Þegar illska og skepnuskapur manna keyrir úr hófi; nú í Færeyjum Ole Anton Bieltvedt skrifar 15. september 2021 09:00 Auðvitað eru margir uppteknir af kosningunum, sem fram undan eru, og úir hér og grúir af greinum og málflutningi þeim tengdum. En annað líf heldur líka áfram, og má ekki gleymast. Sl. sunnudag ráku Færeyjangar hátt í tvö þúsund höfrunga upp í Skálafjörð og meitluðu þar lífið úr 1.428 dýrum, með sveðjum og spjótum, þar til að allt flaut í blóði. Heiftarlegt og hörmulegt blóðbað, sem enginn raunverulegur tilgangur var með og alls engin þörf var á. Ekstra Bladet í Danmörku kallar þetta blóðæði. Yfirleitt hefur manni fundist, að Færeyingar séu skikkanlegt fólk, rólegt, yfirvegað og mannlegt, en þegar kemur að drápsvenjum á ýmsum sjávardýrum, virðast þeir tapa glórunni og tekur þá miskunnarleysi og grimmd völd. Er hér vitnað í reglubundið dráp Færinga á grindhvölum, sem eru reknir í torfum upp á strönd, þar sem stjaki með járnkló er rekinn í loftholu dýranna, sem auðvitað eru feykilega viðkvæmt líffæri, til að negla þau, og svo eru dýrin meitluð til dauða með spjótum og sveðjum. Breytist þá litur víka og fjarða úr bláum lit í rauðan. Venjulegir menn geta vart skilið þetta atferli og þennan trylling siðmenntaðra manna, sem ættu að vera. Nú væri það eitt, ef Færeyingar væru fátæk þjóð og sveltandi, þyrfti á drápi höfrunga og grindhvala að halda til að að svelta ekki og komast af. Því fer víðs fjarri að svo sé. Færeyingar er vel efnuð þjóð, og er velmegun þar mikil, þar kemur mikill fiskafli að landi, og skortir þar engan mat eða viðurværi, eftir því sem bezt verður séð. Á öldum áður mun þetta hafa verið öðruvísi, þá þurftu eyjamenn oft að fara í grindhvala drápið til að komast af. Nú er þetta mest „sport og skemmtun“ Færeyinga, virðist vera. Sögur fara af því, að gamalt grindhvalakjöt sé tekið úr frystum og því hent eða grafið í jörðu, til að rýma fyrir nýju, eðlilegu sláturkjöti. Þeim mun hryggilegra er þetta fjöldadráp – eða fjöldamorð – á 1.428 saklausum og varnarlausum höfrungum, þar sem höfrungar eru taldir með gáfuðustu og tilfinningaríkustu dýrum hafsins. Þeir eru félagslyndir, fara yfirleitt saman í hópum, vinna saman við veiðar, sýna þar af sér mikla greind og mikla skipulagsgáfur, ef einn meiðist, slasast eða veikist, fær hann hjálp frá öðrum í hópnum. Leikgleði höfrunga er mikil og alls staðar þekkt, og fylgja þeir oft eftir skipum og leika þar alls konar listir í kring, áhöfnum og öðrum, sem til sjá, til skemmtunar og gleði. Köfurum sýna þeir oft mikla vinsemd og vinahót. Frumtegund höfrunga er oft kölluð hundfiskur, enda líkjast höfrungar hundum á margan hátt, að greind og mannelsku. Grikkir til forna mátu höfrunginn svo mikils, að hann var talinn ímynd guðsins Appollos. Mikil má skömm þeirra Færeyinga vera, sem að þessari tilgangslausu og hryllilegu slátrun á 1.428 saklausum og varnarlausum höfrungum stóðu, líka er skömm þeirra annarra Færeyinga nokkur, sem stóðu álengar, horfðu á og létu þetta gerast án athugasemda eða tilfrauna til inngrips. Höfundur er stofandi og formaður Jarðarvina, félags um dýra-, náttúru og umhverfisvernd Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ole Anton Bieltvedt Dýraheilbrigði Færeyjar Dýr Mest lesið Halldór 27.12.2025 Halldór Þegar þeir sem segjast þjóna þjóðinni ráðast á hana Ágústa Árnadóttir Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Vonin sem sneri ekki aftur Sigurður Árni Reynisson Skoðun Verður Hvalfjörður gerður að einni stærstu rotþró landsins? Haraldur Eiríksson Skoðun Áramótaannáll 2025 Þórir Garðarsson Skoðun Hugmyndafræðilegur hornsteinn ESB Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Þegar reglugerðir og raunveruleiki rekast á Erna Bjarnadóttir Skoðun Ljósadýrð loftin gyllir Hrefna Sigurjónsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Áramótaannáll 2025 Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Vonin sem sneri ekki aftur Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Ljósadýrð loftin gyllir Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Þegar reglugerðir og raunveruleiki rekast á Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hugmyndafræðilegur hornsteinn ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hinn falski raunveruleiki Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon skrifar Skoðun Alvarlegar rangfærslur í Hitamálum Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Verður