Umfjöllun og viðtöl: Fjölnir - Njarðvík 65-60 | Fjölniskonur komnar í bikarúrslit í fyrsta sinn Atli Arason skrifar 15. september 2021 21:15 Úr leik kvöldsins. Vísir/Vilhelm Fjölnir tók á móti Njarðvík í undanúrslitaleik VÍS bikars kvenna í körfubolta en Fjölnisliðið hafði fyrir leikinn aldrei komist í bikarúrslit í kvennaflokki. Það hefur nú breyst en þær unnu leik kvöldsins með fimm stiga mun, lokatölur 65-60. Fjölnir mun mæta Haukum í úrslitaleiknum. Það voru þó gestirnir sem byrjuðu leik liðanna betur í kvöld. Njarðvíkingar skoruðu þrjár fyrstu körfurnar á meðan að Fjölniskonur voru að safna töpuðum boltum og slæmum skotum. Njarðvíkingar komust mest í 7 stiga forystu þegar fyrsti leikhluti var hálfnaður en þá setti Diane Diene niður þriggja stiga körfu og breytti stöðunni í 4-11. Fjölnir náði aðeins að laga stöðuna en Njarðvík hélt forskoti og vann fyrsta leikhlutann 9-13. Annar leikhluti byrjaði á svipaðan hátt og sá fyrsti. Njarðvíkingar hittu betur en Fjölniskonur og Njarðvík endurheimti 7 stiga forystu sína í stöðunni 11-18 áður en endurkoma Fjölnis hófst. Við tók 10-2 kafli og Fjölnir komst í fyrsta skipti yfir í leiknum þegar 3 mínútur voru eftir af fyrsta leikhluta eftir þriggja stiga körfu frá Ciani Cryor. Liðin skiptust á því að leiða leikin það sem eftir lifði leikhlutans en fór svo að lokum að liðin gengu til búningsherbergja í hálfleik jöfn, í stöðunni 27-27. Fjölnir komst betur inn í leikinn í síðari hálfleik og í þriðja leikhluta var Njarðvík alltaf að elta leikinn. Þrisvar var leikurinn jafn en mest komst Fjölnir í átta stiga forystu þegar Sanja Orozovic leggur niður sniðskot í stöðunni 41-33 þegar þriðji leikhluti er hálfnaður. Njarðvík jafnar áður en Fjölnir tekur aftur yfirhöndina og heimakonur vinna þriðja þriðjung með þremur stigum og staðan fyrir loka leikhlutan var 46-43. Síðasti leikhlutinn var jafn og spennandi framan af. Aliyah Collier og Diane Diene sáu um stigaskorun fyrir gestina sem komust yfir þegar þrjár mínútur voru liðnar af fjórðungnum, 51-52. Nær komust þær ekki því Fjölnir skellti í lás í vörninni og hinu megin fengu þær oft opin skot sem þær bæði nýttu og nýttu ekki. Fjölnir safnaði 14 stigum á móti aðeins 8 frá gestunum á loka mínútunum og fór svo að lokum að Grafarvogsliðið vann leikinn með 5 stigum, 65-60. Afhverju vann Fjölnir? Varnarleikur Fjölnis var á stórum köflum mjög agaður og góður. Þær náðu að þvinga Njarðvíkinga í erfið skot, sem er helsti munurinn á liðunum því þau voru frekar jöfn í flestum tölfræðiþáttum. Hverjar stóðu upp úr? Þrátt fyrir tap var Aliyah Collier besti leikmaður vallarins í kvöld. Aliyah setti alls 30 stig og tók 12 fráköst sem gera það að verkum að hún fær alls 34 framlagspunkta. Í liði Fjölnis var Ciani Cryor fremst meðal jafningja, Ciani gerði 21 stig, ásamt því að rífa niður 12 fráköst og gefa 8 stoðsendingar, en nokkrar stoðsendingar Ciani voru stórglæsilegar. Ciani var grátlega nálægt þrefaldri tvennu i kvöld. Hvað gerist næst? Njarðvík er úr leik og getur farið að huga að deildarkeppninni sem hefst 6. október. Fjölnir er hins vegar á leið í úrslitaleikinn þar sem mótherjarnir verða Haukar. „Við munum leggja allt í að sækja titill“ Halldór Karl Þórsson, þjálfari FjölnisVísir/Vilhelm Halldór Karl Þórsson, þjálfari Fjölnis, gat leyft sér að vera bæði glaður og pirraður í leikslok. „Það eru blendnar tilfinningar. Ég er rosalega ánægður að hafa unnið þennan leik, þetta var hörku leikur. Mjög stórt hrós á Njarðvík hvernig þær komu inn í þennan leik og létu okkur hafa fyrir hlutunum. Á hinn bóginn finnst mér sóknarleikurinn alveg í ruglinu. Við erum að taka mjög vafasamar ákvarðanir þar. Varnarleikurinn okkar var þéttur og þar vorum við að leggja okkur fram,“ sagði Halldór í viðtali við Vísi eftir leik. „Við eigum klárlega stór verkefni fyrir höndum að stilla þetta lið saman. Við eigum stórar kanónur sem við þurfum að finna út hvernig þær geta spilað sem best saman. Það er verkefni okkar þjálfaranna.“ Iva Bosnjak tók alls 11 þriggja stiga tilraunir í kvöld en hitti bara einu sinni. Halldór býst við meiru af henni í næsta leik. „Hún er fengin hingað til að skjóta. Við ákvöðum að bæta við einum leikmanni hingað til að skjóta þristum. Ég er meira fegin að hún er að taka 11 þrista frekar en 11 sniðskot, hún á að skjóta þessu. Mér finnst frábært að við vinnum leik þar sem hún á þvílíkan off dag. Ég skil að margir áhorfendur hugsa hvað í andskotanum er í gangi hérna en við vitum hvað býr að baki. Fjögur eða fimm skot hefði hún mátt sleppa en restin er hún gjörsamlega gal opin og hún er að fara að setja þau í næsta leik,“ svaraði Halldór aðspurður út í leik Bosnjak í kvöld. Fjölnir hefur fengið fimm nýja leikmenn fyrir þetta tímabil en Halldór er sáttur við hvernig þær koma inn í liðið miðað við hvað það er lítið búið af tímabilinu. „Þetta er alveg á pari miðað við að það er september. Við erum að spila okkur saman og það er ekki á hverju einasta ári sem við eigum að vera tilbúnar með nýtt lið í bikarúrslitaleik. Þannig við erum á pari miðað við hver dagsetningin í dag er. Ég held að þetta lið muni blómstra rosalega þegar við erum komnar inn á seinni hluta tímabilsins.“ Fjölnir á erfitt verkefni fyrir höndum í bikarúrslitunum á laugardag þar sem þær mæta Haukum, liði sem margir telja að sé eitt það besta í deildinni. Halldór er þó staðráðinn í að sækja titilinn. „Líttu á hópinn sem við erum með, þetta er ekkert fallbyssufóður. Ég er viss um að ekkert lið fari inn í leiki við okkur rólegt. Við erum búin að setja saman mjög sterkt lið hérna. Þetta er lið sem ætlar að berjast um titlana í vetur. Þetta verður ekki tveggja hesta kapphlaup í ár. Það verða 3-4 lið sem munu berjast um þann stóra í vetur og við erum klárlega eitt af þeim. Við ætlum að ná í titill, við munum leggja allt í að sækja titill í vetur,“ sagði Halldór. „Rosalega margt sem þarf að bæta“ Rúnar Ingi Erlingsson, þjálfari NjarðvíkurVísir/Vilhelm Rúnar Ingi Erlingsson, þjálfari Njarðvíkur, gat horft á björtu hliðarnar þrátt fyrir tap í kvöld. „Þetta var flottur leikur. Alvöru bikarskeppnis leikur þar sem allt er undir, í september. Það er eitthvað sem við þurftum á að halda, það er bara fínt að fá svona spennuleik. Mér finnst við smá vera að setja þetta upp í hendurnar á þeim í fjórða leikhluta. Þær geta verið að skora úr sniðskotum, stela boltanum og fá auðveldar körfur á meðan við þurfum að hafa mjög mikið fyrir okkar körfum. Það er kannski helsti munurinn í dag,“ sagði Rúnar í viðtali við Vísi eftir leik. „Ég er ánægður með vörnina heilt yfir í 40 mínútur. Inn á milli erum við að gera mjög vel sóknarlega. Ég er ánægður með kanann minn. Hún sýndi þá áræðni sem ég er búinn að vera biðja hana um að sýna. Hún er frábær sendingarmaður og mikill liðsmaður. Hún tók skotin sín í dag sem er jákvætt en svo þurfum við að vera heilt yfir grimmari. Þetta var flottur leikur en rosalega margt sem þarf að bæta.“ Það er verk fyrir höndum á æfingasvæðinu að mati Rúnars, þar sem liðið þarf að slípa sig betur saman með nýju leikmönnum sínum. „Þær [nýju leikmennirnir] hafa verið að passa mjög vel inn. Við þurfum að læra að spila með De Silva inn í teig. Við höfum eiginlega aldrei verið með senter í okkar liði. Það sést að við kunnum eiginlega ekki að gefa boltann inn í teig. Við erum ekki að sjá réttu línurnar og gefum ekki nógu fast. Við eigum eftir að slípa aðeins þessa litlu hluti og þá held ég að við getum verið mjög góðar,“ sagði Rúnar að lokum. Körfubolti Íslenski körfuboltinn Fjölnir UMF Njarðvík
Fjölnir tók á móti Njarðvík í undanúrslitaleik VÍS bikars kvenna í körfubolta en Fjölnisliðið hafði fyrir leikinn aldrei komist í bikarúrslit í kvennaflokki. Það hefur nú breyst en þær unnu leik kvöldsins með fimm stiga mun, lokatölur 65-60. Fjölnir mun mæta Haukum í úrslitaleiknum. Það voru þó gestirnir sem byrjuðu leik liðanna betur í kvöld. Njarðvíkingar skoruðu þrjár fyrstu körfurnar á meðan að Fjölniskonur voru að safna töpuðum boltum og slæmum skotum. Njarðvíkingar komust mest í 7 stiga forystu þegar fyrsti leikhluti var hálfnaður en þá setti Diane Diene niður þriggja stiga körfu og breytti stöðunni í 4-11. Fjölnir náði aðeins að laga stöðuna en Njarðvík hélt forskoti og vann fyrsta leikhlutann 9-13. Annar leikhluti byrjaði á svipaðan hátt og sá fyrsti. Njarðvíkingar hittu betur en Fjölniskonur og Njarðvík endurheimti 7 stiga forystu sína í stöðunni 11-18 áður en endurkoma Fjölnis hófst. Við tók 10-2 kafli og Fjölnir komst í fyrsta skipti yfir í leiknum þegar 3 mínútur voru eftir af fyrsta leikhluta eftir þriggja stiga körfu frá Ciani Cryor. Liðin skiptust á því að leiða leikin það sem eftir lifði leikhlutans en fór svo að lokum að liðin gengu til búningsherbergja í hálfleik jöfn, í stöðunni 27-27. Fjölnir komst betur inn í leikinn í síðari hálfleik og í þriðja leikhluta var Njarðvík alltaf að elta leikinn. Þrisvar var leikurinn jafn en mest komst Fjölnir í átta stiga forystu þegar Sanja Orozovic leggur niður sniðskot í stöðunni 41-33 þegar þriðji leikhluti er hálfnaður. Njarðvík jafnar áður en Fjölnir tekur aftur yfirhöndina og heimakonur vinna þriðja þriðjung með þremur stigum og staðan fyrir loka leikhlutan var 46-43. Síðasti leikhlutinn var jafn og spennandi framan af. Aliyah Collier og Diane Diene sáu um stigaskorun fyrir gestina sem komust yfir þegar þrjár mínútur voru liðnar af fjórðungnum, 51-52. Nær komust þær ekki því Fjölnir skellti í lás í vörninni og hinu megin fengu þær oft opin skot sem þær bæði nýttu og nýttu ekki. Fjölnir safnaði 14 stigum á móti aðeins 8 frá gestunum á loka mínútunum og fór svo að lokum að Grafarvogsliðið vann leikinn með 5 stigum, 65-60. Afhverju vann Fjölnir? Varnarleikur Fjölnis var á stórum köflum mjög agaður og góður. Þær náðu að þvinga Njarðvíkinga í erfið skot, sem er helsti munurinn á liðunum því þau voru frekar jöfn í flestum tölfræðiþáttum. Hverjar stóðu upp úr? Þrátt fyrir tap var Aliyah Collier besti leikmaður vallarins í kvöld. Aliyah setti alls 30 stig og tók 12 fráköst sem gera það að verkum að hún fær alls 34 framlagspunkta. Í liði Fjölnis var Ciani Cryor fremst meðal jafningja, Ciani gerði 21 stig, ásamt því að rífa niður 12 fráköst og gefa 8 stoðsendingar, en nokkrar stoðsendingar Ciani voru stórglæsilegar. Ciani var grátlega nálægt þrefaldri tvennu i kvöld. Hvað gerist næst? Njarðvík er úr leik og getur farið að huga að deildarkeppninni sem hefst 6. október. Fjölnir er hins vegar á leið í úrslitaleikinn þar sem mótherjarnir verða Haukar. „Við munum leggja allt í að sækja titill“ Halldór Karl Þórsson, þjálfari FjölnisVísir/Vilhelm Halldór Karl Þórsson, þjálfari Fjölnis, gat leyft sér að vera bæði glaður og pirraður í leikslok. „Það eru blendnar tilfinningar. Ég er rosalega ánægður að hafa unnið þennan leik, þetta var hörku leikur. Mjög stórt hrós á Njarðvík hvernig þær komu inn í þennan leik og létu okkur hafa fyrir hlutunum. Á hinn bóginn finnst mér sóknarleikurinn alveg í ruglinu. Við erum að taka mjög vafasamar ákvarðanir þar. Varnarleikurinn okkar var þéttur og þar vorum við að leggja okkur fram,“ sagði Halldór í viðtali við Vísi eftir leik. „Við eigum klárlega stór verkefni fyrir höndum að stilla þetta lið saman. Við eigum stórar kanónur sem við þurfum að finna út hvernig þær geta spilað sem best saman. Það er verkefni okkar þjálfaranna.“ Iva Bosnjak tók alls 11 þriggja stiga tilraunir í kvöld en hitti bara einu sinni. Halldór býst við meiru af henni í næsta leik. „Hún er fengin hingað til að skjóta. Við ákvöðum að bæta við einum leikmanni hingað til að skjóta þristum. Ég er meira fegin að hún er að taka 11 þrista frekar en 11 sniðskot, hún á að skjóta þessu. Mér finnst frábært að við vinnum leik þar sem hún á þvílíkan off dag. Ég skil að margir áhorfendur hugsa hvað í andskotanum er í gangi hérna en við vitum hvað býr að baki. Fjögur eða fimm skot hefði hún mátt sleppa en restin er hún gjörsamlega gal opin og hún er að fara að setja þau í næsta leik,“ svaraði Halldór aðspurður út í leik Bosnjak í kvöld. Fjölnir hefur fengið fimm nýja leikmenn fyrir þetta tímabil en Halldór er sáttur við hvernig þær koma inn í liðið miðað við hvað það er lítið búið af tímabilinu. „Þetta er alveg á pari miðað við að það er september. Við erum að spila okkur saman og það er ekki á hverju einasta ári sem við eigum að vera tilbúnar með nýtt lið í bikarúrslitaleik. Þannig við erum á pari miðað við hver dagsetningin í dag er. Ég held að þetta lið muni blómstra rosalega þegar við erum komnar inn á seinni hluta tímabilsins.“ Fjölnir á erfitt verkefni fyrir höndum í bikarúrslitunum á laugardag þar sem þær mæta Haukum, liði sem margir telja að sé eitt það besta í deildinni. Halldór er þó staðráðinn í að sækja titilinn. „Líttu á hópinn sem við erum með, þetta er ekkert fallbyssufóður. Ég er viss um að ekkert lið fari inn í leiki við okkur rólegt. Við erum búin að setja saman mjög sterkt lið hérna. Þetta er lið sem ætlar að berjast um titlana í vetur. Þetta verður ekki tveggja hesta kapphlaup í ár. Það verða 3-4 lið sem munu berjast um þann stóra í vetur og við erum klárlega eitt af þeim. Við ætlum að ná í titill, við munum leggja allt í að sækja titill í vetur,“ sagði Halldór. „Rosalega margt sem þarf að bæta“ Rúnar Ingi Erlingsson, þjálfari NjarðvíkurVísir/Vilhelm Rúnar Ingi Erlingsson, þjálfari Njarðvíkur, gat horft á björtu hliðarnar þrátt fyrir tap í kvöld. „Þetta var flottur leikur. Alvöru bikarskeppnis leikur þar sem allt er undir, í september. Það er eitthvað sem við þurftum á að halda, það er bara fínt að fá svona spennuleik. Mér finnst við smá vera að setja þetta upp í hendurnar á þeim í fjórða leikhluta. Þær geta verið að skora úr sniðskotum, stela boltanum og fá auðveldar körfur á meðan við þurfum að hafa mjög mikið fyrir okkar körfum. Það er kannski helsti munurinn í dag,“ sagði Rúnar í viðtali við Vísi eftir leik. „Ég er ánægður með vörnina heilt yfir í 40 mínútur. Inn á milli erum við að gera mjög vel sóknarlega. Ég er ánægður með kanann minn. Hún sýndi þá áræðni sem ég er búinn að vera biðja hana um að sýna. Hún er frábær sendingarmaður og mikill liðsmaður. Hún tók skotin sín í dag sem er jákvætt en svo þurfum við að vera heilt yfir grimmari. Þetta var flottur leikur en rosalega margt sem þarf að bæta.“ Það er verk fyrir höndum á æfingasvæðinu að mati Rúnars, þar sem liðið þarf að slípa sig betur saman með nýju leikmönnum sínum. „Þær [nýju leikmennirnir] hafa verið að passa mjög vel inn. Við þurfum að læra að spila með De Silva inn í teig. Við höfum eiginlega aldrei verið með senter í okkar liði. Það sést að við kunnum eiginlega ekki að gefa boltann inn í teig. Við erum ekki að sjá réttu línurnar og gefum ekki nógu fast. Við eigum eftir að slípa aðeins þessa litlu hluti og þá held ég að við getum verið mjög góðar,“ sagði Rúnar að lokum.
Leik lokið: Valur - Malaga Costa Del Sol 31-26| Valskonur áfram eftir frábæra frammistöðu Handbolti
Leik lokið: Valur - Malaga Costa Del Sol 31-26| Valskonur áfram eftir frábæra frammistöðu Handbolti