Um helgina skutu Norður Kóreumenn tveimur langdrægum eldflaugum sem geta borið kjarnorkuvopn á loft á sunnudag. Skömmu síðar skutu Suður Kóreumenn í fyrsta skipti nýrri tegund eldflaugar frá kafbáti og urðu þar með sjöunda þjóðin í heiminum til að búa yfir slíkri tækni.
Þá greinir CNN frá því að gervihnattamyndir sýni að Norður-Kórea vinni nú að því að stækka lykilverksmiðju sem framleiðir auðgað úran, lykilhráefni í gerð kjarnorkusprengja.
Talið er að viðbyggingin við verksmiðjuna geti aukið framleiðslugetu Norður-Kóreu á auðguðu úrani um 25 prósent. Í frétt CNN segir að Bandaríkjastjórn fylgist grannt með gangi mála í Norður-Kóreu.
Vopnaþróun þar virðist vera í fullum gangi en á vef BBC má sjá myndband sem yfirvöld í Norður-Kóreu hafa birt. Þar má sjá eldflaugum skotið á loft af lestarvagni. Segja yfirvöld í Norður-Kóreu að hægt sé að skjóta eldflaugum á skotmark í allt að 800 kílómetra fjarlægð af þessum færanlegu skotpöllum.