Kvistaborgarbörn í Safamýrarskóla næstu mánuði vegna rakaskemmda Atli Ísleifsson skrifar 15. september 2021 07:29 Kvistaborg er til húsa við Kvistaland í Fossvogi. Á heimasíðu leikskólans segir að um sé að ræða fjögurra deilda leikskóli þar sem dvelja 74 börn samtímis. Reykjavíkurborg Starfsemi leikskólans Kvistaborg í Fossvogi færist tímabundið í Safamýrarskóla næstu mánuði vegna framkvæmda sem framundan eru í húsnæði leikskólans vegna rakaskemmda og uppfærslu á húsnæði leikskólans. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Reykjavíkurborg, en starfsemin færist í Safamýrarskóla frá og með þriðjudeginum í næstu viku, 21. september. Vonast sé til að skólastarfið færist aftur í Fossvogsdalinn fyrir jól. „Flutningur starfseminnar og fyrirhugaðar framkvæmdir voru kynntar fyrir starfsfólki og foreldrum á fundum í [gærkvöldi]. Þar kom fram að verkfræðistofan Efla mælir með að farið verið í gagngerar endurbætur á elsta hluta skólans sem byggður var 1972 og hentar illa starfi nútíma leikskóla. Ákveðið var að flytja alla starfsemi skólans tímabundið í Safamýri 5 sem áður var Safamýrarskóli til að hægt verði að fara í undirbúning framkvæmda á meðan unnið er að hönnun og skipulagningu verksins. Í sumar og haust hefur verið unnið að því að undirbúa húsnæði í vestur hluta Safamýrarskóla svo hægt sé að taka við allri starfsemi Kvistaborgar. Þar var áður grunnskóli og góð aðstaða fyrir börn í leik og námi, til að mynda stór leikfimisalur sem mun nýtast starfinu vel næstu mánuði. Framundan eru framkvæmdir við austurhluta Safamýrarskóla en þar verður nýr leikskóli opnaður á næsta ári. Haldinn verður starfsdagur á Kvistaborg mánudaginn 20. september til að auðvelda flutning á leiktækjum og öðrum munum og mun leikskólinn opna á ný í Safamýrarskóla þriðjudaginn 21. september. Stefnt er að því að starf leikskólans flytji aftur í Fossvog fyrir jól,“ segir í tilkynningunni. Tæplega fjögurra kílómetra leið er milli Kvistaborgar og Safamýrarskóla. Reykjavík Leikskólar Skóla - og menntamál Mest lesið Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Erlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Innlent Stofna ný samtök gegn ESB aðild Innlent Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Erlent Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Erlent Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Innlent Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Fleiri fréttir Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Vonast til stöðugleika eftir mikið umrótarár í ráðuneytinu Vonar að stöðugleiki skapist loks í ráðuneytinu og niðurrif í Grindavík Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Eigi að setja allan kraft í að hræða íslensku þjóðina í Evrópusambandið Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Tár féllu, veðurguðir léku sér og stórmenni kvöddu sviðið Slökktu eld í djúpgámi í Kópavogi Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Kviknaði í ruslagámi í Keflavík „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Sjá meira
Þetta kemur fram í tilkynningu frá Reykjavíkurborg, en starfsemin færist í Safamýrarskóla frá og með þriðjudeginum í næstu viku, 21. september. Vonast sé til að skólastarfið færist aftur í Fossvogsdalinn fyrir jól. „Flutningur starfseminnar og fyrirhugaðar framkvæmdir voru kynntar fyrir starfsfólki og foreldrum á fundum í [gærkvöldi]. Þar kom fram að verkfræðistofan Efla mælir með að farið verið í gagngerar endurbætur á elsta hluta skólans sem byggður var 1972 og hentar illa starfi nútíma leikskóla. Ákveðið var að flytja alla starfsemi skólans tímabundið í Safamýri 5 sem áður var Safamýrarskóli til að hægt verði að fara í undirbúning framkvæmda á meðan unnið er að hönnun og skipulagningu verksins. Í sumar og haust hefur verið unnið að því að undirbúa húsnæði í vestur hluta Safamýrarskóla svo hægt sé að taka við allri starfsemi Kvistaborgar. Þar var áður grunnskóli og góð aðstaða fyrir börn í leik og námi, til að mynda stór leikfimisalur sem mun nýtast starfinu vel næstu mánuði. Framundan eru framkvæmdir við austurhluta Safamýrarskóla en þar verður nýr leikskóli opnaður á næsta ári. Haldinn verður starfsdagur á Kvistaborg mánudaginn 20. september til að auðvelda flutning á leiktækjum og öðrum munum og mun leikskólinn opna á ný í Safamýrarskóla þriðjudaginn 21. september. Stefnt er að því að starf leikskólans flytji aftur í Fossvog fyrir jól,“ segir í tilkynningunni. Tæplega fjögurra kílómetra leið er milli Kvistaborgar og Safamýrarskóla.
Reykjavík Leikskólar Skóla - og menntamál Mest lesið Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Erlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Innlent Stofna ný samtök gegn ESB aðild Innlent Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Erlent Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Erlent Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Innlent Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Fleiri fréttir Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Vonast til stöðugleika eftir mikið umrótarár í ráðuneytinu Vonar að stöðugleiki skapist loks í ráðuneytinu og niðurrif í Grindavík Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Eigi að setja allan kraft í að hræða íslensku þjóðina í Evrópusambandið Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Tár féllu, veðurguðir léku sér og stórmenni kvöddu sviðið Slökktu eld í djúpgámi í Kópavogi Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Kviknaði í ruslagámi í Keflavík „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Sjá meira