Viðreisn er auðvaldsflokkur Jökull Sólberg skrifar 21. september 2021 16:00 Á blaðamannafundi boðaði Viðreisn lægri ríkisskuldir og lægra vaxtabil með tengingu við evru - vaxtabil sem hefur þó minnkað síðustu ár samhliða vaxtalækkunum Seðlabanka. Þau vilja skerða tekjur einkageira með því að tjóðra enn frekar ríkisfjármálin. Skatturinn býr til hringrás af tekjum frá einkageira til ríkisins og svo aftur til einkageira og heimila — hringrás sem stuðlar að jöfnuði, því meiri sem sú hringrás er því öflugri er leitnin til jöfnuðar ef þessu kerfi er beitt rétt. Viðreisn vill minnka þetta flæði niður í litla sprænu sem mun aldrei nægja til að halda aftur af auknum ójöfnuði. Viðreisn segist með þessu hækka ráðstöfunartekjur vísitöluheimilis með því að lækka vexti þannig að vaxtagreiðslur af lánum lækki og þannig myndist aukið svigrúm hjá skuldurum. Þetta gagnast auðvitað bara þeim heimilum sem komast í gegnum greiðslumat, einskonar þjónkun við þann hluta fólks á þessu tekjubili sem þarf til að komast í gegnum greiðslumat og fá lán. Hinir, t.d. þeir sem þurfa félagslegar húnsæðislausnir, sem er stækkandi hópur, og þeir sem eru klemmdir á stjórnlausum og grimmum leigumarkaði fá ekki að vera með í þessari vaxtaveislu. Gallarnir á þessari lausn Viðreisnar eru talsverðir. Hin hliðin á lágvaxtaumhverfinu er lág eða jafnvel neikvæð ávöxtun sparifjár og innistæðna. Þýska ríkið fær greidda milljarða evra á hverju ári frá sparifjáreigendum fyrir það eitt að bjóða þeim skjól fyrir sparifé - einskonar hvati til að eyða fjármunum eða refsing fyrir að gera það ekki. Í því vaxtaumhverfi sem Viðreisn boðar fær maður ekki greitt fyrir að spara heldur snýst þetta við þegar vextir fara niðurfyrir núllið. Þegar Viðreisn reiknar ábata heimila gleyma þau að draga frá tekjurnar sem koma til heimila í formi lífeyrissparnaðar og annara vaxtatekna. Þá lítur dæmið ekki lengur svo vel út. Annað sem Viðreisn skautar framhjá er að það er einfaldlega ekki raunhæft að taka upp sambærilega myntstefnu og t.d. Danir sem binda sinn gjaldmiðil við evru. Danir komust inn í sinn samning þegar evran var stofnuð og þjóðin hafnaði evrunni í atkvæðagreiðslu. Þá var brugðið á það ráð, til að láta framgang evrunnar líta vel út, að evrópski seðlabankinn fengi að dulbúa dönsku krónuna sem evru og verja hana með tvíhliða samningi. Slíkur samningur er ekki í boði fyrir Íslandi. En það sem meira er, slík peningastefna hentar ekki endilega Íslandi sem hefur sveiflukenndari útflutning og ytri geira. Þriðja atriðið sem Viðreisn gleymir er tilhneiging vaxtalækkana til að hækka eignaverð. Eignaverð, þ.á.m. verð fasteigna, hækkaði gríðarlega eftir hrun þegar vextir voru lækkaðir, og sömuleiðis fengum við að finna fyrir því á Íslandi að vaxtalækkanir í covid eru tvíeggjað sverð. Fasteignaverð hækkaði einna mest í heiminum hér á landi í covid sem aftur eykur byrðina á lántaka og hækkar þröskuldinn fyrir ungt fólk og aðra sem hyggjast komast í eigið húsnæði. Leiðin til að hækka ráðstöfunartekjur heimila eru vel þekktar og þær ganga ekki út á tjóðrun peningastefnunnar og ríkisfjármála. Á þessum kolli eru þrír fætur: uppbygging fjölbreyttra afmarkaðsvæddra húsnæðislausna, umfangsmeiri gjaldfrjáls grunnþjónusta og öflugra skattkerfi sem vindur ofan af fátækt og ójöfnuði. Auðvaldsflokkar eins og Viðreisn tikka ekki í nein svona box. Leiðin í evru væri innganga í ESB. Það er ekki salur fyrir því í dag. Lausnin er ekki að láta eins og evran fáist bakdyramegin og benda hingað og þangað á þjóðir sem líkjast Íslandi ekki neitt. Þetta eru bæði aum og ótrúverðug loforð. Höfundur er frambjóðandi Sósíalistaflokksins og forritari. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Kosningar 2021 Sósíalistaflokkurinn Jökull Sólberg Mest lesið Inngilding – nýyrði sem enginn skilur? Miriam Petra Ómarsdóttir Awad Skoðun Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Skoðun Að sætta sig við brot á samkomulagi eða ekki Jón Ágúst Eyjólfsson Skoðun Vantar fleiri lyftara í heilbrigðiskerfið? Ragna Sigurðardóttir Skoðun Geðheilbrigðismál og landsbyggðin Eydís Ásbjörnsdóttir Skoðun Er píparinn þinn skattsvikari? Kristinn Karl Brynjarsson Skoðun Kæra unga móðir Jóna Þórey Pétursdóttir Skoðun Kosningar og ,ehf gatið‘ Róbert Farestveit Skoðun Rekin út fyrir að vera kennari Álfhildur Leifsdóttir Skoðun Verði þitt val, svo á jörðu sem á himni Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Vantar fleiri lyftara í heilbrigðiskerfið? Ragna Sigurðardóttir skrifar Skoðun Inngilding – nýyrði sem enginn skilur? Miriam Petra Ómarsdóttir Awad skrifar Skoðun Að sætta sig við brot á samkomulagi eða ekki Jón Ágúst Eyjólfsson skrifar Skoðun Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skrifar Skoðun Geðheilbrigðismál og landsbyggðin Eydís Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Er píparinn þinn skattsvikari? Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Frelsi til að búa þar sem þú vilt Sæunn Gísladóttir skrifar Skoðun Kosningar og ,ehf gatið‘ Róbert Farestveit skrifar Skoðun Grípum tækifærin og sköpum bjartari framtíð Ísak Leon Júlíusson skrifar Skoðun Kæra unga móðir Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar Skoðun Niðurskurðarhnífnum beitt á skólana Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Verði þitt val, svo á jörðu sem á himni Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Öryggis annarra vegna… Ingunn Björnsdóttir skrifar Skoðun Verðmæti leikskólans Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Íslenskur landbúnaður er ekki aðeins arfleifð heldur líka framtíð okkar Íslendinga Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Vítahringur ofbeldis og áfalla Paola Cardenas skrifar Skoðun Heilbrigð sál í hraustum líkama Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Að segja bara eitthvað Hulda María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Litlu fyrirtækin – kerfishyggja og skattlagning Eiríkur S. Svavarsson skrifar Skoðun „Þörfin fyrir nýtt upphaf: Af hverju hrista þarf upp í stjórnmálum“ Sigurður Hólmar Jóhannesson skrifar Skoðun Reiknileikni Sambandsins Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Vegurinn heim Tinna Rún Snorradóttir skrifar Skoðun Framsókn setur heimilin í fyrsta sæti Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Allt mannanna verk - orkuöryggi á Íslandi Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Hvert er planið? Þorleifur Hallbjörn Ingólfsson skrifar Skoðun Íslenskan heldur velli Stefán Atli Rúnarsson,Jóhann F K Arinbjarnarson skrifar Skoðun Einstaklingur á undir högg að sækja í dómsmáli við hinn sterka Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Ný gömul menntastefna Thelma Rut Haukdal Magnúsdóttir skrifar Skoðun Krafa um árangur í atvinnu- og samgöngumálum Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Viðreisn fjölskyldunnar Heiða Ingimarsdóttir skrifar Sjá meira
