Mannslíf í húfi Halla Þorvaldsdóttir skrifar 18. september 2021 08:00 Hér á landi teygjum við okkur mjög langt til að bjarga mannslífum. Eitt af því sem hér hefur verið gert er að bjóða upp á skimanir fyrir brjósta- og leghálskrabbameini. Það hefur verið gert í áratugi, með mjög góðum árangri. Áætlað er að skimun fyrir leghálskrabbameini hafi komið í veg fyrir dauðsföll 430 kvenna á árunum 1972 - 2018. Því miður skortir á að við teygjum okkur nægilega langt til að koma í veg fyrir krabbamein í ristli og endaþarmi. Í nýrri grein sérfræðinga Krabbameinsfélagsins og fleiri í Læknablaðinu er farið yfir hvernig skimun fyrir krabbameinum í ristli og endaþarmi mun lækka nýgengi þessara meina og fækka dauðsföllum. Með skimun fyrir þessum meinum er hægt að bjarga að minnsta kosti 6 mannslífum á ári og fækka þannig umtalsvert þeim 28 dauðsföllum sem verða að meðaltali á hverju ári hér á landi hjá fólki á aldrinum 50 – 74 ára. Að auki léttir skimunin krabbameinsmeðferð margra. Öll Norðurlöndin nema Færeyjar hafa þegar innleitt þessa skimun. Hún hefur verið til umræðu, að því er virðist ágreiningslaust á Alþingi í 20 ár. Fjármagni hefur verið veitt til verkefnisins en samt er skimunin ekki hafin. Svör stjórnvalda hafa í mörg ár verið á þann veg að verið sé að undirbúa skimunina og hún sé alveg að fara í gang. Engar fréttir berast af framgangi málsins og við fyrirspurnum Krabbameinsfélagsins til heilbrigðisráðuneytisins berast engin svör. Krabbameinum mun fjölga um 28% á næstu 15 árum, fyrst og fremst vegna þess að þjóðin er að eldast. Krabbameinsmeðferð krefst mikils af þeim sem veikjast og aðstandendum þeirra og er kostnaðarsöm fyrir samfélagið. Ekki þarf að orðlengja frekar að til mjög mikils er að vinna að nýta allar leiðir til að vinna gegn krabbameinum. Skimun fyrir krabbameinum í ristli og endaþarmi er mjög brýnt verkefni sem einfaldlega er ekki hægt að bíða með lengur. Fjöldi mannslífa er í húfi. Höfundur er framkvæmdastjóri Krabbameinsfélagsins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Halla Þorvaldsdóttir Heilbrigðismál Mest lesið „I believe the children are our future…“ Karen Rúnarsdóttir Skoðun Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson Skoðun Ný sókn í menntamálum Guðmundur Ari Sigurjónsson Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun Mikilvægi félagasamtaka og magnað maraþon Þuríður Harpa Sigurðardóttir Skoðun Er Akureyri að missa háskólann sinn? Aðalbjörn Jóhannsson Skoðun Ég vildi óska þess að ég hefði hreinlega fengið krabbamein Íris Elfa Þorkelsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun „I believe the children are our future…“ Karen Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi félagasamtaka og magnað maraþon Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Allt sem ég þarf að gera Dagbjartur Kristjánsson skrifar Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Notkun ökklabanda Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir skrifar Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar Skoðun Ný sókn í menntamálum Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Þjóðarmorð, fálmandi mjálm eða aðgerðir? Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Vin í eyðimörkinni – almenningsbókasöfn borgarinnar Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Er Akureyri að missa háskólann sinn? Aðalbjörn Jóhannsson skrifar Skoðun Tíu staðreyndir um alvarlegustu kvenréttindakrísu heims Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Ég vildi óska þess að ég hefði hreinlega fengið krabbamein Íris Elfa Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Mestu aularnir í Vetrarbrautinni Kári Helgason skrifar Skoðun Fjárfestum í fyrsta bekk, frekar en fangelsum Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Eftirlíking vitundar og hætturnar sem henni fylgja Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Gagnvirkni líkama og vitundar til heilbrigðis Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Nýjar lausnir í kennslu – gamlar hindranir Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Kópavogsleiðinn Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Samstarf sem skilar raunverulegum loftslagsaðgerðum Nótt Thorberg skrifar Skoðun Lærum að lesa og reikna Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Loforðið sem borgarstjóri gleymdi Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Kristrún, það er bannað að plata Snorri Másson skrifar Skoðun Öndunaræfingar í boði SFS Vala Árnadóttir skrifar Skoðun Öndum rólega – á meðan húsið brennur Magnús Magnússon skrifar Skoðun Umbylting ríkisfjármála á átta mánuðum Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Sjá meira
Hér á landi teygjum við okkur mjög langt til að bjarga mannslífum. Eitt af því sem hér hefur verið gert er að bjóða upp á skimanir fyrir brjósta- og leghálskrabbameini. Það hefur verið gert í áratugi, með mjög góðum árangri. Áætlað er að skimun fyrir leghálskrabbameini hafi komið í veg fyrir dauðsföll 430 kvenna á árunum 1972 - 2018. Því miður skortir á að við teygjum okkur nægilega langt til að koma í veg fyrir krabbamein í ristli og endaþarmi. Í nýrri grein sérfræðinga Krabbameinsfélagsins og fleiri í Læknablaðinu er farið yfir hvernig skimun fyrir krabbameinum í ristli og endaþarmi mun lækka nýgengi þessara meina og fækka dauðsföllum. Með skimun fyrir þessum meinum er hægt að bjarga að minnsta kosti 6 mannslífum á ári og fækka þannig umtalsvert þeim 28 dauðsföllum sem verða að meðaltali á hverju ári hér á landi hjá fólki á aldrinum 50 – 74 ára. Að auki léttir skimunin krabbameinsmeðferð margra. Öll Norðurlöndin nema Færeyjar hafa þegar innleitt þessa skimun. Hún hefur verið til umræðu, að því er virðist ágreiningslaust á Alþingi í 20 ár. Fjármagni hefur verið veitt til verkefnisins en samt er skimunin ekki hafin. Svör stjórnvalda hafa í mörg ár verið á þann veg að verið sé að undirbúa skimunina og hún sé alveg að fara í gang. Engar fréttir berast af framgangi málsins og við fyrirspurnum Krabbameinsfélagsins til heilbrigðisráðuneytisins berast engin svör. Krabbameinum mun fjölga um 28% á næstu 15 árum, fyrst og fremst vegna þess að þjóðin er að eldast. Krabbameinsmeðferð krefst mikils af þeim sem veikjast og aðstandendum þeirra og er kostnaðarsöm fyrir samfélagið. Ekki þarf að orðlengja frekar að til mjög mikils er að vinna að nýta allar leiðir til að vinna gegn krabbameinum. Skimun fyrir krabbameinum í ristli og endaþarmi er mjög brýnt verkefni sem einfaldlega er ekki hægt að bíða með lengur. Fjöldi mannslífa er í húfi. Höfundur er framkvæmdastjóri Krabbameinsfélagsins.
Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun
Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar
Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar
Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun