Telur að hagsmunatengsl gætu skýrt vilja sveitarstjórnar til að loka hjólhýsasvæðinu Óttar Kolbeinsson Proppé skrifar 19. september 2021 12:32 Hrafnhildur Bjarnadóttir, formaður Samhjóls, sem er Félag hjólhýsaeigenda á Laugarvatni. Vísir/Magnús Hlynur Talsmaður hjólhýsaeigenda við Laugarvatn telur að hagsmunaárekstrar í sveitarstjórn Bláskógabyggðar hafi áhrif á vilja til að loka svæðinu. Hún segir að málinu sé hvergi nærri lokið. Sveitarstjórnin hefur hafnað beiðni Samhjóls, samtaka hjólhýsaeigenda á Laugarvatni, um að heimila fjögurra mánaða viðveru hjólhýsa á svæðinu og að þau fengju að standa þar yfir vetrartímann með stöðuleyfi. Fyrst var ákveðið að endurnýja ekki samninga við hjólhýsaeigendur vegna þess að brunavörnum var ábótavant. Koma alltaf nýjar ástæður fyrir lokuninni „Það er allavega margt sem okkur finnst bara frekar furðulegt og það er margt sem við erum búin að bjóða,” segir Hrafnhildur Bjarnadóttir, formaður Samhjóls. Hún segir sveitarstjórnina sífellt koma með nýjar ástæður fyrir lokun svæðisins þegar hjólhýsaeigendur bjóði fram lausnir sínar á þeim fyrri. Fyrst hafi það verið brunavarnamálið, næst vandræði í byggðaskipulagi og „sú nýjasta heitir samkeppnissjónarmið, aðallega,“ segir Hrafnhildur. „Og okkur sárnar að hérna rétt austan við okkur sé búið að opna heilsárshjólhýsasvæði í sama sveitarfélagi, undir sömu sveitarstjórn og byggingarfulltrúum og öllu þessu,” heldur hún áfram. Skýr hagsmunatengsl Það svæði opnaði í sumar í um korters fjarlægð frá hjólhýsasvæði Samhjóla og er í einkaeigu. „En með, eins og maður myndi segja kannski, góð tengsl. Eigandi þess svæðis er sem sagt einn af eigendum lögmannsstofu á Suðurlandi sem vinnur fyrir Bláskógabyggð gegn okkur. OG okkur náttúrulega stingur það illt í hjartað,” segir Hrafnhildur. Henni þykir staðan furðuleg. „Ég myndi kalla þetta bara góða hagsmunaárekstra og ég er ekki alveg að skilja svona, að þetta geti átt sér stað.” Hafa hjólhýsaeigendur á svæðinu gefið upp alla von? „Nei, alls ekki. Uppgjöf er ekki til í okkar orðaforða, eins og sveitarstjórn hefur fengið að heyra. Og það verður þannig áfram. Við ætlum að halda þessu máli á lofti," segir Hrafnhildur. Bláskógabyggð Slökkvilið Deilur um hjólhýsabyggð við Laugarvatn Mest lesið Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Innlent Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Innlent Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Innlent Ofbeldi í garð fangavarða eykst Innlent Dettifoss komið til hafnar Innlent Þinglokasamningur í höfn Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Innlent Fleiri fréttir Dettifoss komið til hafnar Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Telja jákvæðu skrefin of fá Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Mennirnir enn í haldi lögreglu Staðan á Alþingi og refsilaus vændiskaup Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku Sjá meira
Sveitarstjórnin hefur hafnað beiðni Samhjóls, samtaka hjólhýsaeigenda á Laugarvatni, um að heimila fjögurra mánaða viðveru hjólhýsa á svæðinu og að þau fengju að standa þar yfir vetrartímann með stöðuleyfi. Fyrst var ákveðið að endurnýja ekki samninga við hjólhýsaeigendur vegna þess að brunavörnum var ábótavant. Koma alltaf nýjar ástæður fyrir lokuninni „Það er allavega margt sem okkur finnst bara frekar furðulegt og það er margt sem við erum búin að bjóða,” segir Hrafnhildur Bjarnadóttir, formaður Samhjóls. Hún segir sveitarstjórnina sífellt koma með nýjar ástæður fyrir lokun svæðisins þegar hjólhýsaeigendur bjóði fram lausnir sínar á þeim fyrri. Fyrst hafi það verið brunavarnamálið, næst vandræði í byggðaskipulagi og „sú nýjasta heitir samkeppnissjónarmið, aðallega,“ segir Hrafnhildur. „Og okkur sárnar að hérna rétt austan við okkur sé búið að opna heilsárshjólhýsasvæði í sama sveitarfélagi, undir sömu sveitarstjórn og byggingarfulltrúum og öllu þessu,” heldur hún áfram. Skýr hagsmunatengsl Það svæði opnaði í sumar í um korters fjarlægð frá hjólhýsasvæði Samhjóla og er í einkaeigu. „En með, eins og maður myndi segja kannski, góð tengsl. Eigandi þess svæðis er sem sagt einn af eigendum lögmannsstofu á Suðurlandi sem vinnur fyrir Bláskógabyggð gegn okkur. OG okkur náttúrulega stingur það illt í hjartað,” segir Hrafnhildur. Henni þykir staðan furðuleg. „Ég myndi kalla þetta bara góða hagsmunaárekstra og ég er ekki alveg að skilja svona, að þetta geti átt sér stað.” Hafa hjólhýsaeigendur á svæðinu gefið upp alla von? „Nei, alls ekki. Uppgjöf er ekki til í okkar orðaforða, eins og sveitarstjórn hefur fengið að heyra. Og það verður þannig áfram. Við ætlum að halda þessu máli á lofti," segir Hrafnhildur.
Bláskógabyggð Slökkvilið Deilur um hjólhýsabyggð við Laugarvatn Mest lesið Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Innlent Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Innlent Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Innlent Ofbeldi í garð fangavarða eykst Innlent Dettifoss komið til hafnar Innlent Þinglokasamningur í höfn Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Innlent Fleiri fréttir Dettifoss komið til hafnar Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Telja jákvæðu skrefin of fá Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Mennirnir enn í haldi lögreglu Staðan á Alþingi og refsilaus vændiskaup Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku Sjá meira