Það var ég eða hann segir lögreglumaður sem skaut kollega sinn eftir rifrildi Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 15. september 2021 22:08 Myndin tengist fréttinni ekki beint. Steve Russell/Toronto Star - Getty Images) Réttarhöld eru hafin yfir kanadískum lögreglumanni sem var skotinn af öðrum lögreglumanni eftir rifrildi þeirra á milli úti á vettvangi. Lögreglumaðurinn sem var skotinn er ákærður fyrir mótþróa við handtöku, líkamsárás með vopni og árás á lögregluþjón. Sá sem skaut segir að um sjálfsvörn hafi verið að ræða. Atvikið átti sér stað í Ontario í Kanada árið 2018. Þar voru lögreglumennirnir Nathan Parker og Shane Donovan á vettvangi bílslyss þar sem verið var að endurskapa slysið í þágu rannsóknar á slysinu. Donovan var yfirmaður á vettvangi og skipaði hann Parker að koma í veg fyrir að vegfarendur gætu ekið á veginum þar sem lögregla var við störf. Eitthvað virðist það hafa farið öfugt ofan í Parker sem ætlaði sér að yfirgefa svæðið. Þegar Donovan bað hann um að vera áfram sagðist Parker þurfa að fara á klósettið. Það var þá sem hiti hljóp í leikinn. Donavan ræskti sig og minnti Parker á að hann væri yfirmaður á svæðinu. Samkvæmt frétt Guardian stuggaði Parker þá við Donovan. Tilkynnti Donovan þá Parker að hann væri handtekinn. „Já, þú vilt gera þetta svona“ Í réttarsalnum greindi Donovan frá því að á því augnabliki hafi hann fengið bylmingshögg frá Parker. Við það hafi Donovan ætlað að draga úr spennunni með því að draga sig í hlé en Parker hafi haldið áfram, meðal annars með því að grípa til lögreglukylfu sem hann var með á sér. Sagðist Donovan þá hafa óttast um líf sitt þannig að hann mundaði byssu sína. „Já, þú vilt gera þetta svona,“ er Parker þá hafa sagt er hann dró upp sína eigin byssu. „Ég vissi að ef hann mundi grípa til byssunnar myndi hann drepa mig. Það var ég eða hann,“ sagði Donovan sem alls hleypti af níu skotum. Alls hlaut Parker fjögur skotsár auk annarra sára. Saksóknarar kærði Donovan í fyrstu vegna málsins fyrir tilraun til morðs en ákærurnar voru látnar niður falla, og þess í stað var Parker ákærður fyrir sinn þátt í málinu. Kanada Mest lesið „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Innlent Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Innlent Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Innlent Tíufréttir heyra sögunni til Innlent Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Innlent Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Erlent Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Innlent Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Innlent Óljóst hvað Gad Saad er sakaður um í mótmælapóstum Innlent Fleiri fréttir Sænskur blaðamaður gæti farið í fangelsi fyrir að móðga Erdogan Vilja ræða frið en ekki uppgjöf Rýna í innyfli deyjandi reikistjörnu Vill enn stærra vopnabúr fyrir næstu stríð Umfangsmesta fölnun kóralrifja sem sögur fara af Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Eigandi Paramount með puttana í umfjöllun 60 mínútna Frjálslyndir með forskot á lokaspretti kosningabaráttunni Úkraínufundinum í London frestað Lík páfans flutt í Péturskirkju í dag Mikil reiði eftir árásina í Kasmír Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Banað af hákörlum þar sem fólk hefur lengi synt með þeim Á þriðja tug látnir eftir árás á ferðamenn í Kasmír Meirihluti eftirlifenda helfararinnar hverfur næsta áratuginn Harvard stefnir Bandaríkjastjórn vegna þvingunaraðgerða hennar Leyniþjónustustjóri ber Netanjahú þungum sökum Drottningin lögð inn vegna veikinda Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Útför páfans á laugardag Greint frá dánarorsök páfans Dánarorsök páfans talin vera heilablóðfall Trump styður Hegseth: Neitar að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða Breskir þingmenn leggjast gegn því að Trump ávarpi þingið Skýrslan sé „full af lygum“ Leiðtogar minnast páfans Hvernig er nýr páfi valinn? Loftvarnarsírenur óma á ný eftir skammvinnt „vopnahlé“ Sjá meira
Atvikið átti sér stað í Ontario í Kanada árið 2018. Þar voru lögreglumennirnir Nathan Parker og Shane Donovan á vettvangi bílslyss þar sem verið var að endurskapa slysið í þágu rannsóknar á slysinu. Donovan var yfirmaður á vettvangi og skipaði hann Parker að koma í veg fyrir að vegfarendur gætu ekið á veginum þar sem lögregla var við störf. Eitthvað virðist það hafa farið öfugt ofan í Parker sem ætlaði sér að yfirgefa svæðið. Þegar Donovan bað hann um að vera áfram sagðist Parker þurfa að fara á klósettið. Það var þá sem hiti hljóp í leikinn. Donavan ræskti sig og minnti Parker á að hann væri yfirmaður á svæðinu. Samkvæmt frétt Guardian stuggaði Parker þá við Donovan. Tilkynnti Donovan þá Parker að hann væri handtekinn. „Já, þú vilt gera þetta svona“ Í réttarsalnum greindi Donovan frá því að á því augnabliki hafi hann fengið bylmingshögg frá Parker. Við það hafi Donovan ætlað að draga úr spennunni með því að draga sig í hlé en Parker hafi haldið áfram, meðal annars með því að grípa til lögreglukylfu sem hann var með á sér. Sagðist Donovan þá hafa óttast um líf sitt þannig að hann mundaði byssu sína. „Já, þú vilt gera þetta svona,“ er Parker þá hafa sagt er hann dró upp sína eigin byssu. „Ég vissi að ef hann mundi grípa til byssunnar myndi hann drepa mig. Það var ég eða hann,“ sagði Donovan sem alls hleypti af níu skotum. Alls hlaut Parker fjögur skotsár auk annarra sára. Saksóknarar kærði Donovan í fyrstu vegna málsins fyrir tilraun til morðs en ákærurnar voru látnar niður falla, og þess í stað var Parker ákærður fyrir sinn þátt í málinu.
Kanada Mest lesið „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Innlent Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Innlent Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Innlent Tíufréttir heyra sögunni til Innlent Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Innlent Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Erlent Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Innlent Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Innlent Óljóst hvað Gad Saad er sakaður um í mótmælapóstum Innlent Fleiri fréttir Sænskur blaðamaður gæti farið í fangelsi fyrir að móðga Erdogan Vilja ræða frið en ekki uppgjöf Rýna í innyfli deyjandi reikistjörnu Vill enn stærra vopnabúr fyrir næstu stríð Umfangsmesta fölnun kóralrifja sem sögur fara af Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Eigandi Paramount með puttana í umfjöllun 60 mínútna Frjálslyndir með forskot á lokaspretti kosningabaráttunni Úkraínufundinum í London frestað Lík páfans flutt í Péturskirkju í dag Mikil reiði eftir árásina í Kasmír Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Banað af hákörlum þar sem fólk hefur lengi synt með þeim Á þriðja tug látnir eftir árás á ferðamenn í Kasmír Meirihluti eftirlifenda helfararinnar hverfur næsta áratuginn Harvard stefnir Bandaríkjastjórn vegna þvingunaraðgerða hennar Leyniþjónustustjóri ber Netanjahú þungum sökum Drottningin lögð inn vegna veikinda Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Útför páfans á laugardag Greint frá dánarorsök páfans Dánarorsök páfans talin vera heilablóðfall Trump styður Hegseth: Neitar að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða Breskir þingmenn leggjast gegn því að Trump ávarpi þingið Skýrslan sé „full af lygum“ Leiðtogar minnast páfans Hvernig er nýr páfi valinn? Loftvarnarsírenur óma á ný eftir skammvinnt „vopnahlé“ Sjá meira