Sakar forsetahjónin um gerendameðvirkni og hræsni Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 13. september 2021 15:02 Sigurður G. Guðjónsson, hæstaréttarlögmaður, sakar Guðna Th. Jóhannesson, forseta Íslands, um hræsni. Vísir/Samsett Sigurður G. Guðjónsson, hæstaréttarlögmaður, hefur sakað forsetahjón Íslands um að hafa hylmt yfir með starfsmanni forsetaembættisins sem hefur verið kærður fyrir kynferðislega áreitni á vinnustaðnum. Sigurður birti færslu á Facebook í gærkvöldi þar sem hann segir forsetaparið hafa farið illa með fyrrverandi starfsmenn sína sem urðu fyrir kynferðislegri áreitni af hendi annars starfsmanns fyrir nokkrum árum síðan. „Forsetaparið lét sem vind um eyru þjóta athugasemdir staðarhaldarans á Bessastöðum þegar það upplýsti um endurkomu ráðsmannsins; ráðsmannsins sem beitt hafði staðarhaldarann og konu hans ofbeldi í Parísarferð, og sýnt af sér sérkennilega háttsemi utan við hús hjónanna á Bessastöðum,“ segir í færslu Sigurðar. Greint var frá því í síðustu viku að fyrrverandi starfsmaður forsetaembættisins sem bjó á Bessastöðum hafi nú kært kynferðislega áreitni af hálfu annars starfsmanns til lögreglu. Maðurinn kom fram undir nafnleynd í viðtali hjá Fréttablaðinu og sagði framkomu gerandans hafa valdið sér og fjölskyldu sinni sársauka og fjárhagstjóni en hann hafi ekki séð sér annað fært en að segja upp störfum og flytja frá Bessastöðum vegna áreitninnar. Áreitnin hafi staðið yfir í mörg ár og náð hámarki í starfsmannaferð til Parísar árið 2019, þar sem gerandinn hafi þuklað á manninum og brotið á fleirum. Gerandinn hafi í kjölfarið fengið skriflega áminningu frá forsetaembættinu, beðist afsökunar og verið sendur í tímabundið leyfi. Spyr hvort forsetahjónin hafi þaggað niður kynferðisáreitni til að hylma yfir vínþjófi Sigurður veltir því upp hvers vegna gerandinn hafi fengið að koma aftur til starfa. Maðurinn lét af störfum í júlí 2021 þegar starf hans var lagt niður vegna skipulagsbreytinga hjá embættinu samkvæmt skriflegu svari forsetaembættisins við fyrirspurn fréttastofu. „Yfirstandandi skipulagsbreytingar hjá embætti forseta Íslands, sem hófust fyrr í sumar, leiddu til þess að störf voru lögðu niður á Bessastöðum. Af persónuverndarástæðum teljum við ekki fært að veita nánari upplýsingar um starfslok einstakra starfsmanna,“ segir í svarinu. Sigurður segir forsetaparið ekki hafa fundið sig knúið til að segja manninum upp vegna hagsmuna fjölskyldu hans. „Ráðsmaðurinn fékk að sönnu áminningu; fór í leyfi og kom svo aftur til starfa eins og ekkert væri, þar sem forsetaparið fann sig ekki í því að segja ráðsmanninum upp vegna hagsmuna fjölskyldu hans.“ Það skal taka fram að Sigurður blandar saman starfsheitunum. Það var ráðsmaður sem kærði staðarhaldarann fyrir kynferðislega áreitni en ekki öfugt. Sigurður veltir því upp hvort forsetahjónin hafi verið að vernda hagsmuni gerandans og hvort það hafi verið ferðaþjónusturekstur eiginkonu hans sem forsetahjónin hafi verið að vernda. „Var það kannski eitthvað annað sem komið hafði upp á Bessastöðum og ekki þoldi dagsins ljós? Getur verið að ráðsmaðurinn hafi haft vitneskju um ólögmæta háttsemi embættismanns í starfsliði forseta? Getur verið að embættismaðurinn hafi látið ráðsmanninn afhenda sér til eigin afnota vín í eigu forsetaembættisins? Slík háttsemi kann að vera refsivert auðgunarbrot, ef sönn er. Getur verið að forsetinn hafi haft spurnir af víntöku úr kjallaranum og því ákveðið að fórna staðarhaldara í stað ráðsmanns í þeirri von að aldrei yrði spurt um ólögmæta meðferð á víni embættisins?“ Sigurður segir í samtali við fréttastofu að hann hafi velt upp þessum spurningum vegna aðkomu Guðna Th. Jóhannessonar, forseta, að umræðu um kynferðisbrot landsliðsmanna og meintrar þöggunar þeirra af hálfu Knattspyrnusambands Íslands. Guðni gagnrýndi til að mynda KSÍ í viðtali sem hann veitti RÚV í síðustu viku þar sem hann sagði knattspyrumönnum að vera ekki fávitar, sem Guðni baðst svo afsökunar á fyrr í dag. Sigurður segir forsetann sýna hræsni, hann gagnrýni þöggun innan KSÍ en hafi sjálfur gerst sekur um hana í eigin embætti. Í skriflegu svari forsetaembættisins við fyrirspurn fréttastofu segir að forsetinn muni ekki tjá sig með beinum hætti um færslur á Facebook. Forseti Íslands Kynferðisofbeldi Landsliðsmenn sakaðir um kynferðisofbeldi Tengdar fréttir Guðni biðst afsökunar á að hafa sagt fólki að vera ekki fávitar Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, hefur beðist afsökunar á að hafa notað orðið fáviti í umræðu um kynferðisofbeldismál. Hann segir það ekki hafa gert neinum gott og allra síst honum sjálfum. 13. september 2021 13:25 „Ég er að varpa ljósi á sannleikann“ Sigurður G. Guðjónsson hæstaréttarlögmaður segist vera að varpa ljósi á sannleikann með umdeildri Facebook-færslu þar sem hann birti brot úr skýrslutöku yfir þolanda í ofbeldismáli. Starfsfólk Stígamóta sé farið að velja leikmenn í íslenska landsliðið. Ef almenningur sé hættur að treysta yfirvöldum þá sé samfélagið komið á mjög slæman stað. 8. september 2021 06:01 Svona svaraði Guðni forseti þegar faðir þolanda sendi honum bréf Guðna Th. Jóhannessyni, forseta Íslands, barst í mars 2018 bréf frá föður þolanda knattspyrnumanns í landsliði Íslands. Guðni svaraði bréfi föðurins og hafði í kjölfar samband við Guðna Bergsson, formann Knattspyrnusambands Íslands, þar sem þeir ræddu málið. 27. ágúst 2021 22:31 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Innlent Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna Erlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Innlent Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Innlent Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Innlent Lögreglan bannaði bjór á B5 Innlent Fleiri fréttir Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Tveir handteknir eftir hópslagsmál Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Nýju húsnæði Myndlistaskólans lokað Ísland meðal Evrópulanda þar sem lyfjatengd andlát eru hlutfallslega flest Nánast engin læknisþjónusta ef til verkfalls kemur Mikill eldur í iðnaðarhúsnæði á Akureyri Lyfjatengd andlát, rauð Bandaríki og glimmerveisla í Eldborg Tóku fyrstu skóflustunguna að nýjum skóla Óvíst hvort umsókn um hvalveiðileyfi verði afgreidd fyrir kosningar Sjá meira
Sigurður birti færslu á Facebook í gærkvöldi þar sem hann segir forsetaparið hafa farið illa með fyrrverandi starfsmenn sína sem urðu fyrir kynferðislegri áreitni af hendi annars starfsmanns fyrir nokkrum árum síðan. „Forsetaparið lét sem vind um eyru þjóta athugasemdir staðarhaldarans á Bessastöðum þegar það upplýsti um endurkomu ráðsmannsins; ráðsmannsins sem beitt hafði staðarhaldarann og konu hans ofbeldi í Parísarferð, og sýnt af sér sérkennilega háttsemi utan við hús hjónanna á Bessastöðum,“ segir í færslu Sigurðar. Greint var frá því í síðustu viku að fyrrverandi starfsmaður forsetaembættisins sem bjó á Bessastöðum hafi nú kært kynferðislega áreitni af hálfu annars starfsmanns til lögreglu. Maðurinn kom fram undir nafnleynd í viðtali hjá Fréttablaðinu og sagði framkomu gerandans hafa valdið sér og fjölskyldu sinni sársauka og fjárhagstjóni en hann hafi ekki séð sér annað fært en að segja upp störfum og flytja frá Bessastöðum vegna áreitninnar. Áreitnin hafi staðið yfir í mörg ár og náð hámarki í starfsmannaferð til Parísar árið 2019, þar sem gerandinn hafi þuklað á manninum og brotið á fleirum. Gerandinn hafi í kjölfarið fengið skriflega áminningu frá forsetaembættinu, beðist afsökunar og verið sendur í tímabundið leyfi. Spyr hvort forsetahjónin hafi þaggað niður kynferðisáreitni til að hylma yfir vínþjófi Sigurður veltir því upp hvers vegna gerandinn hafi fengið að koma aftur til starfa. Maðurinn lét af störfum í júlí 2021 þegar starf hans var lagt niður vegna skipulagsbreytinga hjá embættinu samkvæmt skriflegu svari forsetaembættisins við fyrirspurn fréttastofu. „Yfirstandandi skipulagsbreytingar hjá embætti forseta Íslands, sem hófust fyrr í sumar, leiddu til þess að störf voru lögðu niður á Bessastöðum. Af persónuverndarástæðum teljum við ekki fært að veita nánari upplýsingar um starfslok einstakra starfsmanna,“ segir í svarinu. Sigurður segir forsetaparið ekki hafa fundið sig knúið til að segja manninum upp vegna hagsmuna fjölskyldu hans. „Ráðsmaðurinn fékk að sönnu áminningu; fór í leyfi og kom svo aftur til starfa eins og ekkert væri, þar sem forsetaparið fann sig ekki í því að segja ráðsmanninum upp vegna hagsmuna fjölskyldu hans.“ Það skal taka fram að Sigurður blandar saman starfsheitunum. Það var ráðsmaður sem kærði staðarhaldarann fyrir kynferðislega áreitni en ekki öfugt. Sigurður veltir því upp hvort forsetahjónin hafi verið að vernda hagsmuni gerandans og hvort það hafi verið ferðaþjónusturekstur eiginkonu hans sem forsetahjónin hafi verið að vernda. „Var það kannski eitthvað annað sem komið hafði upp á Bessastöðum og ekki þoldi dagsins ljós? Getur verið að ráðsmaðurinn hafi haft vitneskju um ólögmæta háttsemi embættismanns í starfsliði forseta? Getur verið að embættismaðurinn hafi látið ráðsmanninn afhenda sér til eigin afnota vín í eigu forsetaembættisins? Slík háttsemi kann að vera refsivert auðgunarbrot, ef sönn er. Getur verið að forsetinn hafi haft spurnir af víntöku úr kjallaranum og því ákveðið að fórna staðarhaldara í stað ráðsmanns í þeirri von að aldrei yrði spurt um ólögmæta meðferð á víni embættisins?“ Sigurður segir í samtali við fréttastofu að hann hafi velt upp þessum spurningum vegna aðkomu Guðna Th. Jóhannessonar, forseta, að umræðu um kynferðisbrot landsliðsmanna og meintrar þöggunar þeirra af hálfu Knattspyrnusambands Íslands. Guðni gagnrýndi til að mynda KSÍ í viðtali sem hann veitti RÚV í síðustu viku þar sem hann sagði knattspyrumönnum að vera ekki fávitar, sem Guðni baðst svo afsökunar á fyrr í dag. Sigurður segir forsetann sýna hræsni, hann gagnrýni þöggun innan KSÍ en hafi sjálfur gerst sekur um hana í eigin embætti. Í skriflegu svari forsetaembættisins við fyrirspurn fréttastofu segir að forsetinn muni ekki tjá sig með beinum hætti um færslur á Facebook.
