Fær að kjósa aftur með eiginmanninn sér til fulltingis Þorgils Jónsson skrifar 21. september 2021 20:17 Ellý Katrín Guðmundsdóttir og Magnús Karl Magnússon fá að snúa aftur á kjörstað þar sem Magnús fær að aðstoða Ellý við að greiða atkvæði. Vísir/Egill Ellý Katrín Guðmundsdóttir, sem fjallað var um í frétt Vísis fyrr í dag, getur farið aftur og kosið utan kjörfundar með eiginmann sinn, Magnús Karl Magnússon sér til fulltingis. Þetta segir Sigríður Kristinsdóttir, sýslumaðurinn á höfuðborgarsvæðinu, í samtali við RÚV, en þau hjónin voru afar ósátt við að kjörstjóri hafi ekki leyft Magnúsi að aðstoða Ellý, sem greindist með Alzheimer árið 2016, í kjörklefanum í gær. Ef kosið er utan kjörfundar er hægt að fara aftur og greiða atkvæði og ógildist þá hið fyrra. Magnús segir í samtali við Vísi nú í kvöld að sýslumaður hafi haft samband við þau hjónin í dag og staðfest þetta. „Hún hringdi í mig bara rétt áður en ég fór inn á málþing Alzheimersamtakanna, sem var í dag í tilefni alþjóðlega Alzheimerdagsins. Við áttum mjög gott samtal og ég met það mikils hvað hún brást fljótt við. Það er ljóst að þarna urðu mistök í framkvæmd, en hún bað okkur sérstaklega um að fara aftur og að þetta myndi ekki endurtaka sig.“ Magnús bæti því við að þau væru afar sátt við þessi viðbrögð frá sýslumanni, en mikilvægt væri að fólk í þeirra stöðu átti sig á rétti sínum. „Við erum ekki í stríði gegn kjörstjórn og skiljum vel að fólk misskilji eitthvað sökum vanþekkingar. Ég vonast til að þetta verði almenn skilaboð til kjörstjórna, sérstaklega á kjördag, að vel verði tekið á móti þessum hópi og öðrum sambærilegum.“ Þau hjónin ætli að fara aftur á kjörstað og vænti ekki annars en að fá þar góðar móttökur. Hjónin voru ósátt við að kjörstjóri á kjörstað í gær hafi túlkað kosningalög of þröngt og endað á því að aðstoða Ellý sjálfur, sem hjónunum þótti brjóta gegn kosningaleynd. Alþingiskosningar 2021 Heilbrigðismál Mest lesið „Hann var mjög heppinn, hann hefði getað dáið“ Innlent Best að sleppa áfenginu alveg Innlent Búðarhnupl aukist um sjötíu prósent Innlent Starfsmenn sendiráðsins í Moskvu hafi verið áreittir Innlent Ingibjörg æf vegna bókunar meirihlutans í borginni Innlent Svara fyrir hylmingu í einu stærsta þjófnaðarmáli Íslandssögunnar Innlent Fjársöfnunin á borð lögreglu í enn eitt skiptið Innlent Mál Breiðholtsskóla á borði menntamálaráðherra Innlent Reyndu að þvinga mann til að taka úr hraðbanka Innlent Síðasti rampurinn vígður við Háskóla Íslands í dag Innlent Fleiri fréttir „Hann var mjög heppinn, hann hefði getað dáið“ Búðarhnupl aukist um sjötíu prósent Starfsmenn sendiráðsins í Moskvu hafi verið áreittir Um tíu milljónir söfnuðust fyrir íbúa Gasa Best að sleppa áfenginu alveg Síðasti rampurinn vígður við Háskóla Íslands í dag Kennir dýrum að vera róleg í sínu eigin umhverfi Mál Breiðholtsskóla á borði menntamálaráðherra Segir fangageymslur ekki viðeigandi vistunarstað fyrir börn Stóraukið búðarhnupl, fjölgun í haldi og aldamótagoð í beinni Einn slasaðist þegar öryggi fór af hjá Norðuráli Reyndu að þvinga mann til að taka úr hraðbanka Fimmti úrskurðaður í varðhald Fagnar að stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd skoði byrlunarmálið Egill Heiðar ráðinn Borgarleikhússtjóri Ingibjörg æf vegna bókunar meirihlutans í borginni Vísa ummælum á bug og telja upp aðgerðir Fara fram á gæsluvarðhald yfir þeim fjórða Byggðajöfnunarmál að fækka sýslumönnum Lax slapp úr sjókví fyrir austan Segir samningsviljann hjá leikfélaginu engan „Geri ráð fyrir að þetta séu ummæli sem féllu í hita leiksins“ Býður út næstsíðasta áfanga vegagerðar í Gufudalssveit Fjársöfnunin á borð lögreglu í enn eitt skiptið Dregur ummælin til baka og biðst afsökunar Hafi gert ýmislegt til að bæta stöðuna í Breiðholti Byrlunarmálið og ofbeldi í Breiðholti Segir ummæli Ásthildar Lóu ekki samræmast stöðu hennar Almennt á móti rekstri spilakassa en tryggja þurfi fjármögnun Vilja vita hvort Jón Gunnarsson hafi brotið siðareglur þingmanna Sjá meira
Þetta segir Sigríður Kristinsdóttir, sýslumaðurinn á höfuðborgarsvæðinu, í samtali við RÚV, en þau hjónin voru afar ósátt við að kjörstjóri hafi ekki leyft Magnúsi að aðstoða Ellý, sem greindist með Alzheimer árið 2016, í kjörklefanum í gær. Ef kosið er utan kjörfundar er hægt að fara aftur og greiða atkvæði og ógildist þá hið fyrra. Magnús segir í samtali við Vísi nú í kvöld að sýslumaður hafi haft samband við þau hjónin í dag og staðfest þetta. „Hún hringdi í mig bara rétt áður en ég fór inn á málþing Alzheimersamtakanna, sem var í dag í tilefni alþjóðlega Alzheimerdagsins. Við áttum mjög gott samtal og ég met það mikils hvað hún brást fljótt við. Það er ljóst að þarna urðu mistök í framkvæmd, en hún bað okkur sérstaklega um að fara aftur og að þetta myndi ekki endurtaka sig.“ Magnús bæti því við að þau væru afar sátt við þessi viðbrögð frá sýslumanni, en mikilvægt væri að fólk í þeirra stöðu átti sig á rétti sínum. „Við erum ekki í stríði gegn kjörstjórn og skiljum vel að fólk misskilji eitthvað sökum vanþekkingar. Ég vonast til að þetta verði almenn skilaboð til kjörstjórna, sérstaklega á kjördag, að vel verði tekið á móti þessum hópi og öðrum sambærilegum.“ Þau hjónin ætli að fara aftur á kjörstað og vænti ekki annars en að fá þar góðar móttökur. Hjónin voru ósátt við að kjörstjóri á kjörstað í gær hafi túlkað kosningalög of þröngt og endað á því að aðstoða Ellý sjálfur, sem hjónunum þótti brjóta gegn kosningaleynd.
Alþingiskosningar 2021 Heilbrigðismál Mest lesið „Hann var mjög heppinn, hann hefði getað dáið“ Innlent Best að sleppa áfenginu alveg Innlent Búðarhnupl aukist um sjötíu prósent Innlent Starfsmenn sendiráðsins í Moskvu hafi verið áreittir Innlent Ingibjörg æf vegna bókunar meirihlutans í borginni Innlent Svara fyrir hylmingu í einu stærsta þjófnaðarmáli Íslandssögunnar Innlent Fjársöfnunin á borð lögreglu í enn eitt skiptið Innlent Mál Breiðholtsskóla á borði menntamálaráðherra Innlent Reyndu að þvinga mann til að taka úr hraðbanka Innlent Síðasti rampurinn vígður við Háskóla Íslands í dag Innlent Fleiri fréttir „Hann var mjög heppinn, hann hefði getað dáið“ Búðarhnupl aukist um sjötíu prósent Starfsmenn sendiráðsins í Moskvu hafi verið áreittir Um tíu milljónir söfnuðust fyrir íbúa Gasa Best að sleppa áfenginu alveg Síðasti rampurinn vígður við Háskóla Íslands í dag Kennir dýrum að vera róleg í sínu eigin umhverfi Mál Breiðholtsskóla á borði menntamálaráðherra Segir fangageymslur ekki viðeigandi vistunarstað fyrir börn Stóraukið búðarhnupl, fjölgun í haldi og aldamótagoð í beinni Einn slasaðist þegar öryggi fór af hjá Norðuráli Reyndu að þvinga mann til að taka úr hraðbanka Fimmti úrskurðaður í varðhald Fagnar að stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd skoði byrlunarmálið Egill Heiðar ráðinn Borgarleikhússtjóri Ingibjörg æf vegna bókunar meirihlutans í borginni Vísa ummælum á bug og telja upp aðgerðir Fara fram á gæsluvarðhald yfir þeim fjórða Byggðajöfnunarmál að fækka sýslumönnum Lax slapp úr sjókví fyrir austan Segir samningsviljann hjá leikfélaginu engan „Geri ráð fyrir að þetta séu ummæli sem féllu í hita leiksins“ Býður út næstsíðasta áfanga vegagerðar í Gufudalssveit Fjársöfnunin á borð lögreglu í enn eitt skiptið Dregur ummælin til baka og biðst afsökunar Hafi gert ýmislegt til að bæta stöðuna í Breiðholti Byrlunarmálið og ofbeldi í Breiðholti Segir ummæli Ásthildar Lóu ekki samræmast stöðu hennar Almennt á móti rekstri spilakassa en tryggja þurfi fjármögnun Vilja vita hvort Jón Gunnarsson hafi brotið siðareglur þingmanna Sjá meira