Ratcliffe: „Ég mun ekki kaupa meira land“ Óttar Kolbeinsson Proppé skrifar 22. september 2021 11:35 Fréttastofa ræddi við Ratcliffe sem var kominn til landsins til að sitja málþing á vegum verkefnis síns um villta laxastofninn. vísir/sigurjón Breski auðkýfingurinn Jim Ratcliffe mun ekki sækjast eftir því að kaupa meira land á Íslandi þó það sé að hans sögn fullkominn staður fyrir verkefni hans til að styrkja stofn Atlantshafslaxins. Hann segist ekki vilja fá Íslendinga upp á móti sér. Ratcliffe heldur úti Verndarsvæði laxa á Norðausturlandi, verkefni sem hófst árið 2019 og er ætlað að styðja við íslenska laxastofninn. Málþing á vegum verkefnisins hefur farið fram síðustu tvo daga og er Ratcliffe á meðal gesta. Fréttastofa náði tali af honum á málþinginu. Á eitt prósent alls Íslands Ratcliffe hefur undanfarin ár fest kaup á jörðum og veiðiréttindum á Norðausturlandi. Þær jarðir sem Ratcliffe á hlut í nú þegar eru ríflega 100 þúsund hektarar, eða um 1 prósent af öllu landsvæði Íslands. En mun hann sækjast eftir meira landi á næstunni? „Nei, ég mun ekki kaupa meira land því að Íslendingar eru auðvitað búnir að breyta lögum sínum núna. Ég ætla ekki að brjóta lögin og ég vil ekki gera Íslendinga ósátta. Ég hef alls engan áhuga á því," segir Ratcliffe og vísar þar í tiltölulega nýsamþykkt lög sem banna jarðakaup erlendra aðila nema með ströngum undantekningum. Hann segir landið þó einstakt og fullkominn stað fyrir verkefni sitt, sem snýr að því að styrkja stofn Norður-Atlantshafslaxins. Ratcliffe var svartsýnn á framtíð laxastofnsins þegar fréttastofa ræddi við hann í gær: „Þið eruð afar fá miðað við hve landið er í raun stórt. Og umhverfið ykkar er stórkostlegt," segir Ratcliffe. Hann dásamar þá vistkerfi landsins, litla mengun og það hve strjálbýlt landið er. Þrátt fyrir að hann sé hættur landkaupum sínum mun hann halda verkefni sínu og uppbyggingu á Norðausturlandi áfram. „Þetta gæti verið síðasti staðurinn þar sem Norður-Atlantshafslaxinn getur lifað af. Við værum því mjög til í að fá að halda áfram með verkefnið," segir Jim Ratcliffe. Vopnafjörður Lax Dýr Umhverfismál Íslandsvinir Jarðakaup útlendinga Mest lesið Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Innlent Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Innlent Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Innlent Undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingar Innlent Ungmenni nota tálbeituaðferðir til að ráðast á meinta níðinga Innlent Starfsmanni ÍSÍ dauðbrá þegar hún mætti til vinnu Innlent Starfsmaður frá Filippseyjum syngur og syngur á Selfossi Innlent Meinað að heimsækja fjölskylduna því hann var skyndilega kominn á bannlista Innlent Sér rautt vegna ærslabelgs fyrir framan húsið sitt Innlent Kviknaði í gámi í byggingarsvæði við gamla Orkuhúsið Innlent Fleiri fréttir Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Kviknaði í gámi í byggingarsvæði við gamla Orkuhúsið Undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingar Starfsmaður frá Filippseyjum syngur og syngur á Selfossi Ungmenni nota tálbeituaðferðir til að ráðast á meinta níðinga Þórður Snær verður framkvæmdastjóri þingflokks Samfylkingarinnar Stórhættulegar tálbeituaðgerðir ungmenna á samfélagsmiðlum Hefja undirbúning verkfalla í framhaldsskólum Taka sýni úr mink sem fannst dauður í Vatnsmýri Starfsmanni ÍSÍ dauðbrá þegar hún mætti til vinnu Aflýsa óvissustigi vegna Bárðarbungu Sér rautt vegna ærslabelgs fyrir framan húsið sitt „Þarna náum við að svæla allt upp á yfirborðið“ Börnin sem talin voru í hættu komu í leitirnar á Suðurnesjum Þing verður sett eftir rúman hálfan mánuð Rannsaka ólöglegt fiskeldi veiðifélags í Borgarfirði Tveir handteknir í fíkniefnamáli fyrir austan Fimm tóku fyrstu skóflustunguna að Borgarlínu Hótaði að kveikja í sambýliskonu og stjúpsyni Skóflustunga tekin að Fossvogsbrú og bandarísk börn sem fundust á Íslandi Kannast ekki við að vera látinn Mikil hálka þegar banaslysið varð Aktivistahópurinn Öfgar er hættur Segir ríkið verða að standa við gerða samninga um borgarlínu Meinað að heimsækja fjölskylduna því hann var skyndilega kominn á bannlista Sannfærð um að nýtt bókunarkerfi leysi vandann Bandarísk börn sem var saknað fundust í Reykjavík Samþykktu ályktun á íbúafundi um að vöruhúsið verði fjarlægt Sjá meira
Ratcliffe heldur úti Verndarsvæði laxa á Norðausturlandi, verkefni sem hófst árið 2019 og er ætlað að styðja við íslenska laxastofninn. Málþing á vegum verkefnisins hefur farið fram síðustu tvo daga og er Ratcliffe á meðal gesta. Fréttastofa náði tali af honum á málþinginu. Á eitt prósent alls Íslands Ratcliffe hefur undanfarin ár fest kaup á jörðum og veiðiréttindum á Norðausturlandi. Þær jarðir sem Ratcliffe á hlut í nú þegar eru ríflega 100 þúsund hektarar, eða um 1 prósent af öllu landsvæði Íslands. En mun hann sækjast eftir meira landi á næstunni? „Nei, ég mun ekki kaupa meira land því að Íslendingar eru auðvitað búnir að breyta lögum sínum núna. Ég ætla ekki að brjóta lögin og ég vil ekki gera Íslendinga ósátta. Ég hef alls engan áhuga á því," segir Ratcliffe og vísar þar í tiltölulega nýsamþykkt lög sem banna jarðakaup erlendra aðila nema með ströngum undantekningum. Hann segir landið þó einstakt og fullkominn stað fyrir verkefni sitt, sem snýr að því að styrkja stofn Norður-Atlantshafslaxins. Ratcliffe var svartsýnn á framtíð laxastofnsins þegar fréttastofa ræddi við hann í gær: „Þið eruð afar fá miðað við hve landið er í raun stórt. Og umhverfið ykkar er stórkostlegt," segir Ratcliffe. Hann dásamar þá vistkerfi landsins, litla mengun og það hve strjálbýlt landið er. Þrátt fyrir að hann sé hættur landkaupum sínum mun hann halda verkefni sínu og uppbyggingu á Norðausturlandi áfram. „Þetta gæti verið síðasti staðurinn þar sem Norður-Atlantshafslaxinn getur lifað af. Við værum því mjög til í að fá að halda áfram með verkefnið," segir Jim Ratcliffe.
Vopnafjörður Lax Dýr Umhverfismál Íslandsvinir Jarðakaup útlendinga Mest lesið Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Innlent Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Innlent Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Innlent Undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingar Innlent Ungmenni nota tálbeituaðferðir til að ráðast á meinta níðinga Innlent Starfsmanni ÍSÍ dauðbrá þegar hún mætti til vinnu Innlent Starfsmaður frá Filippseyjum syngur og syngur á Selfossi Innlent Meinað að heimsækja fjölskylduna því hann var skyndilega kominn á bannlista Innlent Sér rautt vegna ærslabelgs fyrir framan húsið sitt Innlent Kviknaði í gámi í byggingarsvæði við gamla Orkuhúsið Innlent Fleiri fréttir Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Kviknaði í gámi í byggingarsvæði við gamla Orkuhúsið Undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingar Starfsmaður frá Filippseyjum syngur og syngur á Selfossi Ungmenni nota tálbeituaðferðir til að ráðast á meinta níðinga Þórður Snær verður framkvæmdastjóri þingflokks Samfylkingarinnar Stórhættulegar tálbeituaðgerðir ungmenna á samfélagsmiðlum Hefja undirbúning verkfalla í framhaldsskólum Taka sýni úr mink sem fannst dauður í Vatnsmýri Starfsmanni ÍSÍ dauðbrá þegar hún mætti til vinnu Aflýsa óvissustigi vegna Bárðarbungu Sér rautt vegna ærslabelgs fyrir framan húsið sitt „Þarna náum við að svæla allt upp á yfirborðið“ Börnin sem talin voru í hættu komu í leitirnar á Suðurnesjum Þing verður sett eftir rúman hálfan mánuð Rannsaka ólöglegt fiskeldi veiðifélags í Borgarfirði Tveir handteknir í fíkniefnamáli fyrir austan Fimm tóku fyrstu skóflustunguna að Borgarlínu Hótaði að kveikja í sambýliskonu og stjúpsyni Skóflustunga tekin að Fossvogsbrú og bandarísk börn sem fundust á Íslandi Kannast ekki við að vera látinn Mikil hálka þegar banaslysið varð Aktivistahópurinn Öfgar er hættur Segir ríkið verða að standa við gerða samninga um borgarlínu Meinað að heimsækja fjölskylduna því hann var skyndilega kominn á bannlista Sannfærð um að nýtt bókunarkerfi leysi vandann Bandarísk börn sem var saknað fundust í Reykjavík Samþykktu ályktun á íbúafundi um að vöruhúsið verði fjarlægt Sjá meira