Stígum skrefið til fulls Halldóra Hauksdóttir skrifar 22. september 2021 11:15 Jöfnum stöðu foreldra sem ala börn sín upp í sameiningu hvort á sínu heimili Því ber að fagna að loks sé verið að stíga skref í þá átt að jafna stöðu foreldra, en samþykkt hefur verið frumvarp til breytingar á barnalögum þar sem megin inntakið varðar skipta búsetu barna. Frá og með 1. janúar 2022, verður unnt að semja um skipta búsetu barns/barna. Það kann að hljóma vel, enda er töluverður munur á réttarstöðu lögheimilisforeldris og umgengisforeldris í núverandi löggjöf, þrátt fyrir að um sameiginlega forsjá sé að ræða. Þessi ójafna staða foreldra í nútímasamfélagi er barns síns tíma, m.a. vegna þess að í dag er mun algengara við skilnað/sambúðarslit foreldra að börn búi til jafns hjá foreldrum sínum, svokölluð viku/viku umgengni. Það er af hinu góða svo lengi sem það fari ekki gegn hagsmunum barnsins. Slíkt fyrirkomulag krefst vissulega foreldrasamvinnu enda er slík samvinna hluti af lögbundinni forsjárskyldu foreldra/forráðamanna. Það hlýtur að vera hag barna fyrir bestu að foreldrar sem kjósa að ala börn sín upp saman á tveimur heimilum, að þau búi við sambærileg skilyrði af hálfu hins opinbera en að kerfið sé ekki að ýta undir ágreining með ójafnri stöðu. Það er til að mynda algjörlega taktlaust í nútímasamfélagi að aðeins lögheimilisforeldri hafi aðgang að upplýsingum um barn sitt á Heilsuveru, loftbrú, skattframtali og svona mætti halda áfram því, þetta er hvergi nærri tæmandi listi. Breyting sem þessi kallar á kerfisbreytingu sem fyrirséð er að muni taka tíma. Þá tekur breytingin ekki gildi fyrr en 1. janúar 2022, þrátt fyrir að unnt sé að framfylgja flestum ákvæðum nú þegar, t.d. hvað varðar það að foreldrar geti samið sín á milli um greiðslu meðlags. Þá hefði jafnframt verið best að opna á möguleikann á að foreldrar gætu nú þegar samið um skipta búsetu, þó kerfisbreytingin nái ekki strax í gegn. Í stað er foreldrum gert að semja um forsjá og lögheimili skv. núgildandi reglum til þess eins að fara aftur til sýslumanns, í janúar árið 2022, til þess að semja þá um skipta búsetu. Ljóst er að umrædd breyting er mikið framfaraskref í átt að foreldrajafnrétti en vonbrigði mín eru að við stígum ekki skrefið til fulls. Lögin jafna þó ekki stöðu foreldra nema að takmörkuðu leyti, þar sem lögheimilisforeldrið mun áfram hafa yfirhöndina. Það getur hvenær sem er leitað til sýslumanns og óskað eftir því að fella samkomulagið niður og fengið þannig þá stöðu sem lögheimilisforeldrið hefur nú, þ.e. betri rétt til að taka eitt ákvarðanir varðandi barn, einkarétt á barnabótum, rétt á meðlagsgreiðslum og fl. Við þessar aðstæður er ekkert sem hitt foreldrið getur gert til þess að koma í veg fyrir það. Réttara væri því, ef óskað væri eftir niðurfellingu skiptrar búsetu, að foreldrar þyrftu að semja um nýtt fyrirkomulag við þessar aðstæður, en ekki að lögheimilisforeldrið fái sjálfkrafa betri stöðu við niðurfellingu skiptrar búsetu, því það grefur undan jafnræði foreldra. Jafnframt eru það mikil vonbrigði að ekki séu gerðar aðrar breytingar hvað varðar meðlag og meðlagsskyldu en þær að foreldrar geti samið um meðlagsgreiðslur sín á milli. Við hljótum að vilja í okkar nútímasamfélagi að tekið sé tillit til umgengni og kostnaðar við framfærslu barns við ákvörðun á meðlagi. Ef til að mynda barn dvelur jafnt hjá báðum foreldrum er ljóst að báðir foreldrar leggja jafn mikið af mörkum hvað varðar fæði og húsnæði. Einnig er algengt að börn eigi föt og aðra muni á báðum heimilum svo staðan þar er því almennt jöfn. Helst stendur út af kostnaður vegna tómstunda en algengt er að foreldrar skipti þeim kostnaði á milli sín. Ef svo er ekki, þá er ljóst að kostnaður við tómstundir jafngildir almennt ekki tvöföldu meðlagi á mánuði. Við þessar aðstæður er algengt að umgengisforeldrið sé því ekki aðeins að leggja til sinn hluta til framfærslu barnsins heldur einnig hluta af framfærslu lögheimilisforeldris og ber því mun þyngri byrðar af framfærslunni en lögheimilisforeldri. Umgengisforeldri getur þar af leiðandi leyft sér minna til kaupa fyrir börnin eða afþreyingar með börnunum heldur en lögheimilisforeldrið. Meðlagsskylda við þessar aðstæður mismunar því foreldrum. Slíkt fyrirkomulag er til þess fallið að skapa togstreitu milli foreldra sem því miður getur bitnað á barninu. Eðlilegt væri því að meðlag tæki mið af framfærslukostnaði barns og aðstæðum hverju sinni. Rétt væri að foreldri, sem krefst þess að meðlag sé ákveðið, sýni fram á að hitt foreldrið vanræki framfærsluskyldur sínar gagnvart barninu. Meðlagið tilheyrir barninu og ef foreldri sinnir ríkulegri umgengni og leggur sitt af mörkum í þágu barnsins, þá er ekki þörf á að ákvarða meðlag. Að lokum er vert að benda á, þó það sé efni í sjálfstæða grein, að mikilvægt er að skerpa á núgildandi ákvæði um sáttameðferð og framkvæmd hennar. Í dag ríkir ólíðandi ástand vegna tafa á sáttameðferð sem foreldrum er gert skylt að sæta áður en unnt er að leita úrskurðar eða höfða mál er varðar forsjá, lögheimili, umgengni, dagsektir eða aðför. Sömuleiðis er ljóst að taka þarf mið af aðstæðum við framkvæmd sáttameðferðar hverju sinni, t.d. með því að sáttameðferð fari fram með aðilum sitt í hvoru lagi þegar t.d. er um að ræða heimilisofbeldi. Brýnt er því að stíga skrefið til fulls og tryggja jafnræði foreldra sem ala börn sín upp í sameiningu hvort á sínu heimili, með því að lagfæra núgildandi löggjöf og flýta gildistöku þeirra ákvæða sem ekki er sérstakt tilefni til að fresta. Höfundur skipar 5. sæti á lista Framsóknar í Norðausturkjördæmi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Kosningar 2021 Framsóknarflokkurinn Norðausturkjördæmi Fjölskyldumál Mest lesið „Ef hún hefði haft val, hefði konan mín þá kosið að láta heilabilunina hafa sinn gang?” Ingrid Kuhlman Skoðun Er sanngjarnt að hækka virðisaukaskatt á mat og gistingu til að láta erlenda ferðamenn borga meira? Þórir Garðarsson Skoðun Heiðmörk: Gaddavír og girðingar Auður Kjartansdóttir Skoðun Vér erum úr sömu sveit Steinþór Logi Arnarsson Skoðun Réttlát leiðrétting veiðigjalda Elín Íris Fanndal Skoðun Að vera eða ekki vera – hvað er raunverulegur árangur? Ásta Kristín Sigurjónsdóttir,Inga Hlín Pálsdóttir Skoðun Stéttarkerfi Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun Hamas og átökin við Ísrael – hvað er ekki sagt upphátt? Einar G Harðarson Skoðun Halldór 24.05.2025 Halldór Tuttugu ár af röddum sem áður voru þaggaðar, og framtíðin er okkar Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Skoðun Skoðun Vér erum úr sömu sveit Steinþór Logi Arnarsson skrifar Skoðun „Ef hún hefði haft val, hefði konan mín þá kosið að láta heilabilunina hafa sinn gang?” Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Réttlát leiðrétting veiðigjalda Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Að vera eða ekki vera – hvað er raunverulegur árangur? Ásta Kristín Sigurjónsdóttir,Inga Hlín Pálsdóttir skrifar Skoðun Er sanngjarnt að hækka virðisaukaskatt á mat og gistingu til að láta erlenda ferðamenn borga meira? Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Heiðmörk: Gaddavír og girðingar Auður Kjartansdóttir skrifar Skoðun Tuttugu ár af röddum sem áður voru þaggaðar, og framtíðin er okkar Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun #blessmeta - önnur grein Guðrún Hrefna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Hvers virði er lambakjöt? Hafliði Halldórsson skrifar Skoðun Lífið er eins og konfektkassi, þú veist aldrei hvernig mola þú færð Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Þjóðareign, trú og skattar Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hamas og átökin við Ísrael – hvað er ekki sagt upphátt? Einar G Harðarson skrifar Skoðun Gjaldfrjálsar máltíðir fyrir leikskólabörn Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Næstu sólarhringar á Gaza skipta sköpum Hlynur Már Vilhjálmsson skrifar Skoðun Hvernig gengur nýjum kennurum í grunnskólakennslu? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Aðalheiður Anna Erlingsdóttir,Andri Rafn Ottesen,Maríanna Jónsdóttir Maríudóttir,Valgerður S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Huglæg réttlætiskennd og skattar á verðmætasköpun Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Loksins fær þyrlan heimili fyrir norðan Njáll Trausti Friðbertsson skrifar Skoðun Opið bréf til stjórnvalda Elín Ýr Arnar Hafdísardóttir skrifar Skoðun Við skuldum þeim að hlusta Ólafur Adolfsson skrifar Skoðun „Litla stúlkan og ruddarnir“ - Hugleiðing um stöðu Íslands á alþj.vettv. Flosi Þorgeirsson skrifar Skoðun Mikilvæg gagnrýni eða tilraun til valdayfirtöku í Sósíalistaflokknum? Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Matvælaverð hefur nær þrefaldast frá stofnun Viðskiptaráðs! Sigríður Ingibjörg Ingadóttir skrifar Skoðun Alvarleg staða í umhverfi fréttamiðla Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Stéttarkerfi Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Stöðvum Hamas. Einungis þannig getum við stöðvað hryllinginn á Gaza BIrgir Finnsson skrifar Skoðun Dagur líffræðilegrar fjölbreytni 2025 Rannveig Magnúsdóttir,Ole Sandberg,Ragnhildur Guðmundsdóttir,Rebecca Thompson,Skúli Skúlason,Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Æfingin skapar meistarann! Sigurjón Már Fox Gunnarsson skrifar Skoðun 140 sinnum líklegra að verða fyrir eldingu Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Konum í afplánun fjölgar: Með flókin áföll á bakinu Tinna Eyberg Örlygsdóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar Skoðun Traust í húfi Eyjólfur Ármannsson skrifar Sjá meira
Jöfnum stöðu foreldra sem ala börn sín upp í sameiningu hvort á sínu heimili Því ber að fagna að loks sé verið að stíga skref í þá átt að jafna stöðu foreldra, en samþykkt hefur verið frumvarp til breytingar á barnalögum þar sem megin inntakið varðar skipta búsetu barna. Frá og með 1. janúar 2022, verður unnt að semja um skipta búsetu barns/barna. Það kann að hljóma vel, enda er töluverður munur á réttarstöðu lögheimilisforeldris og umgengisforeldris í núverandi löggjöf, þrátt fyrir að um sameiginlega forsjá sé að ræða. Þessi ójafna staða foreldra í nútímasamfélagi er barns síns tíma, m.a. vegna þess að í dag er mun algengara við skilnað/sambúðarslit foreldra að börn búi til jafns hjá foreldrum sínum, svokölluð viku/viku umgengni. Það er af hinu góða svo lengi sem það fari ekki gegn hagsmunum barnsins. Slíkt fyrirkomulag krefst vissulega foreldrasamvinnu enda er slík samvinna hluti af lögbundinni forsjárskyldu foreldra/forráðamanna. Það hlýtur að vera hag barna fyrir bestu að foreldrar sem kjósa að ala börn sín upp saman á tveimur heimilum, að þau búi við sambærileg skilyrði af hálfu hins opinbera en að kerfið sé ekki að ýta undir ágreining með ójafnri stöðu. Það er til að mynda algjörlega taktlaust í nútímasamfélagi að aðeins lögheimilisforeldri hafi aðgang að upplýsingum um barn sitt á Heilsuveru, loftbrú, skattframtali og svona mætti halda áfram því, þetta er hvergi nærri tæmandi listi. Breyting sem þessi kallar á kerfisbreytingu sem fyrirséð er að muni taka tíma. Þá tekur breytingin ekki gildi fyrr en 1. janúar 2022, þrátt fyrir að unnt sé að framfylgja flestum ákvæðum nú þegar, t.d. hvað varðar það að foreldrar geti samið sín á milli um greiðslu meðlags. Þá hefði jafnframt verið best að opna á möguleikann á að foreldrar gætu nú þegar samið um skipta búsetu, þó kerfisbreytingin nái ekki strax í gegn. Í stað er foreldrum gert að semja um forsjá og lögheimili skv. núgildandi reglum til þess eins að fara aftur til sýslumanns, í janúar árið 2022, til þess að semja þá um skipta búsetu. Ljóst er að umrædd breyting er mikið framfaraskref í átt að foreldrajafnrétti en vonbrigði mín eru að við stígum ekki skrefið til fulls. Lögin jafna þó ekki stöðu foreldra nema að takmörkuðu leyti, þar sem lögheimilisforeldrið mun áfram hafa yfirhöndina. Það getur hvenær sem er leitað til sýslumanns og óskað eftir því að fella samkomulagið niður og fengið þannig þá stöðu sem lögheimilisforeldrið hefur nú, þ.e. betri rétt til að taka eitt ákvarðanir varðandi barn, einkarétt á barnabótum, rétt á meðlagsgreiðslum og fl. Við þessar aðstæður er ekkert sem hitt foreldrið getur gert til þess að koma í veg fyrir það. Réttara væri því, ef óskað væri eftir niðurfellingu skiptrar búsetu, að foreldrar þyrftu að semja um nýtt fyrirkomulag við þessar aðstæður, en ekki að lögheimilisforeldrið fái sjálfkrafa betri stöðu við niðurfellingu skiptrar búsetu, því það grefur undan jafnræði foreldra. Jafnframt eru það mikil vonbrigði að ekki séu gerðar aðrar breytingar hvað varðar meðlag og meðlagsskyldu en þær að foreldrar geti samið um meðlagsgreiðslur sín á milli. Við hljótum að vilja í okkar nútímasamfélagi að tekið sé tillit til umgengni og kostnaðar við framfærslu barns við ákvörðun á meðlagi. Ef til að mynda barn dvelur jafnt hjá báðum foreldrum er ljóst að báðir foreldrar leggja jafn mikið af mörkum hvað varðar fæði og húsnæði. Einnig er algengt að börn eigi föt og aðra muni á báðum heimilum svo staðan þar er því almennt jöfn. Helst stendur út af kostnaður vegna tómstunda en algengt er að foreldrar skipti þeim kostnaði á milli sín. Ef svo er ekki, þá er ljóst að kostnaður við tómstundir jafngildir almennt ekki tvöföldu meðlagi á mánuði. Við þessar aðstæður er algengt að umgengisforeldrið sé því ekki aðeins að leggja til sinn hluta til framfærslu barnsins heldur einnig hluta af framfærslu lögheimilisforeldris og ber því mun þyngri byrðar af framfærslunni en lögheimilisforeldri. Umgengisforeldri getur þar af leiðandi leyft sér minna til kaupa fyrir börnin eða afþreyingar með börnunum heldur en lögheimilisforeldrið. Meðlagsskylda við þessar aðstæður mismunar því foreldrum. Slíkt fyrirkomulag er til þess fallið að skapa togstreitu milli foreldra sem því miður getur bitnað