Sigurjón kom vel út úr nýrri tölfræðigreiningu HB Statz Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 22. september 2021 15:00 Sigurjón Guðmundsson varði átján skot í marki HK gegn KA í 1. umferð Olís-deildar karla. vísir/vilhelm Sigurjón Guðmundsson, markvörður HK, stimplaði sig inn í Olís-deildina með látum í leiknum gegn KA í síðustu umferð. Hann varði sérstaklega vel úr hornunum. Ein af nýjungunum hjá HB Statz, sem heldur utan um tölfræðina í Olís-deildunum, er að hægt er að sjá hvernig markverðir verja úr hverri stöðu. Þegar litið er á frammistöðu markvarðanna í þeim fimm leikjum sem er lokið í Olís-deild karla stendur Sigurjón upp úr þegar kemur að markvörslu úr hornum. Í leiknum gegn KA á fimmtudaginn varði hann sjö skot úr horni, eða helming þeirra skota sem hann fékk á sig. Næstur kemur Nicholas Satchwell sem varði þrjú hornaskot gegn HK (fimmtíu prósent). KA vann leikinn með þriggja marka mun, 25-28. Sigurjón gekk einnig vel að eiga við skot fyrir utan og varði sjö skot þaðan, eða 43,8 prósent þeirra skota sem hann fékk á sig. Satchwell og Björgvin Páll Gústavsson, Val, vörðu flest skot fyrir utan, eða átta hvor. Satchwell varði 38 prósent skota sinna fyrir utan og Björgvin Páll helminginn. Sigurjón og Lárus Helgi Ólafsson, markvörður Fram, vörðu flest skot úr gegnumbrotum, eða tvö hvor. Færeyski landsliðsmarkvörðurinn Nicholas Satchwell átti góðan leik í Kórnum.vísir/vilhelm Satchwell reyndist línumönnum HK afar erfiður en hann varði fimm skot frá þeim (71,4 prósent) sem er lygileg tölfræði. Einar Baldvin Baldvinsson, Gróttu, varði fjögur skot af línu (fimmtíu prósent). Einar Baldvin varði tvö skot úr hraðaupphlaupum líkt og Aron Rafn Eðvarðsson hjá Haukum. Hægt er að sjá tölfræðina yfir hvernig markverðir verja úr hverri stöðu fyrir sig með því að smella á hlekkinn hér fyrir neðan. Sigurjón fékk mikið lof fyrir frammistöðu sína í Seinni bylgjunni á föstudaginn. „Hann eiginlega bara hélt HK inni í þessum leik eins lengi og þeir voru inni í þessum leik. Hann var algjörlega frábær og svona á sama tíma var Satchwell að verja mjög lítið,“ sagði Theodór Ingi Pálmason. „Það eru nokkur ár síðan að maður heyrði af þessum strák og hann var víst mjög góður í Grill-deildinni í fyrra. Það er bara virkilega gaman að sjá hann stimpla sig svona inn í fyrsta leik. Hann á heldur ekki langt að sækja hæfileikana.“ Theodór vísaði þar til þess að faðir Sigurjóns er Guðmundur Hrafnkelsson sem lék yfir fjögur hundruð leiki í marki íslenska landsliðsins. Olísdeildirnar í handbolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Olísdeildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði. Olís-deild karla HK Mest lesið Logið upp á Einar Örn í dönskum miðlum Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Kúbu: Aron gaf tóninn með glans Handbolti Óli Stef ósáttur við Guðmund: „Ekki fengið neina kennslu, þroska og pepp“ Handbolti Skýrsla Henrys: Kúbverjarnir reyktir í Zagreb Handbolti „Ég eiginlega barði þetta í gegn“ Handbolti Danir með fullt hús stiga og 55 mörk í plús Handbolti „Ekki minn stíll að vera í feluleik með Aron“ Handbolti Myndaveisla: Gleðin við völd innan vallar sem utan Handbolti Sex í röð hjá Napólí Fótbolti Brynjólfur Willumsson á skotskónum í tapleik Groningegn Fótbolti Fleiri fréttir Myndaveisla: Gleðin við völd innan vallar sem utan Skýrsla Henrys: Kúbverjarnir reyktir í Zagreb Danir með fullt hús stiga og 55 mörk í plús „Ég eiginlega barði þetta í gegn“ Einkunnir Strákanna okkar á móti Kúbu: Aron gaf tóninn