Ráðherra friðunar, loftslags og járnbrauta Jónas Elíasson skrifar 22. september 2021 19:01 Umhverfisráðherra hefur búið til agerðaáætlun í loftslagsmálum sem rædd hefur verið áður. Ráðherrann skartar hverju glamuryrðinu á fætur öðru og lofar minnkandi losun upp í báðar ermar. Hann er með aðgerðaáætlun 2020 - 2024 sem á að kosta 46 milljarða en mun breyta hvorki einu eða neinu, nema ef vera skyldi til hins verra. Dæmi um það er Borgarlínan sem talin er ásamt aukinni reiðhóla- og gúmístígvélanotkun eiga að spara 16.000 tonn af CO2 losun fram til 2030. Sennilegri tala er 5000 tonna viðbót vegna fleiri strætisvagna sem Borgarlínan þarf. Hvað varðar raunverulega þróun í eldsneytismálum bifreiða má geta þess að fjölskyldubílar í dag eru léttari og sparneytnari en þeir voru fyrir um 20 árum og munar þar, um helmingi á hvern bíl. Bensíninnflutningur hefur lækkað vegna þess, en á það er ekki minnst, heldur látið í það skína að öll lækkun losunar sé vegna aðgerða ríkisstjórnarinnar, sem er blekking. Sjá einnig: Ekkert að gerast í loftslagsmálum Þá hamast ráðherrann við að friða allt land þar sem virkjanir má byggja en lofar samt nægri hreinorku. Hana má fá með því að reka stóriðjuna úr landi, ef það er gert fer það litla sem Ísland leggur fram til loftslagsmála heimsins með henni. Annar möguleiki er vindorka og smávirkjanir sem er um 5 sinnum dýrara en virkja hagkvæmt vatnsafl. Það má ekki virkja því það er náttúruspjöll. Þess skulu menn minnast þegar þeir horfa á Þingvallavatn (miðlun fyrir Sogið), Mývatn (miðlun fyrir Laxá), Elliðavatn (gömul miðlun, náttúruperla í dag) og svo má lengi telja. Þá geta menn skoðað Tungnáröræfi, Langadal og fleiri staði sem eru að gróa upp á fullri ferða vegna þess að vega- og virkjunarframkvæmdir eru búnar að stórminnka eyðingarmátt vatnsflóðanna. Það er vatnastjórnun Vegagerðarinnar og Landsvirkjunar sem er lang virkasta aflið í uppgræðslu landsins. En í stað þess að vinna með þessum stofnunum kýs umhverfisráðherra að sverta aðgerðir þeirra í augum almennings. Þá er önnur grein í téðu blaði, skrifuð að Runólfi Ágústssyni. Reynt er að lífga við gamla drauma hans um járnbrautarlest og hann er tilbúinn með hlutafélag til að taka þátt í þeim. Þetta er tíu ára gamall draumur sem Rvk lagði töluvert fé í, en þegar verkfræðilegir ráðgjafar voru loks kvaddir til reyndust lestarnar margfaldar í kostnaði á við aðrar lausnir. Þá ákvað Rvk að byggja Borgarlínu, hún mundi ekki kosta nema eina milljón á hvern íbúa í Rvk. En Runólfur talar um Borgarlínu + jarðgöng + fluglest sem á samkvæmt greinni að kosta 700.000 kr/mann. Þetta er vanáætlun dauðans, svo ekki sé meira sagt. Ef kostnaðurinn hefði verið talinn jafnast á við allar fjárveitingar til nýbygginga vega næstu 50 árin væri sú tala hugsanlega nær lagi. Einkaframkvæmd er sú lausn sem höfundur bendir á. Þetta var gert fyrir Vaðlaheiðargöngin, þá var stofnað hutafélag sem byggði göngin fyrir lán sem skrifuð voru hjá ríkissjóði, sem svo situr uppi með kostnaðinn. Sama á að gera við Borgarlínu. Er það ekki nóg ? En vonandi fer enginn að leggja fé í að hanna þetta. Er ekki nóg að sitja uppi með eitt járnbrautarfélag, tilbúið í allar framkvæmdir sem skrifa má hjá ríkissjóði ? Ísland með sín bröttu fjöll hentar ekki fyrir járnbrautir og það eru menn búnir að vita í meir en 100 ár. Meira að segja járnbrautin sem lá frá Öskjuhlíð og út á Granda 1918 mundi ekki verða byggð í dag. Elsta járnbrautarmálið, að leggja járnbraut fyrir suðurfjöllinn