Forseti Íslands Kynferðisofbeldi Landsliðsmenn sakaðir um kynferðisofbeldi Tengdar fréttir Guðni biðst afsökunar á að hafa sagt fólki að vera ekki fávitar Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, hefur beðist afsökunar á að hafa notað orðið fáviti í umræðu um kynferðisofbeldismál. Hann segir það ekki hafa gert neinum gott og allra síst honum sjálfum. 13. september 2021 13:25 „Ég er að varpa ljósi á sannleikann“ Sigurður G. Guðjónsson hæstaréttarlögmaður segist vera að varpa ljósi á sannleikann með umdeildri Facebook-færslu þar sem hann birti brot úr skýrslutöku yfir þolanda í ofbeldismáli. Starfsfólk Stígamóta sé farið að velja leikmenn í íslenska landsliðið. Ef almenningur sé hættur að treysta yfirvöldum þá sé samfélagið komið á mjög slæman stað. 8. september 2021 06:01 Svona svaraði Guðni forseti þegar faðir þolanda sendi honum bréf Guðna Th. Jóhannessyni, forseta Íslands, barst í mars 2018 bréf frá föður þolanda knattspyrnumanns í landsliði Íslands. Guðni svaraði bréfi föðurins og hafði í kjölfar samband við Guðna Bergsson, formann Knattspyrnusambands Íslands, þar sem þeir ræddu málið. 27. ágúst 2021 22:31 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Innlent Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna Erlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Innlent Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Innlent Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Innlent Lögreglan bannaði bjór á B5 Innlent Fleiri fréttir Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Tveir handteknir eftir hópslagsmál Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Nýju húsnæði Myndlistaskólans lokað Ísland meðal Evrópulanda þar sem lyfjatengd andlát eru hlutfallslega flest Nánast engin læknisþjónusta ef til verkfalls kemur Mikill eldur í iðnaðarhúsnæði á Akureyri Lyfjatengd andlát, rauð Bandaríki og glimmerveisla í Eldborg Tóku fyrstu skóflustunguna að nýjum skóla Óvíst hvort umsókn um hvalveiðileyfi verði afgreidd fyrir kosningar Sjá meira
Guðni biðst afsökunar á að hafa sagt fólki að vera ekki fávitar Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, hefur beðist afsökunar á að hafa notað orðið fáviti í umræðu um kynferðisofbeldismál. Hann segir það ekki hafa gert neinum gott og allra síst honum sjálfum. 13. september 2021 13:25
„Ég er að varpa ljósi á sannleikann“ Sigurður G. Guðjónsson hæstaréttarlögmaður segist vera að varpa ljósi á sannleikann með umdeildri Facebook-færslu þar sem hann birti brot úr skýrslutöku yfir þolanda í ofbeldismáli. Starfsfólk Stígamóta sé farið að velja leikmenn í íslenska landsliðið. Ef almenningur sé hættur að treysta yfirvöldum þá sé samfélagið komið á mjög slæman stað. 8. september 2021 06:01
Svona svaraði Guðni forseti þegar faðir þolanda sendi honum bréf Guðna Th. Jóhannessyni, forseta Íslands, barst í mars 2018 bréf frá föður þolanda knattspyrnumanns í landsliði Íslands. Guðni svaraði bréfi föðurins og hafði í kjölfar samband við Guðna Bergsson, formann Knattspyrnusambands Íslands, þar sem þeir ræddu málið. 27. ágúst 2021 22:31