Réttindum frestað er réttindum neitað! Rúnar Björn Herrera Þorkelsson og Katrín Oddsdóttir skrifa 14. september 2021 09:00 Senn verða komin 3 ár frá því að notendastýrð persónuleg aðstoð (NPA) var innleidd með lögum sem réttur fatlaðs fólks á Íslandi. Lögin staðfesta að fatlað fólk skuli njóta sjálfstæðs lífs á eigin forsendum og fá nauðsynlegan stuðning til að geta notið fullra mannréttinda til jafns við aðra. Lögin voru nauðsynlegt skref til þess að uppfylla vissar skyldur Íslands samkvæmt Samningi Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks. Það var mikið fagnaðarefni þegar lögin tóku loksins gildi í október 2018, eftir margra ára baráttu fatlað fólks fyrir rétti til sjálfstæðu lífs, utan stofnana. Uppgjör undanfarinna ára hafa sýnt glögglega hversu mörg og djúp ör stofnanavistun fatlaðs fólks á Íslandi hefur skilið eftir sig. Sorglegt er að þrátt fyrir skýr ákvæði laganna um rétt fatlaðs fólks til þjónustunnar, er enn verið að neita fólki um réttinn sem lögin geyma. Ein algengasta ástæðan fyrir því að fötluðu fólki er synjað um mannréttindi sem það á samkvæmt þessum lögum er að ríki og sveitarfélög hafa ekki gengið í takt hvað varðar fjármögnun á þessari þjónustu. Fyrir vikið er fólk á biðlistum, jafnvel árum saman, þrátt fyrir að hafa verið metið á þann hátt að eiga rétt á NPA þjónustu. Ljótustu dæmin ganga svo langt að fatlað fólk í þessari stöðu hefur verið þvingað inn á stofnanir gegn sínum vilja. Á undanförnum þremur árum hefur fólki sem vistað er á öldrunarstofnunum, undir 67 ára aldri til að mynda fjölgað talsvert. Dæmi um slíka þvingaða stofnanavistun er mál Erlings Smith sem héraðsdómur Reykjavíkur fjallaði um á vormánuðum á þessu ári. Dómurinn komst að þeirri augljósu niðurstöðu að um fjölþætt lögbrot væri að ræða af hálfu sveitarfélagsins sem átti í hlut, enda hafði það neitað Erling um sinn rétt á sjálfstæðu lífi. Sveitarfélagið áfrýjaði hins vegar dómnum og þann 15. september næstkomandi verður málið flutt í Landsrétti. Um er að ræða mikilvægt og fordæmisgefandi mál í réttindabaráttu fatlaðs fólks á Íslandi. Það vekur von að til viðbótar við dóm héraðsdóms hefur Úrskurðanefnd velferðamála einnig staðfest að skilyrðingar á fjárframlögum eigi sér ekki lagastoð (mál nr. 200/2021). Fatlað fólk er langþreytt á því að vera bitbein á milli ríkis og sveitarfélaga í rifrildi um krónur og aura, og fá mannréttindum sínum ekki framfylgt á meðan. Það myndi engum detta í hug að láta börn bíða svo árum skipti á biðlista eftir grunnskólamenntun, né myndi nokkur sætta sig við það að lenda á biðlista um að fá að kjósa til Alþingis. Mannréttindi fatlaðs fólks eru ekki annars flokks. Þvert á móti er það kjarni slíkra réttinda að manneskjan á þau á grundvelli þess eins að vera manneskja. Ef ríki og sveitarfélög fá að halda áfram að neita fötluðu fólki um mannréttindi á grundvelli fjárhagslegs rifrildis, má segja að niðurstaðan sé sú að þessir opinberu aðilar komist upp með að líta ekki á fatlað fólk sem manneskjur. Réttindum frestað er réttindum neitað! Rúnar Björn Herrera Þorkelsson, formaður NPA miðstöðvarinnarKatrín Oddsdóttir, mannréttindalögfræðingur og starfsmaður málefnahóps Öryrkjabandalags Íslands um sjálfstætt líf. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Katrín Oddsdóttir Mannréttindi Félagsmál Rúnar Björn Herrera Þorkelsson Mest lesið Háskólinn og rektorskjörið Gyða Margrét Pétursdóttir ,Þorgerður Jennýjardóttir Einarsdóttir Skoðun Fékk hann ekki minnisblaðið? Hjörtur J Guðmundsson Skoðun Betra og skilvirkara fjármálakerfi Benedikt Gíslason Skoðun Þegar heiftin nær tökum á hrútakofanum Heimir Már Pétursson Skoðun Geðræni sjúkdómurinn sem gleymist að tala um Stefán Guðbrandsson Skoðun Áskorun til atvinnuvegaráðherra Björn Ólafsson Skoðun Halldór 15.02.2025 Halldór Sérlög til verndar innflytjendum? Margrét Ágústa Sigurðardóttir Skoðun Hvammsvirkjun – frumhlaup og gullhúðun Mörður Árnason Skoðun Skattahækkanir, miðstýring og ESB-þráhyggja Anton Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Betra og skilvirkara fjármálakerfi Benedikt Gíslason skrifar Skoðun Háskólinn og rektorskjörið Gyða Margrét Pétursdóttir ,Þorgerður Jennýjardóttir Einarsdóttir skrifar Skoðun Fékk hann ekki minnisblaðið? Hjörtur J Guðmundsson skrifar Skoðun Áskorun til atvinnuvegaráðherra Björn Ólafsson skrifar Skoðun Skattahækkanir, miðstýring og ESB-þráhyggja Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Sérlög til verndar innflytjendum? Margrét Ágústa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Höldum yngri þingmönnum aðskildum frá hinum eldri ! Júlíus Valsson skrifar Skoðun Hvammsvirkjun – frumhlaup og gullhúðun Mörður Árnason skrifar Skoðun Geðræni sjúkdómurinn sem gleymist að tala um Stefán Guðbrandsson skrifar Skoðun Aukinn veikindaréttur – aukið jafnrétti kynjanna – fyrir félagsfólk VR Þorsteinn Skúli Sveinsson skrifar Skoðun Þegar heiftin nær tökum á hrútakofanum Heimir Már Pétursson skrifar Skoðun Verður dánaraðstoð leyfð í Danmörku í náinni framtíð? Bjarni Jónsson skrifar Skoðun Flugvöllur okkar allra! Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Svar við rangfærslum Félags atvinnurekenda um tollamál Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Við þurfum að ræða um Evrópusambandið Kristján Reykjalín Vigfússon skrifar Skoðun Sannleikurinn um undirbúning útlendingafrumvarpsins Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Hvernig bætum við stafræna umgjörð heilbrigðiskerfisins? Arna Harðardóttir skrifar Skoðun Þegar raunveruleikinn er forritaður Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hvernig byggjum við framtíð matvælaiðnaðar á Íslandi? Oddur Már Gunnarsson,Salvör Jónsdóttir skrifar Skoðun Á Sjálfstæðisflokkurinn sér viðreisnar von? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Valentínus Árni Már Jensson skrifar Skoðun Velferð framar verðstöðugleika: Hvers vegna lífskjör ættu að vera aðalatriðið Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Barnavernd í brennidepli! Merki um öryggi – Signs of Safety Gyða Hjartardóttir skrifar Skoðun Kolbikasvört staða María Rut Kristinsdóttir skrifar Skoðun Faglegt og jákvætt sérfræðiálit Skipulagsstofnunar um Coda Terminal Edda Sif Pind Aradóttir skrifar Skoðun Ekkert um okkur án okkar Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun One way Ticket á Litla-Hraun í framtíðinni! Davíð Bergmann skrifar Skoðun Rauðsokkur í Efra-Breiðholti Edith Oddsteinsdóttir skrifar Skoðun Jafningjafræðsla um stafrænt ofbeldi Hjalti Ómar Ágústsson skrifar Skoðun Hugtakinu almannaheill snúið á haus Björg Eva Erlendsdóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir,Árni Finnsson ,Snæbjörn Guðmundsson,Elvar Örn Friðriksso,Friðleifur E. Guðmundsson,Snorri Hallgrímsson,Sigþrúður Jónsdóttir skrifar Sjá meira