Hvalfjörður gerður að einni stærstu rotþró landsins? Haraldur Eiríksson skrifar Skoðun Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Mótmæli frá grasrótinni eru orðin saga í Evrópu Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Er tímabili friðar að ljúka árið 2026? Jun Þór Morikawa skrifar Skoðun Reykvískir lýðræðisjafnaðarmenn – kjósum oddvita Freyr Snorrason skrifar Skoðun Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra – taka tvö Eyjólfur Pétur Hafstein skrifar Skoðun Mikilvægi björgunarsveitanna Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson skrifar Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson skrifar Skoðun 100 lítrar á mínútu Sigurður Friðleifsson skrifar Skoðun Stöðugleiki sem viðmið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar Skoðun Loftslagsmál: tölur segja sögur en hvaða sögu viljum við? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hvaðan koma jólin okkar – og hvað kenna þau okkur um menningu? Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Innviðir og öryggi í hættu í höndum ráðherra Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun „Steraleikarnir“ Birgir Sverrisson skrifar Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia skrifar Sjá meira
Auðvitað eru margir uppteknir af kosningunum, sem fram undan eru, og úir hér og grúir af greinum og málflutningi þeim tengdum. En annað líf heldur líka áfram, og má ekki gleymast. Sl. sunnudag ráku Færeyjangar hátt í tvö þúsund höfrunga upp í Skálafjörð og meitluðu þar lífið úr 1.428 dýrum, með sveðjum og spjótum, þar til að allt flaut í blóði. Heiftarlegt og hörmulegt blóðbað, sem enginn raunverulegur tilgangur var með og alls engin þörf var á. Ekstra Bladet í Danmörku kallar þetta blóðæði. Yfirleitt hefur manni fundist, að Færeyingar séu skikkanlegt fólk, rólegt, yfirvegað og mannlegt, en þegar kemur að drápsvenjum á ýmsum sjávardýrum, virðast þeir tapa glórunni og tekur þá miskunnarleysi og grimmd völd. Er hér vitnað í reglubundið dráp Færinga á grindhvölum, sem eru reknir í torfum upp á strönd, þar sem stjaki með járnkló er rekinn í loftholu dýranna, sem auðvitað eru feykilega viðkvæmt líffæri, til að negla þau, og svo eru dýrin meitluð til dauða með spjótum og sveðjum. Breytist þá litur víka og fjarða úr bláum lit í rauðan. Venjulegir menn geta vart skilið þetta atferli og þennan trylling siðmenntaðra manna, sem ættu að vera. Nú væri það eitt, ef Færeyingar væru fátæk þjóð og sveltandi, þyrfti á drápi höfrunga og grindhvala að halda til að að svelta ekki og komast af. Því fer víðs fjarri að svo sé. Færeyingar er vel efnuð þjóð, og er velmegun þar mikil, þar kemur mikill fiskafli að landi, og skortir þar engan mat eða viðurværi, eftir því sem bezt verður séð. Á öldum áður mun þetta hafa verið öðruvísi, þá þurftu eyjamenn oft að fara í grindhvala drápið til að komast af. Nú er þetta mest „sport og skemmtun“ Færeyinga, virðist vera. Sögur fara af því, að gamalt grindhvalakjöt sé tekið úr frystum og því hent eða grafið í jörðu, til að rýma fyrir nýju, eðlilegu sláturkjöti. Þeim mun hryggilegra er þetta fjöldadráp – eða fjöldamorð – á 1.428 saklausum og varnarlausum höfrungum, þar sem höfrungar eru taldir með gáfuðustu og tilfinningaríkustu dýrum hafsins. Þeir eru félagslyndir, fara yfirleitt saman í hópum, vinna saman við veiðar, sýna þar af sér mikla greind og mikla skipulagsgáfur, ef einn meiðist, slasast eða veikist, fær hann hjálp frá öðrum í hópnum. Leikgleði höfrunga er mikil og alls staðar þekkt, og fylgja þeir oft eftir skipum og leika þar alls konar listir í kring, áhöfnum og öðrum, sem til sjá, til skemmtunar og gleði. Köfurum sýna þeir oft mikla vinsemd og vinahót. Frumtegund höfrunga er oft kölluð hundfiskur, enda líkjast höfrungar hundum á margan hátt, að greind og mannelsku. Grikkir til forna mátu höfrunginn svo mikils, að hann var talinn ímynd guðsins Appollos. Mikil má skömm þeirra Færeyinga vera, sem að þessari tilgangslausu og hryllilegu slátrun á 1.428 saklausum og varnarlausum höfrungum stóðu, líka er skömm þeirra annarra Færeyinga nokkur, sem stóðu álengar, horfðu á og létu þetta gerast án athugasemda eða tilfrauna til inngrips. Höfundur er stofandi og formaður Jarðarvina, félags um dýra-, náttúru og umhverfisvernd
Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon skrifar
Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar