Oft komnir á fremsta hlunn með að hætta við Kristín Ólafsdóttir skrifar 13. september 2021 20:30 Aðstandendur útsýnispallsins á Bolafjalli voru oft komnir á fremsta hlunn með að hætta við byggingu pallsins, að sögn bæjarstjóra Bolungarvíkur. En ástríðan fyrir verkefninu trompaði öll bakslög og nú er pallurinn nánast tilbúinn. Aðeins tvö ár eru síðan hugmyndir að útsýnispallinum litu fyrst dagsins ljós. Stefnt er að því að byrja að skrúfa gólf í pallinn 20. september og opna hann um viku síðar. En bygging pallsins hefur ekki gengið þrautalaust fyrir sig. Í ágúst voru framkvæmdir stöðvaðar, sem þá var þó nánast lokið, þar sem byggingaleyfi hafði ekki enn verið gefið út. Haft var eftir sérfræðingi hjá Húsnæðis og mannvirkjastofnun að málið væri „eitt það versta sem hann hefði séð“. Bæjarstjóri Bolungarvíkur segir ýmsar ástæður fyrir því að fórst fyrir að fá leyfi. „Ég held við deilum bara sök í því, við og þeir sem að þessu koma, en byggingaleyfið er komið þannig að það var í rauninni ekkert í pallinum sem kom í veg fyrir að þetta gerðist.“ Útsýnispallurinn er á lokametrunum.Vísir/Sigurjón Þá þurfti að endurhanna pallinn eftir að búið var að bora festingar í bergið fyrir neðan hann. „Svo kemur bara símtalið, þetta er ekki hægt, það er ekki hægt að festa pallinn svona, þannig að það var bara smá panikk og fósturstelling í eina nótt og svo var bara byrjað upp á nýtt,“ segir Jón Páll. Nú á aðeins eftir að setja gólf í pallinn.Vísir/Sigurjón Og nú hillir loks undir verklok. „Það hafa verið mörg móment þar sem einhver hefur sagt: Við skulum bara hætta þessu. En allir hafa verið sammála um það að við ætlum að klára þetta, við ætlum að láta þetta gerast, og það er bara íslenska leiðin á þetta. Við setjum undir okkur hausinn, klárum vinnuna, látum þetta gerast og hér erum við komin,“ segir Jón Páll. Bolungarvík Ferðamennska á Íslandi Útsýnispallur á Bolafjalli Tengdar fréttir Stöðva framkvæmdir á Bolafjalli þar sem byggingaleyfi vantar Húsnæðis- og mannvirkjastofnun hefur stöðvað framkvæmdir við útsýnispall á Bolafjalli við Bolungarvík þar sem byggingarleyfi hefur enn ekki verið gefið út fyrir framkvæmdinni. 27. ágúst 2021 19:01 Stórum áfanga náð á útsýnispallinum á Bolafjalli Það er að koma lokamynd á útsýnispallinn á hinu 640 metra háa Bolafjalli við Bolungarvík. Pallurinn opnar í haust, aðeins tveimur árum eftir að hugmyndin kom fyrst upp. 26. ágúst 2021 09:29 Sallarólegir við störf í rúmlega 600 metra hæð Útsýnispallur á hinu 640 metra háa Bolafjalli við Bolungarvík er að taka á sig endanlega mynd, aðeins rúmum tveimur árum eftir að hugmyndir um hann voru kynntar. 16. ágúst 2021 11:52 Mest lesið Ósáttir kennarar yfirgefa skólana Innlent Sveitarfélögin höfnuðu tillögunni á elleftu stundu Innlent Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður Innlent Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Innlent Ætlar að tjalda í Kópavogi þangað til meirihlutinn springur Innlent Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Innlent Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Innlent Svona skipta oddvitarnir stólunum Innlent Svona var blaðamannafundur nýs meirihluta í Reykjavík Innlent „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Innlent Fleiri fréttir Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Kennarar gengu út og nýr borgarstjórnarmeirihluti Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Svona skipta oddvitarnir stólunum Voru búin að segja að þeim hugnaðist ekki tillaga Ástráðs Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag „Þetta eru mikil vonbrigði fyrir okkur“ Skilur vel reiðina sem blossi upp Útganga kennara kom formanninum í opna skjöldu Gátu ekki lent í þoku í Osló því flugmenn eru enn í þjálfun á Airbus Svona var blaðamannafundur nýs meirihluta í Reykjavík Óljóst með skólahald eftir helgi Trans fólk veigri sér við ferðalögum til Bandaríkjanna Nýr meirihluti muni ekki vaða í stærri deilumál Ósáttir kennarar yfirgefa skólana Jöklar jarðar rýrna mun hraðar en áður vegna aukinnar hlýnunar Niðurstöðu beðið í Karphúsinu Sveitarfélögin höfnuðu tillögunni á elleftu stundu Algengt að rútubílstjórar keyri á túninu Búrfellslundur verður Vaðölduver Uggur í fólki og Hinsegin kórinn hættur við að taka þátt í World Pride í Washington Ætlar að tjalda í Kópavogi þangað til meirihlutinn springur Zúistabræður telja sig ekki hafa fengið sanngjarna meðferð Verkföll hafin í sex skólum Kennaraverkföll skella á Sjá meira
Aðeins tvö ár eru síðan hugmyndir að útsýnispallinum litu fyrst dagsins ljós. Stefnt er að því að byrja að skrúfa gólf í pallinn 20. september og opna hann um viku síðar. En bygging pallsins hefur ekki gengið þrautalaust fyrir sig. Í ágúst voru framkvæmdir stöðvaðar, sem þá var þó nánast lokið, þar sem byggingaleyfi hafði ekki enn verið gefið út. Haft var eftir sérfræðingi hjá Húsnæðis og mannvirkjastofnun að málið væri „eitt það versta sem hann hefði séð“. Bæjarstjóri Bolungarvíkur segir ýmsar ástæður fyrir því að fórst fyrir að fá leyfi. „Ég held við deilum bara sök í því, við og þeir sem að þessu koma, en byggingaleyfið er komið þannig að það var í rauninni ekkert í pallinum sem kom í veg fyrir að þetta gerðist.“ Útsýnispallurinn er á lokametrunum.Vísir/Sigurjón Þá þurfti að endurhanna pallinn eftir að búið var að bora festingar í bergið fyrir neðan hann. „Svo kemur bara símtalið, þetta er ekki hægt, það er ekki hægt að festa pallinn svona, þannig að það var bara smá panikk og fósturstelling í eina nótt og svo var bara byrjað upp á nýtt,“ segir Jón Páll. Nú á aðeins eftir að setja gólf í pallinn.Vísir/Sigurjón Og nú hillir loks undir verklok. „Það hafa verið mörg móment þar sem einhver hefur sagt: Við skulum bara hætta þessu. En allir hafa verið sammála um það að við ætlum að klára þetta, við ætlum að láta þetta gerast, og það er bara íslenska leiðin á þetta. Við setjum undir okkur hausinn, klárum vinnuna, látum þetta gerast og hér erum við komin,“ segir Jón Páll.
