Banaslysið við Stigá: Með rangan hjálm og á alltof miklum hraða Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 13. september 2021 14:43 Maðurinn var ekki klæddur í tilskilinn hlífðarbúnað þegar hann lést. Aðsend Karlmaður á fimmtugsaldri sem lést í bifhjólaslysi við Stigá í Austur-Skaftafellssýslu í fyrrasumar var ekki með hjálm sem ætlaður er til notkunar við akstur bifhjóls þegar hann lést. Þá hafi hann ekið of hratt. Þetta kemur fram í skýrslu Rannsóknarnefndar samgöngunefndar um slysið. Slysið varð 15. ágúst 2020 rétt austan Stigár í Austur-Skaftafellssýslu. Maðurinn var á austurleið við Stigá þegar hann missti stjórn á bifhjólinu. Samkvæmt vitni, sem ók fram hjá honum rétt áður en slysið varð, missti hann stjórn á hjólinu og sagðist vitnið hafa séð augljósan skjálfta í fremra hjólinu. Fram kemur í skýrslu rannsóknarnefndarinnar að veður hafi verið gott þennan dag en stuttu áður en maðurinn kom að brúnni yfir Stigá hafi hjólið farið að skakast eða sveiflast til. Hann hafi þá misst stjórn á bifhjólinu og fallið af því. Hjólið hafi svo runnið áfram eftir veginum, út í vegkant og út fyrir veginn vinstra megin en ökumaðurinn hafi runnið áfram eftir veginum í veg fyrir umferð úr gagnstæðri átt. Hann hafi svo skollið utan í bifreið sem kom á móti honum áður en hann kastaðist út fyrir veginn. „Stuttu fyrir slysið hafði ökumaður á vesturleið mætt bifhjólinu vestan við brúna yfir Stigá. Vitnið sá að hjólið tók að rása, fyrst framhjólið og stýrið, þar til allt hjólið fór að sveiflast til. Hjólið stefndi þá yfir á rangan vegarhelming og þurfti vitnið að aka eins og hægt var út í vegkant til að koma í veg fyrir að hjólið lenti á bifreiðinni. Vitnið sá síðan ryk og/eða reyk í baksýnisspeglinum eftir að hjólið féll á hliðina,“ segir í skýrslunni. Erfitt að segja til um orsök skjálftans Maðurinn hafi fengið banvæna áverka í slysinu. Hann hafi verið með opin hjálm sem ekki er ætlaður til notkunar við akstur bifhjóls og veitti ekki þá vörn sem viðurkenndir bifhjólahjálmar gera. „Hökuólin slitnaði af í slysinu og hjálmurinn losnaði. Ökumaðurinn var í strigaskóm, leðurbuxum og hlífðarskyrtu með ísaumaðri bakbrynju og olnbogahlífum. Skyrtan dróst upp og veitti minni vernd en mögulegt hefði verið.“ Þá hafi ummerki eftir bifhjólið bent til þess að maðurinn hafi ekið á 122 kílómetra hraða á klukkustund fyrir slysið, þar sem hámarkshraði sé 90 km/klst við bestu aðstæður. Ástæðu skjálftans í framhjólinu sé erfitt að segja til um. Þekkt sé að bifhjól geti verið viðkvæm fyrir sveiflum til dæmis sé slit komið í legur eða fóðringar. Titringur geti einnig orsakast af viðbrögðum ökumannsins eða af utanaðkomandi orsökum. Þar geti orsök til dæmis verið slitnir hjólbarðar eða rangur loftþrýstingur, slit eða slag í stýris- eða hjólalegum, stilling og uppsetning á hjóli og fleira. Samgönguslys Hornafjörður Mest lesið Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Innlent Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Innlent „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Innlent Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Innlent Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Innlent Verði að tryggja að á íslensku megi alltaf finna svar Innlent Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Erlent Dröfn og Samtökin ’78 verðlaunuð á degi íslenskrar tungu Innlent Yfir helmingur þeirra sem lést í bílslysi innanbæjar beltislaus Innlent Telja íslenskuna geta horfið með einni kynslóð Innlent Fleiri fréttir Verði að tryggja að á íslensku megi alltaf finna svar Dröfn og Samtökin ’78 verðlaunuð á degi íslenskrar tungu „Unga fólkið okkar er umkringt efni á ensku“ Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Keldnakirkja á Keldum er 150 ára Telur bílbeltið hafa bjargað lífi sínu Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Yfir helmingur þeirra sem lést í bílslysi innanbæjar beltislaus Telja íslenskuna geta horfið með einni kynslóð Evrópumál, lánakjör og baráttan fyrir íslenskri tungu í stafrænum heimi Lögregla leysti upp unglingapartý í Árbæ Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Flugvél lenti í Keflavík vegna bilunar Glæsilegir forystuhrútar á Syðra – Velli í Flóa Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Vara við mögulegri glerhálku í kvöld „Kerfinu kollvarpað“, jólabókaflóð og forystusauðir Höfðu eftirlit með fangageymslu lögreglu Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Óttast áhrifin sem frumvarpið geti haft á Landspítalann Óslóartréð fellt í Heiðmörk Ósáttur með viðbrögð Barna- og fjölskyldustofu Göngugarpar munu mynda Ljósafoss niður Esjuna Eftirlit í skötulíki, Trump hótar málsókn og Ljósafossgangan Minni tekjur góðar fréttir Sjá meira
