Hvers vegna ekki Pírata? Þór Saari skrifar 21. september 2021 15:01 Píratar eru, utan Sósíalistaflokksins, eini flokkurinn í framboði sem vill raunverulegar og róttækar kerfisbreytingar á íslensku stjórnmálaumhverfi. Flokkurinn er í grunninn upprunninn í Píratarhreyfingum í Evrópu, semi-anarkískum hreyfingum fólks sem var jaðarsett pólitískt. Skipulag Pírata hér á landi byggir svo í grunninn á hugmyndafræði Borgarhreyfingarinnar/Hreyfingarinnar með mikilli valddreifingu, engum formanni, því að afnema stofnanavæðingu stjórnmálaflokka og að hafna skiptingu stjórnmálanna í vinstri og hægri sem einhverjum megin pólum í stjórnmálum. Píratar eru einnig í hjarta sínu lýðræðissinnar og gagnrýnir og kaupa ekkert eins og það kemur af kúnni, eins og sagt er. Það hefur að mörgu leiti verið aðdáunarvert að fylgjast með þeim á Alþingi enda eru þeir eini flokkurinn sem hefur veitt pólitísku yfirstéttinni, a.k.a. Fjórflokknum (sem nú telur að vísu sex) aðhald svo að einhverju nemur. Það er frekar erfitt hlutverk að vera í, að gagnrýna „Kansellíið“ innan frá, sitjandi við hliðina á því alla daga, án þess að einfaldlega gefast upp, enda ekki beint gott fyrir móralinn á vinnustaðnum. En þegar samansúrruð pólitísk yfirstétt á Alþinig lítur á sig sem heildarmengið „við,“ gegn „þeim“ sem eru fyrir utan Alþingishúsið, sem eru almenningur, þá bara er ekki hægt annað en að halda áfram. Á sínum tíma var hart lagt að okkur í Borgarahreyfingunni/Hreyfingunni að „spila með“ og „vera hluti af“ „Kansellíinu“ en við stóðum ætíð gegn því. Píratar hafa náð að fylgja þeirri hugmyndafræði sem er vel, enda hefur samansúrraða jábræðralagið á Alþingi gert það að verkum að löggjafaravaldið er stórlega laskað og í raun bæði stjórnlaust og áhrifalaust gagnvart framkvæmdavaldinu. Þetta hafa Píratar verið óþreytandi að benda á. Píratar eru sannur „kerfisbreytingaflokkur“ en þó aðeins upp að vissu marki og þeir hafa haldið áfram með þá orðræðu eins og Hreyfingin gerði, að hafna vinstri/hægri og meirihluta/minnihluta stjórnmálum sem steingeldum og lýsa sig hafna yfir þau pólaríseruðu átök. Það hefur gert málflutning þeirra áhugaverðan og hann hefur rist djúpt í hið hefðbundna pólitíska litróf, valdið usla og umtali og pirrað „Kansellíið“ svo um munar. Þeir hafa líka verið varðhundar lýðræðis og mannréttinda og nútímalegrar hugsunar þegar kemur að starfsemi og starfsháttum stjórnmálaflokka og þess umhverfis sem þeir starfa í. Þeir hafa hins vegar fallið í þann pitt Francis Fukuyama um að við fall kommúnismans hefðu orðið til einhvers konar „endalok sögunnar“ hvað varðar hugmyndafræðilegan grunn stjórnmálanna, þ.e. að hefðbundinni baráttu milli „hægri“ og „vinstri“ hugmyndafræði væri lokið. Hugmyndir Fukuyama fengu að sjálfsögðu byr undir báða vængi frá stjórnmálum nýfrjálshyggjunnar og á þær hefur verið keyrt í um þrjátíu ár. Nýfrjálshyggjan er hins vegar gjaldþrota og komin á öskuhaug sögunnar sem nothæf hugmyndafræði fyrir mannvænt samfélag og verður þar áfram. Þetta hefur gert það að verkum að Pírata skortir það sem má kalla „alvöru“ pólitíska hugmyndafræði, sem grundvallast á hverjar eru grunnþarfir fólks og samfélaganna sem það býr í. Sá bútasaumur tæknilausna sem þeir hafa aðhyllast nær aðeins svo langt og afleiðingarnar eru ekki alltaf uppi á borðinu. Sem dæmi má taka Über akstursþjónustuna sem þeir hafa talað fyrir, en virðast ekki gera sér grein fyrir að hún býr til stétt „harkara,“ einhvers konar verktaka sem eiga að keyra þá hvert sem þeir vilja á sem lægstum launum. Þetta gera þeir í nafni „frelsis eintaklingsins“ sem á að starfa við það sem hann „vill“ en rökvillan er alltaf sú sama, viðkomandi starfar við þetta vegna þess að annað er ekki í boði. „Hark hagkerfið“ er nefnilega ekki sérlega manneskjuvænt þótt í sumum og þá fáum