Nýbakaður afi með fjölskylduna í forgangi: Róar mig að vita að ég skil við ÍBV á betri stað Sindri Sverrisson skrifar 16. september 2021 13:32 Helgi Sigurðsson hefur nú stýrt bæði Fylki og ÍBV upp í efstu deild á þeim fimm árum sem hann hefur starfað sem þjálfari. „Þetta er algjörlega að mínu frumkvæði. Oftar en ekki er þetta í hina áttina og þess vegna er þetta kannski svolítið skrýtið. En ég færist með þessu nær fjölskyldunni og það er það sem skiptir mig mestu máli,“ segir Helgi Sigurðsson, fráfarandi þjálfari karlaliðs ÍBV í fótbolta. Um leið og Eyjamenn fögnuðu því um helgina að snúa aftur í deild þeirra bestu, með því að tryggja sér 2. sæti í Lengjudeildinni, fengu þeir að vita að Helgi yrði ekki áfram þjálfari liðsins. Helgi tók við ÍBV fyrir tveimur árum og segir tímann í Eyjum hafa verið frábæran. Hann vill hins vegar vera hjá fjölskyldu sinni uppi á landi og ákvað því að segja skilið við félagið. „Auðvitað er skrýtið að stökkva frá borði því maður hefði viljað vera með liðið áfram og ná frábærum árangri í Pepsi Max-deildinni,“ segir Helgi í samtali við Vísi í dag. „Það er engin dramatík á bakvið þetta, bara breyttar fjölskylduaðstæður. Það er orðið erfiðara fyrir mig að vera mikið frá fjölskyldunni samhliða því að sinna starfinu eins og ég vil gera það. Ég varð afi í fyrradag, við eigum þrjú börn, og maður vill huga að fjölskyldunni sem er það mikilvægasta í lífinu,“ segir Helgi. Fjölskyldan hafi getað verið minna í Eyjum í ár en í fyrra. Kvíði ekki framtíðinni fyrir hönd ÍBV „Þegar ég skýrði út mínar ástæður fyrir stjórn ÍBV þá skildu menn þær mjög vel. Þetta var því eins góður viðskilnaður og hugsast gat. Þetta eru búin að vera tvö frábær ár í Eyjum og það sem að róar mig aðeins niður er að ég veit að ég skil við liðið á betri stað en það var á áður. Margir ungir og efnilegir strákar eru búnir að taka stór skref fram á við, ásamt því að við höfum haft reynslumikla og frábæra stráka innanborðs. Ég kvíði því ekki framtíðinni fyrir hönd ÍBV þó að ég stígi frá borði. Þetta er frábært félag. Ég gæti ekki verið stoltari af mínum árangri og að hafa fylgt eftir þeim árangri sem ég náði með Fylki á sínum tíma,“ segir Helgi sem stýrði Fylki upp í efstu deild árið 2017 og var með liðið í tvö tímabil þar á eftir, áður en hann fór svo til Vestmannaeyja. Ekki rætt við önnur félög Helgi hefur hug á að starfa áfram í þjálfun en segist ekki vera farinn að ræða við nein félög: „Það er bara næsta skref að sjá hvort að einhverjir vilji njóta krafta minna og hvað verði í boði. En ég er ekkert búinn með ÍBV. Það eru tveir leikir eftir og ég sagði við strákana í gær að við ætluðum að taka sex stig úr þeim og koma okkur í 50 stig. Það væri árangur sem að lið ná ekki á hverju ári, þó að Framarar hafi auðvitað náð frábærum árangri í sumar Þetta var allt bara að gerast í gær og ég er bara að undirbúa leik á laugardaginn. Ég vil klára þetta verkefni með ÍBV og hugur minn er enn þar. Ég er langt því frá farinn að tala við önnur félög.