Kynningarfundurinn var á annarri hæð í fundarsal Laugardalshallarinnar og var sýndur beint hér á Vísi.
Á þessum árlega fundi var birt spá fyrirliða, þjálfara og forráðamanna deildanna um lokastöðuna í deildinni.
Olís deild karla hefst annað kvöld og Olís deild kvenna byrjar á laugardaginn. Grill 66 deild kvenna byrjar á föstudaginn og Grill 66 deild karla hefst í næstu viku.
Hér fyrir neðan má sjá útsendinguna frá Laugardalshöllinni.