með glans „Ekki minn stíll að vera í feluleik með Aron“ „Ætluðum bara að vinna eins stórt og við gátum“ Tölfræðin á móti Kúbu: Aron kveikti á seinni bylgjunni Umfjöllun: Ísland - Kúba 40-19 | Allt klappað og klárt fyrir úrslitaleik „Við vorum komnar með blóðbragð í munninn“ Slóvenar taka forystuna í riðlinum okkar Aron Pálmarsson í hóp í kvöld Leik lokið: Valur - Malaga Costa Del Sol 31-26 | Einn stærsti sigur íslensks kvennafélagsliðs „Væri fínt fyrir mig sem þjálfara“ Logið upp á Einar Örn í dönskum miðlum Óli Stef ósáttur við Guðmund: „Ekki fengið neina kennslu, þroska og pepp“ „Auðvitað vil ég alltaf spila“ Gætið ykkar: Enginn með Wikipedia-síðu og vindlasölumaðurinn HM í dag: Kúbuvindlarnir á leið í Kópavoginn Óttast að fyrirliði Dags sé illa meiddur „Verðum að hlaupa betur til baka“ Risa Evrópuleikur á Hlíðarenda: „Tökum Spánverjana á taugum með fullu húsi“ „Þetta var allsherjar klúður þarna“ „Þurfum að taka Dani til fyrirmyndar“ Ljótar senur á HM í handbolta í kvöld: Hræktu á Staffan Olsson Dagur og Alfreð unnu báðir á HM í kvöld en mjög ólíka sigra Framkonur áfram öflugar í Lambhagahöllinni Aron skráður inn á HM og löglegur á morgun Strákarnir hans Arons töpuðu aftur „Held að þetta fylgi bara umræðunni á Íslandi“ Sjá meira
Ein af nýjungunum hjá HB Statz, sem heldur utan um tölfræðina í Olís-deildunum, er að hægt er að sjá hvernig markverðir verja úr hverri stöðu. Þegar litið er á frammistöðu markvarðanna í þeim fimm leikjum sem er lokið í Olís-deild karla stendur Sigurjón upp úr þegar kemur að markvörslu úr hornum. Í leiknum gegn KA á fimmtudaginn varði hann sjö skot úr horni, eða helming þeirra skota sem hann fékk á sig. Næstur kemur Nicholas Satchwell sem varði þrjú hornaskot gegn HK (fimmtíu prósent). KA vann leikinn með þriggja marka mun, 25-28. Sigurjón gekk einnig vel að eiga við skot fyrir utan og varði sjö skot þaðan, eða 43,8 prósent þeirra skota sem hann fékk á sig. Satchwell og Björgvin Páll Gústavsson, Val, vörðu flest skot fyrir utan, eða átta hvor. Satchwell varði 38 prósent skota sinna fyrir utan og Björgvin Páll helminginn. Sigurjón og Lárus Helgi Ólafsson, markvörður Fram, vörðu flest skot úr gegnumbrotum, eða tvö hvor. Færeyski landsliðsmarkvörðurinn Nicholas Satchwell átti góðan leik í Kórnum.vísir/vilhelm Satchwell reyndist línumönnum HK afar erfiður en hann varði fimm skot frá þeim (71,4 prósent) sem er lygileg tölfræði. Einar Baldvin Baldvinsson, Gróttu, varði fjögur skot af línu (fimmtíu prósent). Einar Baldvin varði tvö skot úr hraðaupphlaupum líkt og Aron Rafn Eðvarðsson hjá Haukum. Hægt er að sjá tölfræðina yfir hvernig markverðir verja úr hverri stöðu fyrir sig með því að smella á hlekkinn hér fyrir neðan. Sigurjón fékk mikið lof fyrir frammistöðu sína í Seinni bylgjunni á föstudaginn. „Hann eiginlega bara hélt HK inni í þessum leik eins lengi og þeir voru inni í þessum leik. Hann var algjörlega frábær og svona á sama tíma var Satchwell að verja mjög lítið,“ sagði Theodór Ingi Pálmason. „Það eru nokkur ár síðan að maður heyrði af þessum strák og hann var víst mjög góður í Grill-deildinni í fyrra. Það er bara virkilega gaman að sjá hann stimpla sig svona inn í fyrsta leik. Hann á heldur ekki langt að sækja hæfileikana.“ Theodór vísaði þar til þess að faðir Sigurjóns er Guðmundur Hrafnkelsson sem lék yfir fjögur hundruð leiki í marki íslenska landsliðsins. Olísdeildirnar í handbolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Olísdeildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði.
Olísdeildirnar í handbolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Olísdeildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði.
Olís-deild karla HK Mest lesið Logið upp á Einar Örn í dönskum miðlum Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Kúbu: Aron gaf tóninn með glans Handbolti Óli Stef ósáttur við Guðmund: „Ekki fengið neina kennslu, þroska og pepp“ Handbolti Skýrsla Henrys: Kúbverjarnir reyktir í Zagreb Handbolti „Ég eiginlega barði þetta í gegn“ Handbolti Danir með fullt hús stiga og 55 mörk í plús Handbolti „Ekki minn stíll að vera í feluleik með Aron“ Handbolti Myndaveisla: Gleðin við völd innan vallar sem utan Handbolti Sex í röð hjá Napólí Fótbolti Brynjólfur Willumsson á skotskónum í tapleik Groningegn Fótbolti Fleiri fréttir Myndaveisla: Gleðin við völd innan vallar sem utan Skýrsla Henrys: Kúbverjarnir reyktir í Zagreb Danir með fullt hús stiga og 55 mörk í plús „Ég eiginlega barði þetta í gegn“ Einkunnir Strákanna okkar á móti Kúbu: Aron gaf tóninn með glans „Ekki minn stíll að vera í feluleik með Aron“ „Ætluðum bara að vinna eins stórt og við gátum“ Tölfræðin á móti Kúbu: Aron kveikti á seinni bylgjunni Umfjöllun: Ísland - Kúba 40-19 | Allt klappað og klárt fyrir úrslitaleik „Við vorum komnar með blóðbragð í munninn“ Slóvenar taka forystuna í riðlinum okkar Aron Pálmarsson í hóp í kvöld Leik lokið: Valur - Malaga Costa Del Sol 31-26 | Einn stærsti sigur íslensks kvennafélagsliðs „Væri fínt fyrir mig sem þjálfara“ Logið upp á Einar Örn í dönskum miðlum Óli Stef ósáttur við Guðmund: „Ekki fengið neina kennslu, þroska og pepp“ „Auðvitað vil ég alltaf spila“ Gætið ykkar: Enginn með Wikipedia-síðu og vindlasölumaðurinn HM í dag: Kúbuvindlarnir á leið í Kópavoginn Óttast að fyrirliði Dags sé illa meiddur „Verðum að hlaupa betur til baka“ Risa Evrópuleikur á Hlíðarenda: „Tökum Spánverjana á taugum með fullu húsi“ „Þetta var allsherjar klúður þarna“ „Þurfum að taka Dani til fyrirmyndar“ Ljótar senur á HM í handbolta í kvöld: Hræktu á Staffan Olsson Dagur og Alfreð unnu báðir á HM í kvöld en mjög ólíka sigra Framkonur áfram öflugar í Lambhagahöllinni Aron skráður inn á HM og löglegur á morgun Strákarnir hans Arons töpuðu aftur „Held að þetta fylgi bara umræðunni á Íslandi“ Sjá meira