Gleymdi mennta og menningarmálaráðherra Hönnunarsafninu? 17. september 2021 14:02 Í Morgunblaðinu 16. september fór Lilja Alfreðsdóttir mennta- og menningamálaráðherra yfir göfug störf ráðherra í þágu mennta og menningar á kjörtímabilinu og greinilega margir boltar ratað í markið. Árið 2006 gerði mennta- og menningarmálaráðuneyti samkomulag við Garðabæ um rekstur og stofnframlag ríkisins til Hönnunarsafns Íslands. Í framhaldi af samkomulaginu var Hönnunarsafn Íslands opnað í Garðabæ, en stofnframlag ríkisins til safnsins hefur enn ekki verið greitt. Árið 2016 stillti mennta- og menningarmálaráðuneyti upp samningi um stofnframlag sem ekki var kláraður og er enn óundirritaður. Á þessu kjörtímabili hefur formaður stjórnar Hönnunarsafnsins, formaður menningar- og safnanefndar í Garðabæ og embættismenn ítrekað farið þess á leit við ráðuneytið að ganga frá stofnsamningi við safnið en staðið hefur á svörum ráðuneytis. Þetta er eins og að spila knattleik þar sem mark mótherjans hefur verið fjarlægt þannig að það er ómögulegt gera atlögu að markinu. Hönnunarsafnið er eitt af viðurkenndum söfnum Íslands. Safnið er sameiginleg minning Íslendinga um íslenska hönnun og endurspeglar hönnunararf þjóðarinnar frá árinu 1900 til nútímans. Það skiptir máli að varðveita, rannsaka og miðla hönnunararfi Íslendinga fyrir komandi kynslóðir, en fjöldi barna og ungmenna heimsækir safnið ár hvert. Hönnunararfur þjóðarinnar veitir framtíðarhönnuðum innblástur og getur ýtt undir hönnun, jafnvel nýsköpun, sem sækir andgift í íslenskan hönnunararf. Mikilvægi hönnunar fer vaxandi og innsýn í hönnun og fjárfestingar í hönnun hafa jákvæð áhrif á umfang nýsköpunar. Undirrituð skorar á mennta- og menningarmálaráðherra að ganga frá stofnsamningi Hönnunarsafnins. Ráðherra þarf að setja upp markið á sínum vallarhelmingi þannig að hægt sé gera heiðarlega atlögu að markinu. Það er ómögulegt að spila bara í eina átt og uppskera engin svör. Höfundur er formaður stjórnar Hönnunarsafns Íslands Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Menning Söfn Tíska og hönnun Mest lesið Braggablús Ölmu Eyþór Kristleifsson Skoðun Heilbrigðiskerfi framtíðarinnar Victor Guðmundsson Skoðun Kosningabaráttan er kostuð af þér Ragnar Sigurður Kristjánsson Skoðun Af hverju ætti ég að standa með kennurum? Stefán Birgir Jóhannesson Skoðun Er „woke-ismi“ genginn of langt? Tanja Mjöll Ísfjörð Magnúsdóttir Skoðun Helvítis Píratarnir Unnar Þór Sæmundsson Skoðun Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Veldu Viðreisn Katrín Sigríður J Steingrímsdóttir Skoðun Dýrkeypt jólagjöf Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir Skoðun Reikningskúnstir Ragnars Þórs Björn Leví Gunnarsson Skoðun Skoðun Skoðun Rangfærslur um ferðaþjónustuna Pétur Óskarsson skrifar Skoðun Íslensk ferðaþjónusta til framtíðar: Næstu skref Lilja Dögg Alfreðsdóttir skrifar Skoðun Framtíð án sleggju: Vaxtalækkanir og skattalækkanir í þágu heimilanna Ingveldur Anna Sigurðardóttir skrifar Skoðun Við erum hér fyrir þig Elvar Eyvindsson,Guðbjörg Elísa Hafsteinsdóttir,Bogi Kristjánsson skrifar Skoðun Vók er vont – frambjóðandi XL kærður til lögreglu Kári Allansson skrifar Skoðun Þetta kostar Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Þrífætta svínið og auðlindarentan Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Er nóg að bara brjóta land? Þorvaldur Rúnarsson skrifar Skoðun Íslensk ferðaþjónusta til framtíðar: Næstu skref Lilja Dögg Alfreðsdóttir skrifar Skoðun Að kjósa taktískt Vilborg Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Að standa vörð um þjóðina Eiríkur S. Svavarsson skrifar Skoðun Jöfn tækifæri í boði Sjálfstæðisflokksins Snorri Ingimarsson skrifar Skoðun