Bolungarvík Ferðamennska á Íslandi Útsýnispallur á Bolafjalli Tengdar fréttir Stöðva framkvæmdir á Bolafjalli þar sem byggingaleyfi vantar Húsnæðis- og mannvirkjastofnun hefur stöðvað framkvæmdir við útsýnispall á Bolafjalli við Bolungarvík þar sem byggingarleyfi hefur enn ekki verið gefið út fyrir framkvæmdinni. 27. ágúst 2021 19:01 Stórum áfanga náð á útsýnispallinum á Bolafjalli Það er að koma lokamynd á útsýnispallinn á hinu 640 metra háa Bolafjalli við Bolungarvík. Pallurinn opnar í haust, aðeins tveimur árum eftir að hugmyndin kom fyrst upp. 26. ágúst 2021 09:29 Sallarólegir við störf í rúmlega 600 metra hæð Útsýnispallur á hinu 640 metra háa Bolafjalli við Bolungarvík er að taka á sig endanlega mynd, aðeins rúmum tveimur árum eftir að hugmyndir um hann voru kynntar. 16. ágúst 2021 11:52 Mest lesið Ósáttir kennarar yfirgefa skólana Innlent Sveitarfélögin höfnuðu tillögunni á elleftu stundu Innlent Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður Innlent Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Innlent Ætlar að tjalda í Kópavogi þangað til meirihlutinn springur Innlent Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Innlent Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Innlent Svona skipta oddvitarnir stólunum Innlent Svona var blaðamannafundur nýs meirihluta í Reykjavík Innlent „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Innlent Fleiri fréttir Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Kennarar gengu út og nýr borgarstjórnarmeirihluti Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Svona skipta oddvitarnir stólunum Voru búin að segja að þeim hugnaðist ekki tillaga Ástráðs Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag „Þetta eru mikil vonbrigði fyrir okkur“ Skilur vel reiðina sem blossi upp Útganga kennara kom formanninum í opna skjöldu Gátu ekki lent í þoku í Osló því flugmenn eru enn í þjálfun á Airbus Svona var blaðamannafundur nýs meirihluta í Reykjavík Óljóst með skólahald eftir helgi Trans fólk veigri sér við ferðalögum til Bandaríkjanna Nýr meirihluti muni ekki vaða í stærri deilumál Ósáttir kennarar yfirgefa skólana Jöklar jarðar rýrna mun hraðar en áður vegna aukinnar hlýnunar Niðurstöðu beðið í Karphúsinu Sveitarfélögin höfnuðu tillögunni á elleftu stundu Algengt að rútubílstjórar keyri á túninu Búrfellslundur verður Vaðölduver Uggur í fólki og Hinsegin kórinn hættur við að taka þátt í World Pride í Washington Ætlar að tjalda í Kópavogi þangað til meirihlutinn springur Zúistabræður telja sig ekki hafa fengið sanngjarna meðferð Verkföll hafin í sex skólum Kennaraverkföll skella á Sjá meira
Stöðva framkvæmdir á Bolafjalli þar sem byggingaleyfi vantar Húsnæðis- og mannvirkjastofnun hefur stöðvað framkvæmdir við útsýnispall á Bolafjalli við Bolungarvík þar sem byggingarleyfi hefur enn ekki verið gefið út fyrir framkvæmdinni. 27. ágúst 2021 19:01
Stórum áfanga náð á útsýnispallinum á Bolafjalli Það er að koma lokamynd á útsýnispallinn á hinu 640 metra háa Bolafjalli við Bolungarvík. Pallurinn opnar í haust, aðeins tveimur árum eftir að hugmyndin kom fyrst upp. 26. ágúst 2021 09:29
Sallarólegir við störf í rúmlega 600 metra hæð Útsýnispallur á hinu 640 metra háa Bolafjalli við Bolungarvík er að taka á sig endanlega mynd, aðeins rúmum tveimur árum eftir að hugmyndir um hann voru kynntar. 16. ágúst 2021 11:52