Svik við sjómenn eru svik við þjóðina! Guðmundur Helgi Þórarinsson, Bergur Þorkelsson og Einar Hannes Harðarson skrifa 16. september 2021 10:02 Stærstu sjávarútvegsfyrirtæki landsins eru gríðarlega stór fyrirtæki. Fyrirtækin eiga bátana sem veiða fiskinn, eiga vinnslunnar sem vinna fiskinn, eiga íslensku sölufyrirtækin sem selja fiskinn út, eiga erlendu sölufyrirtækin sem kaupa fiskinn úti, og dæmi eru orðin um það að fyrirtækin eigi hlut í fiskverslunum erlendis. Virðiskeðjan er öll á hendi þessara sömu aðila. Í skýrslu sem fjármálaráðherra lét gera árið 2016 um eignir Íslendinga á aflandssvæðum kemur meðal annars fram að „til skamms tíma áttu mörg sjávarútvegsfyrirtæki dótturfyrirtæki á Kýpur sem nýttust þeim í skattalegu tilliti. Telja sumir að þessi dótturfélög íslensku sjávarfyrirtækjanna hafi einnig verið notuð við milliverðlagningu afurðanna.“ Einnig kemur fram í skýrslunni að svo virðist vera að það vanti 8,3% upp á verðmæti afurðanna þegar hann er skráður út úr landinu. Það þýðir einfandlega að verðmæti afurðanna hækkar um 8,3% á meðan verið er að flytja hann út, þetta hefur verið kallað hækkun í hafi. Ef þetta er rétt vantar um 20 milljarða í íslenskt hagkerfi á hverju ári í formi hærra fiskverðs, það vantar upp á laun sjómanna, það vantar upp á skattgreiðslur útgerðarmanna og það vantar upp á greiðslur fyrir afnot af auðlindinni. Útgerðarmenn hafa ekki þurft að svara fyrir þessa skýrslu enda hefur fjármálaráðherra ákveðið að hafa hana harðlæsta ofan í skúffu síðan hún kom út og svo virðist sem ekki hafi verið kannað hvort rökstuddur grunur sé réttur. Útgerðarmenn stjórna því hvar hagnaðurinn verður til Þegar öll virðiskeðjan eru á sömu hendi, þá verður svindl eins og hér er lýst auðveldara, í stað þess að vera með gagnsætt kerfi sem myndi skila sér í réttum launum til sjómanna og hærri greiðslum í sameiginlega sjóði okkar allra hafa útgerðarmenn búið til keðju sem þar sem þeir geta stýrt því hvaðan þeir taka út hagnaðinn. Þeir bæði hámarka hagnaðinn til sín með þessu, en um leið gera þeir það á kostnað sjómanna og samfélagsins í heild sinni Á sama tíma og rökstuddur grunur er uppi að útgerðarmenn svindli á sjómönnum og þjóðinni allri, þá neitar þetta sama fólk að sjómenn fái jöfn lífeyrissréttindi og annað launafólk í landinu. Útgerðarmenn neita líka að hækka lágmarkslaun sjómanna, sem eru í dag undir lægstu launum Eflingar. Stéttarfélög sjómanna hafa reynt að benda á þetta síðustu ár, við höfum fengið dræmar undirtektir frá stjórnamálaflokkunum þegar við höfum bent á þetta. kannski verður það öðruvísi í þetta sinn þegar stutt er í kosningar. Við spyrjum því, hvaða stjórnmálaflokkar eru tilbúnir að koma með okkur í þá vinnu að laga þetta? Við erum nefnilega komnir með nóg af fólki sem stingur skýrslum í skúffur og kannar ekki óeðlilega viðskiptahætti þegar rökstuddur grunur er fyrir hendi. Þetta er sameiginleg auðlind þjóðarinnar og þjóðin á það skilið að svona sé kannað ofan í kjölinn. Stærstu útgerðir landsins ráða yfir allt of stórum hluta kvótans og þær stjórna allri virðiskeðjunni. Allt frá því að fiskurinn er veiddur og þar til hann er seldur erlendis. Það tapa allir á ógansæju fiskverði í sjávarútvegi á Íslandi. Sjómenn tapa launum, hafnir tapa hafnargjöldum, sveitarfélög tapa útsvari og ríkið tapar tekjuskatti og auðlindagjöldum. Er nema von að við spyrjum – er þetta eðlilegt? Guðmundur Helgi Þórarinsson, formaður VM – félags vélstjóra og málmtæknimannaBergur Þorkelsson, formaður SÍEinar Hannes Harðarson, formaður SVG Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sjávarútvegur Mest lesið Snjall notandi, snjallari gervigreind Agnar Burgess Skoðun Ráð gegn óhugsandi áhættu Hafsteinn Hauksson,Reynir Smári Atlason Skoðun Fúsk eða laumuspil? Eva Hauksdóttir Skoðun Fyrir hvað stöndum við? Brynja Hallgrímsdóttir Skoðun Dýrkeypt vinavæðing á vakt lögreglustjórans Ólafur Hauksson Skoðun Landsbyggðin án háskóla? Ketill Sigurður Jóelsson Skoðun Takk! Borghildur Fjóla Kristjánsdóttir Skoðun Ef eitthvað væri að marka Bjarna Gunnar Smári Egilsson Skoðun Fimm ára afmæli Batahúss Agnar Bragason Skoðun Svöng Eflingarbörn Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Skoðun Skoðun Snjall notandi, snjallari gervigreind Agnar Burgess skrifar Skoðun Ráð gegn óhugsandi áhættu Hafsteinn Hauksson,Reynir Smári Atlason skrifar Skoðun Forysta í sjálfbærni á bakslagstímum: Sterk gildi eru enn mikilvægari en áður Dr. Andreas Rasche skrifar Skoðun Fimm ára afmæli Batahúss Agnar Bragason skrifar Skoðun Takk! Borghildur Fjóla Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Íslandsklukkan: Markleysa frá upphafi Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Um stöðu íslenskukennslu á Íslandi Kjartan Jónsson skrifar Skoðun Gasa: Löng og torfarin leið til endurreisnar Philippe Lazzarini skrifar Skoðun Pops áttu p? Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin hækkar leigu stúdenta Arent Orri J. Claessen,Viktor Pétur Finnsson skrifar Skoðun Annar í feðradegi…og ég leyfi mér að dreyma Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun Orkuskiptin heima og að heiman Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Fyrir hvað stöndum við? Brynja Hallgrímsdóttir skrifar Skoðun COP30, Ísland, lífsskilyrði og loftslagsvá Kamma Thordarson skrifar Skoðun Dýrkeypt vinavæðing á vakt lögreglustjórans Ólafur Hauksson skrifar Skoðun Svöng Eflingarbörn Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Úr myrkri í von – Saga Grindvíkinga Bryndís Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þak yfir höfuðið er mannréttindi ekki forréttindi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Glæpur eða gjörningur? Sigfús Aðalsteinsson,Baldur Borgþórsson skrifar Skoðun Við erum að vinna fyrir þig Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Börn í biðröð hjá Sýslumanni Helga Vala Helgadóttir skrifar Skoðun Sofandaháttur Íslands í nýrri iðnbyltingu Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Byggjum fyrir síðustu kaupendur Friðjón R. Friðjónsson skrifar Skoðun Það sem við segjum er það sem við erum Guðný Björk Pálmadóttir skrifar Skoðun Óásættanleg bið, fordómar og aðrar hindranir í kerfinu Helga F. Edwardsdóttir skrifar Skoðun Má bjóða þér einelti? Linda Hrönn Bakkmann Þórisdóttir skrifar Skoðun Fyrir hverja eru ákvarðanir teknar? Helga Þórisdóttir skrifar Skoðun Þá var „útlendingur“ ekki sá sem kom frá framandi heimsálfum Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Kann barnið þitt að hjóla? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Er ég Íslendingur? En þú? Jón Pétur Zimsen skrifar Sjá meira
Stærstu sjávarútvegsfyrirtæki landsins eru gríðarlega stór fyrirtæki. Fyrirtækin eiga bátana sem veiða fiskinn, eiga vinnslunnar sem vinna fiskinn, eiga íslensku sölufyrirtækin sem selja fiskinn út, eiga erlendu sölufyrirtækin sem kaupa fiskinn úti, og dæmi eru orðin um það að fyrirtækin eigi hlut í fiskverslunum erlendis. Virðiskeðjan er öll á hendi þessara sömu aðila. Í skýrslu sem fjármálaráðherra lét gera árið 2016 um eignir Íslendinga á aflandssvæðum kemur meðal annars fram að „til skamms tíma áttu mörg sjávarútvegsfyrirtæki dótturfyrirtæki á Kýpur sem nýttust þeim í skattalegu tilliti. Telja sumir að þessi dótturfélög íslensku sjávarfyrirtækjanna hafi einnig verið notuð við milliverðlagningu afurðanna.“ Einnig kemur fram í skýrslunni að svo virðist vera að það vanti 8,3% upp á verðmæti afurðanna þegar hann er skráður út úr landinu. Það þýðir einfandlega að verðmæti afurðanna hækkar um 8,3% á meðan verið er að flytja hann út, þetta hefur verið kallað hækkun í hafi. Ef þetta er rétt vantar um 20 milljarða í íslenskt hagkerfi á hverju ári í formi hærra fiskverðs, það vantar upp á laun sjómanna, það vantar upp á skattgreiðslur útgerðarmanna og það vantar upp á greiðslur fyrir afnot af auðlindinni. Útgerðarmenn hafa ekki þurft að svara fyrir þessa skýrslu enda hefur fjármálaráðherra ákveðið að hafa hana harðlæsta ofan í skúffu síðan hún kom út og svo virðist sem ekki hafi verið kannað hvort rökstuddur grunur sé réttur. Útgerðarmenn stjórna því hvar hagnaðurinn verður til Þegar öll virðiskeðjan eru á sömu hendi, þá verður svindl eins og hér er lýst auðveldara, í stað þess að vera með gagnsætt kerfi sem myndi skila sér í réttum launum til sjómanna og hærri greiðslum í sameiginlega sjóði okkar allra hafa útgerðarmenn búið til keðju sem þar sem þeir geta stýrt því hvaðan þeir taka út hagnaðinn. Þeir bæði hámarka hagnaðinn til sín með þessu, en um leið gera þeir það á kostnað sjómanna og samfélagsins í heild sinni Á sama tíma og rökstuddur grunur er uppi að útgerðarmenn svindli á sjómönnum og þjóðinni allri, þá neitar þetta sama fólk að sjómenn fái jöfn lífeyrissréttindi og annað launafólk í landinu. Útgerðarmenn neita líka að hækka lágmarkslaun sjómanna, sem eru í dag undir lægstu launum Eflingar. Stéttarfélög sjómanna hafa reynt að benda á þetta síðustu ár, við höfum fengið dræmar undirtektir frá stjórnamálaflokkunum þegar við höfum bent á þetta. kannski verður það öðruvísi í þetta sinn þegar stutt er í kosningar. Við spyrjum því, hvaða stjórnmálaflokkar eru tilbúnir að koma með okkur í þá vinnu að laga þetta? Við erum nefnilega komnir með nóg af fólki sem stingur skýrslum í skúffur og kannar ekki óeðlilega viðskiptahætti þegar rökstuddur grunur er fyrir hendi. Þetta er sameiginleg auðlind þjóðarinnar og þjóðin á það skilið að svona sé kannað ofan í kjölinn. Stærstu útgerðir landsins ráða yfir allt of stórum hluta kvótans og þær stjórna allri virðiskeðjunni. Allt frá því að fiskurinn er veiddur og þar til hann er seldur erlendis. Það tapa allir á ógansæju fiskverði í sjávarútvegi á Íslandi. Sjómenn tapa launum, hafnir tapa hafnargjöldum, sveitarfélög tapa útsvari og ríkið tapar tekjuskatti og auðlindagjöldum. Er nema von að við spyrjum – er þetta eðlilegt? Guðmundur Helgi Þórarinsson, formaður VM – félags vélstjóra og málmtæknimannaBergur Þorkelsson, formaður SÍEinar Hannes Harðarson, formaður SVG
Skoðun Forysta í sjálfbærni á bakslagstímum: Sterk gildi eru enn mikilvægari en áður Dr. Andreas Rasche skrifar