Íslendingar, ekki vera fávitar! Tómas Ellert Tómasson skrifar Skoðun Náttúran er stærsta kosningamálið Skúli Skúlason skrifar Skoðun Ásýnd spillingar Jón Ármann Steinsson skrifar Skoðun Pólitík í pípunum Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Veldu Viðreisn Katrín Sigríður J Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Hugsi eftir íbúafund gærdagsins Jón Hjörleifur Stefánsson skrifar Skoðun Framtíðin er í húfi Ásmundur Einar Daðason skrifar Skoðun Drodzy Polacy Jóhann Karl Sigurðsson skrifar Skoðun Fáránleg fjármálastjórn Sigurður Oddsson skrifar Skoðun Fyrirsjáanleiki fyrir ferðaþjónustuna Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Sjávarútvegurinn - Unga fólkið er framtíðin Arnar Jónsson,Hreinn Pétursson skrifar Skoðun Hver verða lykilgildin í næsta stjórnarsáttmála? Gunnar Hersveinn skrifar Skoðun Ungt fólk í Hafnarfirði stendur með Rósu Guðbjartsdóttur Hópur ungs fólks í Hafnarfirði skrifar Skoðun Kjósum frið Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Af hverju kýs ég frjálslyndi og frelsi? Thelma Rut Haukdal Magnúsdóttir skrifar Skoðun Píratar, frumkvöðlar í íslenskum stjórnmálum Helga Völundardóttir skrifar Skoðun Lilja lofar öllu fögru Björn B Björnsson skrifar Skoðun Siðlaus einkavæðing gegn almannahagsmunum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Sjá meira
Í Morgunblaðinu 16. september fór Lilja Alfreðsdóttir mennta- og menningamálaráðherra yfir göfug störf ráðherra í þágu mennta og menningar á kjörtímabilinu og greinilega margir boltar ratað í markið. Árið 2006 gerði mennta- og menningarmálaráðuneyti samkomulag við Garðabæ um rekstur og stofnframlag ríkisins til Hönnunarsafns Íslands. Í framhaldi af samkomulaginu var Hönnunarsafn Íslands opnað í Garðabæ, en stofnframlag ríkisins til safnsins hefur enn ekki verið greitt. Árið 2016 stillti mennta- og menningarmálaráðuneyti upp samningi um stofnframlag sem ekki var kláraður og er enn óundirritaður. Á þessu kjörtímabili hefur formaður stjórnar Hönnunarsafnsins, formaður menningar- og safnanefndar í Garðabæ og embættismenn ítrekað farið þess á leit við ráðuneytið að ganga frá stofnsamningi við safnið en staðið hefur á svörum ráðuneytis. Þetta er eins og að spila knattleik þar sem mark mótherjans hefur verið fjarlægt þannig að það er ómögulegt gera atlögu að markinu. Hönnunarsafnið er eitt af viðurkenndum söfnum Íslands. Safnið er sameiginleg minning Íslendinga um íslenska hönnun og endurspeglar hönnunararf þjóðarinnar frá árinu 1900 til nútímans. Það skiptir máli að varðveita, rannsaka og miðla hönnunararfi Íslendinga fyrir komandi kynslóðir, en fjöldi barna og ungmenna heimsækir safnið ár hvert. Hönnunararfur þjóðarinnar veitir framtíðarhönnuðum innblástur og getur ýtt undir hönnun, jafnvel nýsköpun, sem sækir andgift í íslenskan hönnunararf. Mikilvægi hönnunar fer vaxandi og innsýn í hönnun og fjárfestingar í hönnun hafa jákvæð áhrif á umfang nýsköpunar. Undirrituð skorar á mennta- og menningarmálaráðherra að ganga frá stofnsamningi Hönnunarsafnins. Ráðherra þarf að setja upp markið á sínum vallarhelmingi þannig að hægt sé gera heiðarlega atlögu að markinu. Það er ómögulegt að spila bara í eina átt og uppskera engin svör. Höfundur er formaður stjórnar Hönnunarsafns Íslands
Skoðun Framtíð án sleggju: Vaxtalækkanir og skattalækkanir í þágu heimilanna Ingveldur Anna Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Við erum hér fyrir þig Elvar Eyvindsson,Guðbjörg Elísa Hafsteinsdóttir,Bogi Kristjánsson skrifar
Skoðun Ungt fólk í Hafnarfirði stendur með Rósu Guðbjartsdóttur Hópur ungs fólks í Hafnarfirði skrifar
Skoðun Siðlaus einkavæðing gegn almannahagsmunum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar