Það sem ekki er rætt Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar 13. september 2021 14:31 Frambjóðendur voru mættir í Silfri Egils í gær, sunnudag, til að heilla okkur kjósendur. Ég horfði á Ásmund Einar, ráðherra fatlaðs fólks sem að mestu gleymdi kjaramálum okkar á síðasta kjörtímabili, og aðra frambjóðendur, sleppa því algerlega að ræða málefni og stöðu fatlaðs fólks. Ég tiltek félags- og barnamálaráðherra sérstaklega, þar sem hann er ráðherra fatlaðs fólks, okkar ráðherra, sá sem átti að taka okkar mál sérstaklega upp á sína arma! Í stuttu máli varð ég fyrir vonbrigðum með frambjóðendurna upp til hópa. Ég minni á að fatlað fólk sat eftir í hruninu og hefur ekki enn, rúmum áratug síðar, fengið leiðréttingu. Fatlað fólk hefur í dag lægstu framfærslu allra, lægri en atvinnulausir sem eru þó aðeins tímabundið án tekna, og fatlað fólk er langt undir lágmarkslaunum. Allt tal fráfarandi stjórnvalda um aukinn kaupmátt fatlaðs fólks er ekkert nema gaslýsing! Ef horft er á heildina þá býr fatlað fólk við mismunun, útilokun, afkomuóöryggi, réttleysi, þöggun og þvingun. Það er án tækifæra, án mannsæmandi framfærslu og mjög stór hluti býr við fátækt. Fátækt fatlaðs fólks kemur niður á börnum þeirra en mest auðvitað á fólkinu sjálfu sem fær ekki tækifærin og getur því ekki tekið þátt í samfélaginu til jafns við aðra. Í nýrri rannsókn Vörðu, rannsóknarstofnun vinnumarkaðarins, kemur fram að 8 af hverjum 10 þeirra sem treysta á almannatryggingakerfið sér til framfærslu, eiga erfitt, eða mjög erfitt með að ná endum saman. Staðan versnar til muna ef viðkomandi er einstætt foreldri. Þá erum við að tala um 90% sem ná ekki endum saman yfir mánuðinn. Rúmlega 40% þessara einstæðu foreldra geta ekki veitt börnum sínum eins næringarríkan mat og þeir vilja, né nauðsynlegan fatnað eða greitt kostnað vegna skipulagðra tómstunda. Rúmlega 80% hafa neitað sér um heilbrigðisþjónustu og langflestir segja kostnað helstu ástæðu þess. En þetta er bara ekki rætt. Hér vantar húsnæðisúrræði, margskonar þjónustu, aðgengi að menntun og atvinnumöguleikum. Fatlað fólk þarf að neita sér um svo margt, sem aðrir líta á sem sjálfsagðan hlut og velta ekkert sérstaklega fyrir sér. Til að mynd að kynda húsnæði sitt nægjanlega. Málefni fatlaðs fólks eru stöðugt stækkandi svöðusár í okkar samfélagi. Sér í lagi það sem varðar gríðarlegar skerðingar og skatta á mjög lágar tekjur. Það átti að laga á síðasta kjörtímabili en var aflýst, nánast með öllu. ÖBÍ hefur átt fundi með nær öllum framboðum þar sem við höfum bent á 24 góðar leiðir að réttlátara samfélagi. Við höfum kynnt þeim það sem brennur helst á fötluðu fólki. Þar er framfærslan langefst á blaði. Hvað ætlar þú ágæti kjósandi sem býrð við veikindi og fötlun að kjósa? Hvað ætlar fjölskylda þín að kjósa? Hverju vilt þú breyta? Höfundur er formaður Öryrkjabandalagsins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þuríður Harpa Sigurðardóttir Félagsmál Skoðun: Kosningar 2021 Alþingiskosningar 2021 Mest lesið Er ég eins og ég er? - Svar við pistli heilbrigðisráðherra Eldur Smári Kristinsson Skoðun Skuggaráðherra ríkisstjórnarinnar Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Seðlabankastjóri rannsakar sjálfan sig Einar Steingrímsson Skoðun Setjum á okkur súrefnisgrímuna áður en við björgum heiminum. Nú þarf hinn þögli meirihluti að láta í sér heyra Steindór Þórarinsson Skoðun Þegar fjórða valdið sefur – og gamla tuggan lifir Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Talaðu núna, talaðu! Bolli Pétur Bollason Skoðun Óttinn selur Davíð Bergmann Skoðun „AMOC