Þarf Austurland þingmenn? Jónína Brynjólfsdóttir skrifar 20. september 2021 16:30 Nú þegar dregur nær kosningum þá blasir raunveruleikinn við. Hvað á ég að kjósa? Hvernig á ég að ákveða mig? Hvað er það sem skiptir máli? Hér á Austurlandi erum við sárafá. Nú búa hér alls 10.820 manns, um 2,4% þjóðarinnar, sem þýðir að jafnaði, 0.7 íbúa á hvern ferkílómetra. Hér eigum við samt margar aflamestu löndunarhafnir landsins og samanlagt er um 40% af afla Íslendinga landað í austfirskum höfnum. Útflutningsverðmæti afurða Alcoa Fjarðaáls, á árinu 2020, nam 82,5 milljörðum íslenskra króna eða um 13% af útflutningsverðmætum landsins. Við leggjum vel til þjóðarbúsins en opinber þjónusta og innviðir hér kosta líka sitt og hér er til dæmis mikið vegakerfi sem enn þarf að bæta þó margt hafi áunnist. Verulegra framkvæmda er þörf og má þar nefna Fjarðarheiðargöng, Axarveg, Suðurfjarðaveg og nýja brú yfir Lagarfljót svo fátt eitt sé nefnt. Af verkunum skulum við dæma þá Framsóknarflokkurinn hefur sýnt það og sannað á kjörtímabilinu að flokkurinn er landsbyggðaflokkur með mikinn hug á umbótum í vegakerfinu. Við höfum einnig margsýnt það og sannað að við erum framkvæmdaflokkur, hjá okkur eru ekki innantóm loforð á hátíðum og tyllidögum. Ýmsu er lokið, margt er hafið og annað er búið að undirbúa sem bíður eftir að verða hrint í framkvæmd. En þá skiptir máli að fólkið, sem vill og getur, sé í stöðu til þess að klára málin. Betri er einn fugl í hendi Hér á Austurlandi þarf að horfa þarf til þess hvaða flokkar það eru sem geta skilað öflugum Austfirðingum inn á þing. Það getur Framsóknarflokkurinn. Líneik Anna Sævarsdóttir skipar 2. sæti framboðslistans okkar. Hún hefur áralanga reynslu af þingstörfum, sveitarstjórnarmálum og innan úr opinbera geiranum en það sem ekki skiptir síður máli er að hún hefur áratuga reynslu af því að búa á Austurlandi og gerir það enn. Við vitum hvað Líneik hefur skipt Austfirðinga miklu máli, alla þá vinnu sem hún hefur innt af hendi fyrir okkur og hversu miklu máli skiptir að eiga hana að sem okkar fulltrúa á Alþingi. Það skiptir máli að geta tekið upp tólið, hringt í þingmanninn sinn og fengið að vita að málin verði skoðuð af yfirvegun og þekkingu sem byggir á persónulegri reynslu af umhverfi og aðstæðum. Við þurfum rödd við borðið Nú gefa skoðanakannanir það til kynna að Framsókn eigi upp á pallborðið hjá landsmönnum og íbúum Austurlands. Við fögnum því að eiga svo góða samleið með kjósendum og vonumst til að talning upp úr kjörkössum sýni það sannarlega. En hér verður að setja varnagla. Það er ekki hægt að stóla á að allir hinir muni kjósa það sem þér sjálfum líst nú ágætlega á. Ef þér líkar það sem við gerum, ef þú vilt sjá öflugan fulltrúa Austurlands á Alþingi og ef þú vilt að við séum í stöðu til að tala máli landsbyggðarinnar allrar og Austurlands sérstaklega, íbúanna, barnanna, vegakerfisins og alls hins, þá þarftu að setja X við B á kjördag. Höfundur er í 7. sæti á lista Framsóknar í Norðausturkjördæmi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Norðausturkjördæmi Alþingiskosningar 2021 Skoðun: Kosningar 2021 Framsóknarflokkurinn Jónína Brynjólfsdóttir Mest lesið Halldór 18.01.2025 Halldór Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Er heimurinn á leið til helvítis? Árni Sigurðsson Skoðun Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu Hópur lækna Skoðun Vinnum í lausnum Edda Sif Pind Aradóttir Skoðun Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun Kóngar vímuefnaheimsins Lára G. Sigurðardóttir Skoðun Hvað með það þótt sérfræðingar að sunnan fari í verkfall? Silja Bára Ómarsdóttir Skoðun Svar við „Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu“ Rajan Parrikar Skoðun Frelsi til sölu Anton Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Að vera léttvægur fundinn Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Er heimurinn á leið til helvítis? Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Vinnum í lausnum Edda Sif Pind Aradóttir skrifar Skoðun Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Frelsi til sölu Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Loftmengun yfir áramótin og mikilvægi inniloftsgæða allt árið Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir,Árna Benediktsdóttir skrifar Skoðun Leikskólakerfið á krossgötum: Gæði eða hraði? Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Hvað með það þótt sérfræðingar að sunnan fari í verkfall? Silja Bára Ómarsdóttir skrifar Skoðun Svar við „Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu“ Rajan Parrikar skrifar Skoðun Dýr eiga skilið samúð og umhyggju Anna Berg Samúelsdóttir skrifar Skoðun Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu Hópur lækna skrifar Skoðun Gervigreind og markþjálfun: Samvinna eða samkeppni? Ásta Guðrún Guðbrandsdóttir skrifar Skoðun Bjarni Ben í þátíð Guðmundur Einarsson skrifar Skoðun Ísland og stórveldin Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Brjóstakrabbamein – náum enn meiri árangri með stóraukinni þátttöku í skimun Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Ósvífin olíugjöld kynda undir verðbólgu Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Eru skattar og gjöld verðmætasköpun? Bjarnheiður Hallsdóttir skrifar Skoðun Hvað er græni veggurinn að reyna að segja okkur? Bjarki Gunnar Halldórsson skrifar Skoðun Sorg barna - Sektarkennd og samviskubit Matthildur Bjarnadóttir skrifar Skoðun Í leikskóla er gaman – þegar það má mæta Valentina Tinganelli,Eyjólfur Sigurjónsson,Elísabet Erlendsdóttir,Sigrún Torfadóttir,Daniel Karlsson,Særún Ósk Böðvarsdóttir,Anna Margrét Arthúrsdóttir,,Una Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hvers vegna hafa Svíar ekki tekið upp evruna? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Górillur í postulínsbúð – Nýfrjálshyggjuklíkan tekur völdin Guðröður Atli Jónsson skrifar Skoðun Leikskólakerfið: Samfélagsgildi fram yfir hagnað Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Hagræðing í ríkisrekstri: Heilræði fyrir nýja ríkisstjórn Ómar H. Kristmundsson skrifar Skoðun Mikilvægi stöðutöku á stafrænni hæfni fyrir íslensk ferðaþjónustufyrirtæki Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar Skoðun Ögn um Vigdísarþætti Hallgrímur Helgi Helgason skrifar Skoðun Rasismi og fasismi í lögum um útlendinga Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Að skipta þjóðinni í tvo hópa Ingólfur Sverrisson skrifar Sjá meira
Nú þegar dregur nær kosningum þá blasir raunveruleikinn við. Hvað á ég að kjósa? Hvernig á ég að ákveða mig? Hvað er það sem skiptir máli? Hér á Austurlandi erum við sárafá. Nú búa hér alls 10.820 manns, um 2,4% þjóðarinnar, sem þýðir að jafnaði, 0.7 íbúa á hvern ferkílómetra. Hér eigum við samt margar aflamestu löndunarhafnir landsins og samanlagt er um 40% af afla Íslendinga landað í austfirskum höfnum. Útflutningsverðmæti afurða Alcoa Fjarðaáls, á árinu 2020, nam 82,5 milljörðum íslenskra króna eða um 13% af útflutningsverðmætum landsins. Við leggjum vel til þjóðarbúsins en opinber þjónusta og innviðir hér kosta líka sitt og hér er til dæmis mikið vegakerfi sem enn þarf að bæta þó margt hafi áunnist. Verulegra framkvæmda er þörf og má þar nefna Fjarðarheiðargöng, Axarveg, Suðurfjarðaveg og nýja brú yfir Lagarfljót svo fátt eitt sé nefnt. Af verkunum skulum við dæma þá Framsóknarflokkurinn hefur sýnt það og sannað á kjörtímabilinu að flokkurinn er landsbyggðaflokkur með mikinn hug á umbótum í vegakerfinu. Við höfum einnig margsýnt það og sannað að við erum framkvæmdaflokkur, hjá okkur eru ekki innantóm loforð á hátíðum og tyllidögum. Ýmsu er lokið, margt er hafið og annað er búið að undirbúa sem bíður eftir að verða hrint í framkvæmd. En þá skiptir máli að fólkið, sem vill og getur, sé í stöðu til þess að klára málin. Betri er einn fugl í hendi Hér á Austurlandi þarf að horfa þarf til þess hvaða flokkar það eru sem geta skilað öflugum Austfirðingum inn á þing. Það getur Framsóknarflokkurinn. Líneik Anna Sævarsdóttir skipar 2. sæti framboðslistans okkar. Hún hefur áralanga reynslu af þingstörfum, sveitarstjórnarmálum og innan úr opinbera geiranum en það sem ekki skiptir síður máli er að hún hefur áratuga reynslu af því að búa á Austurlandi og gerir það enn. Við vitum hvað Líneik hefur skipt Austfirðinga miklu máli, alla þá vinnu sem hún hefur innt af hendi fyrir okkur og hversu miklu máli skiptir að eiga hana að sem okkar fulltrúa á Alþingi. Það skiptir máli að geta tekið upp tólið, hringt í þingmanninn sinn og fengið að vita að málin verði skoðuð af yfirvegun og þekkingu sem byggir á persónulegri reynslu af umhverfi og aðstæðum. Við þurfum rödd við borðið Nú gefa skoðanakannanir það til kynna að Framsókn eigi upp á pallborðið hjá landsmönnum og íbúum Austurlands. Við fögnum því að eiga svo góða samleið með kjósendum og vonumst til að talning upp úr kjörkössum sýni það sannarlega. En hér verður að setja varnagla. Það er ekki hægt að stóla á að allir hinir muni kjósa það sem þér sjálfum líst nú ágætlega á. Ef þér líkar það sem við gerum, ef þú vilt sjá öflugan fulltrúa Austurlands á Alþingi og ef þú vilt að við séum í stöðu til að tala máli landsbyggðarinnar allrar og Austurlands sérstaklega, íbúanna, barnanna, vegakerfisins og alls hins, þá þarftu að setja X við B á kjördag. Höfundur er í 7. sæti á lista Framsóknar í Norðausturkjördæmi.
Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun
Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun
Skoðun Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Skoðun Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar
Skoðun Loftmengun yfir áramótin og mikilvægi inniloftsgæða allt árið Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir,Árna Benediktsdóttir skrifar
Skoðun Brjóstakrabbamein – náum enn meiri árangri með stóraukinni þátttöku í skimun Halla Þorvaldsdóttir skrifar
Skoðun Í leikskóla er gaman – þegar það má mæta Valentina Tinganelli,Eyjólfur Sigurjónsson,Elísabet Erlendsdóttir,Sigrún Torfadóttir,Daniel Karlsson,Særún Ósk Böðvarsdóttir,Anna Margrét Arthúrsdóttir,,Una Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson skrifar
Skoðun Mikilvægi stöðutöku á stafrænni hæfni fyrir íslensk ferðaþjónustufyrirtæki Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar
Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun
Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun