Vettvangsstjóri slökkviliðsins á höfuðborgarsvæðinu, Bjarni Ingimarsson, segir að grunur sé um að eldurinn hafi komið upp frá rafhlaupahjóli sem var í hleðslu í íbúðinni. Að sögn hans sprakk rúða sem var nokkuð langt frá hlaupahjólinu og því hafi orðið talsverð sprenging.

Íbúðin hafi verið mannslaus og húsið rýmt fljótt. Því urðu engin slys á fólki.
Hann segir slökkviliðsmenn hafa náð að klifra upp á skyggni fyrir utan íbúðina, sem er á annarri hæð, og slökkt eldinn utan frá.
Fréttamaður Stöðvar 2 var á svæðinu og tók eftirfarandi myndband.
Fréttin hefur verið uppfærð.