tilfellum, geti það hentað einhverjum. Það var einmitt reynslan af hark hagkerfi þess tíma, þegar verkafólk var kúgað af vinnuveitendum, sem gerði það að verkum að til urðu stéttafélög sem náðu að bæta kjörin og verja hagsmuni hina vinnandi. Frjálslyndis hugsunin sem hefur einkennt Pírata hefur einnig gert þá handgengna markaðshagkerfinu. Kerfi sem á ýmsan hátt getur reynst vel, en getur aldrei sinnt þeim þörfum sem manneskjulegt samfélag þarf á að halda. Sú hugsun að þetta sé ágætis kerfi sem þurfi aðeins að stilla betur af með tæknilegum útfærslum gengur ekki upp, vegna þess að kerfið er í eðli sínu dýnamískt á þann hátt að það býr sjálfvirkt til auðsöfnun á hendur fárra, sem gerir hag hinna mörgu miklu mun verri. Það er sú innbyggða dýnamík sem þarf að stöðva og þar kemur ekkert í staðinn fyrir alvöru hugmyndafræði, handvirkar aðferðir gegnum skattkerfi, skattaeftirlit og viðurlög við brotum. Þetta sama kerfi hefur líka náð að gjörspilla stjórnmálunum og það þarf ekki langa yfirferð yfir sviðið til að sjá að það eru auðmenn en ekki kjósendur sem toga í flesta þá spotta sem stjórnmálin dansa eftir. Píratar eru hins vegar, svo það sé aftur sagt, kerfisbreytingaflokkur sem gerir sér grein fyrir mörgum af þeim kvillum sem hrjá íslenskt samfélag. Þeir eru líka full meðvitaðir um að til að ná fram raunverulegum breytingum sem færa í alvörunni valdið til fólksins, þarf að lögfesta nýju stjórnarskrána sem Stjórnlagaráð skilaði af sér árið þann 29. júlí 2011 og fór svo í þjóðaratkvæðagreiðslu og var samþykkt með yfirgnæfandi meirihluta (2/3) þann 20. október 2012. Píratar hafa líka látið meira til sín taka varðandi almenn mannrréttindi fólks og tekið afgerandi afstöðu með hagsmunum almennings í fjölmörgum málum svo sem varðandi heilbrigðismál, velferðarmál, menntamál og vinnumarkaðsmál, svo fátt eitt sé nefnt og verið óþreytandi að benda á ágalla í stjórnsýslu og stjórnskipan. Þetta gerir það að verkum að þeir væru vel til þess fallnir að vera hluti af þeim breytingum sem framundan eru og þurfa að verða á samfélaginu okkar. Þær breytingar verða hins vegar að vera vel hugmyndafræðilega ígrundaðar og byggja á góðum grunni og þekktum aðferðum. Þar breytingar væri betra að eftirláta öðrum að leiða, en þeir ættu þó að vera með í. Höfundur er hagfræðingur og skipar annað sætið á lista Sósíalistaflokksins í Suðvesturkjördæmi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þór Saari Sósíalistaflokkurinn Skoðun: Kosningar 2021 Mest lesið Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun Ný sókn í menntamálum Guðmundur Ari Sigurjónsson Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson Skoðun Þjóðarmorð, fálmandi mjálm eða aðgerðir? Viðar Hreinsson Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun Notkun ökklabanda Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Er Akureyri að missa háskólann sinn? Aðalbjörn Jóhannsson Skoðun Skoðun Skoðun Allt sem ég þarf að gera Dagbjartur Kristjánsson skrifar Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Notkun ökklabanda Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir skrifar Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar Skoðun Ný sókn í menntamálum Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Þjóðarmorð, fálmandi mjálm eða aðgerðir? Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Vin í eyðimörkinni – almenningsbókasöfn borgarinnar Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Er Akureyri að missa háskólann sinn? Aðalbjörn Jóhannsson skrifar Skoðun Tíu staðreyndir um alvarlegustu kvenréttindakrísu heims Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Ég vildi óska þess að ég hefði hreinlega fengið krabbamein Íris Elfa Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Mestu aularnir í Vetrarbrautinni Kári Helgason skrifar Skoðun Fjárfestum í fyrsta bekk, frekar en fangelsum Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Eftirlíking vitundar og hætturnar sem henni fylgja Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Gagnvirkni líkama og vitundar til heilbrigðis Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Nýjar lausnir í kennslu – gamlar hindranir Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Kópavogsleiðinn Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Samstarf sem skilar raunverulegum loftslagsaðgerðum Nótt Thorberg skrifar Skoðun Lærum að lesa og reikna Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Loforðið sem borgarstjóri gleymdi Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Kristrún, það er bannað að plata Snorri Másson skrifar Skoðun Öndunaræfingar í boði SFS Vala Árnadóttir skrifar Skoðun Öndum rólega – á meðan húsið brennur Magnús Magnússon skrifar Skoðun Umbylting ríkisfjármála á átta mánuðum Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Mestu aularnir í Vetrarbrautinni Kári Helgason skrifar Skoðun Átta atriði sem sýna fram á vanda hávaxtastefnunnar Halla Gunnarsdóttir skrifar Sjá meira
Píratar eru, utan Sósíalistaflokksins, eini flokkurinn í framboði sem vill raunverulegar og róttækar kerfisbreytingar á íslensku stjórnmálaumhverfi. Flokkurinn er í grunninn upprunninn í Píratarhreyfingum í Evrópu, semi-anarkískum hreyfingum fólks sem var jaðarsett pólitískt. Skipulag Pírata hér á landi byggir svo í grunninn á hugmyndafræði Borgarhreyfingarinnar/Hreyfingarinnar með mikilli valddreifingu, engum formanni, því að afnema stofnanavæðingu stjórnmálaflokka og að hafna skiptingu stjórnmálanna í vinstri og hægri sem einhverjum megin pólum í stjórnmálum. Píratar eru einnig í hjarta sínu lýðræðissinnar og gagnrýnir og kaupa ekkert eins og það kemur af kúnni, eins og sagt er. Það hefur að mörgu leiti verið aðdáunarvert að fylgjast með þeim á Alþingi enda eru þeir eini flokkurinn sem hefur veitt pólitísku yfirstéttinni, a.k.a. Fjórflokknum (sem nú telur að vísu sex) aðhald svo að einhverju nemur. Það er frekar erfitt hlutverk að vera í, að gagnrýna „Kansellíið“ innan frá, sitjandi við hliðina á því alla daga, án þess að einfaldlega gefast upp, enda ekki beint gott fyrir móralinn á vinnustaðnum. En þegar samansúrruð pólitísk yfirstétt á Alþinig lítur á sig sem heildarmengið „við,“ gegn „þeim“ sem eru fyrir utan Alþingishúsið, sem eru almenningur, þá bara er ekki hægt annað en að halda áfram. Á sínum tíma var hart lagt að okkur í Borgarahreyfingunni/Hreyfingunni að „spila með“ og „vera hluti af“ „Kansellíinu“ en við stóðum ætíð gegn því. Píratar hafa náð að fylgja þeirri hugmyndafræði sem er vel, enda hefur samansúrraða jábræðralagið á Alþingi gert það að verkum að löggjafaravaldið er stórlega laskað og í raun bæði stjórnlaust og áhrifalaust gagnvart framkvæmdavaldinu. Þetta hafa Píratar verið óþreytandi að benda á. Píratar eru sannur „kerfisbreytingaflokkur“ en þó aðeins upp að vissu marki og þeir hafa haldið áfram með þá orðræðu eins og Hreyfingin gerði, að hafna vinstri/hægri og meirihluta/minnihluta stjórnmálum sem steingeldum og lýsa sig hafna yfir þau pólaríseruðu átök. Það hefur gert málflutning þeirra áhugaverðan og hann hefur rist djúpt í hið hefðbundna pólitíska litróf, valdið usla og umtali og pirrað „Kansellíið“ svo um munar. Þeir hafa líka verið varðhundar lýðræðis og mannréttinda og nútímalegrar hugsunar þegar kemur að starfsemi og starfsháttum stjórnmálaflokka og þess umhverfis sem þeir starfa í. Þeir hafa hins vegar fallið í þann pitt Francis Fukuyama um að við fall kommúnismans hefðu orðið til einhvers konar „endalok sögunnar“ hvað varðar hugmyndafræðilegan grunn stjórnmálanna, þ.e. að hefðbundinni baráttu milli „hægri“ og „vinstri“ hugmyndafræði væri