straumurinn", enn ein heimsendaspáin... Valgerður Árnadóttir Skoðun Börn með fjölþættan vanda – horft til framtíðar Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Umbóta á námi fanga enn beðið Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Skoðun Skoðun Skólabærinn Garðabær: Við mælum árangur og gerum stöðugt betur Almar Guðmundsson,Sigríður Hulda Jónsdóttir skrifar Skoðun Stóra spurningin sem fjárlögin svara ekki Sandra B. Franks skrifar Skoðun Námsmat og Matsferill – Tækifæri til umbóta í skólastarfi Sigurbjörg Róbertsdóttir skrifar Skoðun Tími til aðgerða - loftslags- og umhverfismál sett á dagskrá Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar Skoðun Setjum á okkur súrefnisgrímuna áður en við björgum heiminum. Nú þarf hinn þögli meirihluti að láta í sér heyra Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Sterkt skólasamfélag á Akureyri, sameiginleg ábyrgð og framtíðarsýn Heimir Örn Árnason skrifar Skoðun Fæðingarhríðir fjórðu iðnbyltingarinnar: Til fjármálafyrirtækja Klara Nótt Egilson skrifar Skoðun „AMOC straumurinn", enn ein heimsendaspáin... Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Talaðu núna, talaðu! Bolli Pétur Bollason skrifar Skoðun Seðlabankastjóri rannsakar sjálfan sig Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Skuggaráðherra ríkisstjórnarinnar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Óttinn selur Davíð Bergmann skrifar Skoðun Börn með fjölþættan vanda – horft til framtíðar Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Umbóta á námi fanga enn beðið Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Þegar fjórða valdið sefur – og gamla tuggan lifir Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Erfðir og endurframleiðsla félagslegra vandamála milli kynslóða Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til utanríkisráðherra og alþingismanna: Farbann á hermenn sem taka þátt í þjóðarmorði Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Raddir, sýnir og aðrar óhefðbundnar skynjanir Svava Arnardóttir skrifar Skoðun Er ég eins og ég er? - Svar við pistli heilbrigðisráðherra Eldur Smári Kristinsson skrifar Skoðun Eftir höfðinu dansa limirnir Hallfríður Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Sýklasótt – tími og þekking skiptir máli Alma Möller skrifar Skoðun Frá upplausn til uppbyggingar Þór Pálsson skrifar Skoðun Hagsmunir sveitanna í vasa heildsala Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Verið að vinna sér í haginn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ég er eins og ég er – um heilbrigðisþjónustu við trans fólk Alma D. Möller skrifar Skoðun Óvelkomnar alls staðar Kristín Davíðsdóttir skrifar Skoðun Samstillt átak um öryggi Íslands Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir,Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Við elskum pizzur Herdís Magna Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Grafið undan grunnstoð samfélagsins skrifar Skoðun Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar Sjá meira
Frambjóðendur voru mættir í Silfri Egils í gær, sunnudag, til að heilla okkur kjósendur. Ég horfði á Ásmund Einar, ráðherra fatlaðs fólks sem að mestu gleymdi kjaramálum okkar á síðasta kjörtímabili, og aðra frambjóðendur, sleppa því algerlega að ræða málefni og stöðu fatlaðs fólks. Ég tiltek félags- og barnamálaráðherra sérstaklega, þar sem hann er ráðherra fatlaðs fólks, okkar ráðherra, sá sem átti að taka okkar mál sérstaklega upp á sína arma! Í stuttu máli varð ég fyrir vonbrigðum með frambjóðendurna upp til hópa. Ég minni á að fatlað fólk sat eftir í hruninu og hefur ekki enn, rúmum áratug síðar, fengið leiðréttingu. Fatlað fólk hefur í dag lægstu framfærslu allra, lægri en atvinnulausir sem eru þó aðeins tímabundið án tekna, og fatlað fólk er langt undir lágmarkslaunum. Allt tal fráfarandi stjórnvalda um aukinn kaupmátt fatlaðs fólks er ekkert nema gaslýsing! Ef horft er á heildina þá býr fatlað fólk við mismunun, útilokun, afkomuóöryggi, réttleysi, þöggun og þvingun. Það er án tækifæra, án mannsæmandi framfærslu og mjög stór hluti býr við fátækt. Fátækt fatlaðs fólks kemur niður á börnum þeirra en mest auðvitað á fólkinu sjálfu sem fær ekki tækifærin og getur því ekki tekið þátt í samfélaginu til jafns við aðra. Í nýrri rannsókn Vörðu, rannsóknarstofnun vinnumarkaðarins, kemur fram að 8 af hverjum 10 þeirra sem treysta á almannatryggingakerfið sér til framfærslu, eiga erfitt, eða mjög erfitt með að ná endum saman. Staðan versnar til muna ef viðkomandi er einstætt foreldri. Þá erum við að tala um 90% sem ná ekki endum saman yfir mánuðinn. Rúmlega 40% þessara einstæðu foreldra geta ekki veitt börnum sínum eins næringarríkan mat og þeir vilja, né nauðsynlegan fatnað eða greitt kostnað vegna skipulagðra tómstunda. Rúmlega 80% hafa neitað sér um heilbrigðisþjónustu og langflestir segja kostnað helstu ástæðu þess. En þetta er bara ekki rætt. Hér vantar húsnæðisúrræði, margskonar þjónustu, aðgengi að menntun og atvinnumöguleikum. Fatlað fólk þarf að neita sér um svo margt, sem aðrir líta á sem sjálfsagðan hlut og velta ekkert sérstaklega fyrir sér. Til að mynd að kynda húsnæði sitt nægjanlega. Málefni fatlaðs fólks eru stöðugt stækkandi svöðusár í okkar samfélagi. Sér í lagi það sem varðar gríðarlegar skerðingar og skatta á mjög lágar tekjur. Það átti að laga á síðasta kjörtímabili en var aflýst, nánast með öllu. ÖBÍ hefur átt fundi með nær öllum framboðum þar sem við höfum bent á 24 góðar leiðir að réttlátara samfélagi. Við höfum kynnt þeim það sem brennur helst á fötluðu fólki. Þar er framfærslan langefst á blaði. Hvað ætlar þú ágæti kjósandi sem býrð við veikindi og fötlun að kjósa? Hvað ætlar fjölskylda þín að kjósa? Hverju vilt þú breyta? Höfundur er formaður Öryrkjabandalagsins.
Setjum á okkur súrefnisgrímuna áður en við björgum heiminum. Nú þarf hinn þögli meirihluti að láta í sér heyra Steindór Þórarinsson Skoðun
Skoðun Skólabærinn Garðabær: Við mælum árangur og gerum stöðugt betur Almar Guðmundsson,Sigríður Hulda Jónsdóttir skrifar
Skoðun Námsmat og Matsferill – Tækifæri til umbóta í skólastarfi Sigurbjörg Róbertsdóttir skrifar
Skoðun Tími til aðgerða - loftslags- og umhverfismál sett á dagskrá Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar
Skoðun Setjum á okkur súrefnisgrímuna áður en við björgum heiminum. Nú þarf hinn þögli meirihluti að láta í sér heyra Steindór Þórarinsson skrifar
Skoðun Sterkt skólasamfélag á Akureyri, sameiginleg ábyrgð og framtíðarsýn Heimir Örn Árnason skrifar
Skoðun Fæðingarhríðir fjórðu iðnbyltingarinnar: Til fjármálafyrirtækja Klara Nótt Egilson skrifar
Skoðun Erfðir og endurframleiðsla félagslegra vandamála milli kynslóða Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til utanríkisráðherra og alþingismanna: Farbann á hermenn sem taka þátt í þjóðarmorði Helen Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Samstillt átak um öryggi Íslands Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir,Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar
Setjum á okkur súrefnisgrímuna áður en við björgum heiminum. Nú þarf hinn þögli meirihluti að láta í sér heyra Steindór Þórarinsson Skoðun