Lágkúra Sjálfstæðisflokksins varðandi Evrópusambandið og aðild Íslands Jón Frímann Jónsson skrifar 19. september 2021 10:00 Björn Bjarnarson, fyrrverandi ráðherra, núverandi vælukjói skrifar grein á vefsíðu sína þar sem hann sakar Evrópusambandið um að bjóða bændum „ölmusu“ í gegnum Sameiginlega Landbúnaðarstefnu Evrópusambandsins (The common agricultural policy). Þetta er auðvitað rangt hjá Birni, eins og annað sem hann lætur frá sér. Stefna Evrópusambandsins í landbúnaði er að öll aðildarríki Evrópusambandsins geti framleitt þau matvæli sem þau þurfa og geti síðan selt framleiðslu til annara ríkja eftir þörfum. Salan á landbúnaðarvörum til annara aðildarríkja Evrópusambandsins er tollfrjáls, þar sem Evrópusambandið er einnig tollabandalag. Það hefur verið helsta kvörtunarefni Bændasamtaka Íslands að þau geta ekki flutt út vörur tollfrjálst til Evrópusambandsins og þurfa að sæta kvótum á útflutning til Íslands. Þetta myndi hverfa við inngöngu Íslands að Evrópusambandinu. Hvernig greiðslum yrði háttað til íslenskra bænda færi eftir aðildarsamningi Íslands við Evrópusambandið. Íslensk landsbúnaðarstefna er ennfremur ekki til. Þetta er samtíningur af hugmyndum um landbúnað á Íslandi og hefur reynst íslenskum bændum einstaklega illa í gegnum árin og haldið þeim í láglaunastörfum, jafnvel fátækt í marga áratugi. Það er ekki neinna breytinga að sjá í þessum málaflokki næstu árin á meðan Sjálfstæðisflokkurinn eða Framsóknarflokkurinn stjórnar þessum málaflokki á Íslandi. Björn nefnir Vinstr-Græna (VG) í sinni grein. Ástæða þess að aðildarviðræður Íslands og Evrópusambandsins gengu svona illa á sínum tíma voru endalaus skemmdarverk VG í aðildarviðræðunum með því einfaldlega ekki að framkvæma þær skyldur sem af þeim var ætlast. Töfðu fyrir öllu ferlinu og stóðu jafnvel í stórfelldum skemmdarverkum á aðildarferlinu. Það bætti síðan ekki úr stöðu mála að Össur Skarphéðinsson hljóp til Kína og gerði þar fríverslunarsamning sem er ein verstu mistök íslenskrar utanríkisstefnu á 21 öldinni. Sjálfstæðisflokkurinn kýs að búa til þjóðfélag sem er háð þeim. Það gerir þeim fært um að komast upp með allan fjandann, hvort sem er í viðskiptum eða stjórnmálum. Innan Evrópusambandsins eru nefnilega staðlar og kröfur í stjórnmálum sem ætlast er til að farið sé eftir. Eitthvað sem Sjálfstæðismenn kunna illa við. Fiskvinnslufyrirtækin sem halda þeim uppi og áróðri þeirra í Morgunblaðinu gegn Evrópusambandinu og aðild Íslands að því starfa öll innan Evrópusambandsins og hafa gert í áratugi. Flest af þeim gera einnig upp í Evrum, frekar en íslenskum krónum. Síðan má nefna að án evrunnar eru íslendingar fastir í hávaxtastefnu, verðbólgu og sveiflum í gjaldeyrismálum sem margfalda kostnað íslendinga á öllu á hverju ári. Þetta vilja sjálfstæðismenn af því að þeir eru búnir að koma öllum sínum peningum fyrir í útlöndum. Annað hvort í Lúxemburg (aðildarríki að Evrópusambandinu) eða í öðrum handhægum skattaskjólum eins og þekkt er. Eina ölmusu stefan sem er rekin er sú stefna að íslendingar eigi að þiggja allt frá Sjálfstæðisflokknum og vera þakklátir fyrir það. Svona rétt á meðan Sjálfstæðisflokkurinn eyðileggur efnahag Íslands aftur vegna botnlausrar græðgi og skammsýni. Þetta er ekki ofbeldissamband sem á að fá að standa. Höfundur er rithöfundur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Kosningar 2021 Utanríkismál Evrópusambandið Landbúnaður Mest lesið Kæra vinkona Margrét Pála María Ösp Ómarsdóttir,Tinna Björg Kristinsdóttir Skoðun Gerræðisleg og hjartalaus leyfisveiting, sem stöðva verður! Ole Anton Bieltvedt Skoðun Dýrkeypt skiptimynt! María Védís Ólafsdóttir Skoðun Opið bréf til stjórnar Leikfélags Reykjavíkur Margrét Tryggvadóttir Skoðun Þurfa kennarar full laun? Elín Erna Steinarsdóttir Skoðun Ráðningarvernd samrýmist grunnstoðum lýðræðisins Kolbrún Halldórsdóttir Skoðun Reykjalundur í 80 ár Pétur Magnússon Skoðun Hugleiðingar leikskólakennara í verkfalli Elín Gíslína Steindórsdóttir Skoðun Opið bréf til þingmanna frá húsmóður í Vesturbænum Margrét Kristín Blöndal Skoðun Kristið fólk er ekki betra en annað fólk Bjarni Karlsson Skoðun Skoðun Skoðun Fagmenntun er réttur barna en ekki lúxus Bentína Þórðardóttir,Ingibjörg Jónasdóttir,Júlía Guðbrandsdóttir,Sigríður Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Kristið fólk er ekki betra en annað fólk Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Þurfa kennarar full laun? Elín Erna Steinarsdóttir skrifar Skoðun Lýðræðið kostar Hákon Gunnarsson skrifar Skoðun Opið bréf til stjórnar Leikfélags Reykjavíkur Margrét Tryggvadóttir skrifar Skoðun Dýrkeypt skiptimynt! María Védís Ólafsdóttir skrifar Skoðun Reykjalundur í 80 ár Pétur Magnússon skrifar Skoðun Ráðningarvernd samrýmist grunnstoðum lýðræðisins Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Gerræðisleg og hjartalaus leyfisveiting, sem stöðva verður! Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Hugleiðingar leikskólakennara í verkfalli Elín Gíslína Steindórsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til þingmanna frá húsmóður í Vesturbænum Margrét Kristín Blöndal skrifar Skoðun Opið bréf til kennara og stjórnenda allra framhaldsskóla Klara Nótt Egilson skrifar Skoðun Kæra vinkona Margrét Pála María Ösp Ómarsdóttir,Tinna Björg Kristinsdóttir skrifar Skoðun Sjúkraflug í vondri stöðu - hvenær verður brugðist við? Sif Huld Albertsdóttir skrifar Skoðun Fangelsi Framsóknarflokksins Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Menntun í gíslingu hrímþursa Þorsteinn Gunnarsson skrifar Skoðun Viltu vinna með framtíðinni? Helga Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Færum fanga úr fortíðinni Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Getur hver sem er sinnt besta starfi í heimi? Sveinlaug Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hugleiðing um listamannalaun IV Þórhallur Guðmundsson skrifar Skoðun Styðjum Áslaugu Örnu – sameinumst um grunngildin Hópur Sjálfstæðismanna skrifar Skoðun Sjálfbærni íslenskra fyrirtækja er ekki lengur valkostur Ísabella Ósk Másdóttir,Guðni Þór Þórsson,Arent Orri J. Claessen skrifar Skoðun Minnihlutavernd í fjöleignarhúsum Sigurður Orri Hafþórsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin þarf aðhald Svandís Svavarsdóttir skrifar Skoðun Undir faglegri leiðsögn kennara blómstra börn Jónína Hauksdóttir skrifar Skoðun Donald Trump og tollarnir Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Rauð viðvörun í íslenska menntakerfinu Tinna Steindórsdóttir skrifar Skoðun Varasjóður VR Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til Alþingis, við þingsetningu 4. febrúar Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer,Ragnhildur Katla Jónsdóttir skrifar Skoðun Leigubílar eiga að vera almenningssamgöngur en ekki neyðarúrræði Eyþór Máni Steinarsson skrifar Sjá meira
Björn Bjarnarson, fyrrverandi ráðherra, núverandi vælukjói skrifar grein á vefsíðu sína þar sem hann sakar Evrópusambandið um að bjóða bændum „ölmusu“ í gegnum Sameiginlega Landbúnaðarstefnu Evrópusambandsins (The common agricultural policy). Þetta er auðvitað rangt hjá Birni, eins og annað sem hann lætur frá sér. Stefna Evrópusambandsins í landbúnaði er að öll aðildarríki Evrópusambandsins geti framleitt þau matvæli sem þau þurfa og geti síðan selt framleiðslu til annara ríkja eftir þörfum. Salan á landbúnaðarvörum til annara aðildarríkja Evrópusambandsins er tollfrjáls, þar sem Evrópusambandið er einnig tollabandalag. Það hefur verið helsta kvörtunarefni Bændasamtaka Íslands að þau geta ekki flutt út vörur tollfrjálst til Evrópusambandsins og þurfa að sæta kvótum á útflutning til Íslands. Þetta myndi hverfa við inngöngu Íslands að Evrópusambandinu. Hvernig greiðslum yrði háttað til íslenskra bænda færi eftir aðildarsamningi Íslands við Evrópusambandið. Íslensk landsbúnaðarstefna er ennfremur ekki til. Þetta er samtíningur af hugmyndum um landbúnað á Íslandi og hefur reynst íslenskum bændum einstaklega illa í gegnum árin og haldið þeim í láglaunastörfum, jafnvel fátækt í marga áratugi. Það er ekki neinna breytinga að sjá í þessum málaflokki næstu árin á meðan Sjálfstæðisflokkurinn eða Framsóknarflokkurinn stjórnar þessum málaflokki á Íslandi. Björn nefnir Vinstr-Græna (VG) í sinni grein. Ástæða þess að aðildarviðræður Íslands og Evrópusambandsins gengu svona illa á sínum tíma voru endalaus skemmdarverk VG í aðildarviðræðunum með því einfaldlega ekki að framkvæma þær skyldur sem af þeim var ætlast. Töfðu fyrir öllu ferlinu og stóðu jafnvel í stórfelldum skemmdarverkum á aðildarferlinu. Það bætti síðan ekki úr stöðu mála að Össur Skarphéðinsson hljóp til Kína og gerði þar fríverslunarsamning sem er ein verstu mistök íslenskrar utanríkisstefnu á 21 öldinni. Sjálfstæðisflokkurinn kýs að búa til þjóðfélag sem er háð þeim. Það gerir þeim fært um að komast upp með allan fjandann, hvort sem er í viðskiptum eða stjórnmálum. Innan Evrópusambandsins eru nefnilega staðlar og kröfur í stjórnmálum sem ætlast er til að farið sé eftir. Eitthvað sem Sjálfstæðismenn kunna illa við. Fiskvinnslufyrirtækin sem halda þeim uppi og áróðri þeirra í Morgunblaðinu gegn Evrópusambandinu og aðild Íslands að því starfa öll innan Evrópusambandsins og hafa gert í áratugi. Flest af þeim gera einnig upp í Evrum, frekar en íslenskum krónum. Síðan má nefna að án evrunnar eru íslendingar fastir í hávaxtastefnu, verðbólgu og sveiflum í gjaldeyrismálum sem margfalda kostnað íslendinga á öllu á hverju ári. Þetta vilja sjálfstæðismenn af því að þeir eru búnir að koma öllum sínum peningum fyrir í útlöndum. Annað hvort í Lúxemburg (aðildarríki að Evrópusambandinu) eða í öðrum handhægum skattaskjólum eins og þekkt er. Eina ölmusu stefan sem er rekin er sú stefna að íslendingar eigi að þiggja allt frá Sjálfstæðisflokknum og vera þakklátir fyrir það. Svona rétt á meðan Sjálfstæðisflokkurinn eyðileggur efnahag Íslands aftur vegna botnlausrar græðgi og skammsýni. Þetta er ekki ofbeldissamband sem á að fá að standa. Höfundur er rithöfundur.
Skoðun Fagmenntun er réttur barna en ekki lúxus Bentína Þórðardóttir,Ingibjörg Jónasdóttir,Júlía Guðbrandsdóttir,Sigríður Sigurjónsdóttir skrifar
Skoðun Sjálfbærni íslenskra fyrirtækja er ekki lengur valkostur Ísabella Ósk Másdóttir,Guðni Þór Þórsson,Arent Orri J. Claessen skrifar
Skoðun Opið bréf til Alþingis, við þingsetningu 4. febrúar Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer,Ragnhildur Katla Jónsdóttir skrifar
Skoðun Leigubílar eiga að vera almenningssamgöngur en ekki neyðarúrræði Eyþór Máni Steinarsson skrifar