði dregin til baka Lögmaður Kolbeins Sigþórssonar krafðist þess að stjórn KSÍ afturkallaði þá ákvörðun sína að draga Kolbein út úr landsliðshópnum sem lék þrjá leiki í undankeppni HM í fótbolta í byrjun mánaðarins. Kolbeinn kemur ekki til greina í næsta landsliðshóp. 22. september 2021 11:31 Fundirnir sem leiddu til falls Guðna og stjórnar KSÍ Guðni Bergsson, fyrrverandi formaður KSÍ, lagði til að hann myndi víkja sæti tímabundið en stjórn sambandsins samþykkti ekki þá tillögu. Í kjölfarið ákvað Guðni að segja af sér. 22. september 2021 10:05 Þórhildur lýsir kvöldinu afdrifaríka á B5: „Ég hef aldrei verið jafn hrædd um líf mitt“ Þórhildur Gyða Arnarsdóttir, sem greindi frá ofbeldi og grófri kynferðislegri áreitni af hálfu Kolbeins Sigþórssonar, landsliðsmanns í knattspyrnu, segir að hún hafi óttast um líf sitt þegar Kolbeinn tók hana hálstaki á skemmtistaðnum B5. 16. september 2021 09:45 Mest lesið Segir Þóri hafa verndað sig: „Verður ótrúlega sorglegt“ Handbolti Guðjón Valur búinn að fá nóg af svikahröppum Handbolti Fékk myndir sem áttu að sýna Schumacher við „slæma heilsu“ Formúla 1 Aðstoðardómarinn grét eftir leik Fótbolti Sveindís með fernu í Meistaradeildinni Fótbolti Sýndi ljóta áverka eftir fallið Sport Lést aðeins 39 ára eftir langa glímu við átröskun Sport Körfuboltakonan gnæfir yfir aðra leikmenn Körfubolti Ef launin væru svo há hefði ég gert fimm ára samning Íslenski boltinn Arne Slot var reiður eftir leikinn: Allt annað en ánægður Enski boltinn Fleiri fréttir Furðulegt fagn sem enginn skilur Sjáðu fernuna hjá Sveindísi Jane í Meistaradeildinni Sveindís Jane: Ég mun aldrei gleyma þessu kvöldi Einn af leikvöngunum á HM 2034 verður í 350 metra hæð frá jörðu Barcelona vann dramatískan sigur í Þýskalandi Saka í aðalhltuverki hjá Arsenal Manchester City áfram í miklu basli eftir tap á Ítalíu Hákon skoraði sigurmark Lille í Meistaradeildinni Sveindís með fernu í Meistaradeildinni „Megum ekki gleyma að þetta er bara ungur strákur“ Benóný Breki orðinn leikmaður Stockport HM 2034 verður í Sádi Arabíu Sker niður jólagjöfina til starfsfólks United Svona var blaðamannafundur Víkings Eftir sjö mínútna fund var stefnan sett á báða titla Aðstoðardómarinn grét eftir leik Fjöldi umsókna borist og áhugaverð nöfn á borðinu „Erfitt að vinna með einhverjum betri en Heimi“ Annar Norðmaður gæti tekið við Íslandi Mörkin í Meistaradeild: Víti Liverpool, mistök markvarða og Real-tríóið Rio: Vonandi jafn vægðarlausir gagnvart leikmönnunum sem ekkert geta „Ég get ekki beðið að koma aftur til Íslands“ Barcelona í kapphlaupi við tímann Tryggði titilinn með marki beint úr aukaspyrnu Aston Villa henti RB Leipzig út úr Meistaradeildinni Þrenningin á skotskónum og Real slapp heim með öll stigin Arne Slot var reiður eftir leikinn: Allt annað en ánægður Áfram fullkomið hjá Liverpool í Meistaradeildinni Norðmenn mótmæla meingölluðum starfsháttum FIFA Guardiola: Man. City verður síðasta félagið sem ég stýri Sjá meira
Krafðist þess að ákvörðunin um Kolbein yrði dregin til baka Lögmaður Kolbeins Sigþórssonar krafðist þess að stjórn KSÍ afturkallaði þá ákvörðun sína að draga Kolbein út úr landsliðshópnum sem lék þrjá leiki í undankeppni HM í fótbolta í byrjun mánaðarins. Kolbeinn kemur ekki til greina í næsta landsliðshóp. 22. september 2021 11:31
Fundirnir sem leiddu til falls Guðna og stjórnar KSÍ Guðni Bergsson, fyrrverandi formaður KSÍ, lagði til að hann myndi víkja sæti tímabundið en stjórn sambandsins samþykkti ekki þá tillögu. Í kjölfarið ákvað Guðni að segja af sér. 22. september 2021 10:05
Þórhildur lýsir kvöldinu afdrifaríka á B5: „Ég hef aldrei verið jafn hrædd um líf mitt“ Þórhildur Gyða Arnarsdóttir, sem greindi frá ofbeldi og grófri kynferðislegri áreitni af hálfu Kolbeins Sigþórssonar, landsliðsmanns í knattspyrnu, segir að hún hafi óttast um líf sitt þegar Kolbeinn tók hana hálstaki á skemmtistaðnum B5. 16. september 2021 09:45