Segir fólk á La Palma frekar fara að gosinu en frá því Árni Sæberg skrifar 19. september 2021 19:27 Þórarinn Einarsson er búsettur á La Palma. Carlota Manuela Martin Fuentes/AP Þórarinn Einarsson, Íslendingur sem búsettur er á La Palma, segir að íbúar eyjarinnar séu almennt frekar rólegir yfir eldgosinu sem nú er í fjallinu Rajada á eyjunni. „Ég get ekki séð á umferð að fólk sé að flýja, ég held að það sé frekar bara í hina áttina, alveg eins og á Íslandi. Þegar það er eldgos á Íslandi flykkjast menn bara að gosstöðvunum, getur líka vel verið þannig hér á La Palma líka,“ segir Þórarinn í samtali við fréttastofu. Samkvæmt frétt Reuters hafa yfirvöld á La Palma þó varað fólk við því að fara nærri eldgosinu. „Farið ekki nálægt hraunflæðinu undir neinum kringumstæðum,“ segja þau. Pollrólegur yfir stöðunni Þórarinn segist ekki hafa miklar áhyggjur af eldgosinu. „Já, ég er nú yfirleitt rólegur og það er lítið gagn af því að vera að panikka. Ég ætla nú bara að halda ró minni og vona það besta. Ég á nú pantað flug á fimmtudaginn, aldeilis óviss hvort að því verði frestað. Það væntanlega veltur á næstu dögum, hvort þetta eldgos verði stærra,“ segir hann. Flugsamgöngur til og frá La Palma ganga sinn vanagang sem stendur. Hann segist þó ekki fylgjast mjög vel með fréttum en að hann fylgist með gosinu frá útsýnisstað í nálægð við heimili hans. Nú sé eldfjallið sveipað skýjahulu svo lítið sé að sjá í augnablikinu. „Mér var í rauninn bara sagt frá því. Í gær voru fréttir af litlum jarðskjálftum en ég átti ekkert von, eftir mína reynslu á Íslandi, að það kæmi bara strax gos. Þannig að það kom vissulega á óvart,“ segir Þórarinn aðspurður hvenær hann hefði orðið gossins var. Ekki vitað af Íslendingum í hættu Þórarinn býr á La Palma ásamt þremur dætrum sínum og hann segist vita af einni íslenskri konu sem býr á eynni. Sveinn H. Guðmarsson, upplýsingafulltrúi utanríkisráðuneytisins sagði í samtali við Vísi í dag að ekki lægi fyrir hversu margir Íslendingar væru í námunda í við gosið, en að enginn hefði haft samband við borgaraþjónustuna vegna gossins. Eldgos og jarðhræringar Spánn Íslendingar erlendis Kanaríeyjar Eldgos á La Palma Tengdar fréttir Eldgos hafið á La Palma Eldgos er hafið á La Palma á Kanaríeyjum. Reykjarsúlur stigu upp til himins klukkan korter yfir þrjú á staðartíma í fjallinu Rajada, nálægt Cabeza de Vaca í Cumbre Vieja þjóðgarðinum á suðurhluta eyjunnar. 19. september 2021 14:40 Mest lesið Gleði Verzlinga fór úr böndunum og þeim ekki boðið aftur Innlent Skilin eftir vegna yfirbókaðs flugs: „Þú setur ekki sautján ára ungling á standby“ Innlent Móðan gæti orðið langvinn Innlent Erfingi sem á tugi milljóna í stórútgerðinni: „Lífið er miklu meira en peningar“ Innlent Hrósar Verzlingum fyrir „vel skipulagða“ útilegu Innlent Öryggisvörður stunginn í brjóstið í Hlíðunum Innlent Framúrskarandi Íslendingur loksins orðinn Íslendingur Innlent Grunaður um að nauðga konu sem svaf í gestaherbergi Innlent Sungu svo falskt að lögreglan var kölluð til Innlent Flóðbylgjuhætta eftir stærðarinnar skjálfta í Rússlandi Erlent Fleiri fréttir Glæsilegt útilistaverk hjá Hrafnistu við Sléttuveg í Fossvogi Erfingi milljarða og tugir milljóna í stórútgerðinni: „Lífið er miklu meira en peningar“ Ketamínneysla, Akureyrarborg og bananalistaverk borðað Drúsar mótmæla við sendiráðið Öryggisvörður stunginn í brjóstið í Hlíðunum Fjórir kettir týndust í brunanum Framúrskarandi Íslendingur loksins orðinn Íslendingur Einn í gæsluvarðhald vegna hnífstunguárásar Hrósar Verzlingum fyrir „vel skipulagða“ útilegu Grunaður um að nauðga konu sem svaf í gestaherbergi Skilin eftir vegna yfirbókaðs flugs: „Þú setur ekki sautján ára ungling á standby“ Vísar gagnrýni stjórnarandstöðunnar á bug Körfubolta og frjálsíþróttalöggur á Norðurlandi vestra Gleði Verzlinga fór úr böndunum og þeim ekki boðið aftur Einn fluttur á slysadeild eftir að eldur kviknaði við Tryggvagötu Tekist á um brostin loforð ríkisstjórnarinnar Sungu svo falskt að lögreglan var kölluð til Móðan gæti orðið langvinn Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Framdi vopnað rán og leikur lausum hala í Reykjavík Gosmóðan liggur þétt yfir höfuðborgarsvæðinu og viðkvæmir hvattir til að vara sig 135 þúsund kjúklingar á Ásmundarstöðum í Ásahreppi „Langstærstu vandamálin eru þessir stærri og skipulögðu þjófnaðir“ „Umsókn Íslands að Evrópusambandinu hefur aldrei verið formlega dregin til baka“ Hornfirskur miði vann rúmar níu milljónir „Nýta þetta kjörtímabil til að troða Íslandi inn í ESB með sem mestum blekkingum“ Leikrit ríkisstjórnarinnar og hnífamaður flúði í strætó Hnífstunga á Austurvelli „Lít niður á alla þessa dópista sem mér er meint að hafa selt vopn“ Grunaður um að sparka ítrekað í höfuð samfanga Sjá meira
„Ég get ekki séð á umferð að fólk sé að flýja, ég held að það sé frekar bara í hina áttina, alveg eins og á Íslandi. Þegar það er eldgos á Íslandi flykkjast menn bara að gosstöðvunum, getur líka vel verið þannig hér á La Palma líka,“ segir Þórarinn í samtali við fréttastofu. Samkvæmt frétt Reuters hafa yfirvöld á La Palma þó varað fólk við því að fara nærri eldgosinu. „Farið ekki nálægt hraunflæðinu undir neinum kringumstæðum,“ segja þau. Pollrólegur yfir stöðunni Þórarinn segist ekki hafa miklar áhyggjur af eldgosinu. „Já, ég er nú yfirleitt rólegur og það er lítið gagn af því að vera að panikka. Ég ætla nú bara að halda ró minni og vona það besta. Ég á nú pantað flug á fimmtudaginn, aldeilis óviss hvort að því verði frestað. Það væntanlega veltur á næstu dögum, hvort þetta eldgos verði stærra,“ segir hann. Flugsamgöngur til og frá La Palma ganga sinn vanagang sem stendur. Hann segist þó ekki fylgjast mjög vel með fréttum en að hann fylgist með gosinu frá útsýnisstað í nálægð við heimili hans. Nú sé eldfjallið sveipað skýjahulu svo lítið sé að sjá í augnablikinu. „Mér var í rauninn bara sagt frá því. Í gær voru fréttir af litlum jarðskjálftum en ég átti ekkert von, eftir mína reynslu á Íslandi, að það kæmi bara strax gos. Þannig að það kom vissulega á óvart,“ segir Þórarinn aðspurður hvenær hann hefði orðið gossins var. Ekki vitað af Íslendingum í hættu Þórarinn býr á La Palma ásamt þremur dætrum sínum og hann segist vita af einni íslenskri konu sem býr á eynni. Sveinn H. Guðmarsson, upplýsingafulltrúi utanríkisráðuneytisins sagði í samtali við Vísi í dag að ekki lægi fyrir hversu margir Íslendingar væru í námunda í við gosið, en að enginn hefði haft samband við borgaraþjónustuna vegna gossins.
