Kaupa fjögur tonn af berjum af harðduglegum Vestfirðingum Kristín Ólafsdóttir skrifar 17. september 2021 07:00 Berjasprettan á norðanverðum Vestfjörðum hefur verið með besta móti í ár eins og víða annars staðar á landinu. Hér má sjá berjatínslukonu í hlíð skammt frá Vestfjarðagöngum nú í september. Mjólkurvinnslan Arna í Bolungarvík ætlar að kaupa alls fjögur tonn af bláberjum í haust, sem Vestfirðingar hafa keppst við að tína. Sá afkastamesti hefur mætt með um 150 kíló af berjum í hvert sinn sem móttakan er opin. Það var mikill erill í bláberjamóttökunni hjá Örnu í Bolungarvík þegar fréttastofa leit þar við síðla morguns í september. Arna hefur nú um árabil keypt ber af berjatínslufólki í lok sumars og byrjun hausts. Úr berjunum er búin til bláberjasulta sem notuð er í haustjógúrt mjólkurvinnslunnar. Berjasprettan verið með besta móti fyrir vestan í ár og þau duglegustu geta haft hundruð þúsunda upp úr krafsinu. Þegar móttakan er opin er tekið á móti berjum þrjá daga í viku. Berin hafa streymt inn til Örnu í haust - afkastamesti tínslumaðurinn skilar af sér um 150 kílóum í hvert sinn sem hann mætir, að sögn gæðastjóra. „Við ætlum að taka semsé fjögur tonn en erum að taka sirka sjö til átta hundruð kíló á dag,“ segir Guðlaug Brynhildur Árnadóttir, gæðastjóri hjá Örnu. „Hérna vigtum við þau, skoðum og förum yfir þau og við viljum náttúrulega bara svört, fersk ber.“ Þá einskorðast berjatínslan alls ekki við Bolungarvík heldur eru berin tínd víðsvegar á Vestfjörðum. „Margir koma hingað vestur og eru að tína, í Ísafirði, Djúpinu og alls staðar þar sem þau mega tína,“ segir Guðlaug. Þá sé berjatínslufólkið jafnmismunandi og það er margt. „Íslendingar, útlendingar og mjög skemmtilegt fólk. Gott fólk.“ Ber Bolungarvík Matvælaframleiðsla Mest lesið Verkföll hafin í sex skólum Innlent Áfastir tappar dragi úr lífsvilja Innlent Árásarmaðurinn hafi átt í samskiptum við lykilvitni Innlent Þóra Tómasdóttir strýkur Tesla-eigendum öfugt Innlent Heiða Björg verður borgarstjóri Innlent Segir menntuð fífl hættuleg fífl Innlent Sama rúta olli skemmdum á bannsvæði í hádeginu Innlent Kennaraverkföll skella á Innlent Skólameistari gengur út frá því að kennarar leggi niður störf Innlent Banaslys á Þingvallavegi Innlent Fleiri fréttir Verkföll hafin í sex skólum Kennaraverkföll skella á Skólameistari gengur út frá því að kennarar leggi niður störf Óvissa um verkföll eftir frestunarbeiðni Áfastir tappar dragi úr lífsvilja Árásarmaðurinn hafi átt í samskiptum við lykilvitni „Hún verður örugglega afbragðsborgarstjóri“ Heiða Björg verður borgarstjóri Ögurstund, staða Play og óreyndur rútubílstjóri Hellti kveikjarabensíni yfir mann og hótaði að kveikja í Ökklasnúnum Esjufara komið til bjargar Banaslys á Þingvallavegi Samræði við þrettán ára nauðgun eftir allt saman Nýr borgarstjóri kynntur á morgun Kennarar samþykkja innanhússtillögu Segir menntuð fífl hættuleg fífl Kókaínsmygl systkina og maka þeirra út um þúfur Fleinn rekinn í hjarta Evrópu verði Úkraína beygð í duftið Þóra Tómasdóttir strýkur Tesla-eigendum öfugt Refsing Dagbjartar þyngd verulega Sameinar sýslumenn: Róar taugar starfsmanna og segir ekkert að óttast Sama rúta olli skemmdum á bannsvæði í hádeginu Hugmyndir Þorgríms séu litaðar vanþekkingu og fordómum Segir karla í forréttindastöðu hafa stofnað Háskólann Stórskemmdi grasflötina við Höfða Bein útsending: Tökum samtalið - Verndandi þættir í lífi barna og ungmenna Uppsagnarákvæði stendur í fólki Þurfi að leggja meira í skóla án aðgreiningar svo stefnan virki Segja loforð svikin í Skálafelli Mátti ekki kalla mann nauðgara með barnagirnd eftir allt saman Sjá meira
Það var mikill erill í bláberjamóttökunni hjá Örnu í Bolungarvík þegar fréttastofa leit þar við síðla morguns í september. Arna hefur nú um árabil keypt ber af berjatínslufólki í lok sumars og byrjun hausts. Úr berjunum er búin til bláberjasulta sem notuð er í haustjógúrt mjólkurvinnslunnar. Berjasprettan verið með besta móti fyrir vestan í ár og þau duglegustu geta haft hundruð þúsunda upp úr krafsinu. Þegar móttakan er opin er tekið á móti berjum þrjá daga í viku. Berin hafa streymt inn til Örnu í haust - afkastamesti tínslumaðurinn skilar af sér um 150 kílóum í hvert sinn sem hann mætir, að sögn gæðastjóra. „Við ætlum að taka semsé fjögur tonn en erum að taka sirka sjö til átta hundruð kíló á dag,“ segir Guðlaug Brynhildur Árnadóttir, gæðastjóri hjá Örnu. „Hérna vigtum við þau, skoðum og förum yfir þau og við viljum náttúrulega bara svört, fersk ber.“ Þá einskorðast berjatínslan alls ekki við Bolungarvík heldur eru berin tínd víðsvegar á Vestfjörðum. „Margir koma hingað vestur og eru að tína, í Ísafirði, Djúpinu og alls staðar þar sem þau mega tína,“ segir Guðlaug. Þá sé berjatínslufólkið jafnmismunandi og það er margt. „Íslendingar, útlendingar og mjög skemmtilegt fólk. Gott fólk.“
Ber Bolungarvík Matvælaframleiðsla Mest lesið Verkföll hafin í sex skólum Innlent Áfastir tappar dragi úr lífsvilja Innlent Árásarmaðurinn hafi átt í samskiptum við lykilvitni Innlent Þóra Tómasdóttir strýkur Tesla-eigendum öfugt Innlent Heiða Björg verður borgarstjóri Innlent Segir menntuð fífl hættuleg fífl Innlent Sama rúta olli skemmdum á bannsvæði í hádeginu Innlent Kennaraverkföll skella á Innlent Skólameistari gengur út frá því að kennarar leggi niður störf Innlent Banaslys á Þingvallavegi Innlent Fleiri fréttir Verkföll hafin í sex skólum Kennaraverkföll skella á Skólameistari gengur út frá því að kennarar leggi niður störf Óvissa um verkföll eftir frestunarbeiðni Áfastir tappar dragi úr lífsvilja Árásarmaðurinn hafi átt í samskiptum við lykilvitni „Hún verður örugglega afbragðsborgarstjóri“ Heiða Björg verður borgarstjóri Ögurstund, staða Play og óreyndur rútubílstjóri Hellti kveikjarabensíni yfir mann og hótaði að kveikja í Ökklasnúnum Esjufara komið til bjargar Banaslys á Þingvallavegi Samræði við þrettán ára nauðgun eftir allt saman Nýr borgarstjóri kynntur á morgun Kennarar samþykkja innanhússtillögu Segir menntuð fífl hættuleg fífl Kókaínsmygl systkina og maka þeirra út um þúfur Fleinn rekinn í hjarta Evrópu verði Úkraína beygð í duftið Þóra Tómasdóttir strýkur Tesla-eigendum öfugt Refsing Dagbjartar þyngd verulega Sameinar sýslumenn: Róar taugar starfsmanna og segir ekkert að óttast Sama rúta olli skemmdum á bannsvæði í hádeginu Hugmyndir Þorgríms séu litaðar vanþekkingu og fordómum Segir karla í forréttindastöðu hafa stofnað Háskólann Stórskemmdi grasflötina við Höfða Bein útsending: Tökum samtalið - Verndandi þættir í lífi barna og ungmenna Uppsagnarákvæði stendur í fólki Þurfi að leggja meira í skóla án aðgreiningar svo stefnan virki Segja loforð svikin í Skálafelli Mátti ekki kalla mann nauðgara með barnagirnd eftir allt saman Sjá meira