“ Pepsi Max-deild karla ÍBV Lengjudeild karla Mest lesið Magnað heimsmet í hálfu maraþoni Sport Pat Vellner valdi að fara sömu leið og Anníe Mist Sport Ekki sama hvort það er „fuck off“ eða „fuck you“ Fótbolti Armstrong til Man United frá PSG Enski boltinn Sektar eigin leikmenn eftir tapið gegn Víkingum Fótbolti Leeds mun banna stuðningsfólk sem syngur and-palestínska söngva Enski boltinn Nistelrooy og Keown grófu stríðsöxina og slógu á létta strengi Enski boltinn Dagskráin í dag: Fótbolti, körfubolti og keila Sport Martin í hópnum sem gæti skilað Íslandi á EM Körfubolti Mbappé syrgir tíu ára aðdáanda Fótbolti Fleiri fréttir KR lánar Óðinn til ÍR Sjáðu fimm marka flengingu frá meisturunum Gylfi fyrirliði í jafntefli á Akranesi Víkingar með lægra tilboð en „grín“ í Gylfa Valur og Breiðablik í góðum gír í Lengjubikar kvenna Devine til Blika og má spila í kvöld Fimmtán milljón króna hagnaður hjá KSÍ FH safnaði yfir tveimur milljónum fyrir Píeta samtökin Grótta laus úr banni FIFA Þorri mættur í Stjörnuna og ætlar að vinna titla Herra Fjölnir tekur við Fjölni „Púsluspilið gekk ekki upp“ Víkingar hættir í Lengjubikarnum Ætla að spila í Grindavík: „Ábyrgð mín að koma liðinu heim“ Sif Atla ráðin framkvæmdastjóri Leikmannasamtaka Íslands Andri Rúnar með þrennu fyrir Stjörnuna í kvöld Þorri sagður á heimleið: „Verð þakklátur alla ævina“ Úlfur óvænt rekinn frá Fjölni Framarar fundu strax leið úr skammarkróknum Tvær þrennur í níu marka stórsigri Hrannar með þrennu gegn Þór Sjáðu sigurmark Örvars og önnur mörk úr Lengjubikarnum Íhugaði að lauma mynd af húsinu í myndaalbúm fjölskyldunnar ÍR vann níu FH-inga og Valskonur í stuði Hituðu upp fyrir Grikkina í snjónum: Danna þema hjá Víkingum Martraðarbyrjun Róberts í Víkingstreyjunni Einar heim í Hafnarfjörðinn Húsvíkingurinn frá KR til Þróttar Framarar lausir við Frambanann Cousins búin að semja við Þrótt Sjá meira
Um leið og Eyjamenn fögnuðu því um helgina að snúa aftur í deild þeirra bestu, með því að tryggja sér 2. sæti í Lengjudeildinni, fengu þeir að vita að Helgi yrði ekki áfram þjálfari liðsins. Helgi tók við ÍBV fyrir tveimur árum og segir tímann í Eyjum hafa verið frábæran. Hann vill hins vegar vera hjá fjölskyldu sinni uppi á landi og ákvað því að segja skilið við félagið. „Auðvitað er skrýtið að stökkva frá borði því maður hefði viljað vera með liðið áfram og ná frábærum árangri í Pepsi Max-deildinni,“ segir Helgi í samtali við Vísi í dag. „Það er engin dramatík á bakvið þetta, bara breyttar fjölskylduaðstæður. Það er orðið erfiðara fyrir mig að vera mikið frá fjölskyldunni samhliða því að sinna starfinu eins og ég vil gera það. Ég varð afi í fyrradag, við eigum þrjú börn, og maður vill huga að fjölskyldunni sem er það mikilvægasta í lífinu,“ segir Helgi. Fjölskyldan hafi getað verið minna í Eyjum í ár en í fyrra. Kvíði ekki framtíðinni fyrir hönd ÍBV „Þegar ég skýrði út mínar ástæður fyrir stjórn ÍBV þá skildu menn þær mjög vel. Þetta var því eins góður viðskilnaður og hugsast gat. Þetta eru búin að vera tvö frábær ár í Eyjum og það sem að róar mig aðeins niður er að ég veit að ég skil við liðið á betri stað en það var á áður. Margir ungir og efnilegir strákar eru búnir að taka stór skref fram á við, ásamt því að við höfum haft reynslumikla og frábæra stráka innanborðs. Ég kvíði því ekki framtíðinni fyrir hönd ÍBV þó að ég stígi frá borði. Þetta er frábært félag. Ég gæti ekki verið stoltari af mínum árangri og að hafa fylgt eftir þeim árangri sem ég náði með Fylki á sínum tíma,“ segir Helgi sem stýrði Fylki upp í efstu deild árið 2017 og var með liðið í tvö tímabil þar á eftir, áður en hann fór svo til Vestmannaeyja. Ekki rætt við önnur félög Helgi hefur hug á að starfa áfram í þjálfun en segist ekki vera farinn að ræða við nein félög: „Það er bara næsta skref að sjá hvort að einhverjir vilji njóta krafta minna og hvað verði í boði. En ég er ekkert búinn með ÍBV. Það eru tveir leikir eftir og ég sagði við strákana í gær að við ætluðum að taka sex stig úr þeim og koma okkur í 50 stig. Það væri árangur sem að lið ná ekki á hverju ári, þó að Framarar hafi auðvitað náð frábærum árangri í sumar Þetta var allt bara að gerast í gær og ég er bara að undirbúa leik á laugardaginn. Ég vil klára þetta verkefni með ÍBV og hugur minn er enn þar. Ég er langt því frá farinn að tala við önnur félög.“
Pepsi Max-deild karla ÍBV Lengjudeild karla Mest lesið Magnað heimsmet í hálfu maraþoni Sport Pat Vellner valdi að fara sömu leið og Anníe Mist Sport Ekki sama hvort það er „fuck off“ eða „fuck you“ Fótbolti Armstrong til Man United frá PSG Enski boltinn Sektar eigin leikmenn eftir tapið gegn Víkingum Fótbolti Leeds mun banna stuðningsfólk sem syngur and-palestínska söngva Enski boltinn Nistelrooy og Keown grófu stríðsöxina og slógu á létta strengi Enski boltinn Dagskráin í dag: Fótbolti, körfubolti og keila Sport Martin í hópnum sem gæti skilað Íslandi á EM Körfubolti Mbappé syrgir tíu ára aðdáanda Fótbolti Fleiri fréttir KR lánar Óðinn til ÍR Sjáðu fimm marka flengingu frá meisturunum Gylfi fyrirliði í jafntefli á Akranesi Víkingar með lægra tilboð en „grín“ í Gylfa Valur og Breiðablik í góðum gír í Lengjubikar kvenna Devine til Blika og má spila í kvöld Fimmtán milljón króna hagnaður hjá KSÍ FH safnaði yfir tveimur milljónum fyrir Píeta samtökin Grótta laus úr banni FIFA Þorri mættur í Stjörnuna og ætlar að vinna titla Herra Fjölnir tekur við Fjölni „Púsluspilið gekk ekki upp“ Víkingar hættir í Lengjubikarnum Ætla að spila í Grindavík: „Ábyrgð mín að koma liðinu heim“ Sif Atla ráðin framkvæmdastjóri Leikmannasamtaka Íslands Andri Rúnar með þrennu fyrir Stjörnuna í kvöld Þorri sagður á heimleið: „Verð þakklátur alla ævina“ Úlfur óvænt rekinn frá Fjölni Framarar fundu strax leið úr skammarkróknum Tvær þrennur í níu marka stórsigri Hrannar með þrennu gegn Þór Sjáðu sigurmark Örvars og önnur mörk úr Lengjubikarnum Íhugaði að lauma mynd af húsinu í myndaalbúm fjölskyldunnar ÍR vann níu FH-inga og Valskonur í stuði Hituðu upp fyrir Grikkina í snjónum: Danna þema hjá Víkingum Martraðarbyrjun Róberts í Víkingstreyjunni Einar heim í Hafnarfjörðinn Húsvíkingurinn frá KR til Þróttar Framarar lausir við Frambanann Cousins búin að semja við Þrótt Sjá meira