Eldgos og jarðhræringar Spánn Íslendingar erlendis Kanaríeyjar Eldgos á La Palma Tengdar fréttir Eldgos hafið á La Palma Eldgos er hafið á La Palma á Kanaríeyjum. Reykjarsúlur stigu upp til himins klukkan korter yfir þrjú á staðartíma í fjallinu Rajada, nálægt Cabeza de Vaca í Cumbre Vieja þjóðgarðinum á suðurhluta eyjunnar. 19. september 2021 14:40 Mest lesið Gleði Verzlinga fór úr böndunum og þeim ekki boðið aftur Innlent Skilin eftir vegna yfirbókaðs flugs: „Þú setur ekki sautján ára ungling á standby“ Innlent Móðan gæti orðið langvinn Innlent Erfingi sem á tugi milljóna í stórútgerðinni: „Lífið er miklu meira en peningar“ Innlent Hrósar Verzlingum fyrir „vel skipulagða“ útilegu Innlent Öryggisvörður stunginn í brjóstið í Hlíðunum Innlent Framúrskarandi Íslendingur loksins orðinn Íslendingur Innlent Grunaður um að nauðga konu sem svaf í gestaherbergi Innlent Sungu svo falskt að lögreglan var kölluð til Innlent Flóðbylgjuhætta eftir stærðarinnar skjálfta í Rússlandi Erlent Fleiri fréttir Glæsilegt útilistaverk hjá Hrafnistu við Sléttuveg í Fossvogi Erfingi milljarða og tugir milljóna í stórútgerðinni: „Lífið er miklu meira en peningar“ Ketamínneysla, Akureyrarborg og bananalistaverk borðað Drúsar mótmæla við sendiráðið Öryggisvörður stunginn í brjóstið í Hlíðunum Fjórir kettir týndust í brunanum Framúrskarandi Íslendingur loksins orðinn Íslendingur Einn í gæsluvarðhald vegna hnífstunguárásar Hrósar Verzlingum fyrir „vel skipulagða“ útilegu Grunaður um að nauðga konu sem svaf í gestaherbergi Skilin eftir vegna yfirbókaðs flugs: „Þú setur ekki sautján ára ungling á standby“ Vísar gagnrýni stjórnarandstöðunnar á bug Körfubolta og frjálsíþróttalöggur á Norðurlandi vestra Gleði Verzlinga fór úr böndunum og þeim ekki boðið aftur Einn fluttur á slysadeild eftir að eldur kviknaði við Tryggvagötu Tekist á um brostin loforð ríkisstjórnarinnar Sungu svo falskt að lögreglan var kölluð til Móðan gæti orðið langvinn Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Framdi vopnað rán og leikur lausum hala í Reykjavík Gosmóðan liggur þétt yfir höfuðborgarsvæðinu og viðkvæmir hvattir til að vara sig 135 þúsund kjúklingar á Ásmundarstöðum í Ásahreppi „Langstærstu vandamálin eru þessir stærri og skipulögðu þjófnaðir“ „Umsókn Íslands að Evrópusambandinu hefur aldrei verið formlega dregin til baka“ Hornfirskur miði vann rúmar níu milljónir „Nýta þetta kjörtímabil til að troða Íslandi inn í ESB með sem mestum blekkingum“ Leikrit ríkisstjórnarinnar og hnífamaður flúði í strætó Hnífstunga á Austurvelli „Lít niður á alla þessa dópista sem mér er meint að hafa selt vopn“ Grunaður um að sparka ítrekað í höfuð samfanga Sjá meira
Eldgos hafið á La Palma Eldgos er hafið á La Palma á Kanaríeyjum. Reykjarsúlur stigu upp til himins klukkan korter yfir þrjú á staðartíma í fjallinu Rajada, nálægt Cabeza de Vaca í Cumbre Vieja þjóðgarðinum á suðurhluta eyjunnar. 19. september 2021 14:40