Fólk spennt fyrir Öskjugosi sem lætur bíða eftir sér Óttar Kolbeinsson Proppé skrifar 18. september 2021 12:18 Askja í forgrunni. Fjær sjást Herðubreið og Herðubreiðartögl og lengst til hægri sést í Upptyppinga. Mynd/Stöð 2. Ólíklegt er að gos hefjist í Öskju á næstu vikum eða mánuðum. Landris á svæðinu gæti þó verið upphafið að langri atburðarás sem endar með gosi. Óvissustig almannavarna er enn í gildi vegna landriss í Öskju þar sem talið er að kvika hafi safnast fyrir á um tveggja kílómetra dýpi. Veðurstofan hefur aukið eftirlit sitt með svæðinu. „Við erum alveg búin undir að þetta sé einhver ferill sem gæti tekið lengri tíma. Við sáum það nú með Reykjanesið að innskotavirkni hófst einu og hálfur ári áður en gos hófst,“ segir Salóme Jórunn Bernharðsdóttir, náttúruvársérfræðingur á Veðurstofu Íslands. Það má þá ekki búast við að gos hefjist á svæðinu á morgun eða í næstu viku? „Nei, við búumst við því að það verði einhver skýrari merki í aðdraganda goss. En þetta er alveg klárlega atburðarás sem þarf að fylgjast með,“ segir Salóme. Fæst kvikuinnskot ná upp á yfirborð Hún bendir á að langur tími fyrir okkur mennina geti verið mjög stuttur tími á jarðfræðilegum skala. „Þetta er svona með jarðferlin, að þau taka lengri tíma heldur en að við erum kannski með þolinmæði í yfirleitt. Fólk er voða spennt að sjá eitthvað nýtt en þetta tekur oft aðeins lengri tíma.“ Salóme segir þó ólíklegra en ekki að kvikan nái upp á yfirborðið. „Við segjum oft að það sé í svona 90 prósent tilfella að innskot ná ekki á yfirborðið. Og við sáum það nú líka með Reykjanesið að þar voru í rauninni nokkur innskotaferli í gangi og svo endaði það með ganginum sem náði á yfirborðið.“ Askja gaus síðast árið 1961 en land í kringum eldstöðina hafði sigið jafnt og þétt frá árinu 1983, þar til það fór skyndilega að rísa í ágúst í ár. Eldgos og jarðhræringar Náttúruhamfarir Skútustaðahreppur Tengdar fréttir Fylgjast náið með Öskju og biðja ferðamenn að upplýsa um allt óvenjulegt Almannavarnir fylgjast náið með landrisi og jarðskjálftavirkni í Öskju og biðja ferðamenn að láta vita, taki þeir eftir einhverju óvenjulegu á svæðinu. Jarðeðlisfræðingur segir þetta geta markað upphafið að langtímaferli sem endar með gosi, og telur ástæðu til að taka ástandið alvarlega. 4. september 2021 19:00 Land rís við Öskju Mælingar Veðurstofu Íslands sýna að þensla hafi hafist í Öskju í byrjun ágúst 2021. 3. september 2021 23:58 Mest lesið Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Innlent Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Innlent Ók á ljósastaur við Grensásveg Innlent Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Innlent Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Erlent Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Innlent Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Innlent Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Innlent Fleiri fréttir Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Bein útsending: Hvar eru umhverfis- og loftslagsmálin í kosningabaráttunni? Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu „Dapurlegt“ útspil kennara og opnun Bláa lónsins Sigmundur fjarverandi allar atkvæðagreiðslur Styrkja möstrin með möl eftir góða vinnu í nótt Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Hlutverk flokksforingja stórlega ofmetið í kosningabaráttunni Braut rúðu í lögreglubíl Stöðugt gos og engir skjálftar „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Sjá meira
Óvissustig almannavarna er enn í gildi vegna landriss í Öskju þar sem talið er að kvika hafi safnast fyrir á um tveggja kílómetra dýpi. Veðurstofan hefur aukið eftirlit sitt með svæðinu. „Við erum alveg búin undir að þetta sé einhver ferill sem gæti tekið lengri tíma. Við sáum það nú með Reykjanesið að innskotavirkni hófst einu og hálfur ári áður en gos hófst,“ segir Salóme Jórunn Bernharðsdóttir, náttúruvársérfræðingur á Veðurstofu Íslands. Það má þá ekki búast við að gos hefjist á svæðinu á morgun eða í næstu viku? „Nei, við búumst við því að það verði einhver skýrari merki í aðdraganda goss. En þetta er alveg klárlega atburðarás sem þarf að fylgjast með,“ segir Salóme. Fæst kvikuinnskot ná upp á yfirborð Hún bendir á að langur tími fyrir okkur mennina geti verið mjög stuttur tími á jarðfræðilegum skala. „Þetta er svona með jarðferlin, að þau taka lengri tíma heldur en að við erum kannski með þolinmæði í yfirleitt. Fólk er voða spennt að sjá eitthvað nýtt en þetta tekur oft aðeins lengri tíma.“ Salóme segir þó ólíklegra en ekki að kvikan nái upp á yfirborðið. „Við segjum oft að það sé í svona 90 prósent tilfella að innskot ná ekki á yfirborðið. Og við sáum það nú líka með Reykjanesið að þar voru í rauninni nokkur innskotaferli í gangi og svo endaði það með ganginum sem náði á yfirborðið.“ Askja gaus síðast árið 1961 en land í kringum eldstöðina hafði sigið jafnt og þétt frá árinu 1983, þar til það fór skyndilega að rísa í ágúst í ár.
Eldgos og jarðhræringar Náttúruhamfarir Skútustaðahreppur Tengdar fréttir Fylgjast náið með Öskju og biðja ferðamenn að upplýsa um allt óvenjulegt Almannavarnir fylgjast náið með landrisi og jarðskjálftavirkni í Öskju og biðja ferðamenn að láta vita, taki þeir eftir einhverju óvenjulegu á svæðinu. Jarðeðlisfræðingur segir þetta geta markað upphafið að langtímaferli sem endar með gosi, og telur ástæðu til að taka ástandið alvarlega. 4. september 2021 19:00 Land rís við Öskju Mælingar Veðurstofu Íslands sýna að þensla hafi hafist í Öskju í byrjun ágúst 2021. 3. september 2021 23:58 Mest lesið Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Innlent Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Innlent Ók á ljósastaur við Grensásveg Innlent Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Innlent Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Erlent Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Innlent Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Innlent Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Innlent Fleiri fréttir Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Bein útsending: Hvar eru umhverfis- og loftslagsmálin í kosningabaráttunni? Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu „Dapurlegt“ útspil kennara og opnun Bláa lónsins Sigmundur fjarverandi allar atkvæðagreiðslur Styrkja möstrin með möl eftir góða vinnu í nótt Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Hlutverk flokksforingja stórlega ofmetið í kosningabaráttunni Braut rúðu í lögreglubíl Stöðugt gos og engir skjálftar „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Sjá meira
Fylgjast náið með Öskju og biðja ferðamenn að upplýsa um allt óvenjulegt Almannavarnir fylgjast náið með landrisi og jarðskjálftavirkni í Öskju og biðja ferðamenn að láta vita, taki þeir eftir einhverju óvenjulegu á svæðinu. Jarðeðlisfræðingur segir þetta geta markað upphafið að langtímaferli sem endar með gosi, og telur ástæðu til að taka ástandið alvarlega. 4. september 2021 19:00
Land rís við Öskju Mælingar Veðurstofu Íslands sýna að þensla hafi hafist í Öskju í byrjun ágúst 2021. 3. september 2021 23:58