Slysið varð 15. ágúst 2020 rétt austan Stigár í Austur-Skaftafellssýslu. Maðurinn var á austurleið við Stigá þegar hann missti stjórn á bifhjólinu. Samkvæmt vitni, sem ók fram hjá honum rétt áður en slysið varð, missti hann stjórn á hjólinu og sagðist vitnið hafa séð augljósan skjálfta í fremra hjólinu. Fram kemur í skýrslu rannsóknarnefndarinnar að veður hafi verið gott þennan dag en stuttu áður en maðurinn kom að brúnni yfir Stigá hafi hjólið farið að skakast eða sveiflast til. Hann hafi þá misst stjórn á bifhjólinu og fallið af því. Hjólið hafi svo runnið áfram eftir veginum, út í vegkant og út fyrir veginn vinstra megin en ökumaðurinn hafi runnið áfram eftir veginum í veg fyrir umferð úr gagnstæðri átt. Hann hafi svo skollið utan í bifreið sem kom á móti honum áður en hann kastaðist út fyrir veginn. „Stuttu fyrir slysið hafði ökumaður á vesturleið mætt bifhjólinu vestan við brúna yfir Stigá. Vitnið sá að hjólið tók að rása, fyrst framhjólið og stýrið, þar til allt hjólið fór að sveiflast til. Hjólið stefndi þá yfir á rangan vegarhelming og þurfti vitnið að aka eins og hægt var út í vegkant til að koma í veg fyrir að hjólið lenti á bifreiðinni. Vitnið sá síðan ryk og/eða reyk í baksýnisspeglinum eftir að hjólið féll á hliðina,“ segir í skýrslunni. Erfitt að segja til um orsök skjálftans Maðurinn hafi fengið banvæna áverka í slysinu. Hann hafi verið með opin hjálm sem ekki er ætlaður til notkunar við akstur bifhjóls og veitti ekki þá vörn sem viðurkenndir bifhjólahjálmar gera. „Hökuólin slitnaði af í slysinu og hjálmurinn losnaði. Ökumaðurinn var í strigaskóm, leðurbuxum og hlífðarskyrtu með ísaumaðri bakbrynju og olnbogahlífum. Skyrtan dróst upp og veitti minni vernd en mögulegt hefði verið.“ Þá hafi ummerki eftir bifhjólið bent til þess að maðurinn hafi ekið á 122 kílómetra hraða á klukkustund fyrir slysið, þar sem hámarkshraði sé 90 km/klst við bestu aðstæður. Ástæðu skjálftans í framhjólinu sé erfitt að segja til um. Þekkt sé að bifhjól geti verið viðkvæm fyrir sveiflum til dæmis sé slit komið í legur eða fóðringar. Titringur geti einnig orsakast af viðbrögðum ökumannsins eða af utanaðkomandi orsökum. Þar geti orsök til dæmis verið slitnir hjólbarðar eða rangur loftþrýstingur, slit eða slag í stýris- eða hjólalegum, stilling og uppsetning á hjóli og fleira.
Samgönguslys Hornafjörður Mest lesið Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Innlent Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Innlent „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Innlent Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Innlent Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Innlent Verði að tryggja að á íslensku megi alltaf finna svar Innlent Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Erlent Dröfn og Samtökin ’78 verðlaunuð á degi íslenskrar tungu Innlent Yfir helmingur þeirra sem lést í bílslysi innanbæjar beltislaus Innlent Telja íslenskuna geta horfið með einni kynslóð Innlent Fleiri fréttir Verði að tryggja að á íslensku megi alltaf finna svar Dröfn og Samtökin ’78 verðlaunuð á degi íslenskrar tungu „Unga fólkið okkar er umkringt efni á ensku“ Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Keldnakirkja á Keldum er 150 ára Telur bílbeltið hafa bjargað lífi sínu Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Yfir helmingur þeirra sem lést í bílslysi innanbæjar beltislaus Telja íslenskuna geta horfið með einni kynslóð Evrópumál, lánakjör og baráttan fyrir íslenskri tungu í stafrænum heimi Lögregla leysti upp unglingapartý í Árbæ Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Flugvél lenti í Keflavík vegna bilunar Glæsilegir forystuhrútar á Syðra – Velli í Flóa Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Vara við mögulegri glerhálku í kvöld „Kerfinu kollvarpað“, jólabókaflóð og forystusauðir Höfðu eftirlit með fangageymslu lögreglu Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Óttast áhrifin sem frumvarpið geti haft á Landspítalann Óslóartréð fellt í Heiðmörk Ósáttur með viðbrögð Barna- og fjölskyldustofu Göngugarpar munu mynda Ljósafoss niður Esjuna Eftirlit í skötulíki, Trump hótar málsókn og Ljósafossgangan Minni tekjur góðar fréttir Sjá meira