Oft komnir á fremsta hlunn með að hætta við Kristín Ólafsdóttir skrifar 13. september 2021 20:30 Aðstandendur útsýnispallsins á Bolafjalli voru oft komnir á fremsta hlunn með að hætta við byggingu pallsins, að sögn bæjarstjóra Bolungarvíkur. En ástríðan fyrir verkefninu trompaði öll bakslög og nú er pallurinn nánast tilbúinn. Aðeins tvö ár eru síðan hugmyndir að útsýnispallinum litu fyrst dagsins ljós. Stefnt er að því að byrja að skrúfa gólf í pallinn 20. september og opna hann um viku síðar. En bygging pallsins hefur ekki gengið þrautalaust fyrir sig. Í ágúst voru framkvæmdir stöðvaðar, sem þá var þó nánast lokið, þar sem byggingaleyfi hafði ekki enn verið gefið út. Haft var eftir sérfræðingi hjá Húsnæðis og mannvirkjastofnun að málið væri „eitt það versta sem hann hefði séð“. Bæjarstjóri Bolungarvíkur segir ýmsar ástæður fyrir því að fórst fyrir að fá leyfi. „Ég held við deilum bara sök í því, við og þeir sem að þessu koma, en byggingaleyfið er komið þannig að það var í rauninni ekkert í pallinum sem kom í veg fyrir að þetta gerðist.“ Útsýnispallurinn er á lokametrunum.Vísir/Sigurjón Þá þurfti að endurhanna pallinn eftir að búið var að bora festingar í bergið fyrir neðan hann. „Svo kemur bara símtalið, þetta er ekki hægt, það er ekki hægt að festa pallinn svona, þannig að það var bara smá panikk og fósturstelling í eina nótt og svo var bara byrjað upp á nýtt,“ segir Jón Páll. Nú á aðeins eftir að setja gólf í pallinn.Vísir/Sigurjón Og nú hillir loks undir verklok. „Það hafa verið mörg móment þar sem einhver hefur sagt: Við skulum bara hætta þessu. En allir hafa verið sammála um það að við ætlum að klára þetta, við ætlum að láta þetta gerast, og það er bara íslenska leiðin á þetta. Við setjum undir okkur hausinn, klárum vinnuna, látum þetta gerast og hér erum við komin,“ segir Jón Páll. Bolungarvík Ferðamennska á Íslandi Útsýnispallur á Bolafjalli Tengdar fréttir Stöðva framkvæmdir á Bolafjalli þar sem byggingaleyfi vantar Húsnæðis- og mannvirkjastofnun hefur stöðvað framkvæmdir við útsýnispall á Bolafjalli við Bolungarvík þar sem byggingarleyfi hefur enn ekki verið gefið út fyrir framkvæmdinni. 27. ágúst 2021 19:01 Stórum áfanga náð á útsýnispallinum á Bolafjalli Það er að koma lokamynd á útsýnispallinn á hinu 640 metra háa Bolafjalli við Bolungarvík. Pallurinn opnar í haust, aðeins tveimur árum eftir að hugmyndin kom fyrst upp. 26. ágúst 2021 09:29 Sallarólegir við störf í rúmlega 600 metra hæð Útsýnispallur á hinu 640 metra háa Bolafjalli við Bolungarvík er að taka á sig endanlega mynd, aðeins rúmum tveimur árum eftir að hugmyndir um hann voru kynntar. 16. ágúst 2021 11:52 Mest lesið Verkföll hafin í sex skólum Innlent Áfastir tappar dragi úr lífsvilja Innlent Árásarmaðurinn hafi átt í samskiptum við lykilvitni Innlent Þóra Tómasdóttir strýkur Tesla-eigendum öfugt Innlent Heiða Björg verður borgarstjóri Innlent Segir menntuð fífl hættuleg fífl Innlent Sama rúta olli skemmdum á bannsvæði í hádeginu Innlent Kennaraverkföll skella á Innlent Skólameistari gengur út frá því að kennarar leggi niður störf Innlent Banaslys á Þingvallavegi Innlent Fleiri fréttir Verkföll hafin í sex skólum Kennaraverkföll skella á Skólameistari gengur út frá því að kennarar leggi niður störf Óvissa um verkföll eftir frestunarbeiðni Áfastir tappar dragi úr lífsvilja Árásarmaðurinn hafi átt í samskiptum við lykilvitni „Hún verður örugglega afbragðsborgarstjóri“ Heiða Björg verður borgarstjóri Ögurstund, staða Play og óreyndur rútubílstjóri Hellti kveikjarabensíni yfir mann og hótaði að kveikja í Ökklasnúnum Esjufara komið til bjargar Banaslys á Þingvallavegi Samræði við þrettán ára nauðgun eftir allt saman Nýr borgarstjóri kynntur á morgun Kennarar samþykkja innanhússtillögu Segir menntuð fífl hættuleg fífl Kókaínsmygl systkina og maka þeirra út um þúfur Fleinn rekinn í hjarta Evrópu verði Úkraína beygð í duftið Þóra Tómasdóttir strýkur Tesla-eigendum öfugt Refsing Dagbjartar þyngd verulega Sameinar sýslumenn: Róar taugar starfsmanna og segir ekkert að óttast Sama rúta olli skemmdum á bannsvæði í hádeginu Hugmyndir Þorgríms séu litaðar vanþekkingu og fordómum Segir karla í forréttindastöðu hafa stofnað Háskólann Stórskemmdi grasflötina við Höfða Bein útsending: Tökum samtalið - Verndandi þættir í lífi barna og ungmenna Uppsagnarákvæði stendur í fólki Þurfi að leggja meira í skóla án aðgreiningar svo stefnan virki Segja loforð svikin í Skálafelli Mátti ekki kalla mann nauðgara með barnagirnd eftir allt saman Sjá meira
Aðeins tvö ár eru síðan hugmyndir að útsýnispallinum litu fyrst dagsins ljós. Stefnt er að því að byrja að skrúfa gólf í pallinn 20. september og opna hann um viku síðar. En bygging pallsins hefur ekki gengið þrautalaust fyrir sig. Í ágúst voru framkvæmdir stöðvaðar, sem þá var þó nánast lokið, þar sem byggingaleyfi hafði ekki enn verið gefið út. Haft var eftir sérfræðingi hjá Húsnæðis og mannvirkjastofnun að málið væri „eitt það versta sem hann hefði séð“. Bæjarstjóri Bolungarvíkur segir ýmsar ástæður fyrir því að fórst fyrir að fá leyfi. „Ég held við deilum bara sök í því, við og þeir sem að þessu koma, en byggingaleyfið er komið þannig að það var í rauninni ekkert í pallinum sem kom í veg fyrir að þetta gerðist.“ Útsýnispallurinn er á lokametrunum.Vísir/Sigurjón Þá þurfti að endurhanna pallinn eftir að búið var að bora festingar í bergið fyrir neðan hann. „Svo kemur bara símtalið, þetta er ekki hægt, það er ekki hægt að festa pallinn svona, þannig að það var bara smá panikk og fósturstelling í eina nótt og svo var bara byrjað upp á nýtt,“ segir Jón Páll. Nú á aðeins eftir að setja gólf í pallinn.Vísir/Sigurjón Og nú hillir loks undir verklok. „Það hafa verið mörg móment þar sem einhver hefur sagt: Við skulum bara hætta þessu. En allir hafa verið sammála um það að við ætlum að klára þetta, við ætlum að láta þetta gerast, og það er bara íslenska leiðin á þetta. Við setjum undir okkur hausinn, klárum vinnuna, látum þetta gerast og hér erum við komin,“ segir Jón Páll.
