Nýbakaður afi með fjölskylduna í forgangi: Róar mig að vita að ég skil við ÍBV á betri stað Sindri Sverrisson skrifar 16. september 2021 13:32 Helgi Sigurðsson hefur nú stýrt bæði Fylki og ÍBV upp í efstu deild á þeim fimm árum sem hann hefur starfað sem þjálfari. „Þetta er algjörlega að mínu frumkvæði. Oftar en ekki er þetta í hina áttina og þess vegna er þetta kannski svolítið skrýtið. En ég færist með þessu nær fjölskyldunni og það er það sem skiptir mig mestu máli,“ segir Helgi Sigurðsson, fráfarandi þjálfari karlaliðs ÍBV í fótbolta. Um leið og Eyjamenn fögnuðu því um helgina að snúa aftur í deild þeirra bestu, með því að tryggja sér 2. sæti í Lengjudeildinni, fengu þeir að vita að Helgi yrði ekki áfram þjálfari liðsins. Helgi tók við ÍBV fyrir tveimur árum og segir tímann í Eyjum hafa verið frábæran. Hann vill hins vegar vera hjá fjölskyldu sinni uppi á landi og ákvað því að segja skilið við félagið. „Auðvitað er skrýtið að stökkva frá borði því maður hefði viljað vera með liðið áfram og ná frábærum árangri í Pepsi Max-deildinni,“ segir Helgi í samtali við Vísi í dag. „Það er engin dramatík á bakvið þetta, bara breyttar fjölskylduaðstæður. Það er orðið erfiðara fyrir mig að vera mikið frá fjölskyldunni samhliða því að sinna starfinu eins og ég vil gera það. Ég varð afi í fyrradag, við eigum þrjú börn, og maður vill huga að fjölskyldunni sem er það mikilvægasta í lífinu,“ segir Helgi. Fjölskyldan hafi getað verið minna í Eyjum í ár en í fyrra. Kvíði ekki framtíðinni fyrir hönd ÍBV „Þegar ég skýrði út mínar ástæður fyrir stjórn ÍBV þá skildu menn þær mjög vel. Þetta var því eins góður viðskilnaður og hugsast gat. Þetta eru búin að vera tvö frábær ár í Eyjum og það sem að róar mig aðeins niður er að ég veit að ég skil við liðið á betri stað en það var á áður. Margir ungir og efnilegir strákar eru búnir að taka stór skref fram á við, ásamt því að við höfum haft reynslumikla og frábæra stráka innanborðs. Ég kvíði því ekki framtíðinni fyrir hönd ÍBV þó að ég stígi frá borði. Þetta er frábært félag. Ég gæti ekki verið stoltari af mínum árangri og að hafa fylgt eftir þeim árangri sem ég náði með Fylki á sínum tíma,“ segir Helgi sem stýrði Fylki upp í efstu deild árið 2017 og var með liðið í tvö tímabil þar á eftir, áður en hann fór svo til Vestmannaeyja. Ekki rætt við önnur félög Helgi hefur hug á að starfa áfram í þjálfun en segist ekki vera farinn að ræða við nein félög: „Það er bara næsta skref að sjá hvort að einhverjir vilji njóta krafta minna og hvað verði í boði. En ég er ekkert búinn með ÍBV. Það eru tveir leikir eftir og ég sagði við strákana í gær að við ætluðum að taka sex stig úr þeim og koma okkur í 50 stig. Það væri árangur sem að lið ná ekki á hverju ári, þó að Framarar hafi auðvitað náð frábærum árangri í sumar Þetta var allt bara að gerast í gær og ég er bara að undirbúa leik á laugardaginn. Ég vil klára þetta verkefni með ÍBV og hugur minn er enn þar. Ég er langt því frá farinn að tala við önnur félög.“ Pepsi Max-deild karla ÍBV Lengjudeild karla Mest lesið Bætti á sig átta kílóum, vann tvöfalt og er á leið út Handbolti Sunderland vann milljónaleikinn og komst upp í úrvalsdeildina Enski boltinn Forest bannaði Neville að mæta á völlinn Enski boltinn Sjáðu neglur Arons og ótrúlegt skallamark þess sænska Íslenski boltinn Matic reyndist sannspár með söluna á McTominay Fótbolti Íslandsmeistarinn Ægir Þór: „Þetta er bara algjör þvæla“ Körfubolti Vildi ekki skipta um lið bara til þess eins að skipta um lið Handbolti Uppgjörið: Þór/KA - Stjarnan 1-0 | Mark Söndru Maríu skildi á milli Íslenski boltinn Vann