Fangelsi verði ekki heljarvist Lillý Valgerður Pétursdóttir skrifar 15. september 2021 13:30 Þorlákur Morthens sem er oft kallaður Tolli fer fyrir stýrihópnum. Vísir/Sigurjón Mikilvægt er að gera umbætur á Litla-Hrauni og bæta menntun fanga. Þetta er á meðal þess sem stýrihópur um málefni fanga leggur til í nýrri skýrslu. Stýrihópurinn kynnti skýrslu sína í morgun en hópurinn hefur skoðað leiðir til að bæta velferð fanga. Á meðal þess sem tekið er á í skýrslunni eru leiðir til að bæta menntun, geðheilbrigði, félagslegt umhverfi og húsnæðismál fanga. Þorlákur Morthens, sem er oft kallaður Tolli, fer fyrir hópnum. „Það er gert ráð fyrir því að að í húsnæðismálin verði settur 1,6 milljarður til umbóta á Litla Hrauni sem er í raun og veru sko það sem við erum að takast á við. Þarna er í raun og veru brúarsmíð inn í framtíðina þar sem við sjáum fyrir okkur nýtt fangelsi.“ Arnar Haraldsson viðskiptafræðingur vann með stýrihópnum en hann skoðaði ávinninginn af breytingunum sem stýrihópurinn leggur til . „Við erum að þá að sjá kannski fyrir okkur að endurkomur muni fara niður um 17,5% og þá erum við að horfa til í rauninni allra fanga sem koma inn í fangelsin og hverjir hafa þá komið áður í fangelsi.“ Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra segir skýrsluna hafa mikla þýðingu. „Þetta hefur auðvitað bara mjög mikla þýðingu að fá svona vinnu inn í það sem við ætlum okkur í fangamálunum og hvar við getum gert betur. Hvort sem það lýtur að afplánun núna eða það sem kemur á eftir til að hjálpa einstaklingum að vera virkir samfélagsþegnar að lokinni afplánun.“ Stýrihópur um málefni fanga kynnti skýrslu sína í morgun. Á meðal þeirra sem voru á fundinum voru Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra og Ásmundur Einar Daðason félags- og barnamálaráðherra.Vísir/Sigurjón Ásmundur Einar Daðason félags- og barnamálaráðherra breytingar þegar hafa átt sér stað í málaflokknum. „Þarna erum við að beita nýrri nálgun. Sömu nálgun og við höfum verið að beita í málefnum barna. Það er að horfa á viðkvæma hópa sem fjárfestingu og ég held að þetta sé grundvallarbreyting sem er að eiga sér stað í íslenskum velferðarmálum og við þurfum að fylgja þessu auðvitað fast á eftir. Ég sé fyrir mér að nú sé kominn grunnur undir að taka næstu skref í þessum málum eins og við gerðum í málefnum barna.“ Stýrihópurinn hefur verið að störfum í tvö ár og áður skilað skýrslu. Tolli telur að verði breytingarnar sem lagðar eru til að veruleika hafi það mikla þýðingu. „Ég held að þetta hafi þá þýðingu að fangelsi verður ekki áfram þetta „hell“ sem að hefur verið og þessi staður þar sem sagt er að það kemur engin betri þaðan út. Ég held að við séum að búa til hérna ferli þar sem við getum gripið einstaklinga og þeir koma betri út.“ Þá telur Tolli mikilvægar breytingar vera að eiga sér stað í málaflokknum. „Ég held að í þessum málaflokki sem öðrum umönnunarmálaflokknum það er alls staðar verið að stíga fram úr því að breyta valdmiðuðum hérna aðferðum gagnvart skjólstæðingum yfir í umönnun, yfir í það að grípa fólk. Þetta á við um aldraða, þetta á við um geðheilbrigðismál og nú um fanga. Þannig að þetta er hluti af bara stórri samfélagsbreytingu.“ Fangelsismál Mest lesið Dómari birtir nafn sæðisgjafa til að vara við honum og öðrum Erlent Sérkennilegt að vera útilokuð vegna mála sem komi borginni ekki við Innlent Útilokar aðild Úkraínu að NATO og krefur Evrópu um meira Erlent „Það er ekki hægt að koma svona fram við fólk“ Innlent Gullafólk, þingmenn og kanónur klöppuðu upp Guðrúnu Innlent „Kryddpíur“ í formlegt samtal Innlent Úrskurðarnefnd vísar máli Búseta frá Innlent Ekkert rætt um borgarstjóra sem verður „vonandi kona“ Innlent Krókur Dana á móti bragði sem vilja kaupa Kaliforníu af Trump Erlent „Það er ekkert ólíklegt að þessi Sundhnúkssyrpa sé að koma að endalokum“ Innlent Fleiri fréttir Fimm með réttarstöðu sakbornings vegna andláts í Grindavík Kennarar funda með sáttasemjara á morgun Orðræða kolleganna um slitin geri lítið úr Framsóknarkonum Ekkert rætt um borgarstjóra sem verður „vonandi kona“ „Kryddpíur“ með gæsahúð, krefjandi lending og hraðstefnumót Fróm fyrirheit í jómfrúarræðuhlaðborði „Höfum verið máluð upp eins og vesenisfólk“ Dómur Félagsdóms hafi engin áhrif á framhaldsskóladeiluna „Það er ekkert ólíklegt að þessi Sundhnúkssyrpa sé að koma að endalokum“ „Kryddpíur“ í formlegt samtal Sé Alfreð sakhæfur eigi að horfa til tuttugu ára eða ævilangs fangelsis Viðhaldsskuld upp á 680 milljarða króna Ráðherra braut ekki lög Sérkennilegt að vera útilokuð vegna mála sem komi borginni ekki við Hefur lagt fram frumvarp og ætlar að eyða óvissunni Framhaldsskólakennarar funda hjá sáttasemjara Bjóða Birki Jón velkominn til starfa Fundað um launakjör í Karphúsi og meirihlutamyndun í borginni Hættustig á Vesturlandi vegna bikblæðinga „Það er ekki hægt að koma svona fram við fólk“ Gullafólk, þingmenn og kanónur klöppuðu upp Guðrúnu Kveðst hafa komið að hjónunum látnum Úrskurðarnefnd vísar máli Búseta frá Sjö líkamsárásir á höfuðborgarsvæðinu í gærkvöldi og nótt Gætu orðið krefjandi hliðarvindslendingar Fólk í geðrofi breyti raunveruleikanum til að lifa af Ábyrgð veghaldara minni á Íslandi en í nágrannalöndum Ríki og framhaldsskólakennarar funda á morgun Litið við á mótmælum brimbrettakappa sem forseti bæjarstjórnar segir ólögmæt Viðreisn ekki til í meirihlutasamstarf til vinstri Sjá meira
Stýrihópurinn kynnti skýrslu sína í morgun en hópurinn hefur skoðað leiðir til að bæta velferð fanga. Á meðal þess sem tekið er á í skýrslunni eru leiðir til að bæta menntun, geðheilbrigði, félagslegt umhverfi og húsnæðismál fanga. Þorlákur Morthens, sem er oft kallaður Tolli, fer fyrir hópnum. „Það er gert ráð fyrir því að að í húsnæðismálin verði settur 1,6 milljarður til umbóta á Litla Hrauni sem er í raun og veru sko það sem við erum að takast á við. Þarna er í raun og veru brúarsmíð inn í framtíðina þar sem við sjáum fyrir okkur nýtt fangelsi.“ Arnar Haraldsson viðskiptafræðingur vann með stýrihópnum en hann skoðaði ávinninginn af breytingunum sem stýrihópurinn leggur til . „Við erum að þá að sjá kannski fyrir okkur að endurkomur muni fara niður um 17,5% og þá erum við að horfa til í rauninni allra fanga sem koma inn í fangelsin og hverjir hafa þá komið áður í fangelsi.“ Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra segir skýrsluna hafa mikla þýðingu. „Þetta hefur auðvitað bara mjög mikla þýðingu að fá svona vinnu inn í það sem við ætlum okkur í fangamálunum og hvar við getum gert betur. Hvort sem það lýtur að afplánun núna eða það sem kemur á eftir til að hjálpa einstaklingum að vera virkir samfélagsþegnar að lokinni afplánun.“ Stýrihópur um málefni fanga kynnti skýrslu sína í morgun. Á meðal þeirra sem voru á fundinum voru Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra og Ásmundur Einar Daðason félags- og barnamálaráðherra.Vísir/Sigurjón Ásmundur Einar Daðason félags- og barnamálaráðherra breytingar þegar hafa átt sér stað í málaflokknum. „Þarna erum við að beita nýrri nálgun. Sömu nálgun og við höfum verið að beita í málefnum barna. Það er að horfa á viðkvæma hópa sem fjárfestingu og ég held að þetta sé grundvallarbreyting sem er að eiga sér stað í íslenskum velferðarmálum og við þurfum að fylgja þessu auðvitað fast á eftir. Ég sé fyrir mér að nú sé kominn grunnur undir að taka næstu skref í þessum málum eins og við gerðum í málefnum barna.“ Stýrihópurinn hefur verið að störfum í tvö ár og áður skilað skýrslu. Tolli telur að verði breytingarnar sem lagðar eru til að veruleika hafi það mikla þýðingu. „Ég held að þetta hafi þá þýðingu að fangelsi verður ekki áfram þetta „hell“ sem að hefur verið og þessi staður þar sem sagt er að það kemur engin betri þaðan út. Ég held að við séum að búa til hérna ferli þar sem við getum gripið einstaklinga og þeir koma betri út.“ Þá telur Tolli mikilvægar breytingar vera að eiga sér stað í málaflokknum. „Ég held að í þessum málaflokki sem öðrum umönnunarmálaflokknum það er alls staðar verið að stíga fram úr því að breyta valdmiðuðum hérna aðferðum gagnvart skjólstæðingum yfir í umönnun, yfir í það að grípa fólk. Þetta á við um aldraða, þetta á við um geðheilbrigðismál og nú um fanga. Þannig að þetta er hluti af bara stórri samfélagsbreytingu.“
Fangelsismál Mest lesið Dómari birtir nafn sæðisgjafa til að vara við honum og öðrum Erlent Sérkennilegt að vera útilokuð vegna mála sem komi borginni ekki við Innlent Útilokar aðild Úkraínu að NATO og krefur Evrópu um meira Erlent „Það er ekki hægt að koma svona fram við fólk“ Innlent Gullafólk, þingmenn og kanónur klöppuðu upp Guðrúnu Innlent „Kryddpíur“ í formlegt samtal Innlent Úrskurðarnefnd vísar máli Búseta frá Innlent Ekkert rætt um borgarstjóra sem verður „vonandi kona“ Innlent Krókur Dana á móti bragði sem vilja kaupa Kaliforníu af Trump Erlent „Það er ekkert ólíklegt að þessi Sundhnúkssyrpa sé að koma að endalokum“ Innlent Fleiri fréttir Fimm með réttarstöðu sakbornings vegna andláts í Grindavík Kennarar funda með sáttasemjara á morgun Orðræða kolleganna um slitin geri lítið úr Framsóknarkonum Ekkert rætt um borgarstjóra sem verður „vonandi kona“ „Kryddpíur“ með gæsahúð, krefjandi lending og hraðstefnumót Fróm fyrirheit í jómfrúarræðuhlaðborði „Höfum verið máluð upp eins og vesenisfólk“ Dómur Félagsdóms hafi engin áhrif á framhaldsskóladeiluna „Það er ekkert ólíklegt að þessi Sundhnúkssyrpa sé að koma að endalokum“ „Kryddpíur“ í formlegt samtal Sé Alfreð sakhæfur eigi að horfa til tuttugu ára eða ævilangs fangelsis Viðhaldsskuld upp á 680 milljarða króna Ráðherra braut ekki lög Sérkennilegt að vera útilokuð vegna mála sem komi borginni ekki við Hefur lagt fram frumvarp og ætlar að eyða óvissunni Framhaldsskólakennarar funda hjá sáttasemjara Bjóða Birki Jón velkominn til starfa Fundað um launakjör í Karphúsi og meirihlutamyndun í borginni Hættustig á Vesturlandi vegna bikblæðinga „Það er ekki hægt að koma svona fram við fólk“ Gullafólk, þingmenn og kanónur klöppuðu upp Guðrúnu Kveðst hafa komið að hjónunum látnum Úrskurðarnefnd vísar máli Búseta frá Sjö líkamsárásir á höfuðborgarsvæðinu í gærkvöldi og nótt Gætu orðið krefjandi hliðarvindslendingar Fólk í geðrofi breyti raunveruleikanum til að lifa af Ábyrgð veghaldara minni á Íslandi en í nágrannalöndum Ríki og framhaldsskólakennarar funda á morgun Litið við á mótmælum brimbrettakappa sem forseti bæjarstjórnar segir ólögmæt Viðreisn ekki til í meirihlutasamstarf til vinstri Sjá meira