Bolungarvík Ferðamennska á Íslandi Útsýnispallur á Bolafjalli Tengdar fréttir Stöðva framkvæmdir á Bolafjalli þar sem byggingaleyfi vantar Húsnæðis- og mannvirkjastofnun hefur stöðvað framkvæmdir við útsýnispall á Bolafjalli við Bolungarvík þar sem byggingarleyfi hefur enn ekki verið gefið út fyrir framkvæmdinni. 27. ágúst 2021 19:01 Stórum áfanga náð á útsýnispallinum á Bolafjalli Það er að koma lokamynd á útsýnispallinn á hinu 640 metra háa Bolafjalli við Bolungarvík. Pallurinn opnar í haust, aðeins tveimur árum eftir að hugmyndin kom fyrst upp. 26. ágúst 2021 09:29 Sallarólegir við störf í rúmlega 600 metra hæð Útsýnispallur á hinu 640 metra háa Bolafjalli við Bolungarvík er að taka á sig endanlega mynd, aðeins rúmum tveimur árum eftir að hugmyndir um hann voru kynntar. 16. ágúst 2021 11:52 Mest lesið Verkföll hafin í sex skólum Innlent Áfastir tappar dragi úr lífsvilja Innlent Árásarmaðurinn hafi átt í samskiptum við lykilvitni Innlent Þóra Tómasdóttir strýkur Tesla-eigendum öfugt Innlent Heiða Björg verður borgarstjóri Innlent Segir menntuð fífl hættuleg fífl Innlent Sama rúta olli skemmdum á bannsvæði í hádeginu Innlent Kennaraverkföll skella á Innlent Skólameistari gengur út frá því að kennarar leggi niður störf Innlent Banaslys á Þingvallavegi Innlent Fleiri fréttir Verkföll hafin í sex skólum Kennaraverkföll skella á Skólameistari gengur út frá því að kennarar leggi niður störf Óvissa um verkföll eftir frestunarbeiðni Áfastir tappar dragi úr lífsvilja Árásarmaðurinn hafi átt í samskiptum við lykilvitni „Hún verður örugglega afbragðsborgarstjóri“ Heiða Björg verður borgarstjóri Ögurstund, staða Play og óreyndur rútubílstjóri Hellti kveikjarabensíni yfir mann og hótaði að kveikja í Ökklasnúnum Esjufara komið til bjargar Banaslys á Þingvallavegi Samræði við þrettán ára nauðgun eftir allt saman Nýr borgarstjóri kynntur á morgun Kennarar samþykkja innanhússtillögu Segir menntuð fífl hættuleg fífl Kókaínsmygl systkina og maka þeirra út um þúfur Fleinn rekinn í hjarta Evrópu verði Úkraína beygð í duftið Þóra Tómasdóttir strýkur Tesla-eigendum öfugt Refsing Dagbjartar þyngd verulega Sameinar sýslumenn: Róar taugar starfsmanna og segir ekkert að óttast Sama rúta olli skemmdum á bannsvæði í hádeginu Hugmyndir Þorgríms séu litaðar vanþekkingu og fordómum Segir karla í forréttindastöðu hafa stofnað Háskólann Stórskemmdi grasflötina við Höfða Bein útsending: Tökum samtalið - Verndandi þættir í lífi barna og ungmenna Uppsagnarákvæði stendur í fólki Þurfi að leggja meira í skóla án aðgreiningar svo stefnan virki Segja loforð svikin í Skálafelli Mátti ekki kalla mann nauðgara með barnagirnd eftir allt saman Sjá meira
Stöðva framkvæmdir á Bolafjalli þar sem byggingaleyfi vantar Húsnæðis- og mannvirkjastofnun hefur stöðvað framkvæmdir við útsýnispall á Bolafjalli við Bolungarvík þar sem byggingarleyfi hefur enn ekki verið gefið út fyrir framkvæmdinni. 27. ágúst 2021 19:01
Stórum áfanga náð á útsýnispallinum á Bolafjalli Það er að koma lokamynd á útsýnispallinn á hinu 640 metra háa Bolafjalli við Bolungarvík. Pallurinn opnar í haust, aðeins tveimur árum eftir að hugmyndin kom fyrst upp. 26. ágúst 2021 09:29
Sallarólegir við störf í rúmlega 600 metra hæð Útsýnispallur á hinu 640 metra háa Bolafjalli við Bolungarvík er að taka á sig endanlega mynd, aðeins rúmum tveimur árum eftir að hugmyndir um hann voru kynntar. 16. ágúst 2021 11:52