Fær að kjósa aftur með eiginmanninn sér til fulltingis Þorgils Jónsson skrifar 21. september 2021 20:17 Ellý Katrín Guðmundsdóttir og Magnús Karl Magnússon fá að snúa aftur á kjörstað þar sem Magnús fær að aðstoða Ellý við að greiða atkvæði. Vísir/Egill Ellý Katrín Guðmundsdóttir, sem fjallað var um í frétt Vísis fyrr í dag, getur farið aftur og kosið utan kjörfundar með eiginmann sinn, Magnús Karl Magnússon sér til fulltingis. Þetta segir Sigríður Kristinsdóttir, sýslumaðurinn á höfuðborgarsvæðinu, í samtali við RÚV, en þau hjónin voru afar ósátt við að kjörstjóri hafi ekki leyft Magnúsi að aðstoða Ellý, sem greindist með Alzheimer árið 2016, í kjörklefanum í gær. Ef kosið er utan kjörfundar er hægt að fara aftur og greiða atkvæði og ógildist þá hið fyrra. Magnús segir í samtali við Vísi nú í kvöld að sýslumaður hafi haft samband við þau hjónin í dag og staðfest þetta. „Hún hringdi í mig bara rétt áður en ég fór inn á málþing Alzheimersamtakanna, sem var í dag í tilefni alþjóðlega Alzheimerdagsins. Við áttum mjög gott samtal og ég met það mikils hvað hún brást fljótt við. Það er ljóst að þarna urðu mistök í framkvæmd, en hún bað okkur sérstaklega um að fara aftur og að þetta myndi ekki endurtaka sig.“ Magnús bæti því við að þau væru afar sátt við þessi viðbrögð frá sýslumanni, en mikilvægt væri að fólk í þeirra stöðu átti sig á rétti sínum. „Við erum ekki í stríði gegn kjörstjórn og skiljum vel að fólk misskilji eitthvað sökum vanþekkingar. Ég vonast til að þetta verði almenn skilaboð til kjörstjórna, sérstaklega á kjördag, að vel verði tekið á móti þessum hópi og öðrum sambærilegum.“ Þau hjónin ætli að fara aftur á kjörstað og vænti ekki annars en að fá þar góðar móttökur. Hjónin voru ósátt við að kjörstjóri á kjörstað í gær hafi túlkað kosningalög of þröngt og endað á því að aðstoða Ellý sjálfur, sem hjónunum þótti brjóta gegn kosningaleynd. Alþingiskosningar 2021 Heilbrigðismál Mest lesið Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Innlent Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Innlent Neitar að segja ef sér þrátt fyrir hávær áköll Erlent „Ég er ekkert búin að læra“ Innlent Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Innlent Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Kolefnisgjald hækkað en um minna en til stóð Innlent Hér eru „þessar elskur“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Innlent Fleiri fréttir Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Kolefnisgjald hækkað en um minna en til stóð „Ég er ekkert búin að læra“ Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Rýnt í kannanir og tendrun jólatrés í Hafnarfirði Alma verði heilbrigðisráðherra í stjórn Kristrúnar Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Hér eru „þessar elskur“ Hærra kolefnisgjald og minna til nýja Landspítalans vegna frestunar kílómetragjalds Fjárlögin áfram rædd í dag og styttist í þinglok Bein útsending: Frambjóðendur tala við nemendur Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Færa til fjármuni til þess að bæta aðstöðu á bráðamóttöku Brenna líkin á nóttunni Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Sjá meira
Þetta segir Sigríður Kristinsdóttir, sýslumaðurinn á höfuðborgarsvæðinu, í samtali við RÚV, en þau hjónin voru afar ósátt við að kjörstjóri hafi ekki leyft Magnúsi að aðstoða Ellý, sem greindist með Alzheimer árið 2016, í kjörklefanum í gær. Ef kosið er utan kjörfundar er hægt að fara aftur og greiða atkvæði og ógildist þá hið fyrra. Magnús segir í samtali við Vísi nú í kvöld að sýslumaður hafi haft samband við þau hjónin í dag og staðfest þetta. „Hún hringdi í mig bara rétt áður en ég fór inn á málþing Alzheimersamtakanna, sem var í dag í tilefni alþjóðlega Alzheimerdagsins. Við áttum mjög gott samtal og ég met það mikils hvað hún brást fljótt við. Það er ljóst að þarna urðu mistök í framkvæmd, en hún bað okkur sérstaklega um að fara aftur og að þetta myndi ekki endurtaka sig.“ Magnús bæti því við að þau væru afar sátt við þessi viðbrögð frá sýslumanni, en mikilvægt væri að fólk í þeirra stöðu átti sig á rétti sínum. „Við erum ekki í stríði gegn kjörstjórn og skiljum vel að fólk misskilji eitthvað sökum vanþekkingar. Ég vonast til að þetta verði almenn skilaboð til kjörstjórna, sérstaklega á kjördag, að vel verði tekið á móti þessum hópi og öðrum sambærilegum.“ Þau hjónin ætli að fara aftur á kjörstað og vænti ekki annars en að fá þar góðar móttökur. Hjónin voru ósátt við að kjörstjóri á kjörstað í gær hafi túlkað kosningalög of þröngt og endað á því að aðstoða Ellý sjálfur, sem hjónunum þótti brjóta gegn kosningaleynd.
Alþingiskosningar 2021 Heilbrigðismál Mest lesið Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Innlent Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Innlent Neitar að segja ef sér þrátt fyrir hávær áköll Erlent „Ég er ekkert búin að læra“ Innlent Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Innlent Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Kolefnisgjald hækkað en um minna en til stóð Innlent Hér eru „þessar elskur“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Innlent Fleiri fréttir Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Kolefnisgjald hækkað en um minna en til stóð „Ég er ekkert búin að læra“ Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Rýnt í kannanir og tendrun jólatrés í Hafnarfirði Alma verði heilbrigðisráðherra í stjórn Kristrúnar Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Hér eru „þessar elskur“ Hærra kolefnisgjald og minna til nýja Landspítalans vegna frestunar kílómetragjalds Fjárlögin áfram rædd í dag og styttist í þinglok Bein útsending: Frambjóðendur tala við nemendur Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Færa til fjármuni til þess að bæta aðstöðu á bráðamóttöku Brenna líkin á nóttunni Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Sjá meira