Píratar standa með sjómönnum Gunnar Ingiberg Guðmundsson skrifar 18. september 2021 19:00 Sjómenn eru samningslausir, aftur. Félög sjómanna sendu frá sér yfirlýsingu þann 16. september, með titlinum „Svik við sjómenn eru svik við þjóðina!“ Í henni eru raktar grunsemdir um að allt að tuttugu milljarða vanti inn í launauppgjör og skattheimtu ríkisins í útflutningi fiskafurða milli tengdra aðila. Þeirra útreikningar leiða af sér að um 8,3% vanti upp á verðmæti afurðanna þegar þær eru skráðar út úr landinu. Samtök fyrirtækja í sjávarútvegi sendu frá sér svar um hæl þar sem í grófum dráttum er rakið að núverandi fyrirkomulag sé fullkomlega eðlilegt og allt lögum samkvæmt. Þar liggur samt einmitt hundurinn grafinn, núverandi kerfi bíður upp á tvöfalda verðlagningu fisks. Fiskur sem er seldur inn til vinnslu á Íslandi innan sama félags er að jafnaði 20-25% ódýrari heldur en fiskur sem er seldur inn á fiskmarkað. Það er svo sem lögum samkvæmt en algjörlega óásættanlegt og kallar á tafarlausa lagabreytingu. Lóðrétt samþætting þýðir að sami aðili hefur stjórn á allri virðiskeðju afurðarinnar frá veiði til sölu og öll stökk þar á milli. Laun sjómanna eru reiknuð út frá aflaverðmæti, af þeim er síðan reiknaður tekjuskattur. Það þýðir að allur afsláttur af aflaverðmæti er afsláttur af tekjuskatti. Þess vegna leggja Píratar til að Verðlagstofa skiptaverðs verði lögð niður. Tilgangur stofnunarinnar var í upphafi göfugur, að jafna aðstöðumun sjómanna og útgerða og leysa deilur um fiskverð. Þetta hefur með árunum hins vegar orðið meira til trafala þar sem ferlar og aðferðarfræði gagnaöflunar hafa ekki þróast í takt við tímann. Félög sjómanna geta með ágætum leyst þetta hlutverk með nýstárlegri aðferðum. Fiskmarkaðir á Íslandi eru í einkaeign, en miðlægt gagnakerfi þeirra, Reiknistofa fiskmarkaða, safnar og miðlar upplýsingum til kaupenda og seljanda. Þessi gögn koma til af þeim fisk sem er seldur á uppboðum þar sem hæstbjóðandi hreppir hverja stæðu. Gögnin eru hinsvegar ekki opinber nema að litlu leyti en það þarf að skoða gaumgæfilega að gera þau aðgengileg almenningi. Píratar lögðu til breytingar á frumvarpi á lögum um umgengni um nytjastofna sjávar og lögum um Fiskistofu þann 31. maí árið 2017. Hún hljóðaði svo: „Vigtunarleyfishöfum er skylt að láta liggja frammi yfirlit um selt aflamagn hvers dags, kaupendur þess og verð. Skulu þeir daglega senda Fiskistofu afrit af slíku yfirliti. Þá skulu þeir senda félaga- og hagsmunasamtökum sjómanna skýrslu um seljendur, afla, aflamagn, kaupendur og verð, sé þess óskað.“ Markmið Pírata er að gagnsæi leiði af sér eðlilega verðmyndun fisks. Við viljum líka aðskilja veiðar og vinnslu. Það þýðir að sami aðili getur ekki rekið bæði fiskvinnslu og útgerð. Það væri í eðli sínu hægt í kerfi þar sem allar afurðir fara á íslenskan fiskmarkað eftir löndun. En það þýðir líka að sami aðili þarf að greiða markaðsverð fyrir fiskinn. Árið 2020 jókst hagnaður 10 stærstu aðilanna í sjávarútvegi um 52%, en á sama ári lækkuðu veiðigjöld um þrjá milljarða. Ef okkar óskir yrðu uppfylltar væri veiðigjald tekið sem prósenta við sölu á fiskmarkaði. Það þýðir að dægursveiflur fiskverðs hafa áhrif á veiðigjaldið en það er þó öllum aðilum máls ljóst fyrirfram hvaða hlutfall aflans fer í gjöld. Þess vegna leggja Píratar til að Verðlagstofa skiptaverðs verði lögð niður, allur fiskur fari á fiskmarkað og að öll gögn tengdum sölu á fisk og fiskafurðum verði opinber. Þannig stöndum við vörð um að sjómenn fái sanngjarnan hlut í þeim verðmætum sem þeir skapa með sinni vinnu. Nýtum kosningaréttinn þann 25. september næstkomandi og stöndum með sjómönnum. Saman getum við breytt samfélaginu til hins betra. Höfundur skipar 2. sæti á lista Pírata í Norðvesturkjördæmi Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Kosningar 2021 Alþingiskosningar 2021 Sjávarútvegur Píratar Mest lesið Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland Skoðun Tjaldið fellt í leikhúsi fáránleikans Vésteinn Ólason Skoðun Ég vona að þú gleymir mér ekki Hlynur Már Vilhjálmsson Skoðun Hvaða einkunn fékkst þú á bílprófinu? Grétar Birgisson Skoðun Græna vöruhúsið setur svartan blett á íslenskt samfélag Davíð Aron Routley Skoðun Málþófs klúður Sægreifa-flokkanna Jón Þór Ólafsson Skoðun Heilbrigðisreglugerð WHO: Hagsmunir eða heimska? Júlíus Valsson Skoðun Dæmt um efni, Hörður Árni Finnsson,Elvar Örn Friðriksson,Snæbjörn Guðmundsson Skoðun Halldór 12.07.25 Halldór Flugnám - Annar hluti: Afskiptaleysi stjórnvalda Matthías Arngrímsson Skoðun Skoðun Skoðun Ég vona að þú gleymir mér ekki Hlynur Már Vilhjálmsson skrifar Skoðun Hvaða einkunn fékkst þú á bílprófinu? Grétar Birgisson skrifar Skoðun Að koma út í lífið með verri forgjöf, hvernig tilfinning er það? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Tjaldið fellt í leikhúsi fáránleikans Vésteinn Ólason skrifar Skoðun Heilbrigðisreglugerð WHO: Hagsmunir eða heimska? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Málþófs klúður Sægreifa-flokkanna Jón Þór Ólafsson skrifar Skoðun Græna vöruhúsið setur svartan blett á íslenskt samfélag Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Dæmt um efni, Hörður Árni Finnsson,Elvar Örn Friðriksson,Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Flugnám - Annar hluti: Afskiptaleysi stjórnvalda Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Sóvésk sápuópera Franklín Ernir Kristjánsson skrifar Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Dæmir sig sjálft Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Mega blaðamenn ljúga? Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Ákall um nægjusemi í heimi neyslubrjálæðis Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar Skoðun Samstarf er lykill að framtíðinni Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Kjarnorkuákvæði? Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Hver erum við? Hvert stefnum við? Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir skrifar Skoðun Fjármálalæsi í fríinu – fjárfesting sem endist lengur en sólbrúnkan! Íris Björk Hreinsdóttir skrifar Skoðun Hugtakið valdarán gengisfellt Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ábyrgðin er þeirra Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Dæmt um form, ekki efni Hörður Arnarson skrifar Skoðun Að þröngva lífsskoðun upp á annað fólk Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Um fundarstjórn forseta Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hjálpartæki – fyrir hverja? Júlíana Magnúsdóttir skrifar Skoðun Flugnám - Fyrsti hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland skrifar Skoðun Í 1.129 daga hefur Alþingi hunsað jaðarsettasta hóp samfélagsins Grímur Atlason skrifar Skoðun Tekur ný ríkisstjórn af skarið? Árni Einarsson skrifar Sjá meira
Sjómenn eru samningslausir, aftur. Félög sjómanna sendu frá sér yfirlýsingu þann 16. september, með titlinum „Svik við sjómenn eru svik við þjóðina!“ Í henni eru raktar grunsemdir um að allt að tuttugu milljarða vanti inn í launauppgjör og skattheimtu ríkisins í útflutningi fiskafurða milli tengdra aðila. Þeirra útreikningar leiða af sér að um 8,3% vanti upp á verðmæti afurðanna þegar þær eru skráðar út úr landinu. Samtök fyrirtækja í sjávarútvegi sendu frá sér svar um hæl þar sem í grófum dráttum er rakið að núverandi fyrirkomulag sé fullkomlega eðlilegt og allt lögum samkvæmt. Þar liggur samt einmitt hundurinn grafinn, núverandi kerfi bíður upp á tvöfalda verðlagningu fisks. Fiskur sem er seldur inn til vinnslu á Íslandi innan sama félags er að jafnaði 20-25% ódýrari heldur en fiskur sem er seldur inn á fiskmarkað. Það er svo sem lögum samkvæmt en algjörlega óásættanlegt og kallar á tafarlausa lagabreytingu. Lóðrétt samþætting þýðir að sami aðili hefur stjórn á allri virðiskeðju afurðarinnar frá veiði til sölu og öll stökk þar á milli. Laun sjómanna eru reiknuð út frá aflaverðmæti, af þeim er síðan reiknaður tekjuskattur. Það þýðir að allur afsláttur af aflaverðmæti er afsláttur af tekjuskatti. Þess vegna leggja Píratar til að Verðlagstofa skiptaverðs verði lögð niður. Tilgangur stofnunarinnar var í upphafi göfugur, að jafna aðstöðumun sjómanna og útgerða og leysa deilur um fiskverð. Þetta hefur með árunum hins vegar orðið meira til trafala þar sem ferlar og aðferðarfræði gagnaöflunar hafa ekki þróast í takt við tímann. Félög sjómanna geta með ágætum leyst þetta hlutverk með nýstárlegri aðferðum. Fiskmarkaðir á Íslandi eru í einkaeign, en miðlægt gagnakerfi þeirra, Reiknistofa fiskmarkaða, safnar og miðlar upplýsingum til kaupenda og seljanda. Þessi gögn koma til af þeim fisk sem er seldur á uppboðum þar sem hæstbjóðandi hreppir hverja stæðu. Gögnin eru hinsvegar ekki opinber nema að litlu leyti en það þarf að skoða gaumgæfilega að gera þau aðgengileg almenningi. Píratar lögðu til breytingar á frumvarpi á lögum um umgengni um nytjastofna sjávar og lögum um Fiskistofu þann 31. maí árið 2017. Hún hljóðaði svo: „Vigtunarleyfishöfum er skylt að láta liggja frammi yfirlit um selt aflamagn hvers dags, kaupendur þess og verð. Skulu þeir daglega senda Fiskistofu afrit af slíku yfirliti. Þá skulu þeir senda félaga- og hagsmunasamtökum sjómanna skýrslu um seljendur, afla, aflamagn, kaupendur og verð, sé þess óskað.“ Markmið Pírata er að gagnsæi leiði af sér eðlilega verðmyndun fisks. Við viljum líka aðskilja veiðar og vinnslu. Það þýðir að sami aðili getur ekki rekið bæði fiskvinnslu og útgerð. Það væri í eðli sínu hægt í kerfi þar sem allar afurðir fara á íslenskan fiskmarkað eftir löndun. En það þýðir líka að sami aðili þarf að greiða markaðsverð fyrir fiskinn. Árið 2020 jókst hagnaður 10 stærstu aðilanna í sjávarútvegi um 52%, en á sama ári lækkuðu veiðigjöld um þrjá milljarða. Ef okkar óskir yrðu uppfylltar væri veiðigjald tekið sem prósenta við sölu á fiskmarkaði. Það þýðir að dægursveiflur fiskverðs hafa áhrif á veiðigjaldið en það er þó öllum aðilum máls ljóst fyrirfram hvaða hlutfall aflans fer í gjöld. Þess vegna leggja Píratar til að Verðlagstofa skiptaverðs verði lögð niður, allur fiskur fari á fiskmarkað og að öll gögn tengdum sölu á fisk og fiskafurðum verði opinber. Þannig stöndum við vörð um að sjómenn fái sanngjarnan hlut í þeim verðmætum sem þeir skapa með sinni vinnu. Nýtum kosningaréttinn þann 25. september næstkomandi og stöndum með sjómönnum. Saman getum við breytt samfélaginu til hins betra. Höfundur skipar 2. sæti á lista Pírata í Norðvesturkjördæmi
Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar
Skoðun Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir skrifar
Skoðun Fjármálalæsi í fríinu – fjárfesting sem endist lengur en sólbrúnkan! Íris Björk Hreinsdóttir skrifar
Skoðun Flugnám - Fyrsti hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar