Telur að hagsmunatengsl gætu skýrt vilja sveitarstjórnar til að loka hjólhýsasvæðinu Óttar Kolbeinsson Proppé skrifar 19. september 2021 12:32 Hrafnhildur Bjarnadóttir, formaður Samhjóls, sem er Félag hjólhýsaeigenda á Laugarvatni. Vísir/Magnús Hlynur Talsmaður hjólhýsaeigenda við Laugarvatn telur að hagsmunaárekstrar í sveitarstjórn Bláskógabyggðar hafi áhrif á vilja til að loka svæðinu. Hún segir að málinu sé hvergi nærri lokið. Sveitarstjórnin hefur hafnað beiðni Samhjóls, samtaka hjólhýsaeigenda á Laugarvatni, um að heimila fjögurra mánaða viðveru hjólhýsa á svæðinu og að þau fengju að standa þar yfir vetrartímann með stöðuleyfi. Fyrst var ákveðið að endurnýja ekki samninga við hjólhýsaeigendur vegna þess að brunavörnum var ábótavant. Koma alltaf nýjar ástæður fyrir lokuninni „Það er allavega margt sem okkur finnst bara frekar furðulegt og það er margt sem við erum búin að bjóða,” segir Hrafnhildur Bjarnadóttir, formaður Samhjóls. Hún segir sveitarstjórnina sífellt koma með nýjar ástæður fyrir lokun svæðisins þegar hjólhýsaeigendur bjóði fram lausnir sínar á þeim fyrri. Fyrst hafi það verið brunavarnamálið, næst vandræði í byggðaskipulagi og „sú nýjasta heitir samkeppnissjónarmið, aðallega,“ segir Hrafnhildur. „Og okkur sárnar að hérna rétt austan við okkur sé búið að opna heilsárshjólhýsasvæði í sama sveitarfélagi, undir sömu sveitarstjórn og byggingarfulltrúum og öllu þessu,” heldur hún áfram. Skýr hagsmunatengsl Það svæði opnaði í sumar í um korters fjarlægð frá hjólhýsasvæði Samhjóla og er í einkaeigu. „En með, eins og maður myndi segja kannski, góð tengsl. Eigandi þess svæðis er sem sagt einn af eigendum lögmannsstofu á Suðurlandi sem vinnur fyrir Bláskógabyggð gegn okkur. OG okkur náttúrulega stingur það illt í hjartað,” segir Hrafnhildur. Henni þykir staðan furðuleg. „Ég myndi kalla þetta bara góða hagsmunaárekstra og ég er ekki alveg að skilja svona, að þetta geti átt sér stað.” Hafa hjólhýsaeigendur á svæðinu gefið upp alla von? „Nei, alls ekki. Uppgjöf er ekki til í okkar orðaforða, eins og sveitarstjórn hefur fengið að heyra. Og það verður þannig áfram. Við ætlum að halda þessu máli á lofti," segir Hrafnhildur. Bláskógabyggð Slökkvilið Deilur um hjólhýsabyggð við Laugarvatn Mest lesið „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Innlent Bílvelta í Kömbunum Innlent Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Innlent Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Innlent Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Lífið Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Innlent Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Innlent Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Innlent Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Innlent Fleiri fréttir Nýupptekið grænmeti á Flúðum í dag og opnar garðyrkjustöðvar Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Eygir vonarneista í fyrsta sinn og mótmæli um allt land Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Árborg girnist svæði Flóahrepps Sendu kæligáma til Úkraínu Langflestir lögreglumenn á Suðurnesjum Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Reyndi að stinga lögreglu af á buggy Bílvelta í Kömbunum „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Kjölur ekki á dagskrá Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Deila lyfseðlum fyrir þyngdarstjórnunarlyf og undankeppni HM hefst Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Ætla að rannsaka meint undirboð á kísilmálmi „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Hélt eiginkonu og fimm börnum í heljargreipum Breyta Korpuskóla til að anna eftirspurn í Klettaskóla Vegabætur á Vestfjörðum opni tækifæri í vetrarferðamennsku Vilja aðgerðir strax Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Öllum börnum undir sex mánaða boðin forvörn gegn RS veiru Vildu fá að vita hvort ríkisstyrkir hefðu farið í málsóknir gegn orkuframkvæmdum Sjá meira
Sveitarstjórnin hefur hafnað beiðni Samhjóls, samtaka hjólhýsaeigenda á Laugarvatni, um að heimila fjögurra mánaða viðveru hjólhýsa á svæðinu og að þau fengju að standa þar yfir vetrartímann með stöðuleyfi. Fyrst var ákveðið að endurnýja ekki samninga við hjólhýsaeigendur vegna þess að brunavörnum var ábótavant. Koma alltaf nýjar ástæður fyrir lokuninni „Það er allavega margt sem okkur finnst bara frekar furðulegt og það er margt sem við erum búin að bjóða,” segir Hrafnhildur Bjarnadóttir, formaður Samhjóls. Hún segir sveitarstjórnina sífellt koma með nýjar ástæður fyrir lokun svæðisins þegar hjólhýsaeigendur bjóði fram lausnir sínar á þeim fyrri. Fyrst hafi það verið brunavarnamálið, næst vandræði í byggðaskipulagi og „sú nýjasta heitir samkeppnissjónarmið, aðallega,“ segir Hrafnhildur. „Og okkur sárnar að hérna rétt austan við okkur sé búið að opna heilsárshjólhýsasvæði í sama sveitarfélagi, undir sömu sveitarstjórn og byggingarfulltrúum og öllu þessu,” heldur hún áfram. Skýr hagsmunatengsl Það svæði opnaði í sumar í um korters fjarlægð frá hjólhýsasvæði Samhjóla og er í einkaeigu. „En með, eins og maður myndi segja kannski, góð tengsl. Eigandi þess svæðis er sem sagt einn af eigendum lögmannsstofu á Suðurlandi sem vinnur fyrir Bláskógabyggð gegn okkur. OG okkur náttúrulega stingur það illt í hjartað,” segir Hrafnhildur. Henni þykir staðan furðuleg. „Ég myndi kalla þetta bara góða hagsmunaárekstra og ég er ekki alveg að skilja svona, að þetta geti átt sér stað.” Hafa hjólhýsaeigendur á svæðinu gefið upp alla von? „Nei, alls ekki. Uppgjöf er ekki til í okkar orðaforða, eins og sveitarstjórn hefur fengið að heyra. Og það verður þannig áfram. Við ætlum að halda þessu máli á lofti," segir Hrafnhildur.
Bláskógabyggð Slökkvilið Deilur um hjólhýsabyggð við Laugarvatn Mest lesið „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Innlent Bílvelta í Kömbunum Innlent Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Innlent Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Innlent Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Lífið Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Innlent Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Innlent Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Innlent Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Innlent Fleiri fréttir Nýupptekið grænmeti á Flúðum í dag og opnar garðyrkjustöðvar Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Eygir vonarneista í fyrsta sinn og mótmæli um allt land Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Árborg girnist svæði Flóahrepps Sendu kæligáma til Úkraínu Langflestir lögreglumenn á Suðurnesjum Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Reyndi að stinga lögreglu af á buggy Bílvelta í Kömbunum „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Kjölur ekki á dagskrá Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Deila lyfseðlum fyrir þyngdarstjórnunarlyf og undankeppni HM hefst Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Ætla að rannsaka meint undirboð á kísilmálmi „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Hélt eiginkonu og fimm börnum í heljargreipum Breyta Korpuskóla til að anna eftirspurn í Klettaskóla Vegabætur á Vestfjörðum opni tækifæri í vetrarferðamennsku Vilja aðgerðir strax Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Öllum börnum undir sex mánaða boðin forvörn gegn RS veiru Vildu fá að vita hvort ríkisstyrkir hefðu farið í málsóknir gegn orkuframkvæmdum Sjá meira