meistarana í gær og valin í landsliðið í dag Fótbolti Salah bestur og Gravenberch besti ungi Enski boltinn Fleiri fréttir Uppgjörið: Valur - ÍBV 3-0 | Valsmenn gengu frá Eyjamönnum í fyrri hálfleik Í beinni: Víkingur - ÍA | Geta komist á toppinn Í beinni: Vestri - Stjarnan | Ísfirðingar geta komist á toppinn Sjáðu laglegt sigurmark Ídu gegn meisturunum og vítavörslu Kötlu Í beinni: KA - Afturelding | Botnliðið vill bíta frá sér Uppgjörið: Þór/KA - Stjarnan 1-0 | Mark Söndru Maríu skildi á milli Sjáðu neglur Arons og ótrúlegt skallamark þess sænska „Í dag unnum við þetta eins og fjölskylda“ „Skil ekki af hverju við erum alltaf að koma fólki á óvart“ „Ertu galinn? Þetta var frábær fótboltaleikur“ Mikið áfall fyrir ÍBV: Sowe með slitið krossband og Oliver frá næstu vikurnar Uppgjörið: KR - Fram 2-3 | Byström sökkti KR-ingum sem hafa tapað þremur í röð Uppgjörið: FH - Breiðablik 2-1 | Fyrsta tap meistaranna kom í Krikanum Uppgjörið: Valur - Víkingur 1-1 | Jafntefli sem gerir lítið fyrir bæði lið Uppgjörið: Fram - Tindastóll 1-0 | Murielle tryggði sigurinn í blálokin Þeir bestu (6. sæti): Mókollur, Uxi og sumarið 1995 Sandra tekur „rykugu hanskana af hillunni“ til hjálpar FH Þeir bestu (8.-7. sæti): Markamaskínur frá Dalvík og Danmörku Þeir bestu ( 10.-9. sæti): Hörkutól með hæfileika „Finnst áran yfir þessu Þróttaraliði virkilega góð“ Sigurður Breki viðbeinsbrotinn og frá í fjórar vikur Skemmtikrafturinn spilar ekki meira fyrir nýliðana Þeir bestu (15.-11.): Rótarskot frá Skotlandi og El Salvador, sögurnar af Sigga og gullfóturinn Sjáðu Örvar fara á flug, perlu Kjartans og mark úr óvæntustu átt „Við erum með fókus á þessu og æfum þetta alveg nokkuð stíft“ Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-2 | Hornspyrnur urðu heimamönnum að falli Uppgjörið: ÍA - FH 1-3 | FH spyrnti sér af botninum með sigri á Skaganum Uppgjörið: Breiðablik - Valur 2-1 | Blikar á toppinn Tveir Vestramenn fluttir með sjúkrabíl eftir leik í gær Þeir bestu (20.-16. sæti): Glæsilegur endir gamalla manna og dönsku demantarnir í Kaplakrika Sjá meira
Um leið og Eyjamenn fögnuðu því um helgina að snúa aftur í deild þeirra bestu, með því að tryggja sér 2. sæti í Lengjudeildinni, fengu þeir að vita að Helgi yrði ekki áfram þjálfari liðsins. Helgi tók við ÍBV fyrir tveimur árum og segir tímann í Eyjum hafa verið frábæran. Hann vill hins vegar vera hjá fjölskyldu sinni uppi á landi og ákvað því að segja skilið við félagið. „Auðvitað er skrýtið að stökkva frá borði því maður hefði viljað vera með liðið áfram og ná frábærum árangri í Pepsi Max-deildinni,“ segir Helgi í samtali við Vísi í dag. „Það er engin dramatík á bakvið þetta, bara breyttar fjölskylduaðstæður. Það er orðið erfiðara fyrir mig að vera mikið frá fjölskyldunni samhliða því að sinna starfinu eins og ég vil gera það. Ég varð afi í fyrradag, við eigum þrjú börn, og maður vill huga að fjölskyldunni sem er það mikilvægasta í lífinu,“ segir Helgi. Fjölskyldan hafi getað verið minna í Eyjum í ár en í fyrra. Kvíði ekki framtíðinni fyrir hönd ÍBV „Þegar ég skýrði út mínar ástæður fyrir stjórn ÍBV þá skildu menn þær mjög vel. Þetta var því eins góður viðskilnaður og hugsast gat. Þetta eru búin að vera tvö frábær ár í Eyjum og það sem að róar mig aðeins niður er að ég veit að ég skil við liðið á betri stað en það var á áður. Margir ungir og efnilegir strákar eru búnir að taka stór skref fram á við, ásamt því að við höfum haft reynslumikla og frábæra stráka innanborðs. Ég kvíði því ekki framtíðinni fyrir hönd ÍBV þó að ég stígi frá borði. Þetta er frábært félag. Ég gæti ekki verið stoltari af mínum árangri og að hafa fylgt eftir þeim árangri sem ég náði með Fylki á sínum tíma,“ segir Helgi sem stýrði Fylki upp í efstu deild árið 2017 og var með liðið í tvö tímabil þar á eftir, áður en hann fór svo til Vestmannaeyja. Ekki rætt við önnur félög Helgi hefur hug á að starfa áfram í þjálfun en segist ekki vera farinn að ræða við nein félög: „Það er bara næsta skref að sjá hvort að einhverjir vilji njóta krafta minna og hvað verði í boði. En ég er ekkert búinn með ÍBV. Það eru tveir leikir eftir og ég sagði við strákana í gær að við ætluðum að taka sex stig úr þeim og koma okkur í 50 stig. Það væri árangur sem að lið ná ekki á hverju ári, þó að Framarar hafi auðvitað náð frábærum árangri í sumar Þetta var allt bara að gerast í gær og ég er bara að undirbúa leik á laugardaginn. Ég vil klára þetta verkefni með ÍBV og hugur minn er enn þar. Ég er langt því frá farinn að tala við önnur félög.“
Pepsi Max-deild karla ÍBV Lengjudeild karla Mest lesið Bætti á sig átta kílóum, vann tvöfalt og er á leið út Handbolti Sunderland vann milljónaleikinn og komst upp í úrvalsdeildina Enski boltinn Forest bannaði Neville að mæta á völlinn Enski boltinn Sjáðu neglur Arons og ótrúlegt skallamark þess sænska Íslenski boltinn Matic reyndist sannspár með söluna á McTominay Fótbolti Íslandsmeistarinn Ægir Þór: „Þetta er bara algjör þvæla“ Körfubolti Vildi ekki skipta um lið bara til þess eins að skipta um lið Handbolti Uppgjörið: Þór/KA - Stjarnan 1-0 | Mark Söndru Maríu skildi á milli Íslenski boltinn Vann meistarana í gær og valin í landsliðið í dag Fótbolti Salah bestur og Gravenberch besti ungi Enski boltinn Fleiri fréttir Uppgjörið: Valur - ÍBV 3-0 | Valsmenn gengu frá Eyjamönnum í fyrri hálfleik Í beinni: Víkingur - ÍA | Geta komist á toppinn Í beinni: Vestri - Stjarnan | Ísfirðingar geta komist á toppinn Sjáðu laglegt sigurmark Ídu gegn meisturunum og vítavörslu Kötlu Í beinni: KA - Afturelding | Botnliðið vill bíta frá sér Uppgjörið: Þór/KA - Stjarnan 1-0 | Mark Söndru Maríu skildi á milli Sjáðu neglur Arons og ótrúlegt skallamark þess sænska „Í dag unnum við þetta eins og fjölskylda“ „Skil ekki af hverju við erum alltaf að koma fólki á óvart“ „Ertu galinn? Þetta var frábær fótboltaleikur“ Mikið áfall fyrir ÍBV: Sowe með slitið krossband og Oliver frá næstu vikurnar Uppgjörið: KR - Fram 2-3 | Byström sökkti KR-ingum sem hafa tapað þremur í röð Uppgjörið: FH - Breiðablik 2-1 | Fyrsta tap meistaranna kom í Krikanum Uppgjörið: Valur - Víkingur 1-1 | Jafntefli sem gerir lítið fyrir bæði lið Uppgjörið: Fram - Tindastóll 1-0 | Murielle tryggði sigurinn í blálokin Þeir bestu (6. sæti): Mókollur, Uxi og sumarið 1995 Sandra tekur „rykugu hanskana af hillunni“ til hjálpar FH Þeir bestu (8.-7. sæti): Markamaskínur frá Dalvík og Danmörku Þeir bestu ( 10.-9. sæti): Hörkutól með hæfileika „Finnst áran yfir þessu Þróttaraliði virkilega góð“ Sigurður Breki viðbeinsbrotinn og frá í fjórar vikur Skemmtikrafturinn spilar ekki meira fyrir nýliðana Þeir bestu (15.-11.): Rótarskot frá Skotlandi og El Salvador, sögurnar af Sigga og gullfóturinn Sjáðu Örvar fara á flug, perlu Kjartans og mark úr óvæntustu átt „Við erum með fókus á þessu og æfum þetta alveg nokkuð stíft“ Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-2 | Hornspyrnur urðu heimamönnum að falli Uppgjörið: ÍA - FH 1-3 | FH spyrnti sér af botninum með sigri á Skaganum Uppgjörið: Breiðablik - Valur 2-1 | Blikar á toppinn Tveir Vestramenn fluttir með sjúkrabíl eftir leik í gær Þeir bestu (20.-16. sæti): Glæsilegur endir gamalla manna og dönsku demantarnir í Kaplakrika Sjá meira