og upp í Flóa hefði þó komið landbúnaðarbyggðinni í markaðssamband við þéttbýlið, báðum til hagsbóta, 150 árum of seint að byrja á því núna enda búið. En svona járnbrautir voru byggðar erlendis og þeir teinar eru notaðir áfram fyrir farþegalestar. En að fara að leggja teina á Íslandi núna mundi jafnvel Laddi telja vera bilun. Þeim sem ganga með stöðuga járnbautardrauma sem löngu er búið að hafna, er ekki hægt að ráðleggja neitt betra en fá sér eitthvað við þessu. En kannski er líka hægt að leita til umhverfisráðherra. Sparnaður í losun þungaflutninga, 14.000 tonn CO2, mun ekki skila sér fyrir 2030 eins og aðgerðaáætlun ríkisstjórnarinnar gerir ráð fyrir. En lestar ganga ágætlega fyrir rafmagni og umhverfisráðherra telur sig eiga nóg af því. Svo á hann ofan í skúffu 46 milljarða í loftslagsumbætur sem ekkert gagn gera hvort eða er. Honum finnst e.t.v. ð þær megi eins fara í lest. Verður umhverfisráðherra frelsisengill íslenskra járnbrautalesta ? Það væri í stíl við annað. Langt virðist í að Ísland geri eitthvað raunhæft í samgöngu- og loftslagsmálum. Óþarfa eldsneytisnotkun vegna umferðartafa er nú 10 - 20.000 tonn á ári, samsvarandi 30 - 60.000 tonnum af CO2 losun og ekki annað að sjá en umhverfisráðherra gæti ekki verið meira sama um þetta. Það er ekki einu sinni að sjá að neinn vilji leggja í þær rannsóknir sem þarf til að finna rétta tölu út úr þessu. Hvað veldur ? Svo dynja á heiminum áskoranir um að setja landslagsverndina aðeins til hliðar og virkja hreinorku Íslands sem lið í baráttunni við loftslagsvandann, en samkvæmt umhverisráðherra skal það aldrei verða. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Loftslagsmál Jónas Elíasson Mest lesið Börn í gámaskólum á meðan bæjarskrifstofur stækka – hvar er forgangsröðin? Ásgeir Elvar Garðarsson Skoðun Hver er kjarninn í samfélagi sem selur hjarta sitt? Trausti Breiðfjörð Magnússon Skoðun Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson Skoðun Eflum traustið Helgi Áss Grétarsson,Marta Guðjónsdóttir Skoðun Vindorkuvæðing í skjóli nætur Kristín Helga Gunnarsdóttir Skoðun Keldnaland – fjölmenn hverfi í mótun Þorsteinn R. Hermannsson Skoðun Ákall til ESB-sinna: Hvar eru undanþágurnar? Einar Jóhannes Guðnason Skoðun Sundrung á vinstri væng Jökull Sólberg Auðunsson Skoðun Er ég ömurlegt foreldri ef ég segi nei við barnið mitt? Stefán Þorri Helgason Skoðun Hagfræði-tilgáta ómeðtekin Karl Guðlaugsson Skoðun Skoðun Skoðun Keldnaland – fjölmenn hverfi í mótun Þorsteinn R. Hermannsson skrifar Skoðun Eflum traustið Helgi Áss Grétarsson,Marta Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Börn í gámaskólum á meðan bæjarskrifstofur stækka – hvar er forgangsröðin? Ásgeir Elvar Garðarsson skrifar Skoðun Hver er kjarninn í samfélagi sem selur hjarta sitt? Trausti Breiðfjörð Magnússon skrifar Skoðun Seljum börnum nikótín! Hugi Halldórsson skrifar Skoðun Sundrung á vinstri væng Jökull Sólberg Auðunsson skrifar Skoðun Þegar samfélagið missir vinnuna Hrafn Splidt Þorvaldsson skrifar Skoðun Akademískt frelsi og ókurteisi Kolbeinn H. Stefánsson skrifar Skoðun Hvar liggur ábyrgð hins fullorðna á hegðun ungmenna í samfélaginu? Rakel Guðbjörnsdóttir skrifar Skoðun Yfir hverju er verið að brosa? Árni Kristjánsson skrifar Skoðun Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson skrifar Skoðun Stjórnvöld sem fjárfestatenglar Baldur Thorlacius skrifar Skoðun Ákall til ESB-sinna: Hvar eru undanþágurnar? Einar Jóhannes Guðnason skrifar Skoðun Er ég ömurlegt foreldri ef ég segi nei við barnið mitt? Stefán Þorri Helgason skrifar Skoðun Vindorkuvæðing í skjóli nætur Kristín Helga Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Þátttökuverðlaun Þórdísar Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Fjármálaráðherra búinn að segja A Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Hagfræði-tilgáta ómeðtekin Karl Guðlaugsson skrifar Skoðun Ótryggt aðgengi á Veðurstofureit Friðjón R. Friðjónsson skrifar Skoðun Stattu vörð um launin þín Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Byggjum fyrir eldra fólk, ekki ungt Ólafur Margeirsson skrifar Skoðun Hlustum í eitt skipti á foreldra Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Hugleiðingar um ástandið fyrir botni Miðjarðarhafs Örn Sigurðsson skrifar Skoðun Heildstætt heilbrigðiskerfi – hagur okkar allra Alma D. Möller skrifar Skoðun Vanþekking eða vísvitandi blekkingar? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun „I believe the children are our future…“ Karen Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi félagasamtaka og magnað maraþon Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Allt sem ég þarf að gera Dagbjartur Kristjánsson skrifar Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar Sjá meira
Umhverfisráðherra hefur búið til agerðaáætlun í loftslagsmálum sem rædd hefur verið áður. Ráðherrann skartar hverju glamuryrðinu á fætur öðru og lofar minnkandi losun upp í báðar ermar. Hann er með aðgerðaáætlun 2020 - 2024 sem á að kosta 46 milljarða en mun breyta hvorki einu eða neinu, nema ef vera skyldi til hins verra. Dæmi um það er Borgarlínan sem talin er ásamt aukinni reiðhóla- og gúmístígvélanotkun eiga að spara 16.000 tonn af CO2 losun fram til 2030. Sennilegri tala er 5000 tonna viðbót vegna fleiri strætisvagna sem Borgarlínan þarf. Hvað varðar raunverulega þróun í eldsneytismálum bifreiða má geta þess að fjölskyldubílar í dag eru léttari og sparneytnari en þeir voru fyrir um 20 árum og munar þar, um helmingi á hvern bíl. Bensíninnflutningur hefur lækkað vegna þess, en á það er ekki minnst, heldur látið í það skína að öll lækkun losunar sé vegna aðgerða ríkisstjórnarinnar, sem er blekking. Sjá einnig: Ekkert að gerast í loftslagsmálum Þá hamast ráðherrann við að friða allt land þar sem virkjanir má byggja en lofar samt nægri hreinorku. Hana má fá með því að reka stóriðjuna úr landi, ef það er gert fer það litla sem Ísland leggur fram til loftslagsmála heimsins með henni. Annar möguleiki er vindorka og smávirkjanir sem er um 5 sinnum dýrara en virkja hagkvæmt vatnsafl. Það má ekki virkja því það er náttúruspjöll. Þess skulu menn minnast þegar þeir horfa á Þingvallavatn (miðlun fyrir Sogið), Mývatn (miðlun fyrir Laxá), Elliðavatn (gömul miðlun, náttúruperla í dag) og svo má lengi telja. Þá geta menn skoðað Tungnáröræfi, Langadal og fleiri staði sem eru að gróa upp á fullri ferða vegna þess að vega- og virkjunarframkvæmdir eru búnar að stórminnka eyðingarmátt vatnsflóðanna. Það er vatnastjórnun Vegagerðarinnar og Landsvirkjunar sem er lang virkasta aflið í uppgræðslu landsins. En í stað þess að vinna með þessum stofnunum kýs umhverfisráðherra að sverta aðgerðir þeirra í augum almennings. Þá er önnur grein í téðu blaði, skrifuð að Runólfi Ágústssyni. Reynt er að lífga við gamla drauma hans um járnbrautarlest og hann er tilbúinn með hlutafélag til að taka þátt í þeim. Þetta er tíu ára gamall draumur sem Rvk lagði töluvert fé í, en þegar verkfræðilegir ráðgjafar voru loks kvaddir til reyndust lestarnar margfaldar í kostnaði á við aðrar lausnir. Þá ákvað Rvk að byggja Borgarlínu, hún mundi ekki kosta nema eina milljón á hvern íbúa í Rvk. En Runólfur talar um Borgarlínu + jarðgöng + fluglest sem á samkvæmt greinni að kosta 700.000 kr/mann. Þetta er vanáætlun dauðans, svo ekki sé meira sagt. Ef kostnaðurinn hefði verið talinn jafnast á við allar fjárveitingar til nýbygginga vega næstu 50 árin væri sú tala hugsanlega nær lagi. Einkaframkvæmd er sú lausn sem höfundur bendir á. Þetta var gert fyrir Vaðlaheiðargöngin, þá var stofnað hutafélag sem byggði göngin fyrir lán sem skrifuð voru hjá ríkissjóði, sem svo situr uppi með kostnaðinn. Sama á að gera við Borgarlínu. Er það ekki nóg ? En vonandi fer enginn að leggja fé í að hanna þetta. Er ekki nóg að sitja uppi með eitt járnbrautarfélag, tilbúið í allar framkvæmdir sem skrifa má hjá ríkissjóði ? Ísland með sín bröttu fjöll hentar ekki fyrir járnbrautir og það eru menn búnir að vita í meir en 100 ár. Meira að segja járnbrautin sem lá frá Öskjuhlíð og út á Granda 1918 mundi ekki verða byggð í dag. Elsta járnbrautarmálið, að leggja járnbraut fyrir suðurfjöllinn og upp í Flóa hefði þó komið landbúnaðarbyggðinni í markaðssamband við þéttbýlið, báðum til hagsbóta, 150 árum of seint að byrja á því núna enda búið. En svona járnbrautir voru byggðar erlendis og þeir teinar eru notaðir áfram fyrir farþegalestar. En að fara að leggja teina á Íslandi núna mundi jafnvel Laddi telja vera bilun. Þeim sem ganga með stöðuga járnbautardrauma sem löngu er búið að hafna, er ekki hægt að ráðleggja neitt betra en fá sér eitthvað við þessu. En kannski er líka hægt að leita til umhverfisráðherra. Sparnaður í losun þungaflutninga, 14.000 tonn CO2, mun ekki skila sér fyrir 2030 eins og aðgerðaáætlun ríkisstjórnarinnar gerir ráð fyrir. En lestar ganga ágætlega fyrir rafmagni og umhverfisráðherra telur sig eiga nóg af því. Svo á hann ofan í skúffu 46 milljarða í loftslagsumbætur sem ekkert gagn gera hvort eða er. Honum finnst e.t.v. ð þær megi eins fara í lest. Verður umhverfisráðherra frelsisengill íslenskra járnbrautalesta ? Það væri í stíl við annað. Langt virðist í að Ísland geri eitthvað raunhæft í samgöngu- og loftslagsmálum. Óþarfa eldsneytisnotkun vegna umferðartafa er nú 10 - 20.000 tonn á ári, samsvarandi 30 - 60.000 tonnum af CO2 losun og ekki annað að sjá en umhverfisráðherra gæti ekki verið meira sama um þetta. Það er ekki einu sinni að sjá að neinn vilji leggja í þær rannsóknir sem þarf til að finna rétta tölu út úr þessu. Hvað veldur ? Svo dynja á heiminum áskoranir um að setja landslagsverndina aðeins til hliðar og virkja hreinorku Íslands sem lið í baráttunni við loftslagsvandann, en samkvæmt umhverisráðherra skal það aldrei verða.
Börn í gámaskólum á meðan bæjarskrifstofur stækka – hvar er forgangsröðin? Ásgeir Elvar Garðarsson Skoðun
Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson Skoðun
Skoðun Börn í gámaskólum á meðan bæjarskrifstofur stækka – hvar er forgangsröðin? Ásgeir Elvar Garðarsson skrifar
Skoðun Hvar liggur ábyrgð hins fullorðna á hegðun ungmenna í samfélaginu? Rakel Guðbjörnsdóttir skrifar
Skoðun Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson skrifar
Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar
Börn í gámaskólum á meðan bæjarskrifstofur stækka – hvar er forgangsröðin? Ásgeir Elvar Garðarsson Skoðun
Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson Skoðun