Of hátt veggjald vinni gegn tilgangi nýrrar Ölfusárbrúar Birgir Olgeirsson skrifar 14. september 2021 18:40 Nýja brúin yfir Ölfusárbrú verður á Efri Laugdælaeyju sem sést hér fyrir miðri mynd og nemur land við golfvöllinn á Selfossi. Handan við ána sést hvar verktakar eru byrjaðir að keyra efni í vegtenginguna frá Biskupstungnabraut. Vísir/ArnarHall Áhyggjur eru af því að hátt veggjald yfir nýja Ölfusárbrú muni komi í veg fyrir að hún dragi úr umferð þeirra inn á Selfoss sem eiga ekki erindi þangað. Forseti bæjarstjórnar bindur vonir við að veggjaldið verði ekki hærra en 200 krónur. Þó útboð nýju brúarinnar sé ekki hafið þá er vinna við vegtenginguna við Biskupstungnabraut þegar hafin. Útboðið á að hefjast í síðasta lagi fyrir áramót. Veglínan mun ná frá Biskupstungnabraut vestan megin við Ölfusá. Nýja brúin fer svo yfir efri Laugdælaeyju og nema land við golfvöllinn á Selfossi. Þaðan heldur leiðin áfram í átt að núverandi Suðurlandsvegi. brúnni er ætlað að draga úr umferðarþunga í gegnum Selfoss en áhyggjur eru af því að of hátt veggjald muni koma í veg fyrir það. Gjald á milli 100 til 700 króna hefur verið nefnt. Forseti bæjarstjórnar Árborgar vill hafa gjaldið sem lægst svo sem flestir noti brúna. Hvað yrði lágt gjald að þínu mati? „Mér finnst 100 til 200 krónur vera eitthvað sem við eigum að horfa á. Ekki meira en 200 krónur og reyna að fá sem flesta til að nota þetta. Ef þú ferð í 400 eða 700 krónur þá eigum við hættu á að færri nota þetta og við erum ekki að leysa það sem við bíðum eftir að brúin leysi,“ segir Helgi S. Haraldsson, forseti bæjarstjórnar Árborgar. Áætluð verklok eru 2025 og gamla brúin komin til ára sinna. Ljóst er að hún muni ekki þola umferð þungra ökutækja til eilífðar. „Með tímanum þá þolir hún ekki þessa þungu umferð og það liggur fyrir að hún mun hverfa af henni.“ Verður umferð þungra ökutækja bönnuð á gömlu brúnni? „Vegagerðin á brúna en miðað við þá umræðu sem hefur verið þá verða settar þungatakmarkanir á hana í framtíðinni.“ Hringtorg á að tengja umferðina inn á Suðurlandsveg austan megin við Selfoss. Hugmyndir eru um að gera þar síðan mislæg gatnamót í framtíðinni en Helgi vill ráðast strax í þau. „Kannski þýðir það að það taki fimm til tíu árum lengur að borga upp verkið og hvað með það? Klárið bara þetta verk, ekki vera með bráðabirgða lausn þarna og þurfa að rífa þetta upp aftur. Förum bara í mislægu gatnamótin og klárum þetta.“ Samgöngur Árborg Vegtollar Ný Ölfusárbrú Tengdar fréttir Vilja skipta út yfirfullu hringtorgi fyrir betri lausn Umferðin yfir Ölfusarbrú á Selfossi var það þung í sumar að kalla þurfti til lögreglu til að stýra umferð því bílaröðin hefur náð út í Ölfus. Nú eru uppi hugmyndir að breyta þessum gatnamótum til að greiða úr flöskuhálsinum. 11. september 2021 20:40 Bæjarstjórinn segir hámarksgjaldið í kringum hundrað kall „Ég held það séu gríðarleg mistök að horfa svona á málið,“ segir Gísli Halldór Halldórsson, bæjarstjóri Árborgar, um hugmyndir samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra að innheimta 400 til 700 krónur fyrir hverja ferð yfir nýja Ölfusárbrú. 26. ágúst 2021 08:48 Ferðin yfir nýja Ölfusárbrú mun kosta 400 til 700 krónur Framkvæmdir við nýja brú yfir Ölfusá verða boðnar út fyrir áramót og hefjast á fyrri hluta næsta árs. Þetta segir Sigurður Ingi Jóhannsson samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra. 24. ágúst 2021 06:50 Mest lesið „Þetta er hættulegt ef við viljum áfram búa í frjálslyndu lýðræðissamfélagi“ Innlent Misskilningur um losunarmarkmið „stórkostlegur áfellisdómur“ Innlent „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Innlent Auka sýnileika milli rýma á leikskólum Innlent Herja á umsækjendur um alþjóðlega vernd Innlent Hætta notkun metanhemjandi íblöndunarefnis Erlent Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Innlent Rannsaka tengsl Epstein við Clinton Erlent Árásir á lestarkerfi Úkraínu hafi þrefaldast Erlent Árekstur rútu rannsakaður sem manndráp af gáleysi Erlent Fleiri fréttir Ölvun og hávaði í heimahúsi Misskilningur um losunarmarkmið „stórkostlegur áfellisdómur“ „Þetta er hættulegt ef við viljum áfram búa í frjálslyndu lýðræðissamfélagi“ Auka sýnileika milli rýma á leikskólum „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Þau eru nýir talsmenn fatlaðs fólks á þingi Herja á umsækjendur um alþjóðlega vernd Hælisleitendur og börn í auknum mæli notuð sem burðardýr Sameining geti aukið aðdráttarafl fyrir nýja íbúa Arnfríður og Víðir Smári tímabundið í Landsrétt Eldur í Sorpu á Granda Keyrði aftan á strætisvagn Vegagerðin býður út for- og verkhönnun Fljótaganga Safna undirskriftum til að styðja Fjarðarheiðargöng Einn fluttur á slysadeild eftir árekstur í Garðabæ Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Kom ekki til greina hjá starfshópi en nú líkleg niðurstaða Sjö sækja um tvær lausar stöður Minni hagvöxtur og hjólhýsin mögulega í Skerjafjörðinn Ætla að flytja starfsemi Vogs Tvöfalt fleiri skipulagðir brotahópar en fyrir tíu árum Klóraði sig til blóðs meðan hann svaf Skortir lækna í Breiðholti Staðfesti tveggja ára dóm vegna nauðgunar í jólateiti fyrir austan Fleiri sem ekki verja neinum tíma í lestur Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Helgi Pétursson er látinn Stolinn köttur, nágrannaerjur og ungmenni til vandræða Lýsa víðtæku ofbeldi gagnvart eldra fólki og kalla eftir vakningu Vill byrja á næstu göngum árið 2027 en segir ekki hvar Sjá meira
Þó útboð nýju brúarinnar sé ekki hafið þá er vinna við vegtenginguna við Biskupstungnabraut þegar hafin. Útboðið á að hefjast í síðasta lagi fyrir áramót. Veglínan mun ná frá Biskupstungnabraut vestan megin við Ölfusá. Nýja brúin fer svo yfir efri Laugdælaeyju og nema land við golfvöllinn á Selfossi. Þaðan heldur leiðin áfram í átt að núverandi Suðurlandsvegi. brúnni er ætlað að draga úr umferðarþunga í gegnum Selfoss en áhyggjur eru af því að of hátt veggjald muni koma í veg fyrir það. Gjald á milli 100 til 700 króna hefur verið nefnt. Forseti bæjarstjórnar Árborgar vill hafa gjaldið sem lægst svo sem flestir noti brúna. Hvað yrði lágt gjald að þínu mati? „Mér finnst 100 til 200 krónur vera eitthvað sem við eigum að horfa á. Ekki meira en 200 krónur og reyna að fá sem flesta til að nota þetta. Ef þú ferð í 400 eða 700 krónur þá eigum við hættu á að færri nota þetta og við erum ekki að leysa það sem við bíðum eftir að brúin leysi,“ segir Helgi S. Haraldsson, forseti bæjarstjórnar Árborgar. Áætluð verklok eru 2025 og gamla brúin komin til ára sinna. Ljóst er að hún muni ekki þola umferð þungra ökutækja til eilífðar. „Með tímanum þá þolir hún ekki þessa þungu umferð og það liggur fyrir að hún mun hverfa af henni.“ Verður umferð þungra ökutækja bönnuð á gömlu brúnni? „Vegagerðin á brúna en miðað við þá umræðu sem hefur verið þá verða settar þungatakmarkanir á hana í framtíðinni.“ Hringtorg á að tengja umferðina inn á Suðurlandsveg austan megin við Selfoss. Hugmyndir eru um að gera þar síðan mislæg gatnamót í framtíðinni en Helgi vill ráðast strax í þau. „Kannski þýðir það að það taki fimm til tíu árum lengur að borga upp verkið og hvað með það? Klárið bara þetta verk, ekki vera með bráðabirgða lausn þarna og þurfa að rífa þetta upp aftur. Förum bara í mislægu gatnamótin og klárum þetta.“
Samgöngur Árborg Vegtollar Ný Ölfusárbrú Tengdar fréttir Vilja skipta út yfirfullu hringtorgi fyrir betri lausn Umferðin yfir Ölfusarbrú á Selfossi var það þung í sumar að kalla þurfti til lögreglu til að stýra umferð því bílaröðin hefur náð út í Ölfus. Nú eru uppi hugmyndir að breyta þessum gatnamótum til að greiða úr flöskuhálsinum. 11. september 2021 20:40 Bæjarstjórinn segir hámarksgjaldið í kringum hundrað kall „Ég held það séu gríðarleg mistök að horfa svona á málið,“ segir Gísli Halldór Halldórsson, bæjarstjóri Árborgar, um hugmyndir samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra að innheimta 400 til 700 krónur fyrir hverja ferð yfir nýja Ölfusárbrú. 26. ágúst 2021 08:48 Ferðin yfir nýja Ölfusárbrú mun kosta 400 til 700 krónur Framkvæmdir við nýja brú yfir Ölfusá verða boðnar út fyrir áramót og hefjast á fyrri hluta næsta árs. Þetta segir Sigurður Ingi Jóhannsson samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra. 24. ágúst 2021 06:50 Mest lesið „Þetta er hættulegt ef við viljum áfram búa í frjálslyndu lýðræðissamfélagi“ Innlent Misskilningur um losunarmarkmið „stórkostlegur áfellisdómur“ Innlent „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Innlent Auka sýnileika milli rýma á leikskólum Innlent Herja á umsækjendur um alþjóðlega vernd Innlent Hætta notkun metanhemjandi íblöndunarefnis Erlent Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Innlent Rannsaka tengsl Epstein við Clinton Erlent Árásir á lestarkerfi Úkraínu hafi þrefaldast Erlent Árekstur rútu rannsakaður sem manndráp af gáleysi Erlent Fleiri fréttir Ölvun og hávaði í heimahúsi Misskilningur um losunarmarkmið „stórkostlegur áfellisdómur“ „Þetta er hættulegt ef við viljum áfram búa í frjálslyndu lýðræðissamfélagi“ Auka sýnileika milli rýma á leikskólum „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Þau eru nýir talsmenn fatlaðs fólks á þingi Herja á umsækjendur um alþjóðlega vernd Hælisleitendur og börn í auknum mæli notuð sem burðardýr Sameining geti aukið aðdráttarafl fyrir nýja íbúa Arnfríður og Víðir Smári tímabundið í Landsrétt Eldur í Sorpu á Granda Keyrði aftan á strætisvagn Vegagerðin býður út for- og verkhönnun Fljótaganga Safna undirskriftum til að styðja Fjarðarheiðargöng Einn fluttur á slysadeild eftir árekstur í Garðabæ Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Kom ekki til greina hjá starfshópi en nú líkleg niðurstaða Sjö sækja um tvær lausar stöður Minni hagvöxtur og hjólhýsin mögulega í Skerjafjörðinn Ætla að flytja starfsemi Vogs Tvöfalt fleiri skipulagðir brotahópar en fyrir tíu árum Klóraði sig til blóðs meðan hann svaf Skortir lækna í Breiðholti Staðfesti tveggja ára dóm vegna nauðgunar í jólateiti fyrir austan Fleiri sem ekki verja neinum tíma í lestur Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Helgi Pétursson er látinn Stolinn köttur, nágrannaerjur og ungmenni til vandræða Lýsa víðtæku ofbeldi gagnvart eldra fólki og kalla eftir vakningu Vill byrja á næstu göngum árið 2027 en segir ekki hvar Sjá meira
Vilja skipta út yfirfullu hringtorgi fyrir betri lausn Umferðin yfir Ölfusarbrú á Selfossi var það þung í sumar að kalla þurfti til lögreglu til að stýra umferð því bílaröðin hefur náð út í Ölfus. Nú eru uppi hugmyndir að breyta þessum gatnamótum til að greiða úr flöskuhálsinum. 11. september 2021 20:40
Bæjarstjórinn segir hámarksgjaldið í kringum hundrað kall „Ég held það séu gríðarleg mistök að horfa svona á málið,“ segir Gísli Halldór Halldórsson, bæjarstjóri Árborgar, um hugmyndir samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra að innheimta 400 til 700 krónur fyrir hverja ferð yfir nýja Ölfusárbrú. 26. ágúst 2021 08:48
Ferðin yfir nýja Ölfusárbrú mun kosta 400 til 700 krónur Framkvæmdir við nýja brú yfir Ölfusá verða boðnar út fyrir áramót og hefjast á fyrri hluta næsta árs. Þetta segir Sigurður Ingi Jóhannsson samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra. 24. ágúst 2021 06:50