lokið. Hugmyndir Fukuyama fengu að sjálfsögðu byr undir báða vængi frá stjórnmálum nýfrjálshyggjunnar og á þær hefur verið keyrt í um þrjátíu ár. Nýfrjálshyggjan er hins vegar gjaldþrota og komin á öskuhaug sögunnar sem nothæf hugmyndafræði fyrir mannvænt samfélag og verður þar áfram. Þetta hefur gert það að verkum að Pírata skortir það sem má kalla „alvöru“ pólitíska hugmyndafræði, sem grundvallast á hverjar eru grunnþarfir fólks og samfélaganna sem það býr í. Sá bútasaumur tæknilausna sem þeir hafa aðhyllast nær aðeins svo langt og afleiðingarnar eru ekki alltaf uppi á borðinu. Sem dæmi má taka Über akstursþjónustuna sem þeir hafa talað fyrir, en virðast ekki gera sér grein fyrir að hún býr til stétt „harkara,“ einhvers konar verktaka sem eiga að keyra þá hvert sem þeir vilja á sem lægstum launum. Þetta gera þeir í nafni „frelsis eintaklingsins“ sem á að starfa við það sem hann „vill“ en rökvillan er alltaf sú sama, viðkomandi starfar við þetta vegna þess að annað er ekki í boði. „Hark hagkerfið“ er nefnilega ekki sérlega manneskjuvænt þótt í sumum og þá fáum tilfellum, geti það hentað einhverjum. Það var einmitt reynslan af hark hagkerfi þess tíma, þegar verkafólk var kúgað af vinnuveitendum, sem gerði það að verkum að til urðu stéttafélög sem náðu að bæta kjörin og verja hagsmuni hina vinnandi. Frjálslyndis hugsunin sem hefur einkennt Pírata hefur einnig gert þá handgengna markaðshagkerfinu. Kerfi sem á ýmsan hátt getur reynst vel, en getur aldrei sinnt þeim þörfum sem manneskjulegt samfélag þarf á að halda. Sú hugsun að þetta sé ágætis kerfi sem þurfi aðeins að stilla betur af með tæknilegum útfærslum gengur ekki upp, vegna þess að kerfið er í eðli sínu dýnamískt á þann hátt að það býr sjálfvirkt til auðsöfnun á hendur fárra, sem gerir hag hinna mörgu miklu mun verri. Það er sú innbyggða dýnamík sem þarf að stöðva og þar kemur ekkert í staðinn fyrir alvöru hugmyndafræði, handvirkar aðferðir gegnum skattkerfi, skattaeftirlit og viðurlög við brotum. Þetta sama kerfi hefur líka náð að gjörspilla stjórnmálunum og það þarf ekki langa yfirferð yfir sviðið til að sjá að það eru auðmenn en ekki kjósendur sem toga í flesta þá spotta sem stjórnmálin dansa eftir. Píratar eru hins vegar, svo það sé aftur sagt, kerfisbreytingaflokkur sem gerir sér grein fyrir mörgum af þeim kvillum sem hrjá íslenskt samfélag. Þeir eru líka full meðvitaðir um að til að ná fram raunverulegum breytingum sem færa í alvörunni valdið til fólksins, þarf að lögfesta nýju stjórnarskrána sem Stjórnlagaráð skilaði af sér árið þann 29. júlí 2011 og fór svo í þjóðaratkvæðagreiðslu og var samþykkt með yfirgnæfandi meirihluta (2/3) þann 20. október 2012. Píratar hafa líka látið meira til sín taka varðandi almenn mannrréttindi fólks og tekið afgerandi afstöðu með hagsmunum almennings í fjölmörgum málum svo sem varðandi heilbrigðismál, velferðarmál, menntamál og vinnumarkaðsmál, svo fátt eitt sé nefnt og verið óþreytandi að benda á ágalla í stjórnsýslu og stjórnskipan. Þetta gerir það að verkum að þeir væru vel til þess fallnir að vera hluti af þeim breytingum sem framundan eru og þurfa að verða á samfélaginu okkar. Þær breytingar verða hins vegar að vera vel hugmyndafræðilega ígrundaðar og byggja á góðum grunni og þekktum aðferðum. Þar breytingar væri betra að eftirláta öðrum að leiða, en þeir ættu þó að vera með í. Höfundur er hagfræðingur og skipar annað sætið á lista Sósíalistaflokksins í Suðvesturkjördæmi.
Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun
Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun
Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar
Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar
Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun
Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun