Bjóst ekki við því að fá að upplifa aðra meðgöngu Ása Ninna Pétursdóttir skrifar 19. september 2021 12:24 Listakonan og ilmvatnshönnuðurinn Andrea Maack talar um meðgönguna og móðurhlutverkið í viðtalsliðnum Móðurmál. En á tveimur árum hefur hún eignast tvö börn, drenginn Húgó og stúlkuna Mónu. Anna Maggý „Lífið breytist auðvitað en mér líður eins og mér leið áður en ég eignaðist börnin,“ segir listakonan og ilmvatnshönnuðurinn Andrea Maack í viðtali við Makamál. Andrea eignaðist sitt annað barn í byrjun ágúst með manni sínum Gísla Þór Sverrissyni en fyrir eiga þau drenginn Húgó sem er tæplega tveggja ára. Það er í nógu að snúast þessa dagana hjá Andreu og segir hún fæðingarorlofið ekki hafa verið langt, og í raun bara eina helgi. „Það er ansi mikið að gera þessa dagana, við erum að byggja hús og vinnustofu á Suðurnesjunum sem kallast Geopark Villa og er stefnan að ná að flytja inn fyrir árslok. Einnig frumsýni ég nýjan ilm í lok október, er að færa alla framleiðsluna heim og sigla inn í jólavertíðina en það er alltaf lang mest að gera í ilmvatnsbransanum á þessum árstíma og þar af leiðandi allt að gerast á sama tíma. Það leið aðeins rúmt ár frá því að Andrea eignaðist frumburðinn Húgó þar til hún varð ófrísk aftur. Andrea er 44 ára gömul segist hún ekki hafa gert sér vonir um að fá að ganga í gegnum þetta aftur því líkurnar á því að verða ófrísk minnki alltaf með hverju árinu. Andrea segist því finna fyrir miklu þakklæti fyrir því að fá upplifa allt þetta fallega ferli í annað sinn. Hér fyrir neðan svarar Andrea spurningum í viðtalsliðnum Móðurmál. Hvernig lýsir þú stundinni þegar þú komast að því að þú værir ófrísk? Ég var búin að vera slöpp öll jólin 2020, ég var farin að hafa áhyggjur af því að ég væri með magasár og var á leiðinni til læknis. Ég var einhvern veginn ekki í stuði að fá spurninguna hvort að ég gæti verið ólétt svo að ég keypti próf til að vera viss. Prófið var svo jákvætt en ég trúði því ekki þó svo að mamma og frænka mín sem voru með mér hafi skoðað prófið líka. Ég tók sirka fimm próf í viðbót og hringdi í systur mína sem er sérfræðingur í fæðinga- og kvensjúkdómalækningum. Systir mín hló að þessu og sagði mér að panta snemmsónar en ekkert vera of vongóð því þetta gæti hugsanlega væri óeðlileg þungun, nokkrum dögum síðar komst ég að í sónar og kom þá í ljós að ég var komin tólf vikur á leið. Andrea og sonurinn Húgó sem er tæplega tveggja ára. Anna Maggý Auðveldari meðganga og meiri svefn Hvernig leið þér fyrstu vikurnar? Ég missti í rauninni af þessum fyrstu tólf vikum, ég var slöpp en slapp við andlega hlutann sem getur verið erfiðari af því að ég vissi ekki af þunguninni. Eitthvað sem kom mest á óvart við sjálfa meðgönguna? Já, þessi meðganga var bara mjög óvænt, kúlan var miklu minni, ég svaf betur því að í rauninni var þessi meðganga auðveldari þó að ég hafi verið að sinna Húgó yngri syni mínum á sama tíma. Hvernig tókst þér að takast á við líkamlegar breytingar? Með ró, ég var frekar nýbúin að ganga með barn og vissi við hverju var að búast, gef mér svo góðan tíma í að koma til baka og hef ekki miklar áhyggjur af því. Hvernig fannst þér heilbrigðisþjónustan halda utan um verðandi móður? Frábærlega, en ég var svo með systur mína, fæðingarlækninn, á speed dial ef ég varð eitthvað óörugg. Rann á þig eitthvað mataræði á meðgöngunni? Sun Lolly og popp er mjög gott kombó annars var ég greind með meðgöngusykursýki svo að ég passaði mjög vel upp á mataræðið. Hver var algengasta spurningin sem þú fékkst á meðgöngunni? Ég var ekki mikið spurð enda var ég ekki mikið í kringum fólk þar sem ég var ekki bólusett. Þó fékk ég spurninguna hvort að ég ætlaði að láta bólusetja mig, fólk var mikið að pæla í því. Ég ákvað að bíða með það en fór strax þegar dóttir mín var orðin tveggja vikna. Andrea var mikið spurð að því hvort að hún ætlaði að láta bólusetja sig á meðgöngunni en hún ákvað að bíða og fór svo í bólusetningu eftir að barnið fæddist. Ekki týpan til að vera í mömmuklúbb Hvað fannst þér erfiðast við meðgönguna? Að geta ekki haldið á og sinnt Húgó eins og ég var vön að gera. Hvað fannst þér skemmtilegast við meðgönguna? Að fá að upplifa þetta ferli aftur, ég bjóst aldrei við því. Hún hreyfði sig mikið allan tímann sem var gaman að finna og fylgjast vel með hreyfingunum. Varstu í mömmuklúbb? – Finnst þér það skipta máli að umgangast mömmur sem eru á svipuðum stað? Nei, ég er ekki mikil saumaklúbba-týpa en það eru nokkrar sem voru að eiga barn á sama tíma, aðallega vinkonur sem búa úti en við skiptumst aðeins á ráðum. Móna Gísladóttir Maack. Nafnið segir Andrea að hafi komið til sín mjög snemma á meðgönguni og þá hafi ekkert annað nafn komið til greina. Fékkstu að vita kynið? Ég var mjög glöð að fá stelpu, viðurkenni það alveg, að eiga stelpu og strák er fullkomið. Hvernig bjóstu þig undir fæðinguna? Ég hitti fæðingarlækna nokkuð oft í ferlinu, vegna aldurs og fleira. Það er samt voðalega lítið hægt að plana þetta og ég var frekar nýbúin að eiga svo að ég vissi vel hvað ég var að fara út í. Fæðingin endaði í bráðakeisara Hvernig gekk fæðingin? Ég missti vatnið á laugardagsmorgni og dreif mig í bæinn með Húgó í pössun. Ég fór svo upp á spítala en bjóst alveg eins við að vera send heim, þar sem það var ekkert að gerast. Þá var blóðþrýstingurinn víst of hár og ég fékk að vita að ég væri ekkert að fara heim fyrr en barnið kæmi í heiminn og þá kom Gísli í bæinn. Um kvöldið var mér farið að líða frekar undarlega og þegar vinkona systur minnar, sem er líka fæðingarlæknir, mætti á vakt leist henni ekkert á blikuna en þá er ég komin með meðgöngueitrun. Það var ákveðið að reyna ekki einu sinni gangsetningu heldur var ég send beint í keisara. Ég var alveg til í það og gekk aðgerðin svakalega vel. Ég treysti þeim fullkomlega á spítalanum og var allt fæðingarferlið mjög stutt og gekk vel. Hvernig gekk að jafna sig eftir keisarann? Ég var mjög slöpp fyrsta sólarhringinn en fór svo að líða betur, var með verki aðeins lengur en eftir síðasta keisara en ótrúlega fljót að koma mér aftur í gang. Hvernig tilfinning var að fá barnið í fangið? Mikill léttir að allt hafi gengið vel, svo er hún svo sæt og mannaleg eitthvað, mér finnst ég alltaf hafa þekkt hana. Hvernig leið þér á sængurlegunni þegar heim var komið? Tilfinningarnar eru auðvitað út um allt fyrstu dagana en hún er búin að vera svo róleg og góð að ég gat farið strax að vinna. Ég hef mikið gert grín að amerísku vinkonum mínum sem voru farnar að vinna næstum á fæðingardeildinni, svo er ég bara ekkert skárri sjálf. Fyrirtækið mitt skiptir mig miklu máli og það að sýna börnunum mínum strax ástríðuna sem ég hef fyrir því sem ég er að gera og því sem gerir mér kleift að sjá fyrir þeim. Andrea segir síðari meðgönguna hafa í raun gengið mun betur en þá fyrri en aðeins rúmt ár leið á milli meðgangna. Vildi skíra einstökum og alþjóðlegum nöfnum Finnst þér mikil pressa í samfélaginu að eiga allt til alls fyrir barnið? Ég pæli aldrei í því en þegar kemur að sjálfri mér og börnunum vil ég frekar hafa færri flíkur og vandaðar vörur. Það er mikið af flottum búðum hérna heima sem eru með allt á einum stað eins og NineKids til dæmis. Hvernig gekk að finna nafn á barnið? Alveg eins og með nafnið Húgó þá kom það til okkar. Ég fór að sjá það alls staðar og það var nógu mikið „sign“ fyrir mig. Okkur fannst nafnið Móna líka kúl og passa vel við nafnið Húgó. Alþjóðleg nöfn með íslensku twisti. Ég var alveg ákveðin með það í bæði skiptin að ég vildi skíra einstökum nöfnum og helst ekki þekkja neinn sem heitir því sama. Hvernig gekk/gengur brjóstagjöf ef þú ákvaðst að hafa hana á bjósti? Nokkuð vel hingað til, ég pumpa líka og hún tekur pela, finnst mjög mikilvægt að mamman sé ekki að taka allar gjafir, bæði svo ég geti hvílst og pabbinn tengst barninu strax. Eru einhver skilaboð eða ráðleggingar sem þú vilt koma til verðandi mæðra? Reyna að njóta ferlisins. Ekki vera með of mikið af barnadóti, fötum og fleiru til að byrja með og reyna að halda rútínunni, ekki fara að breyta öllu bara einn tveir og tíu. Lífið breytist auðvitað en mér líður eins og mér leið áður en ég eignaðist börnin, það er svo mikilvægt að týna ekki sjálfri sér í öllu havaríinu. Systkinin Húgó og Móna hafa það gott í sófakúri. Móðurmál Ástin og lífið Börn og uppeldi Tengdar fréttir Tvö börn á rúmlega ári og aldrei eins ástfangin „Fyrir mér hefur faraldurinn aðallega haft góð áhrif á fæðingarorlofið en til dæmis voru engar heimsóknir leyfðar upp á deild eftir fæðingu. Persónulega finnst mér það frábært þar sem þetta er svo rosalega viðkvæmur sem og dýrmætur tími fyrir foreldra og barn að kynnast.“ Þetta segir Helga Jóhannsdóttir í viðtalsliðnum Móðurmál. 4. september 2021 11:01 Ætlast til að börn fræði sig sjálf um kynþroska Hvort sem það eru blæðingar, forhúðarvandamál eða hugleiðingar um kynhneigð er mikilvægt að foreldrar barna á kynþroskaskeiðinu séu meðvitum um hvað börn þeirra eru að ganga í gegnum. 18. september 2021 12:08 Sjáðu pörin sem fara á blind stefnumót í kvöld Það verður líf og fjör í raunveruleika- og stefnumótaþættinum Fyrsta blikið í kvöld. 17. september 2021 10:57 Mest lesið Einhleypan: „Borða, ríða, elska“ Makamál Einhleypan: „Veit ekki hvort ég kunni ekki að skammast mín“ Makamál Einhleypan: Fangavörður, einlæg og skemmtileg Makamál „Á erfitt með að gera mér í hugarlund eitthvað rómantískara“ Makamál Móðurmál: Tvær óvæntar þunganir eftir óútskýrða ófrjósemi Makamál Báðu hvort annað afsökunar eftir fyrsta kossinn Makamál „Það er alveg hægt að vinna rifrildið, en þá tapar sambandið“ Makamál Eru betri vinir, sterkari og hamingjusamari Makamál Bassi Maraj: „Já, ég er að flinga“ Makamál „Mér leið eins og ég gæti sigrað heiminn“ Makamál Fleiri fréttir „Á erfitt með að gera mér í hugarlund eitthvað rómantískara“ Einhleypan: „Borða, ríða, elska“ Einhleypan: Fangavörður, einlæg og skemmtileg Móðurmál: Tvær óvæntar þunganir eftir óútskýrða ófrjósemi Einhleypan: „Veit ekki hvort ég kunni ekki að skammast mín“ Sjá meira
Andrea eignaðist sitt annað barn í byrjun ágúst með manni sínum Gísla Þór Sverrissyni en fyrir eiga þau drenginn Húgó sem er tæplega tveggja ára. Það er í nógu að snúast þessa dagana hjá Andreu og segir hún fæðingarorlofið ekki hafa verið langt, og í raun bara eina helgi. „Það er ansi mikið að gera þessa dagana, við erum að byggja hús og vinnustofu á Suðurnesjunum sem kallast Geopark Villa og er stefnan að ná að flytja inn fyrir árslok. Einnig frumsýni ég nýjan ilm í lok október, er að færa alla framleiðsluna heim og sigla inn í jólavertíðina en það er alltaf lang mest að gera í ilmvatnsbransanum á þessum árstíma og þar af leiðandi allt að gerast á sama tíma. Það leið aðeins rúmt ár frá því að Andrea eignaðist frumburðinn Húgó þar til hún varð ófrísk aftur. Andrea er 44 ára gömul segist hún ekki hafa gert sér vonir um að fá að ganga í gegnum þetta aftur því líkurnar á því að verða ófrísk minnki alltaf með hverju árinu. Andrea segist því finna fyrir miklu þakklæti fyrir því að fá upplifa allt þetta fallega ferli í annað sinn. Hér fyrir neðan svarar Andrea spurningum í viðtalsliðnum Móðurmál. Hvernig lýsir þú stundinni þegar þú komast að því að þú værir ófrísk? Ég var búin að vera slöpp öll jólin 2020, ég var farin að hafa áhyggjur af því að ég væri með magasár og var á leiðinni til læknis. Ég var einhvern veginn ekki í stuði að fá spurninguna hvort að ég gæti verið ólétt svo að ég keypti próf til að vera viss. Prófið var svo jákvætt en ég trúði því ekki þó svo að mamma og frænka mín sem voru með mér hafi skoðað prófið líka. Ég tók sirka fimm próf í viðbót og hringdi í systur mína sem er sérfræðingur í fæðinga- og kvensjúkdómalækningum. Systir mín hló að þessu og sagði mér að panta snemmsónar en ekkert vera of vongóð því þetta gæti hugsanlega væri óeðlileg þungun, nokkrum dögum síðar komst ég að í sónar og kom þá í ljós að ég var komin tólf vikur á leið. Andrea og sonurinn Húgó sem er tæplega tveggja ára. Anna Maggý Auðveldari meðganga og meiri svefn Hvernig leið þér fyrstu vikurnar? Ég missti í rauninni af þessum fyrstu tólf vikum, ég var slöpp en slapp við andlega hlutann sem getur verið erfiðari af því að ég vissi ekki af þunguninni. Eitthvað sem kom mest á óvart við sjálfa meðgönguna? Já, þessi meðganga var bara mjög óvænt, kúlan var miklu minni, ég svaf betur því að í rauninni var þessi meðganga auðveldari þó að ég hafi verið að sinna Húgó yngri syni mínum á sama tíma. Hvernig tókst þér að takast á við líkamlegar breytingar? Með ró, ég var frekar nýbúin að ganga með barn og vissi við hverju var að búast, gef mér svo góðan tíma í að koma til baka og hef ekki miklar áhyggjur af því. Hvernig fannst þér heilbrigðisþjónustan halda utan um verðandi móður? Frábærlega, en ég var svo með systur mína, fæðingarlækninn, á speed dial ef ég varð eitthvað óörugg. Rann á þig eitthvað mataræði á meðgöngunni? Sun Lolly og popp er mjög gott kombó annars var ég greind með meðgöngusykursýki svo að ég passaði mjög vel upp á mataræðið. Hver var algengasta spurningin sem þú fékkst á meðgöngunni? Ég var ekki mikið spurð enda var ég ekki mikið í kringum fólk þar sem ég var ekki bólusett. Þó fékk ég spurninguna hvort að ég ætlaði að láta bólusetja mig, fólk var mikið að pæla í því. Ég ákvað að bíða með það en fór strax þegar dóttir mín var orðin tveggja vikna. Andrea var mikið spurð að því hvort að hún ætlaði að láta bólusetja sig á meðgöngunni en hún ákvað að bíða og fór svo í bólusetningu eftir að barnið fæddist. Ekki týpan til að vera í mömmuklúbb Hvað fannst þér erfiðast við meðgönguna? Að geta ekki haldið á og sinnt Húgó eins og ég var vön að gera. Hvað fannst þér skemmtilegast við meðgönguna? Að fá að upplifa þetta ferli aftur, ég bjóst aldrei við því. Hún hreyfði sig mikið allan tímann sem var gaman að finna og fylgjast vel með hreyfingunum. Varstu í mömmuklúbb? – Finnst þér það skipta máli að umgangast mömmur sem eru á svipuðum stað? Nei, ég er ekki mikil saumaklúbba-týpa en það eru nokkrar sem voru að eiga barn á sama tíma, aðallega vinkonur sem búa úti en við skiptumst aðeins á ráðum. Móna Gísladóttir Maack. Nafnið segir Andrea að hafi komið til sín mjög snemma á meðgönguni og þá hafi ekkert annað nafn komið til greina. Fékkstu að vita kynið? Ég var mjög glöð að fá stelpu, viðurkenni það alveg, að eiga stelpu og strák er fullkomið. Hvernig bjóstu þig undir fæðinguna? Ég hitti fæðingarlækna nokkuð oft í ferlinu, vegna aldurs og fleira. Það er samt voðalega lítið hægt að plana þetta og ég var frekar nýbúin að eiga svo að ég vissi vel hvað ég var að fara út í. Fæðingin endaði í bráðakeisara Hvernig gekk fæðingin? Ég missti vatnið á laugardagsmorgni og dreif mig í bæinn með Húgó í pössun. Ég fór svo upp á spítala en bjóst alveg eins við að vera send heim, þar sem það var ekkert að gerast. Þá var blóðþrýstingurinn víst of hár og ég fékk að vita að ég væri ekkert að fara heim fyrr en barnið kæmi í heiminn og þá kom Gísli í bæinn. Um kvöldið var mér farið að líða frekar undarlega og þegar vinkona systur minnar, sem er líka fæðingarlæknir, mætti á vakt leist henni ekkert á blikuna en þá er ég komin með meðgöngueitrun. Það var ákveðið að reyna ekki einu sinni gangsetningu heldur var ég send beint í keisara. Ég var alveg til í það og gekk aðgerðin svakalega vel. Ég treysti þeim fullkomlega á spítalanum og var allt fæðingarferlið mjög stutt og gekk vel. Hvernig gekk að jafna sig eftir keisarann? Ég var mjög slöpp fyrsta sólarhringinn en fór svo að líða betur, var með verki aðeins lengur en eftir síðasta keisara en ótrúlega fljót að koma mér aftur í gang. Hvernig tilfinning var að fá barnið í fangið? Mikill léttir að allt hafi gengið vel, svo er hún svo sæt og mannaleg eitthvað, mér finnst ég alltaf hafa þekkt hana. Hvernig leið þér á sængurlegunni þegar heim var komið? Tilfinningarnar eru auðvitað út um allt fyrstu dagana en hún er búin að vera svo róleg og góð að ég gat farið strax að vinna. Ég hef mikið gert grín að amerísku vinkonum mínum sem voru farnar að vinna næstum á fæðingardeildinni, svo er ég bara ekkert skárri sjálf. Fyrirtækið mitt skiptir mig miklu máli og það að sýna börnunum mínum strax ástríðuna sem ég hef fyrir því sem ég er að gera og því sem gerir mér kleift að sjá fyrir þeim. Andrea segir síðari meðgönguna hafa í raun gengið mun betur en þá fyrri en aðeins rúmt ár leið á milli meðgangna. Vildi skíra einstökum og alþjóðlegum nöfnum Finnst þér mikil pressa í samfélaginu að eiga allt til alls fyrir barnið? Ég pæli aldrei í því en þegar kemur að sjálfri mér og börnunum vil ég frekar hafa færri flíkur og vandaðar vörur. Það er mikið af flottum búðum hérna heima sem eru með allt á einum stað eins og NineKids til dæmis. Hvernig gekk að finna nafn á barnið? Alveg eins og með nafnið Húgó þá kom það til okkar. Ég fór að sjá það alls staðar og það var nógu mikið „sign“ fyrir mig. Okkur fannst nafnið Móna líka kúl og passa vel við nafnið Húgó. Alþjóðleg nöfn með íslensku twisti. Ég var alveg ákveðin með það í bæði skiptin að ég vildi skíra einstökum nöfnum og helst ekki þekkja neinn sem heitir því sama. Hvernig gekk/gengur brjóstagjöf ef þú ákvaðst að hafa hana á bjósti? Nokkuð vel hingað til, ég pumpa líka og hún tekur pela, finnst mjög mikilvægt að mamman sé ekki að taka allar gjafir, bæði svo ég geti hvílst og pabbinn tengst barninu strax. Eru einhver skilaboð eða ráðleggingar sem þú vilt koma til verðandi mæðra? Reyna að njóta ferlisins. Ekki vera með of mikið af barnadóti, fötum og fleiru til að byrja með og reyna að halda rútínunni, ekki fara að breyta öllu bara einn tveir og tíu. Lífið breytist auðvitað en mér líður eins og mér leið áður en ég eignaðist börnin, það er svo mikilvægt að týna ekki sjálfri sér í öllu havaríinu. Systkinin Húgó og Móna hafa það gott í sófakúri.
Móðurmál Ástin og lífið Börn og uppeldi Tengdar fréttir Tvö börn á rúmlega ári og aldrei eins ástfangin „Fyrir mér hefur faraldurinn aðallega haft góð áhrif á fæðingarorlofið en til dæmis voru engar heimsóknir leyfðar upp á deild eftir fæðingu. Persónulega finnst mér það frábært þar sem þetta er svo rosalega viðkvæmur sem og dýrmætur tími fyrir foreldra og barn að kynnast.“ Þetta segir Helga Jóhannsdóttir í viðtalsliðnum Móðurmál. 4. september 2021 11:01 Ætlast til að börn fræði sig sjálf um kynþroska Hvort sem það eru blæðingar, forhúðarvandamál eða hugleiðingar um kynhneigð er mikilvægt að foreldrar barna á kynþroskaskeiðinu séu meðvitum um hvað börn þeirra eru að ganga í gegnum. 18. september 2021 12:08 Sjáðu pörin sem fara á blind stefnumót í kvöld Það verður líf og fjör í raunveruleika- og stefnumótaþættinum Fyrsta blikið í kvöld. 17. september 2021 10:57 Mest lesið Einhleypan: „Borða, ríða, elska“ Makamál Einhleypan: „Veit ekki hvort ég kunni ekki að skammast mín“ Makamál Einhleypan: Fangavörður, einlæg og skemmtileg Makamál „Á erfitt með að gera mér í hugarlund eitthvað rómantískara“ Makamál Móðurmál: Tvær óvæntar þunganir eftir óútskýrða ófrjósemi Makamál Báðu hvort annað afsökunar eftir fyrsta kossinn Makamál „Það er alveg hægt að vinna rifrildið, en þá tapar sambandið“ Makamál Eru betri vinir, sterkari og hamingjusamari Makamál Bassi Maraj: „Já, ég er að flinga“ Makamál „Mér leið eins og ég gæti sigrað heiminn“ Makamál Fleiri fréttir „Á erfitt með að gera mér í hugarlund eitthvað rómantískara“ Einhleypan: „Borða, ríða, elska“ Einhleypan: Fangavörður, einlæg og skemmtileg Móðurmál: Tvær óvæntar þunganir eftir óútskýrða ófrjósemi Einhleypan: „Veit ekki hvort ég kunni ekki að skammast mín“ Sjá meira
Tvö börn á rúmlega ári og aldrei eins ástfangin „Fyrir mér hefur faraldurinn aðallega haft góð áhrif á fæðingarorlofið en til dæmis voru engar heimsóknir leyfðar upp á deild eftir fæðingu. Persónulega finnst mér það frábært þar sem þetta er svo rosalega viðkvæmur sem og dýrmætur tími fyrir foreldra og barn að kynnast.“ Þetta segir Helga Jóhannsdóttir í viðtalsliðnum Móðurmál. 4. september 2021 11:01
Ætlast til að börn fræði sig sjálf um kynþroska Hvort sem það eru blæðingar, forhúðarvandamál eða hugleiðingar um kynhneigð er mikilvægt að foreldrar barna á kynþroskaskeiðinu séu meðvitum um hvað börn þeirra eru að ganga í gegnum. 18. september 2021 12:08
Sjáðu pörin sem fara á blind stefnumót í kvöld Það verður líf og fjör í raunveruleika- og stefnumótaþættinum Fyrsta blikið í kvöld. 17. september 2021 10:57