Senn verða komin 3 ár frá því að notendastýrð persónuleg aðstoð (NPA) var innleidd með lögum sem réttur fatlaðs fólks á Íslandi. Lögin staðfesta að fatlað fólk skuli njóta sjálfstæðs lífs á eigin forsendum og fá nauðsynlegan stuðning til að geta notið fullra mannréttinda til jafns við aðra. Lögin voru nauðsynlegt skref til þess að uppfylla vissar skyldur Íslands samkvæmt Samningi Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks. Það var mikið fagnaðarefni þegar lögin tóku loksins gildi í október 2018, eftir margra ára baráttu fatlað fólks fyrir rétti til sjálfstæðu lífs, utan stofnana. Uppgjör undanfarinna ára hafa sýnt glögglega hversu mörg og djúp ör stofnanavistun fatlaðs fólks á Íslandi hefur skilið eftir sig. Sorglegt er að þrátt fyrir skýr ákvæði laganna um rétt fatlaðs fólks til þjónustunnar, er enn verið að neita fólki um réttinn sem lögin geyma. Ein algengasta ástæðan fyrir því að fötluðu fólki er synjað um mannréttindi sem það á samkvæmt þessum lögum er að ríki og sveitarfélög hafa ekki gengið í takt hvað varðar fjármögnun á þessari þjónustu. Fyrir vikið er fólk á biðlistum, jafnvel árum saman, þrátt fyrir að hafa verið metið á þann hátt að eiga rétt á NPA þjónustu. Ljótustu dæmin ganga svo langt að fatlað fólk í þessari stöðu hefur verið þvingað inn á stofnanir gegn sínum vilja. Á undanförnum þremur árum hefur fólki sem vistað er á öldrunarstofnunum, undir 67 ára aldri til að mynda fjölgað talsvert. Dæmi um slíka þvingaða stofnanavistun er mál Erlings Smith sem héraðsdómur Reykjavíkur fjallaði um á vormánuðum á þessu ári. Dómurinn komst að þeirri augljósu niðurstöðu að um fjölþætt lögbrot væri að ræða af hálfu sveitarfélagsins sem átti í hlut, enda hafði það neitað Erling um sinn rétt á sjálfstæðu lífi. Sveitarfélagið áfrýjaði hins vegar dómnum og þann 15. september næstkomandi verður málið flutt í Landsrétti. Um er að ræða mikilvægt og fordæmisgefandi mál í réttindabaráttu fatlaðs fólks á Íslandi. Það vekur von að til viðbótar við dóm héraðsdóms hefur Úrskurðanefnd velferðamála einnig staðfest að skilyrðingar á fjárframlögum eigi sér ekki lagastoð (mál nr. 200/2021). Fatlað fólk er langþreytt á því að vera bitbein á milli ríkis og sveitarfélaga í rifrildi um krónur og aura, og fá mannréttindum sínum ekki framfylgt á meðan. Það myndi engum detta í hug að láta börn bíða svo árum skipti á biðlista eftir grunnskólamenntun, né myndi nokkur sætta sig við það að lenda á biðlista um að fá að kjósa til Alþingis. Mannréttindi fatlaðs fólks eru ekki annars flokks. Þvert á móti er það kjarni slíkra réttinda að manneskjan á þau á grundvelli þess eins að vera manneskja. Ef ríki og sveitarfélög fá að halda áfram að neita fötluðu fólki um mannréttindi á grundvelli fjárhagslegs rifrildis, má segja að niðurstaðan sé sú að þessir opinberu aðilar komist upp með að líta ekki á fatlað fólk sem manneskjur. Réttindum frestað er réttindum neitað! Rúnar Björn Herrera Þorkelsson, formaður NPA miðstöðvarinnarKatrín Oddsdóttir, mannréttindalögfræðingur og starfsmaður málefnahóps Öryrkjabandalags Íslands um sjálfstætt líf.
Skoðun Háskólinn og rektorskjörið Gyða Margrét Pétursdóttir ,Þorgerður Jennýjardóttir Einarsdóttir skrifar
Skoðun Aukinn veikindaréttur – aukið jafnrétti kynjanna – fyrir félagsfólk VR Þorsteinn Skúli Sveinsson skrifar
Skoðun Hvernig byggjum við framtíð matvælaiðnaðar á Íslandi? Oddur Már Gunnarsson,Salvör Jónsdóttir skrifar
Skoðun Velferð framar verðstöðugleika: Hvers vegna lífskjör ættu að vera aðalatriðið Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Faglegt og jákvætt sérfræðiálit Skipulagsstofnunar um Coda Terminal Edda Sif Pind Aradóttir skrifar
Skoðun Hugtakinu almannaheill snúið á haus Björg Eva Erlendsdóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir,Árni Finnsson ,Snæbjörn Guðmundsson,Elvar Örn Friðriksso,Friðleifur E. Guðmundsson,Snorri Hallgrímsson,Sigþrúður Jónsdóttir skrifar