Leikjaiðnaðurinn skuldbindur sig til að tryggja kynferðislegt öryggi Snorri Másson skrifar 16. september 2021 12:41 Þorgeir F. Óðinsson, formaður Samtaka leikjaframleiðenda, og Erna Arnardóttir, framkvæmdastjóri mannauðsmála hjá CCP. Vísir/Sigurjón Leiðandi aðilar á íslenskum tölvuleikjamarkaði undirrituðu sérstakan sáttmála í dag þar sem þeir skuldbinda sig til að líða ekki kynferðislega áreitni eða kynbundið ofbeldi af neinu tagi innan sinna vinnustaða. Slíka óæskilega hegðun verði reynt að stöðva og koma í veg fyrir að hún endurtaki sig ef hún á sér stað. „Við ætlum öll að hjálpast að við að fyrirbyggja að menning grasseri hér að áreitni, kynferðisleg eða önnur, niðurlægingar, hótanir, útskúfun, andlegt ofbeldi og ótti sé eitthvað sem geti orðið hið almenna. Auðvitað er þetta eitthvað sem er bara óásættanlegt og við erum bara hérna að staðfesta það saman að við ætlum að gera allt sem í okkar valdi stendur til að byggja upp betri menningu,“ sagði Þorgeir Frímann Óðinsson, stjórnarformaður Samtaka leikjaframleiðanda á Íslandi og framkvæmdastjóri Directive Games. Kynferðisofbeldi og áreitni hefur verið mikið til umræðu innan alþjóðlega leikjaiðnaðarins undanfarin misseri. Þar hafa stórfyrirtæki á borð við hið bandaríska Blizzard Entertainment sagt upp fjölda starfsmanna í umfangsmiklum hneykslismálum sem tengjast ósæmilegri hegðun gagnvart samstarfsmönnum. Í samkomulaginu er kveðið á um að öll aðildarfyrirtæki umræddra sambanda móti eigin stefnu gegn einelti, ofbeldi og kynferðislegri áreitni, hafi aðgerðaráætlun til að koma í veg fyrir slíka hegðun, móti sér sanngjarnar málsmeðferðarreglur til að fylgja ef svona mál koma upp og að fyrirtækin styðji við þolendur. Dæmi er lýst um æskilega málsmeðferð: Komi til kvörtunar vegna ofbeldis, eineltis eða áreitni eða mismununar af einhverju tagi skal vinnuveitandi: 1. Safna skal saman upplýsingum eins fljótt og auðið er. 2. Ræða einslega við þolanda, geranda og vitni, þar sem aðilar skulu eiga kost á að koma skoðun sinni og upplifun á framfæri. 3. Grípa til viðeigandi ráðstafana og ef þörf krefur óska eftir utanaðkomandi aðstoð. Vandamál í öllum fyrirtækjum Ásamt Samtökum leikjaframleiðenda höfðu Rafíþróttasamtök Íslands og GameMakersIceland einnig sinn fulltrúa á blaðamannafundi vegna sáttmálans í dag. Erna Arnardóttir, framkvæmdastjóri mannauðssviðs hjá CCP.Vísir/Sigurjón Þar tók einnig til máls Erna Arnardóttir, framkvæmdastjóri mannauðssviðs hjá CCP, sem er stærsta leikjafyrirtæki landsins. „Þetta er vandamál í öllum fyrirtækjum. Það er bara spurning hvort fyrirtækin búi til menningu þar sem það er leyfilegt og auðvelt að láta vita og hafi tæki og tól til að vinna með þetta. Því að það er erfitt að koma fram og segja frá því að einhver vinnufélagi hafi gert á þinn hlut. Við viljum bara búa til jarðveg fyrir fyrirtæki sem hafa heilbrigða menningu og lýsa því yfir að þau muni ekki þola slíka menningu,“ sagði Erna í hádegisfréttum Bylgjunnar. Rafíþróttir MeToo Mest lesið Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir Innlent „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Innlent Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum Erlent „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Erlent „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Innlent Býst við kolsvartri skýrslu Innlent Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Innlent Fleiri fréttir Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Veðurstofan ekki búin að afskrifa gosið með öllu Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Trjám úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Tollastríð Trumps hefur áhrif víða Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Bókun 35 þokast nær afgreiðslu Sló mann með glerglasi í höfuðið á Strandgötunni Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Ákærður fyrir að áreita barn í búningsklefa Stöðug og jöfn jarðskjálftavirkni Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Alþingi hafi átt að vera upplýst Stöðvuðu smygl á tuttugu þúsund Oxycontin-töflum Hinir handteknu alveg ótengdir Stjórnarformaður vísisjóðs nýr forseti Félagsvísindasviðs HÍ Engin virkni í sprungunni og umfangsmikil lögregluaðgerð Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Harma að upplýsingar hafi verið sendar út fyrir mistök Tveimur sleppt og þrír eftir í haldi Sjá meira
„Við ætlum öll að hjálpast að við að fyrirbyggja að menning grasseri hér að áreitni, kynferðisleg eða önnur, niðurlægingar, hótanir, útskúfun, andlegt ofbeldi og ótti sé eitthvað sem geti orðið hið almenna. Auðvitað er þetta eitthvað sem er bara óásættanlegt og við erum bara hérna að staðfesta það saman að við ætlum að gera allt sem í okkar valdi stendur til að byggja upp betri menningu,“ sagði Þorgeir Frímann Óðinsson, stjórnarformaður Samtaka leikjaframleiðanda á Íslandi og framkvæmdastjóri Directive Games. Kynferðisofbeldi og áreitni hefur verið mikið til umræðu innan alþjóðlega leikjaiðnaðarins undanfarin misseri. Þar hafa stórfyrirtæki á borð við hið bandaríska Blizzard Entertainment sagt upp fjölda starfsmanna í umfangsmiklum hneykslismálum sem tengjast ósæmilegri hegðun gagnvart samstarfsmönnum. Í samkomulaginu er kveðið á um að öll aðildarfyrirtæki umræddra sambanda móti eigin stefnu gegn einelti, ofbeldi og kynferðislegri áreitni, hafi aðgerðaráætlun til að koma í veg fyrir slíka hegðun, móti sér sanngjarnar málsmeðferðarreglur til að fylgja ef svona mál koma upp og að fyrirtækin styðji við þolendur. Dæmi er lýst um æskilega málsmeðferð: Komi til kvörtunar vegna ofbeldis, eineltis eða áreitni eða mismununar af einhverju tagi skal vinnuveitandi: 1. Safna skal saman upplýsingum eins fljótt og auðið er. 2. Ræða einslega við þolanda, geranda og vitni, þar sem aðilar skulu eiga kost á að koma skoðun sinni og upplifun á framfæri. 3. Grípa til viðeigandi ráðstafana og ef þörf krefur óska eftir utanaðkomandi aðstoð. Vandamál í öllum fyrirtækjum Ásamt Samtökum leikjaframleiðenda höfðu Rafíþróttasamtök Íslands og GameMakersIceland einnig sinn fulltrúa á blaðamannafundi vegna sáttmálans í dag. Erna Arnardóttir, framkvæmdastjóri mannauðssviðs hjá CCP.Vísir/Sigurjón Þar tók einnig til máls Erna Arnardóttir, framkvæmdastjóri mannauðssviðs hjá CCP, sem er stærsta leikjafyrirtæki landsins. „Þetta er vandamál í öllum fyrirtækjum. Það er bara spurning hvort fyrirtækin búi til menningu þar sem það er leyfilegt og auðvelt að láta vita og hafi tæki og tól til að vinna með þetta. Því að það er erfitt að koma fram og segja frá því að einhver vinnufélagi hafi gert á þinn hlut. Við viljum bara búa til jarðveg fyrir fyrirtæki sem hafa heilbrigða menningu og lýsa því yfir að þau muni ekki þola slíka menningu,“ sagði Erna í hádegisfréttum Bylgjunnar.
Komi til kvörtunar vegna ofbeldis, eineltis eða áreitni eða mismununar af einhverju tagi skal vinnuveitandi: 1. Safna skal saman upplýsingum eins fljótt og auðið er. 2. Ræða einslega við þolanda, geranda og vitni, þar sem aðilar skulu eiga kost á að koma skoðun sinni og upplifun á framfæri. 3. Grípa til viðeigandi ráðstafana og ef þörf krefur óska eftir utanaðkomandi aðstoð.
Rafíþróttir MeToo Mest lesið Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir Innlent „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Innlent Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum Erlent „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Erlent „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Innlent Býst við kolsvartri skýrslu Innlent Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Innlent Fleiri fréttir Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Veðurstofan ekki búin að afskrifa gosið með öllu Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Trjám úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Tollastríð Trumps hefur áhrif víða Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Bókun 35 þokast nær afgreiðslu Sló mann með glerglasi í höfuðið á Strandgötunni Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Ákærður fyrir að áreita barn í búningsklefa Stöðug og jöfn jarðskjálftavirkni Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Alþingi hafi átt að vera upplýst Stöðvuðu smygl á tuttugu þúsund Oxycontin-töflum Hinir handteknu alveg ótengdir Stjórnarformaður vísisjóðs nýr forseti Félagsvísindasviðs HÍ Engin virkni í sprungunni og umfangsmikil lögregluaðgerð Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Harma að upplýsingar hafi verið sendar út fyrir mistök Tveimur sleppt og þrír eftir í haldi Sjá meira