Segir ekkert því til fyrirstöðu að frjálsar íþróttir fái eigin þjóðarleikvang í Laugardal Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 22. september 2021 19:30 Lilja Alfreðs og Freyr Ólafsson í frjálsíþróttahöllinni í Laugardal. Skjáskot „Með því að frjálsar hafi ekki pláss lengur á Laugardalsvelli þá þurfum við nýjan leikvang,“ sagði Freyr Ólafsson, formaður Frjálsíþróttasamband Íslands í Sportpakka Stöðvar 2 í kvöld. Starfshópur um þjóðarleikvang fyrir frjálsíþróttir hefur skilað tillögum sínum og greinargerð til mennta- og menningarmálaráðuneytis. Hópurinn hefur komist að þeirri niðurstöðu að ef þjóðarleikvangur í knattspyrnu verður áfram á Laugardalsvelli þá sé framtíð frjálsíþróttastarfs best borgið á nýjum leikvangi fyrir norðan Suðurlandsbraut, austan frjálsíþróttahallar við Engjaveg. „Við bendum á mikilvægi þess að frjálsar stjórni aðgerðum að sínum mannvirkjum,“ sagði Freyr einnig áður en hann rétti Lilju Alfreðsdóttur, mennta- og menningarmálaráðherra keflið í orðsins fyllstu merkingu. Freyr segir þetta nauðsynlegt skref í kjölfar þess að ekki sé gert ráð fyrir frjálsum íþróttum á nýjum Laugardalsvelli. Lilja skipaði téðan starfshóp síðasta vetur og var honum meðal annars falið að afla upplýsinga um þarfir fyrir mannvirki til lengri tíma, greina mögulega nýtingu eldri mannvirkja eða þörf á nýjum, og skoða kostnaðarskiptingu slíkra verkefna, bæði hvað varðar mögulega uppbyggingu, rekstur og nýtingu. Í starfshópnum sátu fulltrúar frá Frjálsíþróttasambandi Íslands, Reykjavíkurborg og Íþrótta- og Ólympíusamband Íslands (ÍSÍ) auk fulltrúa ráðuneytisins. Skýrsla starfshópsins mun koma út á næstu dögum og verður mikilvægt innlegg í áframhaldandi vinnu vegna uppbyggingar þjóðarleikvanga í íþróttum. „Knattspyrnuvöllurinn verður byggður upp ef tillögurnar ganga fram sem hafa verið kynntar. Frjálsar þurfa því að víkja og ekki verði pláss fyrir þær á Laugardalsvelli. Þá þykir okkur liggja beinast við að byggja hér aðstöðu, út frá Laugardalshöllinni, frjálsíþróttahöllinni sem við stöndum í núna. Þar komi bæði leikvangur og upphitunarvöllur,“ sagði Freyr um stöðu frjálsa íþrótta þegar fram liða stundir. „Það verður að vera. Nú er búið að safna gögnum, það er búið að skoða málin varðandi aðra þjóðarleikvanga fram og til baka. Nú er í rauninni ekkert því til fyrirstöðu,“ svaraði Freyr er hann var spurður hvort hann væri bjartsýnn að þetta yrði að veruleika. Klippa: Frjálsar vilja eigin leikvang „Þetta er eitthvað sem við höfum verið að vinna að. Það er mjög mikilvægt að horfa líka til framtíðar, það er að segja hvaða alþjóðlegu staðla við þurfum að uppfylla svo að við getum hreinlega keppt sem þjóð. Þetta þurfum við að taka mjög alvarlega og því höfum við sett alla þessa vinnu af stað. Ég er mjög vongóð núna þegar við erum komin með þetta inn á borð til okkar að við getum haldið áfram,“ sagði Lilja. „Það er augljóst að við getum ekki sem þjóð verið stolt af því að vera án þjóðarleikvangs í frjálsum íþróttum með alla þá sögu sem við eigum í frjálsum. Held að framtíðin þurfi á því að halda að við séum með leikvang og ég á fastlega von á því að af þessu verði,“ sagði Freyr að endingu. Þjóðarleikvangurinn mun vera mannvirki sem mun tengjast núverandi frjálsíþróttahöll, öðrum íþróttamannvirkjum sem og öðrum opnum svæðum í Laugardal. Starfshópurinn sér fram á að mannvirkið verði vel nýtt fyrir alþjóðlegt keppnishald og stærri mót á vegum Frjálsíþróttasambands Íslands og Íþróttasambands fatlaðra, æfingar afreksmanna, æfingar barna-, unglinga og annarra í hverfisfélögum í Reykjavík en einnig sem möguleg aðstaða fyrir afreksíþróttamiðstöð í Laugardalnum, auk rannsókna, þjálfunar og kennslu í skólum. Frjálsar íþróttir Sportpakkinn Reykjavík ÍSÍ Laugardalsvöllur Tengdar fréttir Íslenskt afreksíþróttafólk kallar á hjálp „Vill íslenskt samfélag heyra íslenska þjóðsönginn spilaðan þegar íslenskur afreksíþróttamaður tekur á móti gulli á Ólympíuleikunum? Það mun ekki gerast ef ekkert verður aðhafst í stöðu afreksíþróttafólks. Við þurfum hjálp núna.“ 20. apríl 2021 14:31 „Augljóst að við þurfum að sjá þessa stöðu breytast næstu árin“ Stjórn Frjálsíþróttasambands Íslands þurfti að færa stærsta mót ársins í tvígang og loks milli landshluta með skömmum fyrirvara vegna óboðlegra aðstæðna á höfuðborgarsvæðinu. Formaður segir sveitafélögin ekki vera að standa sig. 3. júlí 2020 19:00 Mest lesið Sú besta í heimi komst ekki á blað hjá íslenska landsliðsþjálfaranum Fótbolti Dauðaslys í maraþonhlaupi Sport Átta þúsund krónur fyrir miða á úrslitaleik HM í stað 529 þúsund Fótbolti Man United ósátt við Marokkó og FIFA Enski boltinn Öðruvísi lið en áður hafa sóst í Frey: „Vita hvar ég stend“ Fótbolti KSÍ missti af meira en milljarði króna Fótbolti Hefur aldrei séð svona ofbeldi: „Þetta var allt of mikið“ Sport Enginn blóðugur en einn brjálaður á HM í kvöld Sport Stjarnan fór í dulargervi: Setti stuðningsmann United á óþekka listann Enski boltinn Kona vann Ísmaraþonið á Suðurskautslandinu í fyrsta sinn Sport Fleiri fréttir Fjórir frá hjá Blikum á morgun Rýndu í gamlar myndir: „Svakalega ertu kringlóttur í framan“ Spáir því að Joshua vinni með hrikalegu rothöggi Benítez lét Sverri byrja og flaug áfram í bikarnum KSÍ missti af meira en milljarði króna City sagt ætla að keppa við Liverpool og United um Semenyo Guðbjörg fyrsta konan í fjögur hundruð leikina Þorsteinn Leó að ná sér „langt á undan áætlun“ Telur samstarf Hamilton og Ferrari nálgast þolmörk Stjarnan og Grindavík mætast í bikarnum Kona vann Ísmaraþonið á Suðurskautslandinu í fyrsta sinn Nígeríumenn halda HM-draumnum á lífi með kvörtun til FIFA Birtu tölvupóst þar sem efast er um heilsu forseta IHF Valdi ekki eigin leikmann í landsliðið Man United ósátt við Marokkó og FIFA Tryggvi og Sara best á árinu „Fyrir mér er Flamengo stærra en Real Madrid“ Íslensku stelpurnar misstu einn keppnisdag vegna eldingarhættu Átta þúsund krónur fyrir miða á úrslitaleik HM í stað 529 þúsund Karlarnir þremur áratugum á eftir konunum með nýjar reglur Sú besta í heimi komst ekki á blað hjá íslenska landsliðsþjálfaranum Sápan trolluð: „Þetta er þessi klikkhaus með röddina“ Félag Arnórs Ingva og Ísaks seldi þjálfara sinn Öðruvísi lið en áður hafa sóst í Frey: „Vita hvar ég stend“ New York Knicks vann titil í nótt Dauðaslys í maraþonhlaupi Dagskráin í dag: Áhugaverðir leikir í Bónus deildinni og HM í pílu Enginn blóðugur en einn brjálaður á HM í kvöld Umfjöllun: Keflavík 97 - 84 Ármann | Sannfærandi sigur heimakvenna Stjarnan fór í dulargervi: Setti stuðningsmann United á óþekka listann Sjá meira
Starfshópur um þjóðarleikvang fyrir frjálsíþróttir hefur skilað tillögum sínum og greinargerð til mennta- og menningarmálaráðuneytis. Hópurinn hefur komist að þeirri niðurstöðu að ef þjóðarleikvangur í knattspyrnu verður áfram á Laugardalsvelli þá sé framtíð frjálsíþróttastarfs best borgið á nýjum leikvangi fyrir norðan Suðurlandsbraut, austan frjálsíþróttahallar við Engjaveg. „Við bendum á mikilvægi þess að frjálsar stjórni aðgerðum að sínum mannvirkjum,“ sagði Freyr einnig áður en hann rétti Lilju Alfreðsdóttur, mennta- og menningarmálaráðherra keflið í orðsins fyllstu merkingu. Freyr segir þetta nauðsynlegt skref í kjölfar þess að ekki sé gert ráð fyrir frjálsum íþróttum á nýjum Laugardalsvelli. Lilja skipaði téðan starfshóp síðasta vetur og var honum meðal annars falið að afla upplýsinga um þarfir fyrir mannvirki til lengri tíma, greina mögulega nýtingu eldri mannvirkja eða þörf á nýjum, og skoða kostnaðarskiptingu slíkra verkefna, bæði hvað varðar mögulega uppbyggingu, rekstur og nýtingu. Í starfshópnum sátu fulltrúar frá Frjálsíþróttasambandi Íslands, Reykjavíkurborg og Íþrótta- og Ólympíusamband Íslands (ÍSÍ) auk fulltrúa ráðuneytisins. Skýrsla starfshópsins mun koma út á næstu dögum og verður mikilvægt innlegg í áframhaldandi vinnu vegna uppbyggingar þjóðarleikvanga í íþróttum. „Knattspyrnuvöllurinn verður byggður upp ef tillögurnar ganga fram sem hafa verið kynntar. Frjálsar þurfa því að víkja og ekki verði pláss fyrir þær á Laugardalsvelli. Þá þykir okkur liggja beinast við að byggja hér aðstöðu, út frá Laugardalshöllinni, frjálsíþróttahöllinni sem við stöndum í núna. Þar komi bæði leikvangur og upphitunarvöllur,“ sagði Freyr um stöðu frjálsa íþrótta þegar fram liða stundir. „Það verður að vera. Nú er búið að safna gögnum, það er búið að skoða málin varðandi aðra þjóðarleikvanga fram og til baka. Nú er í rauninni ekkert því til fyrirstöðu,“ svaraði Freyr er hann var spurður hvort hann væri bjartsýnn að þetta yrði að veruleika. Klippa: Frjálsar vilja eigin leikvang „Þetta er eitthvað sem við höfum verið að vinna að. Það er mjög mikilvægt að horfa líka til framtíðar, það er að segja hvaða alþjóðlegu staðla við þurfum að uppfylla svo að við getum hreinlega keppt sem þjóð. Þetta þurfum við að taka mjög alvarlega og því höfum við sett alla þessa vinnu af stað. Ég er mjög vongóð núna þegar við erum komin með þetta inn á borð til okkar að við getum haldið áfram,“ sagði Lilja. „Það er augljóst að við getum ekki sem þjóð verið stolt af því að vera án þjóðarleikvangs í frjálsum íþróttum með alla þá sögu sem við eigum í frjálsum. Held að framtíðin þurfi á því að halda að við séum með leikvang og ég á fastlega von á því að af þessu verði,“ sagði Freyr að endingu. Þjóðarleikvangurinn mun vera mannvirki sem mun tengjast núverandi frjálsíþróttahöll, öðrum íþróttamannvirkjum sem og öðrum opnum svæðum í Laugardal. Starfshópurinn sér fram á að mannvirkið verði vel nýtt fyrir alþjóðlegt keppnishald og stærri mót á vegum Frjálsíþróttasambands Íslands og Íþróttasambands fatlaðra, æfingar afreksmanna, æfingar barna-, unglinga og annarra í hverfisfélögum í Reykjavík en einnig sem möguleg aðstaða fyrir afreksíþróttamiðstöð í Laugardalnum, auk rannsókna, þjálfunar og kennslu í skólum.
Frjálsar íþróttir Sportpakkinn Reykjavík ÍSÍ Laugardalsvöllur Tengdar fréttir Íslenskt afreksíþróttafólk kallar á hjálp „Vill íslenskt samfélag heyra íslenska þjóðsönginn spilaðan þegar íslenskur afreksíþróttamaður tekur á móti gulli á Ólympíuleikunum? Það mun ekki gerast ef ekkert verður aðhafst í stöðu afreksíþróttafólks. Við þurfum hjálp núna.“ 20. apríl 2021 14:31 „Augljóst að við þurfum að sjá þessa stöðu breytast næstu árin“ Stjórn Frjálsíþróttasambands Íslands þurfti að færa stærsta mót ársins í tvígang og loks milli landshluta með skömmum fyrirvara vegna óboðlegra aðstæðna á höfuðborgarsvæðinu. Formaður segir sveitafélögin ekki vera að standa sig. 3. júlí 2020 19:00 Mest lesið Sú besta í heimi komst ekki á blað hjá íslenska landsliðsþjálfaranum Fótbolti Dauðaslys í maraþonhlaupi Sport Átta þúsund krónur fyrir miða á úrslitaleik HM í stað 529 þúsund Fótbolti Man United ósátt við Marokkó og FIFA Enski boltinn Öðruvísi lið en áður hafa sóst í Frey: „Vita hvar ég stend“ Fótbolti KSÍ missti af meira en milljarði króna Fótbolti Hefur aldrei séð svona ofbeldi: „Þetta var allt of mikið“ Sport Enginn blóðugur en einn brjálaður á HM í kvöld Sport Stjarnan fór í dulargervi: Setti stuðningsmann United á óþekka listann Enski boltinn Kona vann Ísmaraþonið á Suðurskautslandinu í fyrsta sinn Sport Fleiri fréttir Fjórir frá hjá Blikum á morgun Rýndu í gamlar myndir: „Svakalega ertu kringlóttur í framan“ Spáir því að Joshua vinni með hrikalegu rothöggi Benítez lét Sverri byrja og flaug áfram í bikarnum KSÍ missti af meira en milljarði króna City sagt ætla að keppa við Liverpool og United um Semenyo Guðbjörg fyrsta konan í fjögur hundruð leikina Þorsteinn Leó að ná sér „langt á undan áætlun“ Telur samstarf Hamilton og Ferrari nálgast þolmörk Stjarnan og Grindavík mætast í bikarnum Kona vann Ísmaraþonið á Suðurskautslandinu í fyrsta sinn Nígeríumenn halda HM-draumnum á lífi með kvörtun til FIFA Birtu tölvupóst þar sem efast er um heilsu forseta IHF Valdi ekki eigin leikmann í landsliðið Man United ósátt við Marokkó og FIFA Tryggvi og Sara best á árinu „Fyrir mér er Flamengo stærra en Real Madrid“ Íslensku stelpurnar misstu einn keppnisdag vegna eldingarhættu Átta þúsund krónur fyrir miða á úrslitaleik HM í stað 529 þúsund Karlarnir þremur áratugum á eftir konunum með nýjar reglur Sú besta í heimi komst ekki á blað hjá íslenska landsliðsþjálfaranum Sápan trolluð: „Þetta er þessi klikkhaus með röddina“ Félag Arnórs Ingva og Ísaks seldi þjálfara sinn Öðruvísi lið en áður hafa sóst í Frey: „Vita hvar ég stend“ New York Knicks vann titil í nótt Dauðaslys í maraþonhlaupi Dagskráin í dag: Áhugaverðir leikir í Bónus deildinni og HM í pílu Enginn blóðugur en einn brjálaður á HM í kvöld Umfjöllun: Keflavík 97 - 84 Ármann | Sannfærandi sigur heimakvenna Stjarnan fór í dulargervi: Setti stuðningsmann United á óþekka listann Sjá meira
Íslenskt afreksíþróttafólk kallar á hjálp „Vill íslenskt samfélag heyra íslenska þjóðsönginn spilaðan þegar íslenskur afreksíþróttamaður tekur á móti gulli á Ólympíuleikunum? Það mun ekki gerast ef ekkert verður aðhafst í stöðu afreksíþróttafólks. Við þurfum hjálp núna.“ 20. apríl 2021 14:31
„Augljóst að við þurfum að sjá þessa stöðu breytast næstu árin“ Stjórn Frjálsíþróttasambands Íslands þurfti að færa stærsta mót ársins í tvígang og loks milli landshluta með skömmum fyrirvara vegna óboðlegra aðstæðna á höfuðborgarsvæðinu. Formaður segir sveitafélögin ekki vera að standa sig. 3. júlí 2020 19:00