á barninu. Eðlilegt væri því að meðlag tæki mið af framfærslukostnaði barns og aðstæðum hverju sinni. Rétt væri að foreldri, sem krefst þess að meðlag sé ákveðið, sýni fram á að hitt foreldrið vanræki framfærsluskyldur sínar gagnvart barninu. Meðlagið tilheyrir barninu og ef foreldri sinnir ríkulegri umgengni og leggur sitt af mörkum í þágu barnsins, þá er ekki þörf á að ákvarða meðlag. Að lokum er vert að benda á, þó það sé efni í sjálfstæða grein, að mikilvægt er að skerpa á núgildandi ákvæði um sáttameðferð og framkvæmd hennar. Í dag ríkir ólíðandi ástand vegna tafa á sáttameðferð sem foreldrum er gert skylt að sæta áður en unnt er að leita úrskurðar eða höfða mál er varðar forsjá, lögheimili, umgengni, dagsektir eða aðför. Sömuleiðis er ljóst að taka þarf mið af aðstæðum við framkvæmd sáttameðferðar hverju sinni, t.d. með því að sáttameðferð fari fram með aðilum sitt í hvoru lagi þegar t.d. er um að ræða heimilisofbeldi. Brýnt er því að stíga skrefið til fulls og tryggja jafnræði foreldra sem ala börn sín upp í sameiningu hvort á sínu heimili, með því að lagfæra núgildandi löggjöf og flýta gildistöku þeirra ákvæða sem ekki er sérstakt tilefni til að fresta. Höfundur skipar 5. sæti á lista Framsóknar í Norðausturkjördæmi.
„Ef hún hefði haft val, hefði konan mín þá kosið að láta heilabilunina hafa sinn gang?” Ingrid Kuhlman Skoðun
Er sanngjarnt að hækka virðisaukaskatt á mat og gistingu til að láta erlenda ferðamenn borga meira? Þórir Garðarsson Skoðun
Að vera eða ekki vera – hvað er raunverulegur árangur? Ásta Kristín Sigurjónsdóttir,Inga Hlín Pálsdóttir Skoðun
Skoðun „Ef hún hefði haft val, hefði konan mín þá kosið að láta heilabilunina hafa sinn gang?” Ingrid Kuhlman skrifar
Skoðun Að vera eða ekki vera – hvað er raunverulegur árangur? Ásta Kristín Sigurjónsdóttir,Inga Hlín Pálsdóttir skrifar
Skoðun Er sanngjarnt að hækka virðisaukaskatt á mat og gistingu til að láta erlenda ferðamenn borga meira? Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Tuttugu ár af röddum sem áður voru þaggaðar, og framtíðin er okkar Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar
Skoðun Lífið er eins og konfektkassi, þú veist aldrei hvernig mola þú færð Elín Íris Fanndal skrifar
Skoðun Hvernig gengur nýjum kennurum í grunnskólakennslu? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Aðalheiður Anna Erlingsdóttir,Andri Rafn Ottesen,Maríanna Jónsdóttir Maríudóttir,Valgerður S. Bjarnadóttir skrifar
Skoðun „Litla stúlkan og ruddarnir“ - Hugleiðing um stöðu Íslands á alþj.vettv. Flosi Þorgeirsson skrifar
Skoðun Mikilvæg gagnrýni eða tilraun til valdayfirtöku í Sósíalistaflokknum? Ása Lind Finnbogadóttir skrifar
Skoðun Matvælaverð hefur nær þrefaldast frá stofnun Viðskiptaráðs! Sigríður Ingibjörg Ingadóttir skrifar
Skoðun Dagur líffræðilegrar fjölbreytni 2025 Rannveig Magnúsdóttir,Ole Sandberg,Ragnhildur Guðmundsdóttir,Rebecca Thompson,Skúli Skúlason,Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir skrifar
Skoðun Konum í afplánun fjölgar: Með flókin áföll á bakinu Tinna Eyberg Örlygsdóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar
„Ef hún hefði haft val, hefði konan mín þá kosið að láta heilabilunina hafa sinn gang?” Ingrid Kuhlman Skoðun
Er sanngjarnt að hækka virðisaukaskatt á mat og gistingu til að láta erlenda ferðamenn borga meira? Þórir Garðarsson Skoðun
Að vera eða ekki vera – hvað er raunverulegur árangur? Ásta Kristín Sigurjónsdóttir,Inga Hlín Pálsdóttir Skoðun