Moltugerð í Gaju stöðvuð tímabundið vegna myglu Kjartan Kjartansson skrifar 15. september 2021 11:46 Frá framkvæmdum við Gaju, gas- og jarðgerðarstöð SORPU á Álfsnesi. Vísir/Arnar Fullvinnsla á lífrænum úrgangi í moltu í Gaju, gas- og jarðgerðarstöð SORPU, var stöðvuð tímabundið eftir að myglugró fundust í þaki og burðarvirki hennar í ágúst. SORPA ætlar að hækka gjaldskrár sínar til að standa undir kostnaði við að flytja úrgang úr landi til brennslu. Rúmt ár er liðið frá því að Gaja var tekin í notkun en stöðin framleiðir metan og moltu úr heimilissorpi. Kostnaður við byggingu stöðvarinnar fór langt fram úr áætlun. Björn H. Halldórsson, fyrrverandi framkvæmdastjóri, var meðal annars leystur frá störfum eftir skýrslu um framúrkeyrsluna. Komið hefur fram að moltan sem er framleidd í stöðinni standist ekki gæðakröfur. Varað var við því áður en stöðin var tekin í notkun. Plast, gler og þungmálmar hafa greinst í henni. Vélræn flokkun hafi skilað 85-90% árangri en það sé ekki nóg. Sveitarfélögin sem standa að SORPU vinna nú að því að sérsafna lífrænum úrgangi til að tryggja stöðinni hreint hráefni Í tilkynningu sem SORPA sendi frá sér í dag kemur fram að myglugró hafi greinst í límtréseiningum í þaki og burðarvirki Gaju. Því hafi fullvinnsla á lífrænum úrgangi í moltu verið stöðvuð tímabundið á meðan umfang vandans er metið og öryggi starfsfólks tryggt. „Myndun myglugróa er hluti af moltugerðarferli þar sem lífrænn úrgangur brotnar niður og eðlilegt að mygla finnist við vinnslu,“ segir í tilkynningunni. Stöðvunin á að ekki að hafa áhrif á getu Gaju til að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda frá lífrænum úrgangi með söfnun metangass. Óháðir sérfræðingar hafa verið fengnir til þess að gera úttekt á umfangi vandans og leggja fram tillögu til úrbóta. Í tilkynningu segir að upplýsingagjöf til stjórnar SORPU hafi verið verulega ábótavant og jafnvel villandi á byggingartíma stöðvarinnar eins og hafi meðal annars komið fram í skýrslu innri endurskoðunar Reykjavíkurborgar. Spurningar eru sagðar vakna um hvernig staðið var að hönnun stöðvarinnar og efnisvali fyrir húsnæðið. Hækka gjaldskrána Brennanlegur úrgangur er nú fluttur úr landi til brennslu en markmið SORPU er að hættta að urða úrgang af umhverfissjónarmiðum. Í tilkynningu SORPU segir að útflutningurinn sé dýrari en urðun. SORPA þurfi að hækka verðskrár sínar vegna reglna um innheimtu kostnaðar við meðhöndlun úrgangs. Til þess að draga úr kostnaði, losun gróðurhúsalofttegunda og auka endurvinnslu er sagt mikilvægt að heimili og fyrirtæki flokki enn betur og skili endurvinnsluefnum í réttan farveg. Fjögur sorpsamlög á suðvesturhorninu ásamt umhverfis- og auðlindaráðuneytinu vinni nú að undirbúningi á framtíðarlausn til meðhöndlunar á brennanlegum úrgangi í stað urðunar. Sorpa Umhverfismál Heilbrigðismál Mygla Mest lesið Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Innlent Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Innlent Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Innlent „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Innlent Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Erlent Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Innlent Selenskí mun funda með Trump Erlent Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu Innlent Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Erlent Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Innlent Fleiri fréttir „Staðan er alvarleg en við vitum ekki hversu alvarleg hún er“ Vatn flæddi upp úr klósettum og niðurföllum Stuð og stemning á fjölskyldudögum í Vogum Fagna sekt vegna veðmálaauglýsinga og tjón eftir vatnsveður Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Sveitastjórn Rangárþings ytra gefur út framkvæmdaleyfi fyrir Hvammsvirkjun Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Vatnstjón á Kjarvalsstöðum og sautján öðrum stöðum Kynferðisbrot á leikskóla og tímamótafundur forseta Líkamsárás á borði lögreglu Hjólhýsi hafa „sprungið“ á Holtavörðuheiðinni Fíkniefnarannsókn á Raufarhöfn „langt frá því að vera lokið“ Segir eldislaxinn sannarlega eldislax: „Það eru þeirra mistök“ Segir undirverktaka ekki hafa látið vita af gatinu „Stórfurðulegt“ að bjóða foreldrum ekki strax á fund Litlu mátti muna þegar ferðamaður svínaði fyrir hjón á Hellu Barnið lét foreldra sína vita af brotinu Pólitískur refur og samningamaður mætast „Maður skilur ekki alveg hvernig á þessu stendur“ Spá því að vextir muni ekki lækka frekar á árinu Kynferðisbrot gegn barni til rannsóknar, leiðtogafundur og eldislax Netlaust í Ráðhúsinu vegna öryggisráðstafana Bíða þess enn að ráðherra svari neyðarkalli um mönnun Mannanafnanefnd: Nú má heita Kaleo Stefán Kristjánsson er látinn Sjá meira
Rúmt ár er liðið frá því að Gaja var tekin í notkun en stöðin framleiðir metan og moltu úr heimilissorpi. Kostnaður við byggingu stöðvarinnar fór langt fram úr áætlun. Björn H. Halldórsson, fyrrverandi framkvæmdastjóri, var meðal annars leystur frá störfum eftir skýrslu um framúrkeyrsluna. Komið hefur fram að moltan sem er framleidd í stöðinni standist ekki gæðakröfur. Varað var við því áður en stöðin var tekin í notkun. Plast, gler og þungmálmar hafa greinst í henni. Vélræn flokkun hafi skilað 85-90% árangri en það sé ekki nóg. Sveitarfélögin sem standa að SORPU vinna nú að því að sérsafna lífrænum úrgangi til að tryggja stöðinni hreint hráefni Í tilkynningu sem SORPA sendi frá sér í dag kemur fram að myglugró hafi greinst í límtréseiningum í þaki og burðarvirki Gaju. Því hafi fullvinnsla á lífrænum úrgangi í moltu verið stöðvuð tímabundið á meðan umfang vandans er metið og öryggi starfsfólks tryggt. „Myndun myglugróa er hluti af moltugerðarferli þar sem lífrænn úrgangur brotnar niður og eðlilegt að mygla finnist við vinnslu,“ segir í tilkynningunni. Stöðvunin á að ekki að hafa áhrif á getu Gaju til að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda frá lífrænum úrgangi með söfnun metangass. Óháðir sérfræðingar hafa verið fengnir til þess að gera úttekt á umfangi vandans og leggja fram tillögu til úrbóta. Í tilkynningu segir að upplýsingagjöf til stjórnar SORPU hafi verið verulega ábótavant og jafnvel villandi á byggingartíma stöðvarinnar eins og hafi meðal annars komið fram í skýrslu innri endurskoðunar Reykjavíkurborgar. Spurningar eru sagðar vakna um hvernig staðið var að hönnun stöðvarinnar og efnisvali fyrir húsnæðið. Hækka gjaldskrána Brennanlegur úrgangur er nú fluttur úr landi til brennslu en markmið SORPU er að hættta að urða úrgang af umhverfissjónarmiðum. Í tilkynningu SORPU segir að útflutningurinn sé dýrari en urðun. SORPA þurfi að hækka verðskrár sínar vegna reglna um innheimtu kostnaðar við meðhöndlun úrgangs. Til þess að draga úr kostnaði, losun gróðurhúsalofttegunda og auka endurvinnslu er sagt mikilvægt að heimili og fyrirtæki flokki enn betur og skili endurvinnsluefnum í réttan farveg. Fjögur sorpsamlög á suðvesturhorninu ásamt umhverfis- og auðlindaráðuneytinu vinni nú að undirbúningi á framtíðarlausn til meðhöndlunar á brennanlegum úrgangi í stað urðunar.
Sorpa Umhverfismál Heilbrigðismál Mygla Mest lesið Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Innlent Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Innlent Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Innlent „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Innlent Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Erlent Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Innlent Selenskí mun funda með Trump Erlent Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu Innlent Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Erlent Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Innlent Fleiri fréttir „Staðan er alvarleg en við vitum ekki hversu alvarleg hún er“ Vatn flæddi upp úr klósettum og niðurföllum Stuð og stemning á fjölskyldudögum í Vogum Fagna sekt vegna veðmálaauglýsinga og tjón eftir vatnsveður Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Sveitastjórn Rangárþings ytra gefur út framkvæmdaleyfi fyrir Hvammsvirkjun Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Vatnstjón á Kjarvalsstöðum og sautján öðrum stöðum Kynferðisbrot á leikskóla og tímamótafundur forseta Líkamsárás á borði lögreglu Hjólhýsi hafa „sprungið“ á Holtavörðuheiðinni Fíkniefnarannsókn á Raufarhöfn „langt frá því að vera lokið“ Segir eldislaxinn sannarlega eldislax: „Það eru þeirra mistök“ Segir undirverktaka ekki hafa látið vita af gatinu „Stórfurðulegt“ að bjóða foreldrum ekki strax á fund Litlu mátti muna þegar ferðamaður svínaði fyrir hjón á Hellu Barnið lét foreldra sína vita af brotinu Pólitískur refur og samningamaður mætast „Maður skilur ekki alveg hvernig á þessu stendur“ Spá því að vextir muni ekki lækka frekar á árinu Kynferðisbrot gegn barni til rannsóknar, leiðtogafundur og eldislax Netlaust í Ráðhúsinu vegna öryggisráðstafana Bíða þess enn að ráðherra svari neyðarkalli um mönnun Mannanafnanefnd: Nú má heita Kaleo Stefán Kristjánsson er látinn Sjá meira