Það sem ekki er rætt Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar 13. september 2021 14:31 Frambjóðendur voru mættir í Silfri Egils í gær, sunnudag, til að heilla okkur kjósendur. Ég horfði á Ásmund Einar, ráðherra fatlaðs fólks sem að mestu gleymdi kjaramálum okkar á síðasta kjörtímabili, og aðra frambjóðendur, sleppa því algerlega að ræða málefni og stöðu fatlaðs fólks. Ég tiltek félags- og barnamálaráðherra sérstaklega, þar sem hann er ráðherra fatlaðs fólks, okkar ráðherra, sá sem átti að taka okkar mál sérstaklega upp á sína arma! Í stuttu máli varð ég fyrir vonbrigðum með frambjóðendurna upp til hópa. Ég minni á að fatlað fólk sat eftir í hruninu og hefur ekki enn, rúmum áratug síðar, fengið leiðréttingu. Fatlað fólk hefur í dag lægstu framfærslu allra, lægri en atvinnulausir sem eru þó aðeins tímabundið án tekna, og fatlað fólk er langt undir lágmarkslaunum. Allt tal fráfarandi stjórnvalda um aukinn kaupmátt fatlaðs fólks er ekkert nema gaslýsing! Ef horft er á heildina þá býr fatlað fólk við mismunun, útilokun, afkomuóöryggi, réttleysi, þöggun og þvingun. Það er án tækifæra, án mannsæmandi framfærslu og mjög stór hluti býr við fátækt. Fátækt fatlaðs fólks kemur niður á börnum þeirra en mest auðvitað á fólkinu sjálfu sem fær ekki tækifærin og getur því ekki tekið þátt í samfélaginu til jafns við aðra. Í nýrri rannsókn Vörðu, rannsóknarstofnun vinnumarkaðarins, kemur fram að 8 af hverjum 10 þeirra sem treysta á almannatryggingakerfið sér til framfærslu, eiga erfitt, eða mjög erfitt með að ná endum saman. Staðan versnar til muna ef viðkomandi er einstætt foreldri. Þá erum við að tala um 90% sem ná ekki endum saman yfir mánuðinn. Rúmlega 40% þessara einstæðu foreldra geta ekki veitt börnum sínum eins næringarríkan mat og þeir vilja, né nauðsynlegan fatnað eða greitt kostnað vegna skipulagðra tómstunda. Rúmlega 80% hafa neitað sér um heilbrigðisþjónustu og langflestir segja kostnað helstu ástæðu þess. En þetta er bara ekki rætt. Hér vantar húsnæðisúrræði, margskonar þjónustu, aðgengi að menntun og atvinnumöguleikum. Fatlað fólk þarf að neita sér um svo margt, sem aðrir líta á sem sjálfsagðan hlut og velta ekkert sérstaklega fyrir sér. Til að mynd að kynda húsnæði sitt nægjanlega. Málefni fatlaðs fólks eru stöðugt stækkandi svöðusár í okkar samfélagi. Sér í lagi það sem varðar gríðarlegar skerðingar og skatta á mjög lágar tekjur. Það átti að laga á síðasta kjörtímabili en var aflýst, nánast með öllu. ÖBÍ hefur átt fundi með nær öllum framboðum þar sem við höfum bent á 24 góðar leiðir að réttlátara samfélagi. Við höfum kynnt þeim það sem brennur helst á fötluðu fólki. Þar er framfærslan langefst á blaði. Hvað ætlar þú ágæti kjósandi sem býrð við veikindi og fötlun að kjósa? Hvað ætlar fjölskylda þín að kjósa? Hverju vilt þú breyta? Höfundur er formaður Öryrkjabandalagsins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þuríður Harpa Sigurðardóttir Félagsmál Skoðun: Kosningar 2021 Alþingiskosningar 2021 Mest lesið Hópnauðganir/svartheimar! Davíð Bergmann Skoðun Hlustum á okkar landsliðskonur - sýnum Ísrael rauða spjaldið Hrönn G. Guðmundsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir Skoðun Gildi kærleika og mannúðar Toshiki Toma Skoðun NPA breytti lífinu mínu Sveinbjörn Eggertsson Skoðun Hefur þú tilkynnt um ofbeldi gegn barni? Alfa Jóhannsdóttir Skoðun Valdið og samvinnuhugsjónin Kjartan Helgi Ólafsson Skoðun Hvernig tryggjum við samkeppnishæfni þjóðar? Jón Skafti Gestsson Skoðun Stöðvum glæpagengi á Íslandi Hjalti Vigfússon Skoðun Grafarvogsgremjan Þorlákur Axel Jónsson Skoðun Gremjan í Grafarvogi Davíð Már Sigurðsson Skoðun Skoðun Skoðun Hlustum á okkar landsliðskonur - sýnum Ísrael rauða spjaldið Hrönn G. Guðmundsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir skrifar Skoðun Hópnauðganir/svartheimar! Davíð Bergmann skrifar Skoðun Valdið og samvinnuhugsjónin Kjartan Helgi Ólafsson skrifar Skoðun NPA breytti lífinu mínu Sveinbjörn Eggertsson skrifar Skoðun Hefur þú tilkynnt um ofbeldi gegn barni? Alfa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Gildi kærleika og mannúðar Toshiki Toma skrifar Skoðun Hvernig tryggjum við samkeppnishæfni þjóðar? Jón Skafti Gestsson skrifar Skoðun Í minningu Frans páfa - sem tók sér nafn verndardýrlings dýra og náttúru Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Flottu kjötauglýsingarnar í blöðunum... Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Grafarvogsgremjan Þorlákur Axel Jónsson skrifar Skoðun Er ég að svindla? – Um sambýli manns og gervigreindar í sköpun og þekkingu Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Fjármögnuðu stríðsvél Rússlands Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hugleiðingar á páskum Ámundi Loftsson skrifar Skoðun Gremjan í Grafarvogi Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson skrifar Skoðun Móttaka skemmtiferðaskipa - hlustað á íbúa Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Námsfærni nemenda í íslenskum skólum: Eigum við að lækka rána? Sigríður Ólafsdóttir skrifar Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley skrifar Skoðun Þegar mannshjörtun mætast Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Kristján á Sprengisandi lendir í ágjöf Björn Ólafsson skrifar Skoðun Unglingar eiga skilið heildstætt mat frá framhaldsskólum Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Stöðvum glæpagengi á Íslandi Hjalti Vigfússon skrifar Skoðun Jafnlaunavottun - „Hverjir græða á jafnlaunavottun“ Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri sem fáir eru að ræða? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig húsnæðismarkað vill Viðskiptaráð? Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun Enginn matur og næring án sérfræðiþekkingar Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar Skoðun Öll endurhæfing er í eðli sínu starfsendurhæfing Sveindís Anna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun „Bíddu, varst þú ekki að biðja um þessa greiðslu?“ Heiðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Rétta leiðin til endurreisnar menntakerfisins? Birgir Finnsson skrifar Sjá meira
Frambjóðendur voru mættir í Silfri Egils í gær, sunnudag, til að heilla okkur kjósendur. Ég horfði á Ásmund Einar, ráðherra fatlaðs fólks sem að mestu gleymdi kjaramálum okkar á síðasta kjörtímabili, og aðra frambjóðendur, sleppa því algerlega að ræða málefni og stöðu fatlaðs fólks. Ég tiltek félags- og barnamálaráðherra sérstaklega, þar sem hann er ráðherra fatlaðs fólks, okkar ráðherra, sá sem átti að taka okkar mál sérstaklega upp á sína arma! Í stuttu máli varð ég fyrir vonbrigðum með frambjóðendurna upp til hópa. Ég minni á að fatlað fólk sat eftir í hruninu og hefur ekki enn, rúmum áratug síðar, fengið leiðréttingu. Fatlað fólk hefur í dag lægstu framfærslu allra, lægri en atvinnulausir sem eru þó aðeins tímabundið án tekna, og fatlað fólk er langt undir lágmarkslaunum. Allt tal fráfarandi stjórnvalda um aukinn kaupmátt fatlaðs fólks er ekkert nema gaslýsing! Ef horft er á heildina þá býr fatlað fólk við mismunun, útilokun, afkomuóöryggi, réttleysi, þöggun og þvingun. Það er án tækifæra, án mannsæmandi framfærslu og mjög stór hluti býr við fátækt. Fátækt fatlaðs fólks kemur niður á börnum þeirra en mest auðvitað á fólkinu sjálfu sem fær ekki tækifærin og getur því ekki tekið þátt í samfélaginu til jafns við aðra. Í nýrri rannsókn Vörðu, rannsóknarstofnun vinnumarkaðarins, kemur fram að 8 af hverjum 10 þeirra sem treysta á almannatryggingakerfið sér til framfærslu, eiga erfitt, eða mjög erfitt með að ná endum saman. Staðan versnar til muna ef viðkomandi er einstætt foreldri. Þá erum við að tala um 90% sem ná ekki endum saman yfir mánuðinn. Rúmlega 40% þessara einstæðu foreldra geta ekki veitt börnum sínum eins næringarríkan mat og þeir vilja, né nauðsynlegan fatnað eða greitt kostnað vegna skipulagðra tómstunda. Rúmlega 80% hafa neitað sér um heilbrigðisþjónustu og langflestir segja kostnað helstu ástæðu þess. En þetta er bara ekki rætt. Hér vantar húsnæðisúrræði, margskonar þjónustu, aðgengi að menntun og atvinnumöguleikum. Fatlað fólk þarf að neita sér um svo margt, sem aðrir líta á sem sjálfsagðan hlut og velta ekkert sérstaklega fyrir sér. Til að mynd að kynda húsnæði sitt nægjanlega. Málefni fatlaðs fólks eru stöðugt stækkandi svöðusár í okkar samfélagi. Sér í lagi það sem varðar gríðarlegar skerðingar og skatta á mjög lágar tekjur. Það átti að laga á síðasta kjörtímabili en var aflýst, nánast með öllu. ÖBÍ hefur átt fundi með nær öllum framboðum þar sem við höfum bent á 24 góðar leiðir að réttlátara samfélagi. Við höfum kynnt þeim það sem brennur helst á fötluðu fólki. Þar er framfærslan langefst á blaði. Hvað ætlar þú ágæti kjósandi sem býrð við veikindi og fötlun að kjósa? Hvað ætlar fjölskylda þín að kjósa? Hverju vilt þú breyta? Höfundur er formaður Öryrkjabandalagsins.
Hlustum á okkar landsliðskonur - sýnum Ísrael rauða spjaldið Hrönn G. Guðmundsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir Skoðun
Skoðun Hlustum á okkar landsliðskonur - sýnum Ísrael rauða spjaldið Hrönn G. Guðmundsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir skrifar
Skoðun Í minningu Frans páfa - sem tók sér nafn verndardýrlings dýra og náttúru Árni Stefán Árnason skrifar
Skoðun Er ég að svindla? – Um sambýli manns og gervigreindar í sköpun og þekkingu Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson skrifar
Skoðun Námsfærni nemenda í íslenskum skólum: Eigum við að lækka rána? Sigríður Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley skrifar
Skoðun Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar
Skoðun Enginn matur og næring án sérfræðiþekkingar Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar
Hlustum á okkar landsliðskonur - sýnum Ísrael rauða spjaldið Hrönn G. Guðmundsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir Skoðun