Á blaðamannafundi boðaði Viðreisn lægri ríkisskuldir og lægra vaxtabil með tengingu við evru - vaxtabil sem hefur þó minnkað síðustu ár samhliða vaxtalækkunum Seðlabanka. Þau vilja skerða tekjur einkageira með því að tjóðra enn frekar ríkisfjármálin. Skatturinn býr til hringrás af tekjum frá einkageira til ríkisins og svo aftur til einkageira og heimila — hringrás sem stuðlar að jöfnuði, því meiri sem sú hringrás er því öflugri er leitnin til jöfnuðar ef þessu kerfi er beitt rétt. Viðreisn vill minnka þetta flæði niður í litla sprænu sem mun aldrei nægja til að halda aftur af auknum ójöfnuði. Viðreisn segist með þessu hækka ráðstöfunartekjur vísitöluheimilis með því að lækka vexti þannig að vaxtagreiðslur af lánum lækki og þannig myndist aukið svigrúm hjá skuldurum. Þetta gagnast auðvitað bara þeim heimilum sem komast í gegnum greiðslumat, einskonar þjónkun við þann hluta fólks á þessu tekjubili sem þarf til að komast í gegnum greiðslumat og fá lán. Hinir, t.d. þeir sem þurfa félagslegar húnsæðislausnir, sem er stækkandi hópur, og þeir sem eru klemmdir á stjórnlausum og grimmum leigumarkaði fá ekki að vera með í þessari vaxtaveislu. Gallarnir á þessari lausn Viðreisnar eru talsverðir. Hin hliðin á lágvaxtaumhverfinu er lág eða jafnvel neikvæð ávöxtun sparifjár og innistæðna. Þýska ríkið fær greidda milljarða evra á hverju ári frá sparifjáreigendum fyrir það eitt að bjóða þeim skjól fyrir sparifé - einskonar hvati til að eyða fjármunum eða refsing fyrir að gera það ekki. Í því vaxtaumhverfi sem Viðreisn boðar fær maður ekki greitt fyrir að spara heldur snýst þetta við þegar vextir fara niðurfyrir núllið. Þegar Viðreisn reiknar ábata heimila gleyma þau að draga frá tekjurnar sem koma til heimila í formi lífeyrissparnaðar og annara vaxtatekna. Þá lítur dæmið ekki lengur svo vel út. Annað sem Viðreisn skautar framhjá er að það er einfaldlega ekki raunhæft að taka upp sambærilega myntstefnu og t.d. Danir sem binda sinn gjaldmiðil við evru. Danir komust inn í sinn samning þegar evran var stofnuð og þjóðin hafnaði evrunni í atkvæðagreiðslu. Þá var brugðið á það ráð, til að láta framgang evrunnar líta vel út, að evrópski seðlabankinn fengi að dulbúa dönsku krónuna sem evru og verja hana með tvíhliða samningi. Slíkur samningur er ekki í boði fyrir Íslandi. En það sem meira er, slík peningastefna hentar ekki endilega Íslandi sem hefur sveiflukenndari útflutning og ytri geira. Þriðja atriðið sem Viðreisn gleymir er tilhneiging vaxtalækkana til að hækka eignaverð. Eignaverð, þ.á.m. verð fasteigna, hækkaði gríðarlega eftir hrun þegar vextir voru lækkaðir, og sömuleiðis fengum við að finna fyrir því á Íslandi að vaxtalækkanir í covid eru tvíeggjað sverð. Fasteignaverð hækkaði einna mest í heiminum hér á landi í covid sem aftur eykur byrðina á lántaka og hækkar þröskuldinn fyrir ungt fólk og aðra sem hyggjast komast í eigið húsnæði. Leiðin til að hækka ráðstöfunartekjur heimila eru vel þekktar og þær ganga ekki út á tjóðrun peningastefnunnar og ríkisfjármála. Á þessum kolli eru þrír fætur: uppbygging fjölbreyttra afmarkaðsvæddra húsnæðislausna, umfangsmeiri gjaldfrjáls grunnþjónusta og öflugra skattkerfi sem vindur ofan af fátækt og ójöfnuði. Auðvaldsflokkar eins og Viðreisn tikka ekki í nein svona box. Leiðin í evru væri innganga í ESB. Það er ekki salur fyrir því í dag. Lausnin er ekki að láta eins og evran fáist bakdyramegin og benda hingað og þangað á þjóðir sem líkjast Íslandi ekki neitt. Þetta eru bæði aum og ótrúverðug loforð. Höfundur er frambjóðandi Sósíalistaflokksins og forritari.
Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Skoðun
Skoðun Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skrifar
Skoðun Íslenskur landbúnaður er ekki aðeins arfleifð heldur líka framtíð okkar Íslendinga Halla Hrund Logadóttir skrifar
Skoðun „Þörfin fyrir nýtt upphaf: Af hverju hrista þarf upp í stjórnmálum“ Sigurður Hólmar Jóhannesson skrifar
Skoðun Einstaklingur á undir högg að sækja í dómsmáli við hinn sterka Jörgen Ingimar Hansson skrifar
Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Skoðun