Bílstjóri Angjelins segist hafa komið fullkomlega af fjöllum Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 13. september 2021 16:21 Shpetim huldi andlit sitt með grímu, derhúfu og sólgleraugum fyrir þinghaldið í morgun. Vísir/vilhelm Shpetim Qerimi, sem er sakaður um að eiga hlutdeild í morðinu á Armando Beqirai í Rauðagerði í febrúar, neitaði sök við skýrslutöku í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. Shpetim er sagður hafa ekið Angjelin Sterkaj í Rauðgerði kvöldið sem Angjelin skaut Armando til bana. Shpetim sagði Angjelin hafa greint sér frá erjum á milli sín og Armando og félaga Armando að nafni Goran. Goran var á meðal þeirra sem handteknir voru í málinu en ekki ákærðir. Angjelin hafi sagt Shpetim að sér hefði verið hótað lífláti af þeim. Angjelin hafi beðið Shpetim um ráð, hvað væri best að gera í þessari stöðu. „Angjelin, ertu með sannanir? Annað hvort sættistu við þá eða ferð niður á lögreglustöð og kærir þá. Mín ráð eru að sættast við þá, ekki vera með neitt vesen,“ sagði Shpetim þegar hann var spurður hver hans ráð væru. Kvöldið sem Armando var myrtur bað Angjelin Shpetim að koma með sér í bílferð. Að sögn Shpetims hafi þeir ekið í átt að Rauðagerði, þar sem Shpetim var undir stýri, en Shpetim sagðist ekki hafa vitað í hvaða tilgangi. Hann sagðist ekki einu sinni hafa vitað að förinni hefði verið heitið til Armando. Hann hafi stöðvað bílinn og Angjelin farið út. Shpetim heldur því fram að hann hafi ekki tekið eftir 43 sentímetra langri skammbyssunni sem Angjelin tók með sér og komið svo aftur með í bílinn. Hann hafi heldur ekki haft vitneskju um að Angjelin hefði skotið Armando þegar Angjelin sneri aftur í bílinn. Angjelin hafi einfaldlega sagt honum að aka af stað. Við skýrslutöku í morgun sagðist Angjelin hafa sagt við Shpetim að Armando yrði ekki lengur til vandræða, þegar þeir óku í burtu frá Rauðagerði. „Ég var ekkert að hlusta á það sem hann var að segja. Ég vissi ekki hvað hann var að tala um,“ svaraði Shpetim þegar hann var spurður út í þessi orð Angjelin þegar þeir voru á leið frá Rauðagerði. Hann hafi ekki komist að því fyrr en degi síðar að búið væri að myrða Armando. Shpetim hafi hringt í Angjelin og spurt: Veistu hvað gerðist? Svarið frá Angjelin hafi verið: Já, ég er búinn að drepa hann. Bar Shpetim við áfengisneyslu þegar gengið var á hann hvernig stæði á því að hann hefði ekki tekið eftir neinu þetta kvöld. Morð í Rauðagerði Dómsmál Tengdar fréttir Hló og sagðist halda að Angjelin væri undir áhrifum fíkniefna „Armando var vinur minn,“ sagði Murat Selivrada við aðalmeðferð Rauðagerðismálsins í Héraðsdómi Reykjavíkur. Armando var skotinn til bana af Angjelin Sterkaj í Rauðagerði 13. febrúar síðastliðinn. 13. september 2021 15:10 Átti að senda „hæ sexy“ ef annar bíllinn yrði hreyfður Aðalmeðferð í Rauðagerðismálinu var framhaldið eftir hádegi í dag þar sem tekin var skýrsla af Claudiu Sofiu Coehlo Carvalho, unnustu Angjelin Sterkaj, sem hefur játað að hafa myrt Armando Beqirai í Rauðagerði í febrúar síðastliðnum. 13. september 2021 14:08 Segir Armando og félaga hans hafa viljað 50 milljónir frá Antoni Kristni Angjelin Sterkaj segist hafa verið einn að verki þegar hann skaut Armando Beqirai til bana í Rauðagerði í Reykjavík í febrúar síðastliðnum. Angjelin segir Armando og Goran Kristján Stojanovic hafa viljað hvor um sig 25 milljónir frá Antoni Kristni Þórarinssyni. 13. september 2021 10:34 Mest lesið Hættir á Spotify: „Ég er frjáls!“ Innlent „Mér brá við að sjá þessa tölu“ Innlent Karlmaður handtekinn í tengslum við mannslát Innlent Sonur Ölmu Möller íhugar framboð Innlent Krefjast skýringa á boðuðum breytingum ráðherra á framhaldsskólum Innlent „Brast eitthvað innra með mér og ég sá að ekki var allt með felldu“ Innlent MAST búið að snúa hnífnum Innlent Þórunn biðst afsökunar: „Bara mannleg eins og annað fólk“ Innlent Á fjórða tug barna drepin í drónaárás á leikskóla Erlent Hiti gæti náð upp undir 10 gráður Veður Fleiri fréttir Þrír handteknir fyrir hótanir og vopnalagabrot Hrossahjörð á brokki fram Álftanesveg Krefjast skýringa á boðuðum breytingum ráðherra á framhaldsskólum Sonur Ölmu Möller íhugar framboð Gefa út litlausa viðvörun Karlmaður handtekinn í tengslum við mannslát Vonast til að opna nýtt Konukot sem fyrst Ekki markmiðið að takmarka aðgengi fjölmiðla Óvænt breyting hækkaði lyfin um tugi þúsunda „Mér brá við að sjá þessa tölu“ Alltaf ljóst að Flokkur fólksins væri veiki hlekkurinn Hættir á Spotify: „Ég er frjáls!“ Reiknað með fjölmenni á jólamarkaði á Flúðum í dag Þórunn biðst afsökunar: „Bara mannleg eins og annað fólk“ Forseti Alþingis tjáir sig um ummælin umdeildu Fjárlög afgreidd fyrir hlæjandi þingsal Vakna seinast en vilja mest morgunbirtu Gripinn á 130 á 80-götu Með hamagang á hóteli og kastaði innanstokksmunum „Brast eitthvað innra með mér og ég sá að ekki var allt með felldu“ Skólp og klór frá Hveragerði gerir Ölfusingum lífið leitt MAST búið að snúa hnífnum Spennandi að sjá hvernig borgin bregst við Þakkar fyrir að hafa ekki verið búinn að rýja kindurnar „Ég vísa ekki beint í þessa skýrslu“ Glæpastarfsemi á Íslandi orðin jafn mikil og á Norðurlöndum „Aldrei heyrt aðra eins fjarstæðu á ævi minni“ Tvö prósent vilja Heiðu sem borgarstjóra Brostnar forsendur, ný könnun og fyrrverandi nýnasisti „Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk“ Sjá meira
Shpetim sagði Angjelin hafa greint sér frá erjum á milli sín og Armando og félaga Armando að nafni Goran. Goran var á meðal þeirra sem handteknir voru í málinu en ekki ákærðir. Angjelin hafi sagt Shpetim að sér hefði verið hótað lífláti af þeim. Angjelin hafi beðið Shpetim um ráð, hvað væri best að gera í þessari stöðu. „Angjelin, ertu með sannanir? Annað hvort sættistu við þá eða ferð niður á lögreglustöð og kærir þá. Mín ráð eru að sættast við þá, ekki vera með neitt vesen,“ sagði Shpetim þegar hann var spurður hver hans ráð væru. Kvöldið sem Armando var myrtur bað Angjelin Shpetim að koma með sér í bílferð. Að sögn Shpetims hafi þeir ekið í átt að Rauðagerði, þar sem Shpetim var undir stýri, en Shpetim sagðist ekki hafa vitað í hvaða tilgangi. Hann sagðist ekki einu sinni hafa vitað að förinni hefði verið heitið til Armando. Hann hafi stöðvað bílinn og Angjelin farið út. Shpetim heldur því fram að hann hafi ekki tekið eftir 43 sentímetra langri skammbyssunni sem Angjelin tók með sér og komið svo aftur með í bílinn. Hann hafi heldur ekki haft vitneskju um að Angjelin hefði skotið Armando þegar Angjelin sneri aftur í bílinn. Angjelin hafi einfaldlega sagt honum að aka af stað. Við skýrslutöku í morgun sagðist Angjelin hafa sagt við Shpetim að Armando yrði ekki lengur til vandræða, þegar þeir óku í burtu frá Rauðagerði. „Ég var ekkert að hlusta á það sem hann var að segja. Ég vissi ekki hvað hann var að tala um,“ svaraði Shpetim þegar hann var spurður út í þessi orð Angjelin þegar þeir voru á leið frá Rauðagerði. Hann hafi ekki komist að því fyrr en degi síðar að búið væri að myrða Armando. Shpetim hafi hringt í Angjelin og spurt: Veistu hvað gerðist? Svarið frá Angjelin hafi verið: Já, ég er búinn að drepa hann. Bar Shpetim við áfengisneyslu þegar gengið var á hann hvernig stæði á því að hann hefði ekki tekið eftir neinu þetta kvöld.
Morð í Rauðagerði Dómsmál Tengdar fréttir Hló og sagðist halda að Angjelin væri undir áhrifum fíkniefna „Armando var vinur minn,“ sagði Murat Selivrada við aðalmeðferð Rauðagerðismálsins í Héraðsdómi Reykjavíkur. Armando var skotinn til bana af Angjelin Sterkaj í Rauðagerði 13. febrúar síðastliðinn. 13. september 2021 15:10 Átti að senda „hæ sexy“ ef annar bíllinn yrði hreyfður Aðalmeðferð í Rauðagerðismálinu var framhaldið eftir hádegi í dag þar sem tekin var skýrsla af Claudiu Sofiu Coehlo Carvalho, unnustu Angjelin Sterkaj, sem hefur játað að hafa myrt Armando Beqirai í Rauðagerði í febrúar síðastliðnum. 13. september 2021 14:08 Segir Armando og félaga hans hafa viljað 50 milljónir frá Antoni Kristni Angjelin Sterkaj segist hafa verið einn að verki þegar hann skaut Armando Beqirai til bana í Rauðagerði í Reykjavík í febrúar síðastliðnum. Angjelin segir Armando og Goran Kristján Stojanovic hafa viljað hvor um sig 25 milljónir frá Antoni Kristni Þórarinssyni. 13. september 2021 10:34 Mest lesið Hættir á Spotify: „Ég er frjáls!“ Innlent „Mér brá við að sjá þessa tölu“ Innlent Karlmaður handtekinn í tengslum við mannslát Innlent Sonur Ölmu Möller íhugar framboð Innlent Krefjast skýringa á boðuðum breytingum ráðherra á framhaldsskólum Innlent „Brast eitthvað innra með mér og ég sá að ekki var allt með felldu“ Innlent MAST búið að snúa hnífnum Innlent Þórunn biðst afsökunar: „Bara mannleg eins og annað fólk“ Innlent Á fjórða tug barna drepin í drónaárás á leikskóla Erlent Hiti gæti náð upp undir 10 gráður Veður Fleiri fréttir Þrír handteknir fyrir hótanir og vopnalagabrot Hrossahjörð á brokki fram Álftanesveg Krefjast skýringa á boðuðum breytingum ráðherra á framhaldsskólum Sonur Ölmu Möller íhugar framboð Gefa út litlausa viðvörun Karlmaður handtekinn í tengslum við mannslát Vonast til að opna nýtt Konukot sem fyrst Ekki markmiðið að takmarka aðgengi fjölmiðla Óvænt breyting hækkaði lyfin um tugi þúsunda „Mér brá við að sjá þessa tölu“ Alltaf ljóst að Flokkur fólksins væri veiki hlekkurinn Hættir á Spotify: „Ég er frjáls!“ Reiknað með fjölmenni á jólamarkaði á Flúðum í dag Þórunn biðst afsökunar: „Bara mannleg eins og annað fólk“ Forseti Alþingis tjáir sig um ummælin umdeildu Fjárlög afgreidd fyrir hlæjandi þingsal Vakna seinast en vilja mest morgunbirtu Gripinn á 130 á 80-götu Með hamagang á hóteli og kastaði innanstokksmunum „Brast eitthvað innra með mér og ég sá að ekki var allt með felldu“ Skólp og klór frá Hveragerði gerir Ölfusingum lífið leitt MAST búið að snúa hnífnum Spennandi að sjá hvernig borgin bregst við Þakkar fyrir að hafa ekki verið búinn að rýja kindurnar „Ég vísa ekki beint í þessa skýrslu“ Glæpastarfsemi á Íslandi orðin jafn mikil og á Norðurlöndum „Aldrei heyrt aðra eins fjarstæðu á ævi minni“ Tvö prósent vilja Heiðu sem borgarstjóra Brostnar forsendur, ný könnun og fyrrverandi nýnasisti „Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk“ Sjá meira
Hló og sagðist halda að Angjelin væri undir áhrifum fíkniefna „Armando var vinur minn,“ sagði Murat Selivrada við aðalmeðferð Rauðagerðismálsins í Héraðsdómi Reykjavíkur. Armando var skotinn til bana af Angjelin Sterkaj í Rauðagerði 13. febrúar síðastliðinn. 13. september 2021 15:10
Átti að senda „hæ sexy“ ef annar bíllinn yrði hreyfður Aðalmeðferð í Rauðagerðismálinu var framhaldið eftir hádegi í dag þar sem tekin var skýrsla af Claudiu Sofiu Coehlo Carvalho, unnustu Angjelin Sterkaj, sem hefur játað að hafa myrt Armando Beqirai í Rauðagerði í febrúar síðastliðnum. 13. september 2021 14:08
Segir Armando og félaga hans hafa viljað 50 milljónir frá Antoni Kristni Angjelin Sterkaj segist hafa verið einn að verki þegar hann skaut Armando Beqirai til bana í Rauðagerði í Reykjavík í febrúar síðastliðnum. Angjelin segir Armando og Goran Kristján Stojanovic hafa viljað hvor um sig 25 milljónir frá Antoni Kristni Þórarinssyni. 13. september 2021 10:34